Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 7 Bíllinn vék fyrir skúrnum Þau valda víða áhyggjum og truflunum peningamálin. Þannig hefur kaþólski söfnuðurinn á ís- landi fundið fyrir ónotum ekki síður en þeir sem trú sína stunda að lúterskum sið. Johannes Giij- sen er biskup kaþólikka og hann hafði í samræmi við þá stöðu slna einkabil af Volvo-gerð og bUstjóra tU að létta sér lifið. Ekki þótti fært að bUlinn stæði utan við heimUi biskups án skjóls fyr- ir veðri og vindum. Því réðst söfnuðurinn í það verk að reisa bifreiðinni musteri sem á máli al- þýðunnar kaUast bílskúr. Nú ber svo við að bUskúrinn er langt kominn í byggingu en bUIinn hef- ur verið seldur. Þetta setja óprúttnar sálir í samhengi og segja skotsilfur af skomum skammti og fjárráð kirkjunnar leyfi ekki bæði bU og bUskúr ... Mamma fékk sjokk Tímaritið Heimsmynd birtir í nýju hefti einkaviðtal við Fjölni Þorgeirsson sem einna helst hef- ur unnið sér tU frægðar að vera í ástarsambandi við kryddpiuna Mel B. úr Spice Girls. Fjölnir lýsir því meðal annars þeg- ar þau ákváðu að ganga í heUagt hjónaband og tU að staðfesta þá ætlan sína létu húðflúra á aftur- enda sína nöfh hvort annars. Þau héldu síðan tU íslands tU að kynna foreldrum Fjölnis ákvörð- un sína. Við það tækifæri tók Fjölnir niður um sig buxumar og sýndi mömmu staðfestinguna. „Hún fékk algjört sjokk, enda aldrei séð Melanie áður,“ sagði Fjölnir einlægur í viðtalinu ... Hreiðar heimski íslenski teiknarinn Sigurður Öm Brynjólfsson, sem meðal annars teiknaði fyrir Dagblaðið í gamla daga, býr nú í Eistlandi. Fyrir tæpum tveimur árum geröi hann 20 minútna þátt, Hreiðar heimski, sem byggður var á næstum sam- nefndum þætti úr íslendinga- sögum. Sandkom hefur hlerað að Hreiðar hafi sannarlega gert viðreist síðan. Hann hefúr nefnUega verið sýnd- ur á íslandi, í Eistlandi, Dan- mörku, Finnlandi og aUar götur suöur í Mexikó ... Sætaslagur Hart er tekist á um níunda sæti Reykjavíkurlistans að tjaldabaki sem yrði fyrsti varamaður haldi listinn borginni. Alþýðubandalag- ið sækir fast að Ámi Þór Sigurðs- son fái sætið en í prófkjörinu fékk hann fleiri at- kvæði en ýmsir úr öðrum flokk- um sem vegna reglna próf- kjörsins komust þó í öraggt sæti. Hinir flokkamir taka þó ekki í mál að Ámi fái sætið. Kratar hafa á orði að nær væri að Pétur Jónsson fengi níunda sætið tU að græða smyrsl eðalkrata sem era í arfafýlu eftir að hlaupastrákar úr Framsókn og utan flokka hirtu af þeim bæði sætin. í Ráðhúsinu hafa menn áhyggjur af málinu og sjá fyrir sér átök í uppsiglingu ... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Allt Fréttir HeUsugæslumálin á Eskifirði: komið í rúst - segir Stefán Óskarsson stjórnarformaður „Þetta er hræðUegt ástand. Ástæðan er sú að læknar vita ekk- ert hvaða kjör þeir fá vegna seina- gangs kjaranefndar. Hún hefur dregið svo að skUa úrskurði að það er aflt komið í rúst hjá okkur. Læknamir ráða sig ekki tU lengri tíma meðan hreinar línur liggja ekki fyrir." Þetta sagði Stefán Óskarsson, for- maður stjómar heUsugæslunnar á Eskiflrði og Reyðarfirði. Neyðarástand ríkir nú í lækna- málum þar. Eins og DV greindi frá í fyrr viku hafa 24 læknar verið þar sl. 14-16 mánuði. Tveir þeirra hafa verið lengst, þrjá mánuði hvor. Flestir þessara lækna era fastráðnir á sjúkrahúsum eða heUsugæslu- stöðvmn annars staðar á landinu en hafa varið frítíma sínum í að leysa vandann fyrir austan. Þá hafa eldri læknar og nemar einnig lagt hönd á plóg. Dæmigert fyrir ríkjandi ástand er að i liðinni viku vora fjórir læknar við störf á heUsugæslustöðinni. % f Kópavogs- listinn varö til Kópavogslistinn, sameiginlegt framboö jafnaöarmanna, félags- hyggjufolks og óháöra, efndi til svo- kallaörar Listahátíöar í Félagsheim- ili Kópavogs f fyrradag þar sem flokkurinn var formlega stofnaöur. Flosi Eirfksson, oddviti listans, sem hér er fremstur á myndinni ásamt Ýr Gunnlaugsdóttur, sem skipar 9. sætiö, blés f herlúörana fyrir troö- fullu húsi. Viöstaddir fengu einnig aö heyra söng og leik Rfó trfósins og Emilfönu Torrini. DV-mynd JAK Nýtt skip Hafró: Smíðað í Chile Á laugardaginn var undirritaður samningur um smíði nýs rannsókn- arskips Hafrannsóknastofnunar. Ákveðið var að smíðin færi fram í ASMAR-skipasmíðastöðinni í ChUe og er áætiaður kostnaður við smíði þess þar tæpar 1200 mUljónir ís- lenskra króna. HeUdarkostnaður við gerð skipsins mun nema samtals um einum og hálfúm mUljaröi. Gert er ráð fyrir að smíði skipsins verði lok- ið á miðju næsta ári. „Það var samdóma álit allra sem komu að skoðun tUboðanna í smíði skipsins að tUboðið frá ASMAR væri langhagstæðast," sagði Jakob Ja- kobsson, forstjóri Hafrannsókna- stoftiunar, í samtali við DV um mál- ið. „Það er öraggt að þeir munu veita okkur góða þjónustu og vandað skip.“ Að sögn Jakobs var eina íslenska tUboðið sem barst í smíði skipsins, frá Slippstöðinni á Akureyri, talsvert of hátt tU að möguleiki væri á að það skákaði tUboðinu frá ChUe. -KJA Tveir þeirra, sem era starfandi læknar á Seyðisfiröi, era þegar famir. Þeir komu tU að bjarga ástandinu á Eskifirði í frítíma sín- um. Sá þriðji er nemi og hann er einnig farinn. Fjórði læknirinn er einnig nemi. Hann byijaði í síðustu viku og var fram á mánudag. Þá er ekki vitað hvað við tekur. „Bráðabirgðalausnir era afls stað- ar í gangi þar sem ekki era sjúkra- hús,“ sagði Stefán. „Stjómimar era að reyna að leysa vandann með því að greiða læknunum eitthvað meira en ég held að nú sé það komið í þrot. Þetta er búið að vera okkur dýrt því við þurfum að borga tíðar ferðir læknanna í aUar áttir.“ Umrætt ástand má rekja tU ársins 1996 þegar aUir læknar gengu út. Síðan hefur það verið viðvarandi. „Við höfum lagt aUt í sölumar tU að fá lækna, farið á Intemetið, sent símbréf á öU sjúkrahús og heUsu- gæslustöðvar og reynt öU tUtæk ráð. Við áttum fund með þingmönnum Austurlands fyrir fjórum mánuðum og þeir lofúðu að þrýsta á kjara- nefnd. Síðan höfum við ekki heyrt orð frá þeim.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.