Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 9 e»v Útlönd Tuglr fórust og á annað hundrað slösuðust í skýstrokkum á Flórlda: Vindurinn hrifsaði barn úr örmum föður síns Hin 4 ára gamia Dominique Coleman leikur sér aö leikföngunum sínum viö rústir heimilis síns nærri Kissimmee á Flórída. Öflugir skýstrokkar uröu tæplega fjörutíu manns aö bana í gærmorgun og ellefu er enn saknaö. Skýstrokkar, sem fóru yfir mið- bik Flórída í gærmorgun, ttrðu að minnsta kosti 38 manns að bana og lögðu mikinn fjölda heimila og fyr- irtækja í rúst. Veðurfyrirbærinu E1 Nino er kennt um. Bill Clinton Bandaríkjaforseti bauð fram neyð- araðstoð alríkisstjómarinnar. Rúmlega eitt hundrað manns voru fluttir á sjúkrahús og ellefú var enn saknað í gærkvöld. Óveðr- ið í gærmorgun er hið mannskæð- asta síðan fellibylurinn Andrés fór yfir Flórída árið 1992. Vindhraðinn náði allt að 402 km hraða á klukku- stimd. Björgunarsveitarmenn halda áfram í dag að leita í húsarústum að líkum og þeim sem kynnu að hafa sloppið lifandi úr hildarleiknum. Eyðileggingin nær yfir 120 kíló- metra svæði. í hjólahýsahverfi einu hrifsaði vindurinn átján mánaða gamalt stúlkubam úr höndum foður síns og þeytti henni út í buskann. Lík bamsins fannst svo sautján klukku- stundum síðar. „Bamið sogaðist úr örmum hans og barst í burtu,“ sagði Jeff Hall, slökkviliðsstjóri í Osceolasýslu. Walt Disney-skemmtigarðurinn og aðrir fjölsóttir ferðamannastaðir em í Osceolasýslu. í sýslunni týndu 22 lífi, þar af tíu í hjólhýsahverfi einu. Þyrlur með innrauðan leitarbún- að sveimuðu yfir eyðileggingunni í leit að fómarlömbum undir húsa- rústunum. Bill Clinton mun fara til hamfara- svæðisins á morgun og kanna skemmdimar. Töluveröur fjöldi íslendinga er á Flórída um þessar mundir en ekki er vitað til þess að þeir hafi beðið skaða af óveðrinu. Reuter Vilja að Norðurlönd sniðgangi IKEA Sænska húsgagnafyrirtækið IKEA er sakaö um að notfæra sér rúmenska verkamenn. Öryggi og aðstæðum í rúmensku verksmiðj- unum, sem framleiða húsgögn fyrir IKEA, er einnig ábótavant. Þetta kemur fram i grein breska blaðsins Sunday Times nú um helgina. Laun rúmensku starfs- mannanna em 30 íslenskar krónur á tímann eða um 1300 ís- lenskar krónur á viku. Meðal- vikulaun tréiðnaðarmanns í Rúmeníu era um 9000 íslenskar krónur. í Svíþjóð era meðaOaun húsgagnasmiða um 1100 til 1200 íslenskar krónur á tímann. 25 rúmenskar verksmiðjur fram- leiða húsgögn fyrir IKEA. „Við viljum að IKEA sé snið- gengið. IKEA kemur slæmi orði á Norðurlönd," segir talsmaður samtaka norskra tréiönaðar- manna, Anton Solheim. Hann vill að tréiðnaðarmenn í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi taki höndum saman og sniðgangi sænska fyrirtækið. Sprengjuárás á lest í Alsír Átján lestarfarþegar létu líflð í gær þegar sprengja sprakk undir lest fyrir sunnan Algeirsborg í Alsír. Sprengjunni hafði verið komið fýrir á jámbrautarspor- inu. Sprakk hún þegar lestin keyrði yfir hana. Blöö í Alsír greindu frá því í gær að tólf hirð- ar á aldrinum 15 til 65 ára hefðu verið skomir á háls á laugardag- inn. Enginn hefur lýst ábyrgð á hryðjuverkunum. NOTAÐIR AÐRIR BÍLAR ÁSTAÐNUM Peugeot 205 1100 '95, 5 g., 5 d., rauöur, ek. 58 þús. km. Verö 630 þús. Skoda Felicia LX 1300 '96, 5 g., 5 d., dökkblár, ek. 29 þús. km. Verö 590 þús. VW Golf 1600 '87, 5 g., 5 d., silfur, ek. 188 þús. km. Verö 260 þús. MMC Lancer 4x4 1500 '91, 5 g., 5 d., blár, ek. 111 þús. km. Verö 690 þús. Reanult Twingo Easy 1200 '96, 5 g., 3 d., vínrauöur, ek. 33 þús. km. Verö 790 þús. Suzuki Swift GL1000 '91,5 g., 5 d., rauöur, ek. 110 þús. km. Verö 390 þús. BMW 518i '87, 5 g., 4 d., blár, ek. 148 þús. km. Verð 390 þús. Lada Sport 1700 '95,5 g., 3 d., hvít- ur, ek. 45 þús. km. Verð 490 þús. Honda Civic GL1500 '88, ssk., 4 d., gullsans., ek. 151 þús. km. Verö 390 þús. Renault Clio Sport 1400 '93,5 g., 3 d., svartur, ek. 83 þús. km. Verö 660 þús. Bílalán til allt að 60 mánaða Visa/Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. VW Golf CL stw 1400 '96, 5 g„ 5 d., grænn, ek. 55 þús. km. Verö 1.170 þús. Hyundai Elantra GLS 1600 '97, ssk., 4 d., silfurl, ek. 9 þús. Verö 1.390 þús. Jeep Grand Cherokee Laredo '95, V-8, ssk., 5 d., grænn, ek. 79 þús. km. Verö 3.050 þús. Renault Mégane RT 1600 '97, 5 g., 5 d., vínrauður, ek. 22 þús. km. Verð 1.320 þús. Hyundai Accent GLS 1500 '98, 5 g., 5 d., silfur, ek. 17 þús. km. Verð 1.090 þús. Renault 19 RN 1400 '96, 5 g., 4 d., silfurl, ek. 29 þús. km. Verð 980 þús. Hyundai Sonata 2000 '95, 5 g., 4 d., blár, ek. 50 þús. km. Verð 1.190 þús. Jeep Cherokee Jamboree dísil '95, 5 g., 5 d., grænn, ek. 80 þús. km. Verð 1.970 þús. Hyundai Accent 1300 '97, 5 g., 3 Toyota LandCruiser VX dísil '93, ssk., Toyota Corolla XL1300 '92, ssk., d., grænn, ek. 5 þús. km. 5 d., grár, ek. 176 þús. km. 5 d., brúnn, ek. 80 þús. km. Ve ' Verð 930 þús. /erð 3.490 þús. Verð 690 þús VWGolf CL 1400 '94, 5 g., 3 d., rauður, ek. 91 þús. km. Verð 790 þús. BILAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.