Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Side 11
UV ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
i&enningu
' ** ★
Lokatónleikar Kammer-
músíkklúbbsins á þessu
starfsári voru í Bústaða-
kirkju á sunnudags-
kvöldið. Á efnisskrá
voru tvö verk; Píanó-
kvintett ópus 44 í Es-dúr
eftir Robert Schumann
og Konsert fyrir píanó,
fiðlu og strengjakvartett
opus 21 í D-dúr eftir
Emest Chausson. Flytj-
endur voru Edda Er-
lendsdóttir, Guðný Guð-
mundsdóttir, Auður Haf-
steinsdóttir, sem lék að-
eins í verki Chaussons,
Ragnhildur Pétursdóttir,
Junah Chung og Sigurð-
ur Halldórsson.
Tónlist
Bergþóra Jónsdóttir
Verk Schumanns er
meðal kunnustu verka
tónskáldsins og eitt vin-
sælasta verk sinnar gerð-
ar. Það er hárómantískt,
faUegt og tilþrifamikið.
Snerpa og hlýr innileiki
einkenndu leik hópsins. Samspilið var áber-
andi gott - þó að félagar þessa hóps starfi ekki
saman að jafnaði.
Angurvær inngangur annars þáttar var sér-
staklega fallega leikinn þar sem fyrsta Fiðla
kynnti stefið, önnur fiðla tók við því og loks
víóla. Scherzo-þátturinn var leikinn með fjöri
og krafti en blæbrigði í styrk hefðu mátt vera
skýrari. Það var gaman að heyra þarna í ungu
fólki, þeim Ragnhildi og Junah Chung, sem
Þau náðu feiknavel sam-
an þó að þau leiki ekki
saman að jafnaði. í fremri
röð sitja Guðný Guð-
mundsdóttir og Edda Er-
lendsdóttir, fyrir aftan
þær standa Auður Haf-
steinsdóttir, Ragnhildur
Pétursdóttir, Sigurður
Halldórsson og Junah
Chung.
DV-mynd E.ÓI.
konsert fyrir fiðlu og pí-
anókvintett því hlutur ein-
leiksfiðlunnar er áber-
andi mestur.
Það hitnaði verulega í
svölum salnum strax á
fyrstu töktum þessa
verks. Guðný Guð-
mundsdóttir lék ein-
leikshlutverk sitt sér-
staklega fallega - með
hlýju þéttu víbratói og
heitri músíkalskri til-
finningu. Edda Erlends-
dóttir lék píanóhlutverk-
ið ákaflega vel og eins
og áður var samspil
hennar og strengjanna
jafht og gott. Þær Guðný
sýndu meistaratakta í samspili sínu í upphafí
hins óhemjufallega Grave-þáttar.
Strengjakvartettinn, leiddur af Auði Haf-
steinsdóttur, lék líka feiknavel og með góðri
tilfmningu fyrir þessari hrífandi tónlist, sem
er svo ber og umbúðalaus - nánast eins og
kvika. Þetta voru ánægjulegir tónleikar og
góður endir á góðum en fullstuttum vetri í
Kammermúsíkklúbbnum.
í Kammermúsíkklúbbnum
hafa ekki verið eins áberandi í kammertón-
listinni og hin. Þau spiluðu fallega og af mik-
illi innlifun og sýndu að þau eru mikils megn-
ug.
Líka var ánægjulegt að heyra verk Chaus-
sons á eftir verki Schumanns. Öfugt við verk
Schumanns heyrist þetta ekki oft á tónleikum.
Því miður. Það er kallað konsert fyrir fiðlu,
píanó og strengjakvartett. Þótt píanóhlutverk-
ið sé þrælslungið hljómar þetta frekar sem
Umsjón
Silja Aðalsteinsddttir
íslands þúsund ár
í viðtali sem blaðamaður DV hafði við
mig sl. laugardag eftir að mér höfðu ver-
ið veitt Menningarverðlaun DV fyrir
framlag mitt til kvikmyndagerðar stend-
ur: „Námsgagnastofnun hafði heldur
ekki áhuga á að kaupa myndina til sýn-
ingar í skólum.“ Þetta er ekki rétt eftir
mér haft. Það sem ég vildi leggja áherslu
á i þessu viðtali var, að þó svo að erflð-
leikarnir við sjálfa gerð myndarinnar Is-
lands þúsund ár hefðu verið miklir, bæði
á landi og á sjó, þá var barningurinn við
fjármögnunina mun erfiðari viðfangs. í
því ljósi voru Menningarverðlaun DV
mér svo mikils virði, vegna þess hve
margir brugðust kalli sem hefði átt að
renna blóðið til skyldunnar. Þegar verst
stóð á lækkaði Ríkisútvarpið-sjónvarp
tilboð sitt svo mjög að ekki var hægt að
ganga að því. Kvikmyndasjóður íslands
sem gefið hafði til kynna að hann myndi
styrkja úrvinnslu myndarinnar lét ekki
verða af því, en fimm sinnum sótti ég
um styrk vegna myndarinnar í þann
sjóð og tvívegis í Menningarsjóð út-
varpsstöðva án árangurs. Rikustu sjáv-
arútvegsfyrirtæki landsins höfðu fæst
efni á að styrkja myndgerðina.
í framhaldi af þessu sagði ég orðrétt
við blaðamann DV: „Og svo var það síð-
asta hálmstráið, sala til Námsgagna-
stofhunar þegar verkið var tilbúið, sem
átti að létta á skuldum og koma rekstri
mínum á réttan kjöl á ný. Þá kemur á
daginn að þrátt fyrir góðan vilja hefur
sú stofnun ekki efhi á að kaupa sýning-
arrétt fyrir skólana og það nú á ári hafs-
ins.“ Það er því ekki rétt að Námsgagna-
stofnun haFi ekki haft áhuga, þó að hún
hafi ekki treyst sér til að kaupa sýning-
arréttinn þegar mest reið á fyrir mig.
Viðræður eru i gangi okkar á milli.
Stofnunin reyndi til dæmis að fá nefnd
þá sem nú undirbýr ár hafsins á íslandi
til að styrkja sig til kaupa á sýningar-
réttinum en þrátt fyrir áhuga þeirrar
nefndar var henni ekki gert það kleift. Ef
Menningarverðlaun DV gætu stuðlað að
því að Námsgagnastofnun yrði gert kleift
að kaupa sýningarrétt á Islands þúsund
árum fyrir skóla landsins þá væri vel, en
umorðanir vegna styttingar á' viðtali
mega ekki hindra þau áform.
Erlendur Sveinsson
Ekki búddisti
„Þú segir á Homogenic að þú viljir vera í
„state of emergency,““ segir blaðamaður-
inn, og Björk hlær við: „Ég er ekki róleg
manneskja," segir hún, „ég ferðast um í
öllu tilfinningalitrófinu og á engar lausnir
á neinu. Einhvers staðai- er kjami af gleði í
auga stormsins. En þegar maður kastast
hvað eftir annað út í fárviðrið þá brotnar
maður af og tiL
En ég nýt þess,“ heldur hún áfram. „I
fyrra tók ég þátt í tónlistarverkefni til að
styðja sjálfstæðisbaráttu Tíbetbúa. Þá las ég
margar bækur um búddisma. Af forvitni.
Og ég komst aö því að ég er ekki búddisti.
Ég virði búddista og finnst trú þeirra falleg,
en takmark þeirra virðist mér vera að lifa
handan tilfinninganna. Það er fyrir mér
eins og að horfa á sjónvarp.
Ég vil vera hluti af þessu öllu. Finna til,
gleðjast, njóta þess. Ég er fíkill í tilFinninga-
öfgar. Háö þeim. Ég get ekki þvegið af mér
tilfinningarnai- og horft bara á.“
Hvað sagði ekki góöskáldið: „heldur vil
ég kenna til og lifa, / en liggja eins og legg-
ur uppi’ í vörðu, / sem lestastrákar taka
þar og skrifa..."
Meiri gauragangur
Unglingasaga Olafs Hauks Símonarson-
ar, Meiri gauragangur, hefur verið endurút-
gefin í kilju í tilefni af því að leikgerð eftir
henni gengur nú á fjölum Þjóð-
leikhússins. Þetta er sjálfstætt
framhald af bókinni Gaura-
gangur sem sagði frá ung-
skáldinu Ormi Óðinssyni og
margvíslegum árekstrum
hans á heimili (jafnvel heim-
ilum) og skóla.
I framhaldinu, bæði á
bók og sviði, heldur Ormur
til Kaupmannahafnar ásamt Ranúr
vini sínum í leit að frægö og frama. „Við
kynnumst mörgum bráðfyndnum persón-
um og verðum vitni aö óborganlegum uppá-
komum,“ segir í frétt frá Forlaginu. „Bókin
er í senn drepfyndin og sorgleg, full ærsla
og alvöru."
Dvalarheimilið flöfði
I tilefni af tvítugsafmæli Dvalarheimilis-
ins Höfða á Akranesi hefur verið gefin út
bók um það og uppbyggingu
öldrunarþjónustu sunnan
Skarðsheiðar eftir Ásmund
Ólafsson. Bókin heitir einfald-
lega Dvalarheimilið Höfði og
er gefin út af stofnuninni.
Þar er rakin saga heimilisins
i máli og fjölda mynda, sagt
frá öldrunarþjónustu fyrr
og nú og birt íbúatal hússins
upphafi. Formála ritar Ingibjörg Pálmadótt-
ir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Penninn
og sverðið
Deilur milli penn-
ans og sverðsins
voru loks settar nið-
m- á mánudaginn í
síðustu viku. Samn-
ingafundurinn átti
sér stað í myndveri
ríkissjónvarpsins,
nánar tiltekið í
Mánudagsviðtalinu.
Niðurstöður voru
þær að þó bæði teld-
ust til úreltra vopna,
þá gætu þau hreytt
heimsmynd þjóðar-
innar gengju þau
hvort í lið með hinu.
Mánudagsviðtalið
áttu þeir Jóhann
Hauksson félags-
fræðingur, sem var
spyrill með örfáar
setningar, og Helgi
Gunnlaugsson, dós-
ent í félagsvísinda-
deild háskólans, sem
svaraði í stuttum
fyrirlestrum. Helgi
hafði rannsakað
glæpaölduna sem
gengur yfir þjóðina.
Eins og alþjóð
veit, þá er ástandið í
miðbæ Reykjavikur
orðið þannig að fólk
í uppsveitunum fyrir
innan Rauðarárstig
er félagslega heft af
glæpalýðnum sem
þekur gangstéttarhellumar frá Hlemmi niður í
Aðalstræti. Fólk, sem áður fór i leikhús eða út að
borða í miðbænum, ekur nú i brynvörðum vögn-
um á næstu myndbandaleigu, fær sér hamborg-
ara og hamslausa, róandi ofbeldismynd og nýtur
beggja í yndi og öryggi eigin heimilis.
Fólkið sem býr í miðbænum fer fótgangandi að
fá sér drykkjarsýnishom á fjölda öldurhúsa og
skeiðar eða skakklappast
heim að verða fjögur mn
nóttina. Ef það langar að
sjá ofbeldi, þá verður það
líka að leigja sér mynd-
band, því hinar rómuðu
barsmíðar miðbæjarins
era svo sjaldséðar að það er fágæt gæfa að verða
vitni að þeim. Beri saman fundum fólks úr ytri og
innri bænum þá tekst miðborgarbúum ekki að
sannfæra skelfda úthverfabúa um að þeir daðri
ekki við dauðann á
24 tíma gmndvelli.
Fjöldi kærðra of-
beldisbrota hefur
ekki náð hámarkinu
sem kærur náðu í
lok síðasta áratugar.
Um leið hefur borg-
arbúum fjölgað svo
hlutfallslega hefur
beinlínis orðið sam-
dráttur í ofbeldi. Við-
horf fólks, sem Helgi
mældi ’89, ’94 og ’97,
segir þó allt annað:
Fólk telur að glæpir
hafi aukist. Sérstak-
lega ofbeldi.
Hvað veldur?
spurði Jóhann.
Umfjöllun fjöl-
miðla, var svarið.
Fyrir þrjátíu áram
þótti sjálfsagt að allir
lemdu alla fyrir utan
Þórskaffi jafnhliða
þvi að smokra sér í
frakkana og finna
leigubíl. Sökum
leigubílafæðar gat
þetta orðið 30-50
manna bardagi áður
en allir kæmust
heim. Þótti það
hvorki tiltökumál né
fréttamatur. Nú
stimpast tveir ungl-
ingar yfir stafsetn-
ingu (többlur eða
töblur) og það kemur á forsíðu daginn eftir og
nægir í viðtöl og síðufylli út vikuna.
Kannski hefur víkingaþjóðin umgengist ofbeldi
af argasta kæruleysi allt fram á síðasta áratug.
Líklega var tímabært að viðhorf breyttust og bar-
smíðar hættu að vera sjálfsagðar. En um leið og
æsifréttir, síðuflennur og skuggamyndir fengu
fólk til að taka afstöðu gegn ofbeldi, tókst fjöl-
miðlum að magna ís-
lenska glæpatíðni um
mörg veldi i vitund þjóð-
arinnar. Penninn er
vissulega máttugur þeg-
ar hann gengur til liðs
við sverðið. Ekki verður
vart við að fólk sé viðlika meðvitað um hag aldr-
aðra, meðferð pottablóma, lögleysur í kerfmu eða
aukefni í matvælum og er þó árvisst fjallað ítar-
lega um þau í fjölmiðlum.
Fjölmiðiar
Auður Haralds
Eldfjall upp á
hálfan annan metra
Fyrir nokkrum dögiun birtist skemmti-
legt heilsíðuviðtal við Björk Guðmundsdótt-
ur í danska blaðinu Politiken og ómótstæði-
legt að þýða nokkrar setningar úr því fyrir
lesendur menningarsíðu. „Ég er eins ís-
lensk og verða má,“ segir hún í upphaFi.
„Genin i mér, innyflin, neFið, hárið... allt er
þetta mjög íslenskt. Því get ég ekki hlaupið
frá - enda langar mig ekkert til þess.“
Hún heldur áfram að tala um ísland, sögu
þess og tungu, og fagnar því að vera flutt
aftur heim. Hún saknaði íslenskrar nátt-
úru. „Náttúran á íslandi gerir mann auö-
------------------mjúkan," segir hún.
„Hún sýnir okkur að
við erum bara pínulít-
ill hluti af einhverju
mjög stóru. Þegar
Greenpeacemenn
segja að maðurinn sé
að ganga af náttúr-
unni dauðri þá hlæja
íslendingar. Umhverf-
isvandinn er stór en
það er fyndið að ein-
hver skuli halda að
maðurinn hafi svo
mikið vald yfir náttúr-
unni. Hvemig er hægt að horfa á öll eldfjöll-
in, úthöfin, pláneturnar, geiminn og
ímynda sér að pinulítil tvífætt vera geti
eyðilagt þetta allt. Náttúran er geysistór. Ef
hún vUl getur hún hrist mannkynsóværuna
af sér á einu augnabliki.”