Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfusflóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Miðlungsveldi og minni veldi Heimsmálin voru einfaldari, þegar risaveldin voru tvö, annað betra og sterkara, en hitt verra og veikara. Eftir andlát Sovétríkjanna eru valdahlutföll í heiminum óskýrari en áður. Einkum hefur daprazt aginn, sem risa- veldin höfðu áður á óstýrilátum smáríkjum. Svæðisbundnir vandræðaseggir ráða meiru en á tveggja póla tímanum. Milosevits Serbíuforseta hefur tekizt að framleiða mikil vandræði á Balkanskaga og Saddam Hussein íraksforseta hefur hvað eftir annað tek- izt að standa uppi í hárinu á samfélagi ríkja. Áður voru slíkir í skjóli annars hvors risaveldisins og lutu aga, þegar í harðbakka sló. Nú hefúr Bandaríkjun- um, sem sitja eitt eftir risaveldanna, ekki tekizt að verða heimslögregla. Dæmin sýna raunar, að völd Bandaríkj- anna hafa minnkað við andlát Sovétríkjanna. Sumpart stafar það af víðtækri og gamalgróinni óbeit í Bandaríkjunum á afskiptum af umheiminum. Margir líta svo á, að heimsvandamál séu eitthvað, sem innflytj- endur til Bandaríkjanna hafi viljað skilja eftir, þegar þeir fluttu yfir hafið til fyrirheitna landsins. Að nokkru stafar það af tregðu innan pólitíska geirans í Bandaríkjunum að taka afleiðingunum af stöðu heims- veldis í umheiminum. Bandaríkin borga til dæmis ekki skuldir sínar við Sameinuðu þjóðimar og geta því ekki lengur farið sínu fram á þeim vettvangi. í þriðja lagi þolir bandarískt almenningsálit ekki leng- ur mannfall. Þess vegna flúði bandaríski herinn frá Lí- banon og Sómalíu og einkum þó frá Víetnam. Þess vegna hætti herinn við ólokið verk í Persaflóastríðinu. Heims- veldi, sem ekki þolir mannfall, er ekki heimsveldi. Bandaríkin hafa lyppazt niður í að verða miðlungs- veldi, áhrifamest ríkja heims, en samt ófært um að blása vinveittum ríkjum til sameinaðra lögregluaðgerða og ófært um að hafa sitt fram í fjölþjóðlegum samskiptum. Smákóngar standa uppi í hári stóra kóngsins. Ekkert vald hefur fýllt skarð Sovétríkjanna eða tekið upp slakann í valdi Bandaríkjanna. Rússland er rúst af ríki, með takmarkaða getu til að hafa hemil á fyrri skjól- stæðingum Sovétríkjanna, til dæmis í Serbíu og írak. Og herinn réð alls ekki við uppreisn Tsétsjena. Evrópusambandið hefúr styrkt stöðu sína sem efna- hags- og fjármálaveldi og mun gera það enn frekar með innreið evrunnar sem gjaldmiðils. Þetta vald hefur ekki færzt yfir í pólitíkina, þar sem Evrópa rambar enn út suður, þegar eitthvað bjátar á, til dæmis í Bosníu. Evrópusambandið getur hins vegar eins og Bandarík- in, Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrisstofnunin í krafti peninga sinna haft góð áhrif til að draga úr sveifl- um og kreppum í öðrum heimshlutum, þar sem ekkert heimaríki hefúr reynzt geta tekið að sér forustu. Japan hefur sett niður sem miðlungsveldi við krepp- una í Suðaustur-Asíu. Þótt japanskir bankar séu helztu lánardrottnar gjaldþrotanna í Suður-Kóreu, Indónesíu og víðar, horfa japönsk stjómvöld máttvana á þróun mála og láta Vesturlönd um skipulag gagnaðgerða. Komið hefur í ljós, að embættismenn stjóma Japan upp að vissu marki, en þar fyrir ofan stjórnar enginn og allra sízt hinir formlegu landsfeður stjómmálanna. Þegar kemur að viðkvæmum utanríkismálum, segir Japan ævinlega pass. Japan fyllir engin skörð. Við búum þannig við nokkur minni háttar veldi og eitt miðlungsveldi í heiminum, en risaveldi hafa lagzt af með brotthvarfi Sovétríkja og afturhvarfi Bandaríkja. Jónas Kristjánsson Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæöismanna í borgarstjórn. - Barátta hans skilaói ávinningi til allra landsmanna, ekki aöeins til félaga í FÍB, segir m.a. í greininni. Hættan við Árna Sigfússon Þeir sem stýra áróðursmálum R-listans hafa fyrir löngu áttað sig á því hvað er listanum hættuleg- ast í komandi borgarstjómarkosn- ingum. Það er hin skelegga fram- ganga Árna Sigfússonar sem for- manns FÍB og sá góði árangur sem FÍB hefur náð. Að sönnu hefur formennska Áma í FÍB ekkert með borgarmál- in að gera. En frammistaða hans sem formanns FÍB getur skilið eft- ir sig hættulegar hugsanir hjá kjósendum í Reykjavík, að mati R- listamanna. Kjósendur geta ályktað sem svo að maður sem leggur sig fram af slíkum krafti í þágu alls almennings hljóti ekki síður að geta staðið sig sem borg- arstjóri. Ekki er síðra að margir töldu að Ámi væri að storka sterk- um aðilum í Sjálfstæðisflokknum með því að leggja til atlögu við fá- okun tryggingafélaganna. Hann lagði sjálfan sig því í pólitíska hættu með þessu. Þetta þykir R- listafólki hin verstu tíðindi. Loksins kom tækifærið Lengst af hafa undirróöursmenn R-listans þurft að sitja á sér gagnvart formennsku Áma Sigfússonar í FÍB. Barátta hans skil- aði neöiilega ávinningi til allra landsmanna, ekki aðeins til félaga í FÍB. En loksins kom tækifærið. Kosningar verða eftir fjóra mán- uði og Ámi kom fram í auglýsingu fyrir FÍB til að minna á FÍB-Trygg- ingu. Nú töldu undirróðursmenn- imir að tíminn væri kominn. Þeir sáu að þeir gætu tengt framkomu Árna í auglýsingunni komandi kosningum. Sérlegur sólbaðsvinur Ingibjarg- ar Sólrúnar, borgar- stjóra R-listans, Karl Öm Karlsson, fékk viðhafnarpláss í Vík- verja Morgunblaðsins til að ausa fúkyrðum yfir Áma. Þar þóttist Karl Öm vera aö gæta hagsmuna FÍB-félaga en lét í engu getið ná- ins vinskapar við borgarstjórann. Kona nokkur skrifaði ámóta lesendabréf í Morgunblaðið, einnig í þágu FÍB-félaga - eða þannig. Össur Skarphéðins- son, ritstjóri DV, þing- maður Alþýðuflokks- ins og svili Ingibjarg- ar Sólrúnar, sá sér einnig leik á borði. Þegar hann var húinn að flagga út- komu úr skoðanakönnun DV á fylgi R- og D-lista lét hann Loka, sem er meinfýsnidálkur blaðsins, spyrja hvort ekki þyrfti að birta fleiri FÍB-auglýsingar (væntanlega til að auka fylgi við D-listaim). Spaugstofan er líka meö Seint verður Spaugstofan sökuð um að ganga erinda ákveðinna stjómmálamanna. Þó er alveg furðulegt aö þessi vaska sveit grín- ara hefur aldrei skopast að Ingi- björgu Sólrúnu. Ekki virðist vanta tilefnin. Hún er í fféttum Sjónvarpsins annan hvem dag. í þætti Spaugstofúnn- ar laugardaginn 7. febrúar fékk Ámi Sigfússon hins vegar væna gusu í tengsl- um við FÍB-auglýs- inguna. Það var reyndar góðlátlegt grín og tilefnið var fyrir hendi. Samt var útgangspunkturinn sá að auglýsingamar fyrir FÍB tengdust pólitíkinni. En hvers vegna lét þetta fólk ekkert heyra í sér fyrir einu ári, þegar Ámi kom fram i sams konar sjónvarpsauglýsingu og nú? Þá hvatti hann almenning einnig til að standa vörð um lágu iðgjöldin í FÍB-Tryggingu. Hvað hefúr breyst síðan þá? Auðvitað hefur ekkert breyst, nema það að áróðursmenn R-list- ans telja að nú sé rétti tíminn til atlögu. Þeir telja að nálægðin við kosningamar veiti þeim rétt til að virkja vini og vandamenn til að ráðast á Áma. Vafalítið lætur ein- hver blekkjast og trúir því að einmitt núna, þremur árum eftir aö Ámi varð formaður FÍB, sé hann að misnota sér FÍB í pólitísk- um tilgangi. En þeir era auðvitað margfalt fleiri sem þurfa ekki ann- að en að líta á iðgjöld bílatrygg- inga sinna til að vita hversu mik- ið þeir hafa hagnast á forystu Áma í FÍB. Verst er hins vegar að þeir verða að sætta sig við þá nötur- legu staðreynd að það sem sparað- ist í iðgjöldum bílatrygginga hefur Ingibjörg Sólrún hirt aftur í formi skattahækkana borgarinnar - og rúmlega það. Ólafur R. Jónsson „Aö sönnu hefur formennska Árná í FÍB ekkert meö borgarmálin aö gera. En frammistaöa hans sem formanns FÍB getur skifíö eftir sig hættulegar hugsanir hjá kjósend- um í Reykjavík, aö mati R-físta- manna.“ Kjallarinn Ólafur R. Jónsson framkvæmdastjóri Skoðanir annarra Styrkari menntastofnanir „Fálæti okkar gagnvart Háskóla íslands og öðrum mennta- og rannsóknarstofnunum gæti hins vegar komið í bakið á okkur nú þegar margt bendir til að íslendingar geti ekki öllu lengur lagt allt sitt traust á sjávarútveginn. ... Háskóli íslands verður að hafa bolmagn til að geta lagt grundvöll að frjóu og skap- andi atvinnulífi í landinu. Þetta hlutverk getur hann hins vegar ekki rækt sé hann í stöðugu fjársvelti." Úr forystugrein Mbl. 21. febrúar. Bankaleynd gagnvart skattinum „í stað þess að fólk þurfi að vera að telja þetta allt saman fram, hverja einustu smáupphæð, höfum við farið fram á að viö fengjum frá bankanum einskon- ar „launamiða" eða heildarinnistæðu viðkomandi í bankcmum, hverjir vora vextir á árinu og stað- greiddur fjármagnstekjuskattur. Fáum við þetta frá bönkunum, á nöfn og kennitölu, þá þyrfti fólk auð- vitað ekkert að vera að telja þetta allt fram eins og nú. En Alþingi vill ekki hleypa okkur í þessar upp- lýsingar. ... Það er svolítið skrýtin bankaleynd." Garðar Valdimarsson í Degi 21. febrúar. Kólnun eða hlýnun veðurfars? „Það er enginn vafi lengur á því að loftslag jarðar fer hlýnandi í takt við aukningu svonefhdra gróður- húsalofttegunda sem mannskepnan losar út í and- rúmsloftið. ... Þess má geta að til eru þeir sem hafa sett fram tilgátu um aö hlýnun á jörðinni geti leitt til mikillar kólnunar nyrst á Atlantshafi, jafnvel ís- aldar hér á landi. ... Vissulega væri freistandi fyrir íslendinga að horfa fram á hlýindi meiri en nokkm sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. En það er þó óábyrg stefna að taka ekki þátt í að hamla á móti þessum miklu breytingum af manna völdum sem kynnu að valda mikilli hækkun sjávarborðs og jafhvel leiða síðar til mikils óstöðugleika í veðurfari." Páll Bergþórsson t Lesbók Mbl. 21. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.