Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1998
13
Ósýnilegir óvinir
Ekki er langt síðan
fólk skalf af ótta í
hvert sinn er til
átaka kom í heimin-
um. Óttuðust menn
afskipti stórveldanna
sem gætu leitt til ge-
reyðingarstríðs. Með
falli Sovétrikjanna
og stefnubreytingu
Rússa hefur þetta
breyst. Eins og er
eru Bandaríkin eina
stórveldið i heimin-
um og hættan á
heimsstyrjöld talin
hverfandi, a.m.k.
næstu 15 árin. Að
þeim tíma liðnum er
talið að Rússar og
Kínverjar geti hafa
náð svipuðum hern-
aðarstyrk og Bandaríkin.
Kjarnorkusprengja fátæka
mannsins
Breytingar valda þó oft óöryggi.
Á dögum kalda stríðsins stafaði
Vesturlöndum aðeins ógn af Sovét-
ríkjunum en í dag eru óvinirnir
dreifðir. Ófriðarhætta er mikil
víða í heiminum, einkum innan
svæða í Afríku og Asiu. Af ýmsum
ástæðum geta þessar styrjaldir
skaðað hagsmuni Vesturlanda og
jafnvel leitt til hættuástands. Sam-
kvæmt skýrslum bandaríska vam-
armálaráðuneytisins og leyniþjón-
ustu hersins er mest styrjaldar-
hætta talin stafa af Norður-Kóreu
sé til skamms tíma litið. Norður-
Kórea býr t.d. yfir gífúrlegum her-
afla og mikilli hernaðartækni og
getur valdið miklum skaða með
leifturstríði. Sé litið til lengri tíma
ríkir meiri óvissa um þátt Kín-
verja á þessu svæði.
Þó eru Miðausturlöndin sú púð-
urtunna sem menn óttast mest,
einkum írak og Iran. Þótt kjarn-
orkubirgðir þessara landa séu tak-
markaðar og eldflaugarnar
skammdrægar er uppbygging
þeirra á sviði sýkla- og efnavopna
þeim mun hættulegri. Eldflaugar
þeirra eru einnig mjög
hreyfanlegar og erfitt
að finna þær, eins og
Kúveit-striðið sýndi.
Sýkla- og efhavopn
eru oft kölluð kjarn-
orkusprengja fátæka
mannsins og eldflaug-
ar, búnar þeim, geta
gert óskunda í stórum
hluta Vestur-Evrópu.
Alls er talið að 20-25
þjóðir ráði yflr kjarn-
orku-, efna- eða sýkla-
vopnum.
Hinn ósýnilegi
óvinur
Auk þessara þjóða eru
margir hópar á sviði
alþjóðastjórnmála sem
ekki eru bundnir af
neinum landamærum og oft ósýni-
legir. Hættulegastir þeirra eru
ýmsir hryðjuverkahópar sem oft
stjórnast af hugmyndafræði eða
trúarofstæki. Margir þeirra eru
taldir ráða yflr efna- eða sýkla-
vopnum eða geta komist yfir þau.
Þau eru fremur auðveld í fram-
leiðslu og erfitt að rekja þau, eins
og reynsla eftirlitssveita Samein-
uðu þjóðanna í írak sýnir. Tiltölu-
lega auðvelt er að beita þessum
vopnum á stöðum þar sem þau
gera mikinn skaða, eins og sjá ma
af fjöldamorðstilraun hryðjuverka-
hóps í neðanjarðarlestakerfi Tokyo
fyrir skömmu.
Auk þess óttast menn slakt eftir-
lit með vopnabirgðum Sovétríkj-
anna fyrrverandi og fyrir skömmu
hélt t.d. Alexander Lebed því fram
að allt að 100 svonefndar hand-
tösku-kjarnorkusprengjur, sem
Sovétríkin hefðu framleitt til
hryðjuverka, væru týndar. Að sjálf-
sögðu má svo ekki gleyma venju-
legum sprengjutilræðum sem oft
geta beinst að saklausu fólki, sam-
anber fjöldamorðið á ferðahópi í
Egyptalandi fyrir skömmu.
Ekki ástæða til slökunar
Að öllu þessu athuguðu telja
Bandarikjamenn
að síst sé ástæða
til að slaka á í
varnarmálum en
athyglin beinist
inn á nýjar
brautir. Ýmsir
hafa dregið gagn-
semi NATO í efa
að kalda stríðinu
loknu en ofan-
greint sýnir að
þess er full þörf
enn í dag, þótt á
öðrum sviðum sé. Stækkun NATO
til austurs og samstarf við Rússa
og önnur AusturEvrópuríki virð-
ast einnig til þess fallin að auka
öryggi í heiminum. tsland hefur
stutt þessi mál og er það vel.
Bjarki Jóhannesson
Eldflaugar íraka eru mjög hreyfanlegar og erfitt að finna þær, eins og Kúveit-stríðiö sýndi, segir m.a. í greininni.
Kjallarinn
Bjarki
Jóhannesson
skipulagsfræðingur
„Eins og er eru Bandaríkin eina
stórveldið i heiminum og hættan
á heimsstyrjöld talin hverfandi,
a.m.k. næstu 15 árin. Að þeim
tíma liðnum er talið að Rússar og
Kínverjar geti hafa náð svipuðum
hernaðarstyrk og Bandaríkin.u
Óþolandi skylduáskrift
Á síðasta landsfundi sjálfstæðis-
flokksins var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum að fella niður
skylduáskrift Ríkisútvarpsins en
menntamálaráðherra virðist ætla
að hunsa þá samþykkt. Ég hélt
satt að segja að loks yrði maður
leystur undan þessari kúgun ríkis-
valdsins, þegar svo afgerandi sam-
þykkt æðsta valds Sjálfstæðis-
flokksins er borðliggjandi. Ráð-
herrar sjálfstæðisflokksins virðast
ekki taka mark á kjósendum sem
margir hverjir hafa komið um
langan veg til að þinga um stefnu
flokksins næstu tvö ár.
Hvað er á seyði, ætla kjósendur
sem sátu landsfund sjálfstæðis-
flokksins og samþykktu niður-
lagningu kúgunargjaldsins að láta
bjóða sér þennan dónaskap? Er
ekki kominn tími til að leggja rík-
isútvarpið niður? Nei, mennta-
málaráðherra ætlar að leggja í
tugi milljóna króna kostnað i
flutning sjónvarpsins frá Suður-
landsbraut upp í Háaleiti. Þessar
milljónir verða sóttir í vasa skatt-
borgara fyrir utan þessa tvo millj-
arða í skylduáskrift. Væri ekki
skynsamara að nota peningana í
heilbrigðismálin?
Hver er ástæöan fyrir þver-
móðskunni?
Þegar farið er að skoða þessa
ótrúlegu afstöðu menntamálaráð-
herra Sjálfstæðisflokksins kemur
margt upp í hugann. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefúr t.d. ekkert mál-
gagn, það er
kannski megin-
skýring á þess-
um áhuga sjálf-
stæðismanna á
ríkisreknum ijöl-
miðli sem þeir
gætu notað sér til
framdráttar fyrir
kosningar. Það
eru margir sem
halda því fram
að hinir frjálsu
Öölmiðlar hafi
stutt R-listann í
síðustu borgarstjórnarkosningum.
Ef svo er þá er ástæðan fundin.
Sjálfstæðismenn eru hræddir við
það ofurafl sem hinir ffjálsu geta
haft á niðurstöðu í næstu kosning-
um. Sjálfstæðismenn virðast ekki
skilja það augljósa lögmál að á
meðan sjálfstæðisráðherra rekur
ríkisfjölmiðil í samkeppni við
ffjálsu fjölmiðlana er
hann andstæðingur
hinna frjálsu. Því
skyldu þeir sem hafa
lagt allt sitt undir í
rekstur á frjálsum Qöl-
miðli styðja óvininn?.
Hvað ætli frjálsir
fjölmiðlar verði af
miklum tekjum vegna
skylduáskriftar
R.Ú.V.? Alla vega
hefðu hinir kúguðu tvo
milljarða króna á ári
sem gætu hugsanlega
aukið áskrift hjá ffjáls-
um fjölmiðlum. Fram-
boð og eftirspurn sem
sjálfstæðisráðherrar
eru ætíð að predika
með upphrópum.
BÁKNIÐ BURT!!
BÁKNIÐ BURT!!. Hvar
eru nú þeir sjálfstæðismenn sem
hrópuðu hæst.
Staöreynd
Það er staðreynd að flestir sem
greiða skylduáskrift vilja afnema
hana og geta þar með sjáiflr ákveðið
við hveija þeir versla eins og í
ffjálsu ríki. Þessi skylduáskrift er i
öllum tilfellum ranglát eins og hún
er framkvæmd. Og það er ámælis-
vert þegar Ríkisútvarpið lofar af-
slætti af skylduáskrift ef greiðendur
samþykkja mánaðarlegar VISA eða
EURO greiðslur. Þeir sem ekki láta
kúga sig fá á tveggja mánaða fresti
reikning upp á 3.999
kr., augljóslega til að
pína þá til að þóknast
innheimtuaðferð rík-
isútvarpsins.
Það má geta þess að á
uppboðum hjá toll-
stjóra í Reykjavík,
sem er haldið
nokkrum sinnum á
ári, eru seldir tugir
sjónvarpa í hvert sinn
á nokkur þúsund kr.
sem hafa verið tekin
af fólki vegna van-
greiðslu á nauðungar-
áskrift. Af þessrnn
sjónvörpum fær ríkis-
útvarp ekki krónu,
það sjá kaupendur
um á uppboðinu.
Hver er þá tilgangur-
inn með að taka sjón-
varp frá kannski einstæðri móður
sem getur ekki borgað. Var betra að
svipta hana sjónvarpinu svo hún
gæti alls ekki leyft bömunum að
horfa á dagskrána.
Stöð 2 á hrós skilið fyrir sitt fram-
lag hvað varðar áskrift og dag-
skrána. Þú ert frjáls hjá stöð 2 og
finnur fyrir því. Ég held að mennta-
málaráðherra ætti að skoða þessi
mál frá grunni, að öðrum kosti verð-
ur að kæra þessa kúgun til mann-
réttindadómstólsins. Mynda verður
sterk samtök andstæðinga skylduá-
skriftar. Þrýstihópur er það eina
sem ráðherra skilur.
Hilmar Hallvarðsson
„Ég held að menntamálaráðherra
ætti að skoða þessi mál frá
grunni. Að öðrum kosti verður að
kæra þessa kúgun til mannrétt-
indadómstólsins. Mynda verður
sterk samtök andstæðinga
skylduáskriftar. “
Kjallarinn
Hilmar
Hallvarösson
fyrrv. yfirverkstjóri hjá
Hafnamáiastofnun
Meö og
á móti
Á að smíða varðskip fyrir
Gæsluna hér á landi?
Þjóðhagslega
hagkvæmt
„Það er tvennt sem kemur fyrst
og fremst upp í huga manns þegar
þetta ber á góma. Það vita það all-
ir að skipasmíðaiðnaðurinn hér á
landi hefur verið í mikilli lægð
undanfarin ár
og það er tæki-
færi fyrir ís-
lensk stjórnvöld
til að standa
svolítið við bak-
ið á þessum iðn-
aði að því leyt-
inu til að gefa
honum tækifæri
til að rifja upp
og reyna á ný
að ná tökum á
því sem heitir
nýsmíði. Hitt er að það er mjög
óeðlilegt að við skulum láta aðrar
þjóðir smíða fyrir okkur varðskip.
Mér er sem ég sæi Norðmenn,
Dani eða Svía láta íslendinga
smiða fyrir sig sín herskip. Þeir
myndu aldrei gera það, alveg
burtséð frá verði.
Þessi skip eru okkar leynivopn
til að verja fiskimiðin okkar og
við eigum ekki að hleypa erlend-
um þjóöum að þvi hvemig skipin
eru búin. Þannig er þetta fyrst og
fremst i mínum huga að styðja við
bakið á þessum iðnaði og svo er
þetta um leiö það sem kalla má
hemaðarleg leynd.
Það hefur ekki reyiit á hvað
smíði skipsins myndi kosta hér og
það er ekki endilega um að ræða
að öll smíði skipsins fari fram hér
á landi. Við getum komið inn í
smíðina á ýmsum stigurn málsins
og þannig er ég sannfærður um að
okkar verð gæti verið fyllilega
samkeppnisfært. Á tyllidögum er
stundum talað um „þjóðhagslega
hagkvæmni" og íslensk skip
mættu t.d. vera 15-18% dýrari en
erlend smíðuð skip. Gildi þetta
óttast ég ekki samanburðinn."
Hagstæðasta
tilboði tekið
„I öllum tilfellum á þetta að
vera þannig að hagstæðasta til-
boði sé tekið. Við sáum það með
útboðið á hafrannsóknarskipinu
að þar þótti kínverska tilboðið,
sem var lægst,
ekki uppfylla öll
skilyrði og því
var tekið tilboði
frá Chile en
þarna munar
hundruðum
þúsunda.
Þetta er harð-
ur heimur og ég
tel það ekki
spurningu að
við eigum að
setja smíði varðskipsins í útboð
erlendis. Það er afskaplega gott að
vera góður ef maður þarf ekki að
borga sjálfur. En hvers vegna
skyldu allir hér á Akureyri t.d.
fara í KEA-Nettó eöa Hagkaup til
að versla? Ætli það sé ekki vegna
þess að þar er hagstæðast að
versla. Þama er i gildi sama for-
múlan og á að gilda með aðra
hluti, s.s. smíði á skipum íyrir
okkur Islendinga.
Ég veit vai’la hvað er hægt að
gera fyrir íslenska skipasmíðaiðn-
aðinn. Við sjáum það t.d. varð-
andi ýmis viðhaldsverkefni fyrir
flskiskípaflotann, sem ætti að
vera hagstætt fyrir íslensku fyrir-
tækin að taka að sér, að þau eru
bara svo dýr. Þess vegna fara
skipin svo mikið utan, t.d. til Pól-
lands og Færeyja, svo að dæmi
séu nefnd. Það þarf að auka fram-
legð skipasmíðastöðva hér innan-
lands og grípa til allra aðgerða
sem hægt er til að þau geti orðið
samkeppnishæf hvað verð snert-
ir.“ -gk
Hákon Hakonarson,
formaður Félags
málmiönaöar-
manna á Akureyri.