Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 16
i«/VVU
I
>
I
!
)
1
>
i
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
Öskupokar:
/ dag má ætla að mörg barns-
sálin iði í skinninu af til-
hlökkun. Á morgun er nefni-
lega öskudagur og rík ástæða
til að gera sér glaðan dag.
Gefið erfrí íflestum skólum
og alls kyns uppátæki verða í
bæjum og borg. Þá spillir ekki
fyrir að fá tækifæri til að klæð-
ast grímubúning og ef til vill
hengja öskupoka í mann og
annan.
Hversdags
leikinn
kvaddur
Skondinn siður í hættu
Því miður virðist
sá fyndni og
séríslenski sið-
ur að hengja öskupoka á
grandalaust fólk vera á
undanhaldi. Frá því um
miðja 17. öld hafa menn
haft af þessu mikið gam-
an og þá sérstaklega
börnin nú á seinustu
áratugum. Þeir sem
bera hag íslenskrar
menningar fyrir brjósti
hafa af þessari þróun
miklar áhyggjur og
ýmsar kenningar eru
uppi um hvernig á
þessu stendur. Ein er sú
að efnið í títuprjónun-
um hafi breyst þannig
að ógerningur sé að
beygja þá og þar af leið-
andi ekki hægt að nota
þá til að hengja ösku-
poka á fólk. Reyndin er
hins vegar sú að í flest-
um vefnaðarvöruversl-
unum fást títuprjónar sem auðvelt er að beygja
og þar með hrynur sú kenning.
Þá virðast sumir hræddir við að stinga sig á
títuprjónunum
M a r g i
halda
þ v í
Sumir eru hræddir við að stinga sig á títuprjónunum.
Gefið er frí í flestum skólum á morgun og engin ástæða til annars en að lyfta sér upp. DV-mynd ÞÖK
Dagur ösku og gleði
jafnvel fram að öskudagur hafl verið frídagur í
skólum vegna þess að kennaramir væm svo
hræddir um að meiða sig á títuprjónunum.
Hvað sem þvi líður er slæmt þegar venjur
eins og öskupokasiðurinn hverfa úr menningu
þjóðarinnar og erlendir siðir koma í stað-
inn. Það er hlutverk okkar að standa
vörð um íslenska siði, ekki síst þá
sem krydda tilverana. -ilk
• •
Oskudagurinn hefur verið dagur upp-
lyftingar og verðugt tilhlökkunarefni
í nokkrar aldir. Hér á landi hefúr
heiti dagsins verið þekkt frá því um miðja 14.
öld en gæti þess vegna verið mun eldra. í ár-
daga öskudagsins var ösku stráð yfir iðrandi
kirkjugesti í kaþólskum sið og þannig mun
nafnið hafa komið til. Af þessari athöfn mun
hinn sérkennilegi öskupokasiður einnig hafa
runnið og tíðkast hann einungis hér á íslandi.
Fyrir um 350 árum var algengast að konur
reyndu að hengja öskupoka á karla og mótleik-
ur karla var þá að setja smásteina í poka og
hengja þá á konur. Svo þróaðist þessi leikur
yfir til barna og er enn þann dag í dag iðkaður
að einhverju leyti.
Siðirnir frá bolludegi
Snemma á þessari öld varð öskudagur svo
að almennum frídegi í skólum í stað bolludags-
ins áður. Siðir sem áður tengdust bolludegi
fluttust þannig yfir á öskudaginn eins og til
dæmis að „slá köttinn úr tunnunni" og grímu-
búninganotkun.
íslendingar hafa löngum velt veðrinu mikið
fyrir sér og veðrið á öskudag er þar engin und-
antekning. Lengi hefur því verið haldið fram
að öskudagur eigi sér 18 bræður með líkri
veðráttu. Skiptar skoðanir era um hvaða 18
dagar það eru en víst er að öll vonumst við eft-
ir góðu veðri á morgun svo börnin fái notið sín
víðs vegar á öskudagsskemmtunum í vandlega
völdum grímubúningum.
Heimildir: Saga daganna eftir Áma Bjömsson.
Átjáii bræður öskudags
Öskudagsins bjarta brá
bœtti úr vonargögnum,
þar hann brœöur átján á,
eftir gömlum sögnum.
Svo orti Ari Jochumsson á 19. öld. Auk
margra annarra var hann þeirrar skoðun-
ar að hvemig sem viðraði á öskudag
myndi verða eins veður í átján daga.
Hvaða átján daga um er að ræða er óvíst
en einkum eru uppi þrjár kenningar:
Átján næstu dagar á eftir öskudegi, átján
dagar einhvern tímann á langafóstu eða
átján næstu miðvikudagar. Enn aðrir
hafa haldið því fram að öskudagur eigi
aðeins fjórtán þræður. Hvað sem þessum
deilum líður er víst að margir hafa um
þessa bræður ort og þeirra á meðal var
Sigurður Þórólfsson skólastjóri:
Öskudaginn marka má,
mundu hverju viðrar þá.
Fróöir vita aö hann á
átján brœöur líka aö sjá.
Stuðst viö Sögu daganna eftir Árna
Bjömsson.