Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
*
17
Þingmenn
skipta um ham
Það eru ekki bara börn sem hafa gaman afað klæðast um að það er alveg rosalega gaman að
grímubúningum. Nú er svo komið að fullorðið fólk er í sleppa fram af sér beislinu og sýna á okkur
vaxandi mæli farið að sækja dansleiki þar sem ætlast er nýjar hliðar. Alþingismenn eru þar engin
til að menn séu ekki tilfara eins og venjulega. Hvað það undantekning, alla vega ekki þau ísólfur
er sem býr að baki þeirri löngun okkar að þykjast vera Gylfi Pálmason, Svanfríður Jónasdóttir og
einhver önnur en við erum verður ekki reynt að svara Kristján Pálsson. Þau hittu blaðamenn og
hér. Kannski geymum við í okkur dulda drauma um að Ijósmyndara á saumastofunni Grúsku sem er
vera hetjur, aðalsfólk, indíánar eða englar. Ef til vill er með grímubúningaleigu á sínum snærum.
bara svo gott að kveðja hinn gráa hversdagsleika um Létu þau æskudraumana rætast, völdu sér
stund og fela áhyggjur hans og erfiðleika á bak við hetjulega búninga og léku á als oddi.
grímu. Öll getum við að minnsta kosti verið sammála
ísólfur Gylfi Pálmason:
Ofurkona að
Zorro Suðurnesja, Kristján Pálsson. DV-mynd E.ÓI.
„Og eigi var sá leikur að nokkur þyrfti við hann að keppa og hefir svo
verið sagt að engi væri hans jafningi." DV-mynd E.ÓI.
Svanfríður kunni einkar vel við sig í ofurbúningnum og stakk upp á að
hann yrði gerður að þjóðbúningi íslenskra kvenna. DV-mynd E.ÓI.
Svanfríður Jónasdóttir:
norðan
Frúin í þessum fríða hópi þingmanna var ekki lengi að
velja sér búning við hæfi. Fyrst hún fann hvorki mátu-
legan engla- né drottningarbúning kom ekkert annað
til greina en alvöru „súpermanns“-búningur.
„Ég er nefnilega ofurkona - eins og flestar aðrar íslenskar
konur. Þetta hefúr ef til vill alltaf komið einna best fram á
öskudeginum. Ég kem að norðan og þar hefur ævinlega verið
mikil vinna lögð í að gera öskudag-
inn sem hátíðlegastan. Þar var ég í
bæjarpólitíkinni samhliða starfi
mínu og hafði nóg á minni könnu.
Það kom þó ekki í veg fyrir að ég
saumaði fína öskudagsbúninga á
strákana mína á hverju ári og tók
fullan þátt í undirbúningi þessa
dags. Enda verða konur sem standa
í pólitík í litlum samfélögum, þar
sem allir þekkja alla, að gæta þess
að fá ekki það orð á sig að þær láti
bömin og heimilið lönd og leið til
að ná frama I stjómmálum," sagði
Svanfríður.
Þess má geta að ofurkonan tók sig
sérstaklega vel út i ofurmennisbún-
ingnum og var virðuleikinn upp-
málaður.
ísólfur vill vera prestur eða eitt-
hvað heilagt.
Kristján einblíndi á Elvis-búninga
en grátt hárið eyðilagði fyrir hon-
um.
Kristján Pálsson:
Hrói höttur
suðursins
Þegar Kristján
Pálsson mætti á
grímubúninga-
leiguna horfði hann dá-
leiddur á Elvis-búninga.
Eftir að hafa handfjatlað
þá fram og aftur og mátað
þá við sig varð hann að
sætta sig við þá staðreynd
að hann gæti ekki túlkað
goðið á sannfærandi hátt.
Elvis var ekki gráhærður.
Best var að bita í það súra
epli.
Fátt er svo með öllu illt að ekki boöi nokkuð gott. Kristján
dró fram hinn fínasta búning sem minnti viðstadda helst á
suðrænu hetjuna Zorro. Reyndar var ísólfúr á því að hann
væri frekar „sorry“, eða eins og suðrænn „bandito". Slíkar
glósur lét þingmaður Reykjaneskjördæmis sem vind um eym
þjóta og skoraði á ísólf í glímu.
Eftir nokkur augnablik í þessari þjóðlegu íþrótt, sem krydd-
uð var með vel völdum öskrum og hávaða, sagði Kristján:
„Zorro er æskuhetjan min. Hann var eins konar Hrói hött-
ur Spánverja eða Mexíkana, frelsaði konur og barðist fyrir fá-
tæka. Það getur vel verið að það sé leynd þrá hjá mér að ger-
ast hetja eins og hann. Ég er hvort sem er alltaf að gera eitt-
hvað af mér.“ -ilk
Manna
best vígur
Gæti ég fengið að vera prestur eða ámóta heilagt? Mig
hefúr alltaf langað svo til þess,“ spurði ísólfur Gylfi
Pálmason. Hann lét þó ekki deigan síga þegar hann
komst að raun um að heilagur yrði hann líklega ekki á grímu-
búningaleigunni. Þingmaður gróf í staðinn upp alfatnað vík-
ings og spurði hvort hann væri ekki líkur Gunnari á Hlíða-
renda.
„Jú, það ertu, karlinn minn,“ sagði þá Kristján. „Gunnar
hefur einmitt áreiðanlega verið álíka
stór og þú, allavega ekki hærri en 170
sentímetrar. Annars hefði hann
aldrei getað stokkið hæð sína.“
„Gerðu ekki lítið úr Gunnari," svar-
aði ísólfur. „Hann sveiflaði sverði
sem þrjú væru á lofti. Var manna
best vígur og syndur sem selur. Þar
að auki er þetta mjög þjóðlegur bún-
ingur.“
„Ég er einmitt frá Njáluslóðum. Njáls
saga byrjar á Velli þar sem Mörður
gígja bjó og ég er frá Hvolsvelli. Þess
vegna þykir mér það vera mjög við
hæfí að vera í gervi þessa forföður
míns. Það eina sem mig vantar er at-
geir. Ef ég hefði einn slíkan imdir
höndum myndi ég fullkomna imynd
minnar mildu hetju," sagði ísólfur.
-ilk