Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
23
íþróttir
Bland í
George Graham, framkvæmdastjóri
Leeds, er ævareiöur vegna framkomu
Alans Shearers í leik Leeds og
Newcastle um síðustu helgi.
Graham var mjög ósáttur viö brot
Shearers á Floyd Hasselbank og
einnig dómgæsluna yfirhöfuð í leikn-
um. Graham sagði að Leeds hefði átt
að fá 3-4 vítaspymur í leiknum.
Aöalfundur Ungmennafélagsins
Fjölnis í Grafarvogi veröur haldinn
laugardaginn 7. mars. Eftir fundinn
halda Fjölnismenn hátið sem hefst kl.
21.00.
Steinn Gunnarsson, knattspyrnu-
maðurinn ungi sem leikið hefur með
KA á Akureyri undanfarin ár, hefur
ákveðið að snúa aftur heim í Ólafs-
fjörð og mun því spila með Leiftri
næsta sumar. Þar með fjölgar Ólafs-
flrðingunum í hópi Leiftursmanna úr
frnim í sex.
Ari Freyr Jónsson var á dögunum
útnefndur
íþróttamaður
ársins 1998 á
Raufarhöfn en
Ungmennafé-
lagið Austri
stóð að viður-
kenningunni.
Um leið vom
þeir Kristján
Sigurðsson,
Páll Þormar og Jóhann R. Gunnlaugs-
son heiðraðir fyrir ástundun og fram-
farir.
Leifur Harðarson veröur fyrsti al-
þjóðlegi blakdómari íslands. Staðfest
var á fundi dómaranefndar Alþjóða
blaksambandsins á dögunum að Leif-
ur hefði uppfyllt öll skilyrði og hann
fær réttindin formlega í vor.
Martin Eyjólfsson, sem bjargaði
knattspyrnuliöi ÍBV frá falli á ævin-
týralegan hátt árið 1992 og 1993, lék
með Eyjamönnum i forföllum í æf-
ingaleik gegn Vikingi á dögunum.
Martin var samur við sig, fékk að
spila í 20 mínútur og skoraði sigur-
markið, 2-1.
Eyjamenn fóru til Kýpur á laugardag
en þar taka þeir þátt í alþjóðlegu
knattspyrnumóti sem hefst i dag. Þeir
leika þá við rússneska liðið Metall-
urg. Á fimmtudag mæta þeir annað-
hvort lærisveinum Teits Þðrðarsonar
í Flora Tallinn frá Eistlandi eða rúss-
neska liöinu Lokomotiv Moskva. Á
laugardag leikur síðan ÍBV við lið úr
hinum riðli mótsins en i honum eru
sænsku íslendingaliðin Elfsborg og
Helsingborg ásamt norsku liðunum
Bodö/Glimt og Kongsvinger.
Dejan Stojic, fyrnrm leikmaður lA,
er undir smásjá Eyjamanna i ferð-
inni. Hann leikur með Nea Salamina
á Kýpur og var í hópi markahæstu
leikmanna 1. deildar þar í landi á síð-
asta timabili. Bjarni Jóhannsson,
þjálfari ÍBV, fylgdist með Stojic í leik
á laugardaginn og sér hann aftur i
leik á morgun.
Zoran Miljkovic meiddist á æfingu i
Júgóslavíu á dögunum og getur ekki
spilað með ÍBV á Kýpur. Þeir Leifur
Geir Hafsteinsson og Rútur Snorra-
son eru líka íjarverandi vegna
meiösla.
Hjalti Jónsson, 18 ára piltur úr ÍBV,
hefur staðið sig mjög vel með VfL 93
í þýsku 3. deildinni í vetur. Hann er
þar á samningi til vorsins.
Siguröur Bjarnason skoraöi 7 mörk
og var marka-
hæstur hjá Bad
Schwartau þeg-
ar liöið sigraði
Duderstadt,
28-23, í jjýsku 2.
deildinni 1
handknattleik
um helgina. Bad
Schwartau er
sem fyrr með yf-
irburöastöðu i norðurriðli deildar-
innar og aðeins. stórslys getur komið
í veg fyrir aö félagið leiki i 1. deild
næsta vetur.
Þróttur i Reykjavik tryggði sér sæti
í úrslitum gegn Stjömunni í bikar-
keppni karla í blaki með þvi að bera
sigurorð af Þrótti á Neskaupstað, 3-0,
í undanúrslitum í gær. Úrslit í hrin-
unum urðu 16-14, 15-9 og 15-6.
Atletico Madrid sigraði Real Zara-
goza, 2-1, í spænsku 1. deildinni í
knattspymu í gær. Christian Vieri og
Kiko Narvaez gerðu mörkin í siðari
hálfleik. Meö sigrinum komst Atlet-
ico Madrid upp i þriðja sætið, er með
44 stig en Barcelona er efst með 49
stig og Real Madrid 47.
-SK/HJ/GJ/VS/GH
íþróttir
Enski boltinn:
Rauði herinn tapaði
dýrmætum stigum
- eftir 1-1 jafntefli gegn Everton í gær
Liverpool tapaði dýrmætum stigum í
toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu í gær þegar liðið gerði 1-1
jafntefli á heimavelli gegn grönnum sín-
um í Everton. Liverpool er 9 stigum á eft-
ir Manchester United eins og Arsenal og
mikið þarf að gerast ef rauði herinn ætl-
ar að vinna langþráðan bikar.
Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálf-
leik. Duncan Ferguson kom Everton yfir
með laglegu marki en Paul Ince jafnaði
fyrir Liverpool 8 mínútum síðar. Rétt
áður fékk Mikael Madar sannkallað
dauðafæri. Eftir misheppnað úthlaup
David James, markvarðar Liverpool,
barst knötturinn fyrir fætur Madars en
hann skaut fram hjá opnu markinu.
Eftir mark Ince sóttu leikmenn Liver-
pool nokkuð stift en tókst ekki að bæta
við marki. Leikmenn Liverpool gengu
því súrir af velli en kollegar þeirra hjá
Everton fógnuðu dýrmætu stigi í neðri
hluta deildarinnar.
Þetta var 150. viðureign Liverpool og
Everton á knattspyrnuvellinum. Liver-
pool hefur vinninginn í þessum viður-
eignum en hin síðari ár hefur Everton
haft gott tak á þeim rauðklæddu. Liver-
pool hefur ekki unnið Everton í síðustu
sjö leikjum liðanna eða frá árinu 1994.
Fowler ekki skoraö í átta deild-
arleikjum í röð
Robbie Fowler lék áttunda deildarleik
sinn í röð fyrir Liverpool án þess að
skora og það hefur ekki gerst áður hjá
honum. Fowler er ekki nema skugginn
af sjálfum sér og svo virðist sem tilkoma
Michaels Owens í byrjunarlið Liverpool
hafi sett hann út af laginu. -GH
Tony Adams á förum frá Arsenal?
Fréttir frá Highbury herma að Tony Adams, fyrirliöi Arsenal, muni yfirgefa fé-
lagið i lok tímabilsins. Nokkur félög eru þegar farin að bera víumar í þennan 31
árs gamla varnarjaxl og þar hefur nafn Glasgow Rangers oftast verið nefnt. -GH
Michael Owen, táningurinn snjalli hjá Liverpool, geysist hér fram hjá Dave Watson, gamla manninum í liöi Everton,
í leik liöanna á Anfield Road í gær. Reuter
NBA-deildin í nótt:
Chicago er
að koma til
Fjórir leikir fóru fram í NBA-
deildinni í körfuknattleik i nótt og
urðu úrslitin þessi:
Detroit-Sacramento.............111-85
Chicago-Cleveland ..............97-75
Denver-Charlotte ..............98-118
LA Clippers-Seattle...........100-101
Michael Jordan hafði frekar hægt
um sig í nótt og skoraði 17 stig gegn
Cleveland. Luc Longley skoraði 16
stig og Scottie Pippen 13, öll í fyrsta
leikhluta. Zydrunas Ilgauskas var
stigahæstur hjá Cleveland með 15
stig.
Knicks malaöi Houston
Úrslit leikja í NBA-deildinni
aðferanótt mánudags:
NY Knicks-Houston...........92-74
Starks 24, Johnson 16, - Drexler 16,
Olajuwon 13.
Milwaukee-Cleveland ........79-71
Robinson 29, Allen 20 - Kemp 20,
Hgauskas 15, Sura 12.
Toronto-Vancouver ........113-105
Billups 27, Wallace 22, Christie 18, -
Rahim 22, Chilcutt 17, Lynch 13.
Minnesota-Sacramento.......115-95
Mitchell 17, Peeler 16, Roberts 15,
Garnett 14, Porter 14, - Richmond 32,
Williamson 21, Funderburke 10.
Orlando-Lakers..............96-94
Anderson 30, Harper 18, - O'Neal 20,
Jones 19, Bryant 18 Fox 15.
76ers-Indiana................92-97
Iverson 33, Coleman 20, Thomas 14, -
Miller 25, Smits 18, Muilin 15.
Golden State-Miami...........82-90
Marshall 28, Dampier 22, Jackson 10, -
Hardaway 24, Mouming 21, Brown 20.
Phoenix-SA Spurs ............97-79
Manning 17, Robinson 15, McDuess 14,
Chapman 14, - Duncan 17, Perdue 16,
Jackson 13.
Seattle-Denver...............88-68
Payton 17, Williams 15, Anthony 15,
Baker 12 - Goldwire 18, Newman 13.
Portland-Boston.............125-98
Sabonis 23, Stoudamire 17, Augmon 16,
-Mercer 28, Waiker 17, Anderson 14.
-SK
Michael Jordan var rólegur í nótt og
skoraði „aðeins“ 17 stig.
Stangarstökkvararnir Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir:
Yfirlýsing frá FH-ingum
DVbarst í gærkvöldi yfirlýsing frá hand-
knattleiksdeild FH og í henni kemur þetta
fram meðal annars:
„í samræmi við samkomulag stjóma hkd.
FH og Hauka, sem gert var í kjölfar atburða
sem áttu sér stað í lok leiks félaganna sl. mið-
vikudag, hefur stjóm hkd. FH verið treg til að
tjá sig um atvik málsins. Vegna yfirlýsingar
Hauka í DV í gær, þar sem stjóm FH er sök-
uð um siöleysi og að hafa rofið samkomulag
félaganna, vill FH koma eftirfarandi athuga-
semdiun á framfæri:
1. Ákveðið var að formenn deildanna færa
á fund með leikmönnum liðanna og kæmu þar
á beiðni afsökun á framferði félagsmanna
sinna. Af því gat ekki orðið þar sem Haukar
æfðu ekki á fimmtudag, formaður FH átti ekki
heimangengt á iostudag og í gær æfðu Hauk-
ar ekki vegna landsliðsæfingar. Það hefði ver-
ið vilji okkar að hitta Haukastúlkur sem fyrst
eftir þessi leiðinlegu atvik en af framan-
greindum ástæðum hefur það ekki tekist.
2. Grein Helgu Magnúsdóttur í Morgrm-
blaðinu sl. laugardag var ætluð til að leiðrétta
þaö sem ranglega hafði verið sagt i grein
blaðamanns um leikinn. Varðandi þá fullyrð-
ingu Hauka að Helga hefði með þessu rofið
samkomulag félaganna skal á það bent að for-
maður hkd. Hauka veitti viðtöl i útvarpi og
sjónvarpi þrátt fyrir áskorun FH um að gera
það ekki.
3. Ásökunum Hauka um siöleysi FH við
framkvæmd og umgjörð leiks FH og ÍBV er al-
farið vísað á bug.
4. Forráðamenn FH taka mjög alvarlega
ásakanir um að þeir standi fyrir óhróöri í
garð eins leikmanns Hauka. Ásakanir þessar
era rangar og meiðandi og engum til sóma.
Handknattleiksdeild FH harmar mjög þá at-
burði sem þarna áttu sér stað og biður alla
hlutaðeigandi afsökunar á hlut okkar félags-
manna i þessu máli. Handknattleiksdeild FH
mun ekki tjá sig frekar um þetta mál og bíður
úrskurðar aganefnar HSÍ.“
Wuppertal og Eisenach
með Valdimar í sigtinu
Valdimar Grimsson, landsliðsmaður í handknattleik, þjálfari og leikmaður
Stjömunnar, hefur dvalið í Þýskalandi síðustu daga en samkvæmt heimildum DV
hafa Wuppertal og Eisenach lýst yfir áhuga á að fá Valdimar í sínar raðir. Það
mun að öllum líkindum koma í ljós fljótlega hvort Valdimar söðlar um og leikur
i Þýskalandi á næsta tímabili en hann hefur allan sinn feril leikið hér heima.
Viggó Sigurðsson þjálfar sem kunnugt er Wuppertal og Dagur Sigurðsson end-
umýjaöi á dögunum samning við félagið. Geir Sveinsson er einnig á mála hjá
Wuppertal en Ólafur Stefánsson er á fomm til Magdeburg.
Landsliðsmaðurinn Róbert Duranona hefur hins vegar leikið með Eisenach í
vetur og hefur liðið staðið vel en það kom upp úr 2. deild í fyrra.
-JKS
Ölafur Gottskálksson hjá Hibernian:
Var neitað
um að fara
- vildi veröa lánaöur til annars félags
Ólafi Gottskálkssyni, landsliðs-
markverði hjá skoska liðinu Hi-
bernian, var í síðustu viku neitað
um að fara til annars liðs að láni
tímabundið. Ólafur missti sætið
sitt aftur í byrjunarliðinu þegar
liðið mætti Glasgow Rangers um
helgina en í síðustu viku var Bri-
an Gunn, varamarkvörður
Norwich, fenginn að láni út þetta
tímabil og stóð hann í markinu
gegn Rangers um helgina. Þess má
geta að Chris Reid óskaði eftir því
fyrir helgina að fara frá félaginu
og fékk frjálsa sölu.
Ólafur missti sætið sitt í liðinu í
hendur Chris Reid í nokkrar vikur
en endurheimti það að nýju í leik
gegn Aberdeen fyrir tiu dögum.
Hibernian tápaði leiknum, 2-0, en
Ólafur þótti eiga góðan leik og var
útnefndur maður leiksins.
í byrjun síðustu viku tilkynnti
Alex McLeish, ffamkvæmdastjóri
Hibemian, Ólafi það að hann ætl-
aði að nota Brian Gunn í markinu
gegn Rangers. Ólafur sagði í sam-
Bland í polca
Arnar Grétarsson og félagar hans i
AEK gerðu 1-1 jafntefli á útivelli
gegn Ionikos í grisku 1. deildinni í
knattspyrnu í gær. Amar lék allan
tímann á miðjunni hjá AEK en
hvorki Páll Guðmundsson né Krist-
inn Tómasson voru í leikmannahópi
Ionikos.
AEKer í þriðja sæti deildarinnar
með 53 stig en efst og jöfn era Olymp-
iakos og Panathinaikos með 58 stig.
Um næstu helgi mætir AEK liði Pan-
athinaikos.
Grindvíkingar sigruðu ÍS, 44-37, í 1.
deild kvenna i körfuknattleik i gær-
kvöldi. Staðan í hálíleik var 14-10 fyr-
ir Grindavík.
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir skoraöi
14 stig fyrir Grindavík og Penny
Peppas 10 stig. Alda Leif Jónsdóttir
skoraöi 15 stig fyrir ÍS og Signý Her-
mannsdóttir 7.
Miguel Angel Martin, þjálfari
spænska körfuknattleiksliðsins Real
Madrid, var i gær rekinn frá félaginu.
Madridarliðinu hefur vegnað illa og
komst til að mynda ekki í 16-liða úr-
slitin í Evrópukeppninni.
-GH/JKS
tali við DV í gærkvöld að hann
hefði fengið þá skýringu að með
þessari ákvörðun yrði tekin öll
pressa af honum. Ólafur sagðist
enn í dag ekkert botna í þessari
skýringu framkvæmdastjórans.
„Þegar ég sá framvindu mála
óskaði ég eftir því að verða lánað-
ur til annars lið. Alex Mcleish
neitaði mér um það og þar við sit-
ur.“
Framhaldið verður bara að
koma í Ijós
„Eftir leikinn gegn Aberdeen
var ég viss um að hafa gulltryggt
mér sæti í byrjunarliðinu. Það
kom mér því mjög á óvart þegar
Brian Gunn var fenginn að láni og
hann síðan tekinn beint í liðið á
minn kostnað. Mcleish sagði mér
að það væri gott að hafa sam-
keppni um stöður og ég fengi tæki-
færið að nýju ef Gunn stæði sig
ekki í markinu. Þetta er pirrandi
ástand en það verður bara að
koma í ljós hvert framhaldið verð-
ur,“ sagði Ólafur Gottskálksson í
samtali við DV í gærkvöld.
Ólafur lék með varaliði Hibemi-
an í gær gegn Rangers og átti mjög
góðan leik en Hibernian tapaði
leiknum, 1-0.
Ástandið í herbúðum Hibernian
versnar með hverjum leik og er
liðið sem fyrr í neðsta sæti með 18
stig, fimm stigum á eftir
Motherwell. -JKS
Ólafur Gottskálksson.
Blancl i poka
Bjarki Sigurósson
skoraði 7 mörk og
var markahæstur í
liði Drammen sem
sigraði Elverum á
útivelli, 16-28, í
norsku 1. deildinni
i handknattleik á
sunnudagskvöldið.
Þetta var fyrsti leikur Drammen und-
ir stjóm Bent Dahls sem tók við lið-
inu af Gunnari Gunnarssyni.
Drammen er í 4. sæti í deildinni með
20 stig. Viking er efst með 30 stig og í
2.-3. sæti era Sandefiörd og Runar
með 29 stig.
Enzo Scifo, lykilleikmaður belgíska
landsliðsins i knattspyrnu til margra
ára, sagði i gær að hann myndi ekki
leika fleiri landsleiki fyrir Belgíu eft-
ir að hann var ekki valinn í landslið-
ið sem mætir Bandaríkjamönnum í
vináttuleik annað kvöld.
Scifo hefur leikið 79 landsleiki. Hann
lék fyrsta landsleikinn árið 1984 og
hefur leikið á þremur HM-keppnum.
Hann leikur nú meö Anderlecht í
Belgíu en hefur áður leikið með Int-
er Milan, Bordaux, Auxerre, Torino
og Monaco.
Moussa Saib, landsliðsmaður Alsir í
knattspyrnu, er á leið til Tottenham
frá spænska liðinu Valencia. Spurs
greiðir 240 milljónir fyrir Saib sem
er miðjumaður og leikur hann lík-
lega sinn fyrsta leik gegn Bolton um
næstu helgi.
íslendingaliöiö BK Odense steinlá
fyrir Sisu í dönsku 1. deildinni i
körfuknattleik i fyrradag. Lokatölur
urðu 102-63. Þetta var síðasta um-
feröin í deildarkeppninni og þrátt
fýrir tapið er Odense komið I úrslita-
keppni 6 efstu liða. -GH
Yfiriýsing
frá Aroni
DV barst í gær yfirlýsing frá Aroni
Kristjánssyni, leikmanni Hauka og sam-
býlismanni Huldu Bjarnadóttur, vegna
„Viðarsmálsins" svokallaða:
„Þar sem Viðari hefur fundist tilefni til
að draga nafn mitt inn í hans leiðinda-
mál þá get ég ekki lengur orða bundist og
svara yfirlýsingu hans. Ihenni kemur
fram að Hulda hafi sagt í viðtali á Stöð 2,
sunnudagskvöldið 22. febrúar, að Viðar
hafi ekki beðið hana afsökunar.
En þeir sem fylgdust með féttum Stöðv-
ar 2 þetta kvöld vita að þar talaði Hulda
um að forráðamenn FH hefðu ekki haft
samband og beðið hana afsökunar. Síðar
í fréttum kom það skýrt og greinilega
fram að Hulda vildi koma því á framfæri
að Viðar hefði beðið hana afsökunar í
vikunni. „Viðar, er dagskrá Stöðvar 2
öðruvísi hjá þér en öðrum?
Ég veit aö Hulda bað fyrirliða FH um
að bera Dagnýju Skúladóttur kveðju sína , f
þar sem hún fékk ekki tækifæri til þess i !'
leiknum vegna óvæntrar innáskiptingar
Viðars þegar hann ákvað að taka þátt í
leiknum af fullum krafti.
Að einhver árásaraðili skuli ætlast til
þess að fórnarlamb hans biöji hann af-
sökunar á því að reyna að verja sig hlýt-
ur að segja þaö sem segja þarf.
Ég bara spyr „Er þetta stórmennskan, Við-
ar? Ef það væri til myndbandsupptaka af
atburðinum þá hefði ég ekki þurft að
skrifa þessa grein. Ég bið hér með alla
viðkomandi að ljúka þessu leiðindamáli
á hreinlegan hátt þvi það er engum til
framdráttar, hvorki iþróttinni, félögun-
um né öðrum.“
Met hjá Eydísi
- og gull í Qórum greinum á Jótlandi
Eydís Konráðsdóttir bætti íslandsmetið í 400 metra fjórsundi kvenna á
jóska meistaramótinu í sundi um helgina. Eydís synti á 5:01,38 mínútum
og bætti met Láru Hrundar Bjargardóttur frá því í janúar um 15/100 úr
sekúndu.
Eydís varð í öðru sæti í sundinu en hún sigraði í 50 metra flugsundi á
29,06 sekúndum, í 100 metra flugsundi á 1:03,68 mín., og í 200 metra flug-
dundi á 2:22,25 mínútum. Að auki var hún í sigursveit Esbjerg í 4x100
metra skriðsundi.
Eydís hefur æft í Esbjerg frá því í haust. Hún keppir á heimsbikarmót-
um í Malmö og París í næsta mánuði.. -VS
Eydís Konráösdóttir, til vinstri, sló íslandsmetiö 1400 metra fjórsundi.
Til alls liklegar
- setur Vala heimsmet í Höllinni 5. mars?
Þær Vala Flosadóttir, ÍR, og
Þórey Edda Elíasdóttir, FH, eru
báðar að undirbúa sig fyrir Evr-
ópumeistaramótið í Valencia sem
hefst á föstudaginn.
Þær hafa báðar verið aö standa
sig mjög vel á æfingum
undanfarið, Vala stökk 4,28 metra
sem er hennar besti árangur hing-
að til á æfingum en Þórey hefur
verið að stökkva vel yfir 4,00 m. Þá
hæð hefur hún aldrei stokkið í
keppni. Það er því ljóst að þær eru
báöar í feiknaformi og til alls lík-
legar.
Nú er frágengið að frjálsíþrótta-
deild ÍR mun standa fyrir alþjóð-
legu stangarstökksmóti í Laugar-
dalshöll fimmtudagskvöldið 5.
mars. Af því tilefni mun Vala
Flosadóttir koma hingað til lands í
boði menntamálaráðherra þann 3.
mars nk. og verður heima í eina
viku.
Mótiö er sérstaklega sett upp
fyrir Völu til að gera atlögu að
heimsmetinu í stangarstökki inn-
anhúss á heimavelli fyrir framan
íslenska áhorfendur. Auk hennar
munu tvær heimsþekktar erlendar
stangarstökkskonur koma.
Einar Karl Hjartarson, ÍR, mun
á sama móti gera atlögu aö ísl-
andsmetinu i hástökki karla
Um helgina fór fram lands-
keppni innanhúss í Malmö milli
Svíþjóðar, Finnlands og Balkan-
landanna. Þar voru unnin mörg
góð afrek, eins og fram kom í DV í
gær, og má þar nefna aö flnnska
stúlkan Teija Saari setti finnskt
met í stangarstökki er hún stökk
4,00 metra. Auk þess settu sænsku
stúlkumar Liza Jörnung og Alissa
White sænskt met þegar þær
stukku 3,63 metra. Um síðustu
helgi setti danska stúlkan Marie
Rasmussen danskt met þegar hún
stökk 4,03 metra.
Þess má geta að Svíar heiðruðu
Völu við þetta tækifæri og leystu
hana út með gjöfum við mikinn
fögnuð áhorfenda í Malmö.
-BIÓ
Nathan Blake um Arnar Gunnlaugsson:
„Arnar gerði útslagið"
Nathan Blake,
miðherji enska
knattspyrnufé-
lagsins Bolton,
hrósaði Arnari
Gunnlaugssyni
mjög í viðtali við
blaðið Bolton Ev-
ening News í
gær. Eins og
fram kom í DV í
gær kom Amar
inn á sem vara-
maður gegn West
Ham 16 mínútum
fyrir leikslok og
lagði upp jöfnun-
armark Bolton fyrir Blake.
„Ég skora ekki mörkin upp á eigin spýtur.
Það getur enginn," sagði Blake sem hefur skor-
að 9 af 23 deildamörkum Bolton í vetur og oft
verið ansi einmana í framlinunni.
„Það er gaman að skora en ef Arnar hefði
ekki leikið á vamarmanninn og sent boltann
fyrir markið hefði ég ekkert gert. Ég þarf hjálp
og við þurfum að fá fleiri fyrirgjafir. Amar
gerði útslagið fyrir okkur. Hann hefur þennan
aukahraða sem oft vantar í liðið. Hann er með
góða boltameðferð og á auðvelt með að plata
varnarmenn. Fyrirgjöfin hans var frábær,"
sagði Blake.
Vekur undrun hve fá tækifæri Arnar
hefur fengiö
í umfjöllun enskra fjölmiðla hefur að undan-
fömu gætt nokkurrar undrunar yfir því hve fá
tækifæri Amar hefur fengið með Bolton í vet-
ur. Hann er yfirleitt ekki í byrjunarliðinu og
hefur sjaldan spilað meira en 15-20 mínútur í
leik.
-VS
íslenskir knattspyrnumenn 4 Borás
í sænsku úrvalsdeildinni Haraldur Ingólfsson
Orebro
Stokkhólmur
Borás
Norrköplng
• Helsingborg
Helsingborg
Hilmar Björnsson
Jakob Jónharósson
• Örebro
Orebro
Arnór Guöjohnsen
Gunnlaugur Jónsson
Hlynur Blrgisson
• Vaxjö
Oster
Stefán Þ. Þóröarson
Þorvaldur M. Slgbjörnsson
• Stokkhólmur
Hammarby
Þétur Martelnsson
Pétur BJörn Jónsson
VáxJö
• Helsingborg
* Malmö
• Malmö
lyialmö ,FF
Olafur Om Bjarnason
Sverrlr Sverrlsson
Guömundur Mete
Omar Jóhannsson
• Norrköpfng
Norrköping
Blrklr Krlstinsson
Sænska knattspyrnan:
Fimmtán
íslenskir í úr-
valsdeildinni
Sverrir Sverrisson gekk til
liðs við Malmö FF á sunnu-
daginn, eins og fram kom í
DV í gær, og þar með em ís-
lenskir knattspyrnumenn í
sænsku úrvalsdeildinni
orðnir 15 talsins.
Þetta er „íslandsmet."
Aldrei áður hafa jafnmargir
íslenskir leikmenn í nokk-
urri íþróttagrein spilað í
sömu deildinni erlendis.
Svíþjóð hefur siglt fram úr
Noregi hvað fjölda íslend-
inga varðar en þeir eru nú 12
hjá norskum úrvalsdeildarfé-
lögum.
Ekki er loku fyrir það
skotið aö þessar tölur eigi,
eftir að hækka því deilda-
keppni hefst ekki fyrr en í
apríl í þessum löndum.
Á meðfylgjandi korti sést
hverjir þessir 15 íslendingar
í sænsku úrvalsdeildinni eru
og með hvaða félögum þeir
leika.
-VS