Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
25*
DV
Fréttir
Loönuvertíðinni langt frá því aö vera lokið:
Erum í góðum málum
Erum flutt að Helluhrauni
10, Hafnarfirði
- segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur
Hillukerfi, gínur.
)V, Akureyri:
„Þetta er meira og minna mis-
ikilningur allt saman. Það sem
rantaði í þessar fréttir er að ennþá
;r langstærstur hluti loðnunnar úti
kanti, langt frá landi, og sú loðna
ir ekki komin nærri því eins langt í
cynþroska og sú sem er komin upp
tð landinu," segir Hjálmar Vil-
íjálmsson en útvarpsfréttir um að
oðnuvertíð væri svo gott sem lokið
•eyndust byggðar á misskilningi.
Hjálmar segir að á meðan loðnan
;é í kalda sjónum þroskist hrogn
íennar miklu hægar og þar sé
hrognafylling 12-13%.
„Hitt er annað að sú
loðna sem er komin upp
að landinu endist ekki
mjög lengi en það er ekki
nema lítill hluti hrygn-
ingarstofnsins og hefur
farið mjög hægt yilr síð-
ustu daga. Meirihluti
stofnsins er ennþá þarna
úti og aðalspumingin er
hvemig þessi stóri meiri-
hluti muni haga sér. Mun
hann haga sér eins eða
Hjálmar
Vilhjálmsson.
fara hraðar yfir? Þessum spuming- land.
um get ég bara ekki svarað," segir mun
Hjálmar.
En hvað gerist ef sá
hluti stofhsins hagar sér
eins og sú loðna sem hef-
ur verið að veiðast und-
anfarið?
„Þá hrygnir þessi
loðna við austanverða
suðurströndina eins og
gerðist árin 1970 og 1978
en það þarf nú ekki
nema eitt gott „austan-
skot“ á hana til að hún
hraði sér vestur fyrir
Almennt séð tel ég að þeim
stærri hluta af sinu hrygning-
arsvæði, sem er frá Homafirði og
vestur á Breiðafjörð, sem hún fer
um þeim mun betra. Árgangurinn
1970 reyndist t.d. vera mjög góður
árangur.
Mér þykir ólíklegt að þetta hátta-
lag loðnunnar að undanförnu lengi
vertiðina en meirihluti hrygningar-
stofnsins er enn ógenginn að land-
inu þannig aö við erum í mjög góð-
um málum. Við náum vonandi því
sem eftir er af kvótanum sem þýðir
að vertíðin gefi um 1.265 þúsund
tonn sem yrði prýðilegt þótt það
væri nokkuö minna en í fyrra,“ seg-
ir Hjálmar. -gk
Fataslár, margar geröir
Stórfurðulegur
fréttaflutningur
DV, Akureyri:
„Mér finnst þessi fréttaflutning-
ur alveg stórfurðulegur og ég næ
bara engan veginn upp í þetta. Ég
fæ það engan veginn til að ganga
upp að eftir því sem loðnan fari
hægar yfir í köldum sjó verði ver-
tíðin styttri,“ segir Bjami Bjarna-
son, skipstjóri á loðnuskipinu Súl-
unni. í útvarpsfréttum á sunnu-
dagskvöld var látið að því liggja að
loðnuvertíðin væri svo gott sem
búin og ástæðan væri sú að loðnan
gengi ekki vestur með Suðurlandi
á sínar heföbundnu hrygningar-
stöðvar vestur af landinu.
„Ég hefði haldið að þetta ætti að
vera alveg öfugt, að eftir því sem
loðnan færi hægar yfir í köldum
sjó ætti vertíðin að lengjast. Það er
mín skoðun og fiölmargra annarra
að á meðan loðnan hangir í kalda
sjónum sé likamsstarfsemi miklu
hægari í þessum kvikindum og það
ætti að þýða lengri vertíð," segir
Bjarni.
Hann segir að köld tunga sé upp
við landið þar sem loðnan hefur
veriö undanfama daga út af Aust-
urlandi og meðan hún haldi sig í
kalda sjónum þýði það lengri ver-
tíð, að sínu mati. Þá bendir hann á
að hrognafylling sé 16-17% sem sé
að vísu aðeins hærra en á sama
tíma undanfarin ár en það sé ekk-
ert sem neinu nemi. „Svo er það að
strax og loðnan kemst í hlýrri sjó
fer hún um 30 milur á sólarhring
en hún er ekki að fara nema um 5
mílur á sólarhring núna. Þetta er
bara mjög gott að mínu mati og ég
næ bara ekki upp í þennan frétta-
flutning,“ segir Bjami. -gk
Steinunn Óskarsdóttir, formaður ÍTR, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri, Bragi Ásgeirsson, formaöur Fáks, og Þórður H. Ólafsson, gjaldkeri fé-
lagsins, skrifa hér undir samninginn um leigu Reiöhallarinnar.
Breytingar á rekstri Reiðhallarinnar:
Fákur tekur við
af borginni
Hestamannafélagið Fákur gerði
fyrir stuttu samning viö Reykjavík-
urborg um leigu Reiðhallarinnar.
Samningurinn þýðir að nú ber Fák-
ur rekstrarlega ábyrgð á húsinu.
Fákur hefur undanfarin ár verið í
samstarfi við Reykjavíkurborg og
fTR um rekstur Reiðhallarinnar en
í kjölfar þessa samnings hefúr Fák-
ur mun meira að segja um rekstur-
inn og getur skipulagt hann lengra
fram í tímann en áður hafði verið
hægt, að sögn Braga Ásgeirssonar,
formanns hestamannafélagsins.
Reykjavíkurborg hefúr enn frem-
ur ákveðiö að leggja 55 milljónir í
að ljúka byggingu Reiðhallarinnar á
næstu þremur ámm þannig aö hún
verði fullbúin, eða því sem næst,
fyrir landsmótið árið 2000.
„Við hugsum okkur nú gott til
glóöarinnar varðandi rekstur Reið-
hallarinnar," segir Bragi. „Við höf-
um átt gott samstarf við borgina og
ÍTR hingað til og höldum þvi auð-
vitað áfram. T.d. mun ÍTR áfram
hafa afnot af húsinu. Þessar breyt-
ingar munu hins vegar auðvelda
okkur að reka Reiðhöllina eins og
við teljum heppilegast fyrir hesta-
menn. Ýmsar spennandi hugmyndir
eru nú uppi innan Fáks um hvemig
megi markaðssetja Höllina meira
fyrir hestamenn, t.d. með sýninga-
haldi á sumrin með erlenda ferða-
menn í huga.“
Reiðhöllin var opnuð fyrir um 11
ámm og var fyrst rekin af hlutafé-
lagi áhugamanna. Borgin keypti
hana síðan árið 1994 og hefur rekið
hana í samstarfi við aðra síðan þá.
-KJA
Sokkastandar o.fl.
Panilplötur — fylgihlutir
Herðatré, mátunarspeglar, sérsmíði
á innréttingum. Verðtilboð.
Sendum í póstkröfu
ICÍCÍeht. heildverslun
Helluhrauni 10 - Sími 565 0980
Loönuveiöarnar standa nú sem hæst. Útvarpsfréttir um aö vertíöinni væri
svo gott sem lokiö reyndust á misskilningi byggöar.
Bedítónllit
IFJOLSKYLDU- OG
HÚSDÝRAGARDINUM
Krakkaklúbbur DV og útvarpsstöðin
Matthildur FM bjóða í samvinnu við
Freyjukaramellur, Leikbæ og Mix,
öllum krökkum í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinn á öskudaginn.
Garðurinn verður opnaður á slaginu eitt eftir hádegi
og þá hefst sannkölluð skemmtun fyrir alla krakka:
Tígri heilsar upp á krakkana með óvæntan glaðning.
andlitsmálun, „kanínuklapp", stuttar hestaferðir, alls
kyns leikir og margt margt fleira - og að sjálfsögðu
verður kötturinn sleginn úr tunnunni og tunnukóngur
krýndur. Freyjukaramellur og Mix í nammipokana.
□
Mætið með börnin
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
milli klukkan eitt og fjögur
á öskudaginn.