Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
Fréttir
Rannsóknardeild HÍ komst að rangri niðurstöðu i faðernismáli:
DNA stóöst ekki
Liðlega þritugur Keflvíkingur
hefur höfðað dómsmál til ógilding-
ar á faðemisviðurkenningu í kjöl-
far þess að fmmurannsóknardeild
Háskóla íslands upplýsti hann um
að upphafleg rannsókn hennar,
sem nefnd var DNA-rannsókn,
hefði ekki staðist. Meintur faðir
hefur af þessum sökum höfðað
dómsmál. í kjölfar málsóknarinn-
ar, þar sem byggt er á yflrlýsingu
fmmurannsóknardeildar HÍ um að
umræddur maður sé útilokaður frá
því að vera faðir barnsins, heldur
móðirin því samt enn fram að hann
sé faðirinn. Hún segir hann hafa
sent fyrir sig annan mann í blóð-
rannsókn.
Málavextir eru þeir að um mitt
ár 1995 fæddi konan barn. Konan
hélt því fram að umræddur maður
væri faðirinn. Hann vildi ekki trúa
því en féllst á að fara í blóðrann-
sókn. í árslok 1995 varð niðurstaða
frumulíffræðideildar Háskóla ís-
lands á þá leið að meira en 99 pró-
senta líkur væm á að maðurinn
væri faðir bamsins. „Þegar þetta
kom upp á yfirborðið var skjól-
stæðingur minn ekki í þeirri stöðu
að vefengja rannsóknina og skrif-
aði undir faðernisviðurkenningu,"
sagði Ásgeir Jónsson hdl., lögmað-
ur mannsins.
Á árinu 1996 tók frumurannsókn-
ardeildin hjá HÍ það upp að eigin
frumkvæði að rannsaka frekar blóð-
sýnið úr umræddum manni. Undir
lok árs 1996 lágu síðan allt aðrar nið-
urstöður fyrir í máli hins meinta foð-
ur. Nú var talið óyggjandi að maður-
inn gæti ekki verið faðir bamsins.
í ársbyrjun 1997 var annað blóð-
sýni tekið úr manninum til að fá frek-
ari staðfestingu. Niðurstaða þeirrar
rannsóknar var sú sama og „nýja
rannsóknin" hafði leitt í ljós - maður-
inn gat ekki verið faðir bamsins.
Móðirin gefur sig samt ekki
Þar sem enginn reki hefur ver-
ið gerður að því af hálfu móður að
„finna annan foður“ hefur fram-
angreindur maður höfðað dóms-
mál þar sem hann krefst ógilding-
ar á faðernisviðurkenningunni
frá árinu 1995. Samkvæmt heim-
ildum DV hefur móðirin mótmælt
kröfu mannsins á þeim forsend-
um að hann hafi sent annan
mann fyrir sig í blóðsýnatöku.
Málið verður til lykta leitt fyrir
Héraðsdómi Reykjaness á næstu
mánuðum.
-Ótt
Formaöur íbúasamtaka Grafarvogs á borgarafundi meö þingmönnum:
Viö erum gleymdu börnin
ibúasamtök Grafarvogs héldu op-
inn borgarafúnd með þingmönnum
Reykjavíkur og formanni samgöngu-
nefndar Alþingis í Fjörgyn í gær-
kvöldi. Á fundinum voru samgöngu-
mál hverfisins til umræðu auk lög-
gæslumála, kirkjumála o.fl. Friðrik
Hansen Guömundsson, formaður
íbúasamtaka Grafarvogs, var harð-
orður í garð þingmanna Reykjavíkm-
í framsöguræðu sinni. Þeir hefðu
staðið sig afar slælega við að gæta
hagsmuna kjósenda sinna í Grafar-
vogi sem væru gleymdu börnin.
Þjónustustigið í hverfinu væri það
slakt orðið að búiö væri aö gera það
að annars flokks hverfi og stefndi í
að verða þriðja flokks hverfi sem
væri athlægi annarra.
Slæmar samgöngur
Friðrik sagði að samgöngur við
hverflð, sem væri mjög afmarkað
landfræðilega, væru afleitar og
þrátt fyrir tíu ára baráttu íbúanna
hefði ekki tekist að þoka fram
breikkun á Gullinbrú, né öðrum
samgöngubótum allan þann tíma.
Enda þótt breikkun Gullinbrúar
kostaði ekki nema um 200 milljónir
þá sæju þingmenn meiri ástæðu til
að ausa milljörðum í fáfama heiöa-
vegi og fjarðabrýr þar sem örfáir
bílar færu um daglega. Það stæði
hins vegar í þeim að koma 20 þús-
und manna hverfi í bærilegt vega-
samband við næsta umhverfi þess.
Friðrik sagði að einnig væri lög-
gæsla í hverfínu vanrækt af hálfu
hins opinbera, húsnæðis- og aðstöðu-
leysi stæði íþrótta-, tómstunda- og fé-
lagsstarfl fyrir þrifum og kirkja
hverfisins væri vart hálfbyggð enn.
Af þessum ástæöum öllum væri
hverfið, sem var óskabarn þegar
það var stofnað fyrir 15 árum síðan,
orðið homreka. Fasteignaverð sem
var hið hæsta á Reykjavíkursvæð-
inu fyrir áratug væri nú orðið eitt
hið lægsta. „Nú hlæja menn að
Grafarvogi og horfa til Kópavogs."
Friðrik sagði aö það væri ský-
laus krafa Grafarvogsbúa að þegar í
stað yrði hafist handa við breikkun
brúarinnar og vegarins að henni
beggja vegna og að verkinu yrði lok-
ið strax næsta haust. Jafhframt yrði
að endurbæta gatnamót Víkurvegar
og Vesturlandsvegar sem varla
anna núverandi umferö.
Þingmenn ókátir
Þeir alþingismenn sem til máls
tóku eftir framsöguræðu Friðriks
vom flestir heldur óhressir með
ádrepu formanns íbúasamtakanna.
Þeir kváðust allir vinna að heill
hverfisins og Reykvíkinga. Hvað
varðaði kirkjulegt starf og íþrótta-
starf þá væri það einfaldlega ekki á
valdi þingmanna á nokkum hátt.
Svavar Gestsson sagði að ádrepa
Friðriks Hansen hefði verið þörf
áminning til þingmanna um að þeir
héldu vöku sinni. Hann taldi fund-
inn óvenjulegt framtak og mjög
þarft og gæti orðið upphaf að
hverfahreyfingu þar sem íbúar
tækju sjálfir á málum sem snertu þá
beint. Hann minnti á að íbúar Graf-
arvogs væm jafhmargir og saman-
lögð íbúatala tveggja kjördæma
noröur af Reykjavík og það væri
umhugsunarefni hvort skipta ætti
Reykjavík upp í fleiri en eitt kjör-
dæmi.
Á fundinum talaði einnig Stefán
Hermannsson borgarverkfræðingur.
Hann sagði að framkvæmdir við veg-
inn beggja vegna Gullinbrúar gætu
hafist strax í maí og þeim lyki í
haust. Hins vegar yrði að bíða næsta
vors þar á eftir til að Ijúka við að
breikka sjálfa brúna þannig að fram-
kvæmdinni yrði að fullu lokið vorið
1999. Miðað við allar aðstæður og
umferðarþunga þá mætti þetta telj-
ast boðleg lausn á málinu. -SÁ
Úrskurður Kjaranefndar um starfskjör heilsugæslulækna:
Byltingarkennd breyting á kjörum
Læknar kynntu í gær niðurstöðu Kjaradóms varðandi
launakjör heilsugæslulækna. DV-myndir Pjetur
Kjaradómur birti í gær niður-
stöðu sína í kjaramálum lækna.
Niðurstaðan felur aö mati heilsu-
gæslulækna í sér mikla breytingu á
kjömm og starfsumhverfi lækna.
Stærstu þættir úrskurðarins em
þeir að vægi fastra launa er aukið á
kostnað verktakagreiðslna, mánað-
£u:laun lækna verða miðuð við að
þeir þjóni allt að 1500 manns og auk
þess era laun heilsugæslu- og hér-
aðslækna, í úrskurði Kjaranefndar,
miðuð við laun sjúkrahúslækna og
verða vaktagreiðslur svipaðar og á
sjúkrahúsum.
Gunnar Ingi Gunnarsson, sem
hefur farið fyrir viðræðunefnd
lækna, telur að úrskurðurinn muni
hafa það i for með sér að hjá þeim
læknum sem búið hafa við undir-
mönnun og mikið álag muni tekjur
lækka verulega. Hann telur hins
vegar að vaktakjör dreifbýlislækna
muni batna og að flestir dreifbýlis-
lækna fái töluverðar kjarabætur út
úr þessum úrskurði. Gunnar sagði
að úrskurðurinn myndi hafa ófyrir-
sjáanlegar afleiðing-
ar fyrir mönnun í
heilsugæslunni.
Hann sagði einnig í
samtali við DV í
gær að hann teldi
að úrskurðurinn
myndi gera „gamla
og mikla þörf fyrir
tilvísanakerfi aö al-
gjörri nauðsyn".
Katrín Fjeldsted,
formaður Félags ís-
lenskra heimilis-
lækna, var ekki sátt
við að laun sumra
lækna myndu
lækka. Hún telur að nær hefði verið
að miða laun heilsugæslulækna við
sjúkrahúslækna með svokallað
helgunarálag, þ.e. fá sérstaka þókn-
un fyrir að starfa eingöngu hjá
sjúkrahúsinu en ekki á eigin veg-
um. Gísli Baldursson, sem starfað
hefur á Heilsugæslustöðinni á Egils-
stöðum, var mjög óánægður með
þau kjör sem læknum var boðið upp
á og fullyrti að stór hluti lækna
myndi lækka í launum við þennan
úrskurð.
Valþór Stefánsson, heilsugæslu-
læknir á Akureyri, sagði að það
væri að mörgu leyti fagnaðarefni að
hækka fóst laun lækna og það væri
hið besta mál. Hins vegar tæki þessi
úrskurður ekki á því að vinnuálag-
ið væri meira en vinnuvikan segði
til um. I úrskurðinum væri gengiö
út frá því að mönnun væri nægileg
og því kæmi tvennt til: annaðhvort
minnki þjónustan eða læknar vinni
án greiðslu, en samkvæmt úrskurð-
inum er ekki greitt fyrir vinnu eftir
venjulega dagvinnu. -sm
Stuttar fréttir dv
Aðalfundur SH
277 milljóna hagnaður var hjá
SH í fyrra.
Tilboðum í
5% hlutabréfa
í fyrirtækinu
var hafnað í
gær. Rakel 01-
sen fór i
stjórn SH í
stað Kristjáns
Jóakimssonar
sem gaf eftir sæti sitt. RÚV og
Stöð 2 sögðu frá.
Fjórar systur ákærðar
Fjórar systur hafa verið
ákærðar fyrir þjófhaö, fjársvik
og fleiri brot. Ein systranna er
einnig ákærð í öðm máli fyrir
stuld úr 24 búðum. Hún er eig-
andi íbúðar í Meðalholti sem
kvartað hefúr verið yfir. Dagur
greindi frá.
Níels skipaður
Níels Einarsson mannfræð-
ingur hefur verið skipaður for-
stöðumaður Stofnunar Stefáns
Vilhjálmssonar á Akureyri. Sex
umsækjendur vora um stöðuna
og mælti stjóm stofnunarinnar
einróma með Níelsi í stööuna.
Áhugafélag
í gær var stofnað áhugafélag
um Sundabraut. Flestir í hópn-
um koma úr röðum sjálfstæðis-
manna. Talið er að heildarkostn-
aður við Sundabraut geti numið
allt að 8-10 milljörðum króna.
Dagur greindi frá.
Arthur Treacher’s vex
Arthurs Treacher’s Inc. hefúr
gert tilboð um kaup á Miami
Subs Corp. en það rekur 192 veit-
ingastaði. Fyrir á AT yfir 200
veitingastaði. Tilboðið kemur til
athugunar, að mati Miami Subs.
Morgunblaðið greindi frá.
Heimilislæknar
Stjórn Félags íslenskra heim-
ilislækna fór í
morgun á fund
heilbrigðisráð-
herra til að at-
huga afdrif
samkomulags-
ins sem nefnt
hefur verið 21
punktur. Sam-
komulagið var gert í deilu
heilsugæslulækna sumarið 1996
og kveður á um miklar umbæt-
ur í heilsugæslukerfínu.
Minningarteppi
Alnæmissamtökin á íslandi
hafa ákveðið að gefa eftirlifandi
aðstandendum þeirra sem látist
hafa úr alnæmi kost á að taka
þátt 1 gerð minningarteppa sem
eigi annars vegar að minna á
sjúkdóminn og hins vegar aö
heiðra minningu þeirra sem lát-
ist hafa úr sjúkdómnum.
Jóhann ekki í framboð
Jóhann G. Bergþórsson býður
ekki fram tU bæjarstjómarkosn-
inga í vor. Aðrir í flokksbroti Jó-
hanns munu hafa fúllan hug á
framboði en ákvörðunar um það
bíður næstu vikna. Stöð 2 sagði frá.
Áfrýjun kortafyrirtækja
Áfrýjunarnefnd samkeppnis-
mála staðfesti í gær úrskurð
Samkeppnisráðs í máli kortafyr-
irtækja og kaupmanna. GUdis-
tökunni var frestað tU 1. októ-
ber. Einn nefndarmanna skUaði
séráliti. RÚV greindi frá.
Grunur um hestaveiki
Eitt tUfelli hefur komið upp í
Eyjafirði þar sem hross veiktist.
Ekki er vitað hvort um sömu
veiki er að ræða og þá sem
greinst hefur á Suðvesturfandi.
Morgunblaðið greindi frá.
Eyþór ræðismaður
Eyþór Amalds, tónhstarmaður
og margmiðlun-
aifrömuður, hef-
ur fengið viður-
kenningu sem
kjörræðismaður
Áfríkuríkisins
Botswana. Ní-
gería og Egypta-
land stóðu honum einnig tU boða.
Dagur greindi frá. -sm