Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Síða 4
4 MIÐVTKUDAGUR 4. MARS 1998 Fréttir Free Willy-menn ánægðir með fund sinn og forsætisráðherra: Heimsathygli ef Keikó kemur „Ef okkur verður gert kleift að flytja Keikó yfir Bandaríkin og alla leið aftur til heimkynna sinna í Norður-Atlantshafmu á seinni hluta árs 1998 verður það einn vinsælasti og mest umfjallaði atburður á ári hafsins. Þetta mun meðal annars þýða mikinn efnivið í fréttir um all- an heim og hafa mikla þýöingu fyr- ir ísland,“ sagði David Phillips, einn talsmanna samtakanna Free Willy á Hótel Borg í gær að loknum fundi þeirra með forsætisráðherra. „Ég hefði aldrei trúað því fyrir fram hve mikla athygli flutningur Keikós frá Mexíkó tíl Oregon hafði áriö 1996. Þess vegna held ég að eng- inn geti í raun ímyndað sér hvaða athygli flutningurinn til íslands muni hafa,“ sagði Phillips. Robert Ratcliffe, aðstoðarforstjóri samtakanna, sagðist vera yflr sig ánægöur með fundinn með Davíð Oddssyni í gærmorgun. Ráðherra hefði verið jákvæður og tekið erindi um flutning Keikós til íslands með sérstaklega opnum hug. Ratcliffe sagði aö Bandaríkja- mennimir hefðu getað svarað öllum þeim spumingum sem fyrir þá vom lagðar með ráöherra og fleiri spum- ingum ætti enn eftir að svara þegar málið yrði unniö frekar á næstu mánuðum. Dr. Lanny Cornel dýralæknir lagði, ásamt Ratcliffe og Phillips, ríka áherslu á að heilsa Keikós væri eins og best væri á kosið. Sennilega hefði heilsufar fárra dýra í heimin- um veriö eins vel rannsakað. Þegar og ef Keikó verður fluttur til íslands mun hann að líklega verða fluttur með 747 flutningavél frá vesturströnd Bandaríkjanna yfir til austurstrandarinnar. Þar verður hann fluttur yfir í aðra vél sem fer með hann til íslands, væntanlega Keflavikurflugvallar. Þó er ekki talið fullkannaö hvort hægt sé að nota Egilsstaöaflugvöll ef til þess kæmi aö Eskifjörður yröi sá bær Robert Ratcliffe heilsar Davíb Oddssyni. Á milli þeirra er David Phillips sem segir að væntanlegur flutningur Keikós til íslands muni hafa mikla þýöingu fyrir (sland. DV-mynd ÞÖK sem tæki við Keikó. Bandarikjamennimir sögðu að ís- lendingar mundu m.a. njóta góðs af því með fræðslu í skólum þegar Keikó yrði fluttur til landsins. Þeir sögðu einnig að íslendingar mundu á engan hátt koma til með aö bera kostnaö af flutningnum eða því þeg- ar hann yrði hafður í sérsmíðaðri kvi áður en honum yrði sleppt. Á hinn bóginn mundu íslendingar njóta góðs af vísindarannsóknum auk atvinnutækifæra þessu tengdu. Ljóst er að einungis flutningurinn frá Bandaríkjunum til íslands mun kosta vel á annað hundrað milljónir króna. -ótt Áhrif Hvalíjarðarganga á Akranes: Hafnfirskir kratar: Bæði góð og óæskileg - telur Gísli Gíslason bæjarstjóri Bæjaryflrvöld á Akranesi kynna í dag stefnumótun sem þau hafa látið vinna vegna þeirra breytinga sem væntanlega verða á Akranesi við tilkomu Hvalfjarðarganga. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, telur aö áhrifm af stytt- ingu leiðarinnar til höfuðborgar- svæðisins veröi bæði jákvæð og óæskileg áhrif. Það stærsta sem nefnt er sem neikvæð áhrif er að siglingar Akraborgarinnar leggist af og það hafi áhrif á atvinnulíf og ímynd Akraness. Menn þurfl einnig að vera vakandi á sviöi verslunar. Hann segir aö Akranes komist aö minnsta kosti nær hringveginum en þaö velti mjög á Akumesingum sjálfum aö laöa fólk að. Hann nefhir í þvl tilliti aö stefnt sé aö því að á næsta ári verði tekinn í notkun 18 holu golfvöllur. -sm Lel&ln frá Akranesi til Reykjavfkur styttist um 60 km og tfminn sem fer&in tekur styttist um u.þ.b. 40 mfnútur me& tilkomu ganga undfr Hvalfjörö. DV-mynd ÞÖK Prófkjörsframbjóð- endur sögðu nei Sfjóm fulltrúaráðs Alþýöu- flokksins í Hafiiarfirði samþykkti á fúndi í fyrradag tillögu þar sem mælt var meö aö prófkjöri yrði frestað um viku. Tillagan var hins vegar tengd því aö einhugur næðist um tillöguna meöal þeirra 14 prófkjörsframbjóðenda sem höfðu sett nöfh sín á lista. í lok fundarins vom prófkjörsfram- bjóðendur boðaðir til fúndar og reyndíst þá meirihluti þieirra mótfallinn hugmyndum stjómar fulltrúaráös um frestun. „Ég get alveg tekiö undir það að á fundin- um vom umræður þess efiiis aö menn ættu aö fresta prófkjörinu um eina viku til þess að geta met- iö þennan nýja vettvang sem grasrótarsamtökin eru. Viku- frestun á prófkjöri hefði gefiö okkur meira svigrúm og það var auövitað uppi á boröinu að fresta þessu. Frambjóðendumir komu síðan í hús klukkan níu og eftir aö farið hafði verið yfir stöðuna með þeim var alveg ljóst aö flokk- urinn myndi standa við fyrri ákvörðun um aö fara í opið próf- kjör og halda sig við þegar ákveönar tímasetningar. Meiri- hluti þeirra var á móti freshm,“ sagöi Gunnar Svavarsson, vara- formaður fulltrúaráös Alþýöu- flokksins í Hafnarfiröi, í samtali viö DV í gær. „Hins vegar tel ég víst að við munum taka þátt i þessum nýja vettvangi, aö svo miklu leyti sem okkur er þaö kleift af þeirra hálfu, því eins og viö höfúm sagt er mjög lítill mál- efiialegur ágreiningur milli Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks," sagði Gunnar Svavarsson. -phh Dagfari Tækjalaus þjóð Já, við íslendingar erum alltaf að græða. Þegar ELKO var opnað um síðustu helgi varð aldeilis handagangur í öskjunni. Ekki bara það að örtröð myndaðist í hinni nýju stórverslun, þar sem starfsmenn þurftu að hleypa inn í „hollum“, heldur jók þessi nýja samkeppni stórlega aðsókn og umsvif hjá öðrum raftækjaversl- unum á höfuðborgarsvæðinu og var þar uppi fótur og fit. Gróðinn flaut út um allt. Ef einhver hefur efast um það fyrir fram að markaöurinn væri mettaður og nóg væri af raftækja- verslunum hurfu þær efasemdir eins og dögg fyrir sólu. Þvert á móti færði þetta heim sanninn um að hér var brýn þörf fyrir nýja verslun og veitti ekki af. Það kom nefnilega í ljós um helgina að íslendinga vantaði sár- lega þessi tæki sem raftækjaversl- anir hafa á boðstólum og ástand- ið minnti einna helst á eftirstríðs- árin þegar skömmtunarleyfi voru gefin út fyrir skófatnaði. Þá vant- aði íslendinga stórlega skóbúnað vegna innflutningshafta I kjölfar- ið á gjaldeyrisskortinum og það mynduðust biðraðir við allar skó- verslanir í bænum þegar birgðir bárust samkvæmt skömmtuðum leyfúm og kvótum. Nú er þessu að vísu öðruvísi farið, enda verslun að mestu leyti frjáls, en það segir nokkuð um frelsiö að þegar ELKO er opnað og býður nýja prísa verður allt vitlaust i bænum og fjölskyldu- feður og jafnvel heilu fjölskyld- urnar ryðjast inn í búðirnar til að ná sér í tæki. Sem sýnir að frels- ið í viðskiptum er ekki allt og það er mikill skortur á margvíslegum nauðsynjatækjum og nýjar versl- anir og ný þjónusta og nýtt verð- lag hleyptu lífi í þessi viðskipti. Fólk bókstaflega braust áfram í biðrööunum og keypti allt sem hönd á festi og maður getur ímyndað sér að svona hafi fólk hagað sér í Albaníu þegar dymar til frjálsræðisins opnuðust upp á gátt og svona var umhorfs í Moskvu hér um árið þegar kommúnisminn laut í lægra haldi fyrir neysluþjóðfélaginu. Það var þess vegna mikil guðs- blessun að ELKO skyldi opnað. Annars hefðu íslendingar enn þá verið á Albaníustiginu, allslausir og tækjalausir. Það er að minnsta kosti ekki annað að merkja við eftirvæntinguna, aösóknina og kaupin en að loksins hafi þjóðin geta eignast þau raftæki sem sið- menntaðar þjóðir nú til dag brúka til heimilisstarfa og afnota. Sjónvörp, útvörp, ryksugur, ör- bylgjuofhar, frystigræjur, geisla- diskar og jafhvel brauðristar, allt rann þetta út eins og heitar lummur. Og allt í einu gátu allar aðrar raftækjaverslanir snarlækkað prísana hjá sér og sumir lofa því meira að segja að gefa meiri af- slátt ef viðskiptavinurinn getur sýnt fram á að viðkomandi tæki fáist ódýrara annars staðar. Allt hlýtur þetta að vera finn bisness og maður spyr forviða hvers vegna skyldi verslunareig- endum ekki hafi dottið þetta fyrr í hug að lækka verð úr því þeir gátu það núna, ekki síst þegar eft- irspurnin er slík að sölufólkið hefur ekki undan. Allavega getur maður ekki ann- að en fagnað þeim íslendingum sem komust fyrstir í biðraðirnar til að ná sér loksins í þau tæki sem skorti inn á heimili þeirra. Menn eru alltaf að græða. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.