Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
7
ÉBÉÉÉÉBM
Allaballar á hvolfi
MikUl skjálfti er 1 þingliöi Al-
þýðubandalagsins eítir hvassa
grein Guðmundar
Andra Thorssonar,
rithöfundar og
pistlahöfundar, í
Degi í fyrri viku.
Þar tók Guðmund-
ur Andri þá þing-
menn í gegn sem
harðast hafa beitt
sér gegn samein-
ingu vinstri manna og
var óblíður á manninn við Stein-
grím J. Sigfússon. Þessu svaraði
Svavar Gestsson þegar í stað með
heilsíðugrein og var harðorður í
garð skáldsins. Guðmundur Andri
er þegar búinn að svara Svavari
og úr Alþýðubandalaginu fréttist
að bæði Steingrímur J. Sigfússon
og Hjörleifur Guttormsson hafi
ritað harðorðar greinar...
Útvarp Akranes
Á næstunni fá Skagamenn að
hlusta á sitt eigiö útvarp. TOdrög
þess voru að bæjarstjómin velti
fyrir sér að hefia
útsendingar frá
fundum sinum.
Bjöm S. Lárus-
son, márkaðs- og
ferðamáiafúlltrúi
bæjarins, stakk
þá upp á að
nokkrum sinn-
um í viku yrði út-
varpað fréttum frá Skaganum og
nágrenni auk lýsinga á íþrótta-
leikjum. Þetta þótti Gísla Gísla-
syni bæjarstjóra þjóðráð og hafa
menn ráðist í kaup á sendi sem út-
varpar yfir Skagann, Melasveit og
Skilmannahrepp. En sendingar
munu einnig nást í vesturbænum
í Reykjavík. „KR-ingamir verða að
geta hlustað i beinni þegar við
vinnum þá,“ er mælt að Gísli bæj-
arstjóri hafi sagt en hann lék
einmitt með meistaraflokki KR á
yngri árum, bæði I körfú og knatt-
spymu...
Kristín kortleggur
Aðstoðarkona Ingibjargar Sól-
rúnar Gisladóttur borgarstjóra,
Kristín Ámadóttir, hefur undan-
fama daga farið mik-
inn i símanum og
hringt í stjómar-
menn íbúasamtaka
Grafarvogs og þrá-
spurt um hverjir
séu í íbúasamtök-
unum, hve lengi
þeir hafi verið í
þeim og hversu
virkir. Þá hefúr hún sóst eftir að
fá allar fundasamþykktir samtak-
anna sendar til sin. Félagsmáia-
frömuðir í Grafarvogi em nokkuð
undrandi á þessu og finnst þessi
nýtilkomni áhugi heldur óþægileg-
ur og grunar að verið sé að gera
einhvers konar kortlagningu hins
pólitíska landslags í hverfinu og
að aðstoðarkonan sé að raða at-
kvæðunum á rétta pólitíska bása i
upphafi harðvítugs kosninga-
slags...
Hallarbylting
Þorvaldur K. Þorsteinsson,
sem var framkvæmdastjóri Skíf-
unnar í rúman áratug, er ásamt
Óttari Halldórs-
syni hjá ísflex stór
eigandi hjá Jöfri.
Báðir eru þeir að-
ilar að Isflex sem
er umsvifamikið
á sviði fjárfest-
inga og inn-
flutnings. Þor-
valdur er jafnffamt
orðinn stjórnarformaður Jöfúrs.
Guðjón Ármann Jónsson er
áfram stærsti hluthafinn í Jöfri en
tilkoma félaganna inn í reksturinn
mun vera til að bjarga fyrirtækinu
sem átt hefúr i nokkrum rekstrar-
erfiðleikum...
Fréttir
Umsjón Reynir Traustason
Bensínlækkun um krónu:
Minna og seinna
en vænta mátti
- segir framkvæmdastjóri FÍB
„Runólfur Ólafsson,
ffamkvæmdastjóri Félags
ísl. bifreiðaeigenda, segir
að einnar krónu lækkun
sem varð á bensinlítranum
um helgina sé bæði minni
en búast hefði mátt við
miðað við verðþróun á
heimsmarkaði og komi
auk þess mun seinna en
mátt hefði vænta miðað
við fyrri yfirlýsingar
stjómenda olíufélaganna.
„Lækkunin nú hlýtur að
vera undanfari meiri
lækkunar því það liggur
fyrir að heimsmarkaðs-
verð hefur verið að lækka
frá sl. hausti um 3,50 krónur á lítr-
ann. Þar sem ríkið leggur 97% vöru-
gjald á bensín og síðan leggst virðis-
aukaskattm- þar ofan á það og á
þóknun olíufélaganna, þá er borð-
leggjandi að kostnaðarverð olíufé-
laganna hefúr lækkað á um áttundu
Bensínveröið lækkar rólega ef miðaö er við
heimsmarkaðsverð.
krónu hver lítri. Þeirrar lækkunar
hafa neytendur ekki fengið að njóta
nema að litliun hluta því að hér hef-
ur bensín til neytenda einungis
lækkað um 4,40 frá þvi að bensín
hækkaði síðast í ágústmánuði,"
sagði Runólfur Ólafsson. -SÁ
Skagaijörður:
Vilja prestinn í
efsta sætið
DV, Sauðárkróki:
Sjáifstæðismenn hafa leitað til séra
Gísla Gunnarssonar um að hann gefi
kost á sér í efsta sæti framboðslista
flokksins fyrir sveitarstjómarkosn-
ingamar í Skagafirði í vor. Séra Gísli
sagði í samtali við DV að uppstilling-
amefnd væri að fjalla mn málið. Enn-
þá væri ekkert ákveðið í þessum efn-
um.
í maílok í vor rennur út sá tími
sem Gísli er ráðinn í starf sóknar-
prests á Sauðárkróki í leyfi séra
Hjálmars Jónssonar alþingismanns.
Gísli sagðist síður geta hugsað sér að
gefa kost á sér í sveitarstjómarpóli-
tíkina sem sitjandi prestur á Sauðár-
króki.
Hugur hans stefnir í Glaumbæ og
eins og málin standa nú er útlit fyrir
að Sauðárkróksprestakall verði aug-
lýst laust til umsóknar í vor.
Gísli segist ekki hafa hug á að
sækja um starf sóknarprests, ekki svo
að skilja að hann sé fráhverfur þvi að
vera sóknarprestur Sauökrækinga
heldur hitt að hann vill ekki sleppa
Sjómannadeilan:
Kallaðir
á teppið
Deiluaðilar í sjómannadeilunni
gengu á fund Þorsteins Pálssonar
sjávarútvegsráðherra í morgun.
Talið ert að ráðherrann ætli að
leggja mat á stöðu deilunnar en nú
em aðeins 11 dagar þar til verkfall
skellur á að nýju semjist ekki.
Reiknað er með að Kvótanefndin
skili tillögum sínum á morgun,
fimmtudag. Næsti sáttafundur í
deilunni er á fostudag. -rt
Vestfirðir:
Snjóflóð
féll á veg
Minni háttar snjóflóð féll á Sel-
bólsurð í Önundarfirði á mánudag.
Flóðið féll á veginn í Önundar-
firði. Vegurinn lokaðist og var ófær
í gær og í nótt. Vergageröarmenn
mddu veginn í morgun. -RR
Glaumbæ. Hvort tveggja er ekki í
boði eins og prestakallamálum í hér-
aði er háttað.
Af framansögðu verður að telja lík-
ur á að séra Gísli gefi kost á sér í efsta
sæti lista Sjáifstæðisflokksins. -Þ
Hverfafundir
með borgarstjóra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
heldur hverfafund með íbúum í
Laugarnes-,
Lækja-,
Teiga-, i
Langholts-, ;
Sunda-, j
Heima- og j
t
Vogahverfi ásamt Skeifunni.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn
4. mars íLangholtsskóla kl. 20.00.
Á fundunum mun borgarstjóri m.a. kynna áætlanir og
framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og
fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna
borgarinnar. Sýndar verða teikningar og myndir af
fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru
fróðlegu og myndrænu efni.
Næsti hverfafundur með íbúum Árbæjar-,
Ártúnsholts- og Seláshverfis verður haldinn
mánudaginn 16. mars í Árseli kl. 20.00.
Sjá hverfafundi á heimasíðu Reykjavíkurburgar:
www.reykjavik.is
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.
HONDA
4 d y ra 1. 4SL
9 0 h e s t ö f 1
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
Innifalið í verði bílsins
1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun4
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4
Rafdrifnar rúður og speglar4
ABS bremsukerfi4
Samlæsingart
14" dekk4
Honda teppasettí
Ryðvörn og skráning4
Útvarp og kassettutæki4
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
115 hestöfl
Fjarstýrðar samlæsingar
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
Verð á götuna: 1.455.000,-
Sjálfskipting kostar 100.000,-
M
HONDA
Sfml: 520 1100