Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Qupperneq 10
lenmng
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
Grallarar í Langholti
Fyrsta íslenska sálmasöngsbókin var gef-
in út hér árið 1594. Hún bar, eins og sam-
bærilegar bækur í nágrannalöndum okkar,
heitið Graduale en var i daglegu tali kölluð
Grallarinn. Þó að orðið Graduale vísi til
sálmasöngs þá voru viðfangsefni Gradu-
alekórs Langholtskirkju fjölbreytt á tón-
leikum þeirra á sunnudaginn. Yfir fjörutíu
ungmenni sungu og undirleikur og ein-
söngur voru líka í höndum Grallara, en svo
kallar Jón Stefánsson kórstjóri þá sem tek-
ið hafa þátt í starfi hans með kómum. Um
undirleikinn sá í flestum tilfellum Lára
Bryndís Eggertsdóttir og einsöng Árný
Ingvarsdóttir.
Efnisskráin skiptist i tvo hluta, þann
fyrri íslenskan og þann síðari erlendan.
Það er á engan hallað sem til heyrir þó fuO-
yrt sé hér að fyrri hluti tónleikanna hafi
verið hvað verkefni varðar mun athyglis-
verðari að flestu leyti þó að blandan hafi
heyrðist til dæmis skýrt í Maríuversi Páls
ísólfssonar og annar sópran skilaði sinu
mikilvæga hlutverki í fyllingu hljómanna
oft sérlega vel. Ungmennin sungu verkefni
af mörgum þyngdarstigum og mörg a
capeUa eða án undirleiks. Þau fóru afar vel
með stórgóöri útsetningu Jóns Ásgeirsson-
ar á laginu Móðir mín í kví kví. Ég bið að
Tónlist
Sigfríður Bjömsdóttir
heilsa eftir Inga T. Lárusson fékk nýja
merkingu í flutningi þeirra, önnur hending
lagsins alveg sérlega vel mótuð og eins og
sköpuð fyrir barnakóralitinn.
Að frumflytja nýja Ave Maríu er ekki
metnaðarlaus verknaður. Ave María Oli-
Gradualekór Langholtskirkju - mynd úr safni kórsins.
verið góð líka. Uppbyggingin var markviss.
Þama hljómuðu útsetningar af þjóðlögum,
ættjarðarlög útsett fyrir raddskipan kórs-
ins og sönglög auk trúarlegra verka bæði
íslenskra og erlendra.
Gradualekórinn er lifandi dæmi um það
hvert hægt er að stefna í metnaðarfuUu tón-
listarstarfi með bömum. Hljómurinn er
hreinn og mjög bjartur, sópranar einstak-
lega glitrandi eins og mátti heyra í lagi Sig-
fúsar Einarssonar, Þú álfu vorrar yngsta
land. Altraddir höfðu mjúkan hljóm sem
vers Kentish fyrir bamakór og orgel er tU-
einkuð kómum sem bætti upp örlítið ör-
yggisleysi með mikiUi einbeitingu. Þetta er
hægt og seiðandi línulegt ferðalag gegnum
skylda hljóma og áhrifin sumpart eins og
tíminn hafi staðið kyrr á meðan. Salutatio
Marie eftir Jón Nordal geymir aUt önnur
áhrif. Þar er ferðast hratt í tilfmningaríku
ákaUi. Flutningur var góður og minningin
um yfirtóna hinna björtu radda titrandi og
dansandi við hlustirnar lifir lengi í hug-
skotinu. Hógværð undirleikarans kom í
nokkmm verkum óvenjufaUega út, píanóið
eins og meira litaði raddimar, var undir-
leikur í orðsins bókstaflegu merkingu.
Kaflar úr bamamessu eftir Einojuhani
Rautavaara vöktu hjá undirritaðri hvað
mesta forvitni. Af Kyrie og Gloria að dæma
er þama á ferðinni stórgott verk sem nauð-
synlegt er að fá að heyra í heUd sinni. Ein-
söngsstrófurnar vom sérstakar og vel flutt-
ar. Dögun atvinnumennsku!
Þó svo að á þessum tónleikum hafi
flotið með verkefni sem ekki kannski
telst til viðburða að flutt séu þá voru
þarna nógu mörg ný og metnaðarfuU
verkefni til þess að fuUyrða að þama
hafi verið um mikUvægan tónlistarvið-
burð að ræða.
Atvinnumennska ungra söngvara
þekktist hér á öldum áður og margir
mestu snillingar vestrænnar tónlistarsögu
unnu einmitt fyrir sér sem kórsöngvarar í
æsku. Hér bera
böm út blöð og
sendast og
þiggja fyrir
laun. Að halda
uppi starfi sem
fýlgir eftir
metnaði af því
tagi sem þama
var er mikU
vinna. MikU
vinna fyrir kór-
stjórann en
líka mikil
vinna fyrir
börnin. Það er
spuming hvort
kannski sé
kominn tími til
að líta aftur á
böm sem mik-
Uvæga tónlist-
arflytjendur og
stofha kór fyrir
böm sem vflja
sinna þessu
sem slíku.
Bamaraddir
geyma sérstaka
birtu og listrænan yl sem ekki er hægt að
nálgast með öðmm hætti og tónskáld víða
greinUega farin að semja fyrir þau vegleg
verk.
Áhugamennska í listum hefur fleytt okk-
ur ótrúlega langt en henni eru sett mörk og
við erum komin að þeim mörkum á sorg-
lega mörgum sviðum listalífs okkar. Látum
þetta ekki verða enn eitt svið vonbrigða og
stöðnunar heldur nýtum slagkraft mikUs
vaxtar, færum okkur inn á næsta svið og
sköpum nýja hugsun og ný tækifæri.
Hugleiðingar um heimstónlist
Fábreytni í tónlistarvali útvarpsstöðva
hérlendis er aUt of mikU þó að þær gefi sig
út fyrir að leggja áherslu á mismunandi
tónlistarflutning. En sem betur fer era
ýmsir möguleikar tU handa þeim sem kjósa
að láta ekki útvarpsstöðvar og misgott dag-
skrárgerðarfólk matreiða ofan í sig músík.
Margir hafa sínar eigin leiðir tU að út-
vega sér músík á geisladiskum eða hljóm-
plötum sem ekki er hægt að nálgast í plötu-
verslunum og þeir sem hafa aðgang að Net-
inu eiga þess kost að komast inn á síður
sem bjóða upp á tónlist af ýmsu tagi - suma
þess eðlis að ekki er hægt að komast í tæri
Tónlist
Ingvi Þór Kormáksson
við hana á annan hátt. Ekki er þar með
sagt að hún sé öU merkUeg. Hægt er að
kaupa þessa músík, bæði í gegnum póst-
kröfur og með greiðslukortanúmerum og fá
hana senda í pósti. Einnig er að verða
mögulegt að kaupa stök lög, eitt eða fleiri,
gegnum Netið og hlaða niður hjá sér. í
þeim tilvikum þarf ekki að kaupa heUan
disk, plötu eða snældu.
í plötuverslunum má líka finna eitt og
annað athyglisvert. TU að mynda hefur
framboð á heimstónlist vaxið á síðustu
árum. Þar er að nokkra leyti plægður akur
fyrir þá sem era orönir þreyttir á vestrænu
síbyljupoppi en hafa ekki geð í sér til að
fara yfir í klassík, djass eða blús.
Vilja eitthvað
annað spennandi
Hluti þeirrar tónlistar sem einu sinni
var köUuö þjóðlagamúsík nefnist nú heims-
tónlist. Innan þeirrar kategoriu rúmast
bæði framsamin tónlist, sem er að ein-
hverju leyti einkennandi fyrir þjóðir,
þjóðabrot eða landsvæði, og einnig upp-
ranaleg þjóðlög.
Þegar heimstónlist er annars vegar dett-
ur manni kannski fyrst í hug panflaututón-
list frá Perú, seiðandi afrískur trambuslátt-
ur, sítartónlist frá Indlandi eða eitthvað í
þeim dúr - fjarlægt og kannski svolítið
framandi. En við getum litið okkur nær.
Annar tveggja hljómdiska sem snúast mest
í spflaranum hjá mér um þessar mundir
inniheldur músik með grískum söngvara
og lagasmið, George Dalaras. Hann er ein-
hver alvinsælasti tónlistarmaður Grikk-
lands undanfarin 30 ár og er þá Þeódorakis
meðtalinn, en þeir hafa reyndar unnið sam-
an. Dalaris hefur sent frá sér 48 breiðskífur
og hljómdiska sem selst hafa í meira en sjö
mUljónum eintaka. Tónlist hans er mjög
persónuleg en jafnframt hefðbundin grísk
blanda flutt með nútimahljóðfærum eins og
rafbassa í bland við klassískari hljóðfæri á
borð við búsúkí. Sterk áhrif er að finna frá
Norður-Afríku, Litlu-Asíu og Balkanlönd-
um, einnig býsönsk áhrif blönduð austur-
lenskum hefðum og gríski blúsinn, rem-
betiko. Þetta er seiðmögnuð tónlist, Dalaris
er finn söngvari og flutningur er góður.
Helmingur laganna 18 er tekinn upp á tón-
leikum.
Hinn diskurinn er með músík frá Portú-
gal og ekki síöur áhugaverður. Þetta er
safndiskur, einnig með 18 lögum sem flutt
eru af 12 hljómsveitum og einstaklingum.
Músíkin er frá ýsmum tímum og lista-
mennirnir
á ýmsum
aldri. Upp-
tökumar
eru þó
flestar ný-
legar. Sum
lögin eru
sungin,
önnur ein-
ungis leik-
in og hljóð-
færaskipan
er af ýmsu
tagi. Ekki
er þetta
eingöngu
fadotónlist
þótt fado
komi auð-
vitað við
sögu held-
ur líka kammermúsík, nútímatónlist og
jafnvel popp. Þetta er fjölbreytt og oft ein-
staklega sterk og áhrifamikil tónlist. Báðir
þessir diskar era gefhir út af Hemisphere
sem er ein af þeim mörgu útgáfum sem sér-
hæfa sig í heimstónlist.
Hvað varð annars um þáttinn „Tengja" á
rás 2? Var hann aftengdur?
George Dalaris: A Portrait
EMI Hemisphere 1997
Music from the Edge of Europe
EMI Hemisphere 1997
Þau vildu Kaffi
Sýningu Þjóðleikhússins á Kaffi sem Bjami
Jónsson samdi og Viðar Eggertsson leikstýrði
hefur verið boðið á leiklistarhátíðina í Bonn í
júni í sumar. Þetta er mikill heiður, ekki aðeins
fyrir Kaffi og aðstandendur þess heldur fyrir ís-
lenska leiklist yfir höfuð. Hátíðin er haldin ann-
að hvert ár og þangað er boðið nýjum verkum,
nýrri evrópskri leiklist. Evrópulöndin eru nú 39
en til Bonn er aðeins boðið 22-24 sýningum í
hvert skipti þannig að mörg lönd verða útundan.
Hátíðin er í sumar haldin í fjórða sinn og þetta er
í þriðja skipti sem okkur er boðið að vera með.
Áður fóra til Bonn sýning Þjóðleikhússins á Haf-
inu eftir Ólaf Hauk Símonarson og sýning Hafn-
arfjarðarleikhússins Hermóðs og Háð-
varar á Himnariki eftir Áma Ibsen.
Það er þrekvirki út af fyrir sig að
komast að strax með þriðju sýningu á
þessa merku hátíð. Enn þá skemmti-
legra er þó að þýska leikhúsfólkið sem
kom hingað fyrir tiu dögum til að sjá
sýningar var alveg dolfailið yfir gæðum
sýninganna sem það sá. Þetta voru tvö
þekkt leikskáld, Ursula Ehler og Tan-
kred Dorst - en hann er einn frægasti rithöfund-
ur samtímans í sínu heimalandi. Þau sáu fimm
ný íslensk verk hér á aðeins tveim dögum - Kaffi,
Grandaveg 7, Ástarsögu 3, Meiri gauragang og
Siðasta bæinn í dalnum - og tilkynntu að ekkert
Evrópuland annað státaði af annarri eins grósku.
Meira um Dorst
Og úr því farið var að minnast á Tankred Dorst
er freistandi að minna á að eitt verk eftir hann
hefur verið sýnt hér á landi, Sannur karlmaður
sem Þjóðleikhúsið setti upp fyrir fáeinum árum
undir leikstjóm Maríu Kristjánsdóttur.
Hann hefur skrifað nokkur menningarpólitísk
(og beinlínis pólitísk) leikrit um skáld og rithöf-
unda og örlög þeirra, til dæmis fjallar hann í
verkinu ísöldinni um samskipti Knuts Hamsuns
við nasista á stríðsárunum. Um-
sjónarmaður menningarsíðu átti
því láni að fagna í nóvember sl. að
sjá sýningu á einu nýjasta verki
hans í Hamborg sem fjallar líka
um skáld á viðsjárverðum tímum.
Það heitir Harrys Kopf eða Höfuð
Harrýs og sýnir líf og tíma ljóð-
skáldsins Heinrichs Heine í sterk-
um svipmyndum með afdráttar-
lausri skírskotun til samtímans. Þetta verk og
fleiri skrifaði hann í samvinnu við Ursulu Ehler
sem var með honum hér. Harrys Kopf er magnað
verk, vitsmunalegt og pólitískt; einhver ætti að
semja slíkt verk um samtímamenn Heines og
aðdáendur hans, Fjölnismenn.
Tankred Dorst er jafngamafl Thor Vilhjálms-
syni, fæddur 1925, og næstum því alveg jafn
sprækur. Hann er leikhúsmaður af lífi og sál og í
leikskrá með Sönnum karlmanni er haft eftir
honum að leikhúsið sé merkasta uppgötvun
mannsandans - ásamt hjólinu og eldinum.
Sýnt inn í himnaríki og helvíti
Og meira um leikhús.
Haukur Gunnarsson er leikhússtjóri Háloga-
landsleikhússins í Tromsö í Noregi og þar gerði
hann fyrstu tiiraun sina á laugardaginn til að
kynna íslensk leikrit í Norður- Noregi, segir ffétta-
ritari DV í Osló. Verkið sem hann valdi var Himna-
ríki eftir Árna Ibsen og er skemmst frá því að segja
að sýningunni er tekið með kostum og kynjum,
bæöi af staðarblöðum og Oslóarblöðum. „Brjálæð-
islega fyndinn gamanleikur - en kannski of mikill
hamagangur fyrir áhorf-
endur af eldri kynslóð,"
segir einn gagnrýnandi.
„Góð leiksýning með al-
varlegum undh-tóni,“
segir annar, „mikiö er
vissulega gert til að fá
fólk til að hlæja en um
leið hefur leikrjtið mikil-
vægan boðskap fram að
færa.“ Og stærsta blað
Noregs, Verdens gang,
gefur sýningunni fjórar
stjörnur af sex möguleg-
um, segir að bygging
verksins sé snjöll, leikm--
inn fyndinn og áhorfend-
um sé sýnt bæði inn í
himnaríki og helvíti.
Athygli hefur vakið í
Noregi að þýðandi verks-
ins er tvítug stúlka sem
Úr rómaðri sýningu Hafn- kann enga jsiensku en
■Hssrss*.,„j «'■ ®-ku
tllBonnésínumtíma. 'neð hltðsjon af fntnt-
texta. Hún fær mikið
hrós í umsögnum fyrir að hafa komið verkinu yfir
á eðlilegt unglingamál.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir