Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjérnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórí: PÁLL ÞORSTEINSSO.N Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingarr 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Subburnar í Sellafield í áratugi hafa bresk stjómvöld leyft losun geislavirks úrgangs frá endurvinnslustöðinni í Sellafield. Honum er hleypt bæði í hafið og út í andrúmsloftið. Hafstraumar flytja svo úrganginn norður í höf þar sem við tökum við honum nauðug viljug. Norðurlöndin, sem em fómarlömb dæmalauss sóða- skapar Breta, bundu vonir við bresku stjómarskiptin. John Gummer, annálaður umhverfisgikkur, hvarf þá úr embætti. Þess sjást þó lítil merki. Stjóm Blairs virðist ekki hótinu betri í þessum efnum en hin fyrri. Blair vemdar subbumar í Sellafield og skirrist við að takmarka heimildir þeirra um losun á geislavirka úrgangsefninu teknesíum. Dlu heilli jókst losun á því verulega árið 1995. í kjölfarið hafa Norðmenn svo mælt margfalda aukningu á því í íshafinu. Niðurstöður Norðmanna komu á óvart. Miðað við upplýsingar um önnur geislavirk efhi frá Sellafield, til dæmis sesíum, áttu menn ekki von á að teknesíum ferðaðist svo hratt í hafinu. Samkvæmt þessu er líklegt að það mælist við ísland eftir aðeins tvö til þrjú ár. Teknesíum býr að eiginleikum sem hljóma satt að segja óhugnanlega. Geislavirk efni eyðast mishratt. Versti eiginleiki teknesíums er hve gríðarlengi það endist. Helmingunartími þess er tvö hundmð og þrettán þúsund ár! Það er eilífð á mælikvarða mannsævi Til samanburðar má nefna að helmingunartími sesí- ums er þrátt fyrir allt ekki nema þrjátíu ár. Það mælist varla augnablik við hliðina á eilíföarlífi teknesíums. í reynd mun það því menga umhverfi norðurhjarans - og þar með íslands - um ókomna framtíð. Langlífi samsætunnar er þeim mun óhugnanlegra sem haft er í huga að það finnst hvergi í óspilltri náttúru. Teknesíum er manngert efni og lífríkinu algerlega framandi. Áhrif þess á manninn eru óþekkt. Við getum því ekkert fullyrt um virkni þess til lengri tíma. Annar ljóður á ráði hins geislavirka efnis er hversu auðveldlega það leysist upp í hafmu. Önnur skyld efni, einsog plútóníum, setjast fyrir í seti og eru því ekki í eins mikilli snertingu við lífríkið. Teknesíum er hins vegar sífellt á aðgengilegu formi fyrir dýr og jurtir og því líklegt til að vera ákaflega virkt. Það er þó jákvætt að teknesíum er ekki skylt þeim efnum sem mannslíkamanum eru nauðsynleg. Það safnast því hægt upp í vefjum mannsins. Megnið af því sem kann að taka sér bólfestu í líkömum okkar er líklegt til að skila sér út þegar fram í sækir. Við þetta verður þó að auka þeim fyrirvara að nægileg vitneskja er ekki um hegðun efnisins í náttúrunni. Það virðist þó ekki safnast í miklum mæli upp í fiskum. Hins vegar mælist veruleg uppsöfnun þess í þangi og skel- dýrum, ekki síst humri einsog þeim sem við veiðum. Ástæðan fyrir þessari hegðun er enn óþekkt. Þverstæðan í málinu er þó að vísindamenn telja líklegt að á áratugum komi fram tækni sem geri kleift að farga teknesíum með öðru móti en út í hafið. Hvers vegna er ekki beðið eftir því? Ástæðan er einföld. Það er of dýrt að geyma úrganginn. Fjárhagslegur sparnaður Breta kostar því mengun á umhverfi annarra. Losun teknesíums frá Sellafield mun skaða lífríki norðurhjarans um þúsundir ára. Við vitum ekkert hver áhrifrn verða til lengdar. Frá siðferðilegu sjónarmiði er því fullkomlega óveijandi af breskum stjómvöldum að heimila framhald þessarar óhæfú. Sellafield er hinni bresku þjóð til vansæmdar. Össur Skarphéðinsson „Formaöur Alþýöubandalagsins haföi haldiö áhugamönnum um stjórnmál spenntum," segir greinarhöf. m.a. - Margrét Frímannsdóttir, formaöur Alþýöubandalagsins f ræöustóli. Alþýðubandalagið skilar auðu í sjávarútvegsmálum Þau gerast mörg stórtíðindin hjá A- flokkunum um þessar mundir. Þjóðin fylgdist með því af athygli að mið- stjórnarfundur Al- þýðubandalags af- greiddi nýja stefnu í sjávarútvegsmálum. Formaður Alþýðu- bandalags hafði hald- ið áhugamönnum um stjórnmál spenntum. Rækilega var sagt frá undirbúningi og að- draganda þess að móta ætti nýja stefnu í sjávarútvegsmálum. Vegna viðræðna A- flokkanna um sam- fylkingu flokkanna og væntanlegan sam- runa var búist við því að skýrar línur yrðu lagöar, ekki síst vegna þess að Al- þýðuflokkurinn hef- ur mótað sér stefnu í sjávarútvegsmálum á grundvelli kenn- inga um auðlinda- gjald, sem allt á að leysa. Kjallarinn Sturla Böövarsson alþingismaöur nýja stefnumótun Al- þýðubandalagsins, þessa róttæka bylt- ingarflokks, birtist okkur þingmönnum sem tillaga til þingsá- lyktunar. Tillagan gerir ráð fyrir því að Alþingi kjósi 9 manna nefnd er geri tillögur um hvemig leggja skuli gjald á auðlindir okk- ar. Jafnt auðlindir sjávar sem aðrar. Tillagan fjallar sem sagt ekki um stefnu Alþýöubandalagsins. Þingkjörinni nefnd er með öðrum orðum falið það hlutverk að „Ef tillagan verður samþykkt á Alþingi og 9 manna nefnd byrjar starf sitt geta A-flokkarnir lagt til hliðar umræður um sjávarút- vegsmál. Og Alþýðuflokkurinn verður afvopnaður í næstu kosn- ingum.u Nefnd móti stefnu Alþbl. Fyrir kosningamar 1991 og 1995 kynnti Alþýðubandalagið afstöðu sem fól í sér mikla andstöðu við þágildandi lög um stjóm fiskveiða. Þess var því að vænta að flokkur- inn mótaði stefnu sem legðist gegn gildandi lögum, sem að visu hefúr verið breytt frá því Alþýðubanda- lagiö var í stjóm og stórlega bætt undir forystu sjálfstæðismanna. Niðurstaöa miöstjómarfundar Alþýðubandalagsins vakti því ekki litla furðu. Samþykktin, hin móta stefnu sem Alþýðubandalag- ið mun væntanlega taka upp. Ef alvara fylgir... Þessi niðurstaöa miðstjómar Alþýðubandalagsins er trúlega einsdæmi. En hún er einnig ræki- legt innlegg í samfylkingarviðræð- ur A-flokkanna. Ef tillagan verður samþykkt á Alþingi og 9 manna nefnd byrjar staif sitt geta A-flokk- arnir lagt til hliðar umræður um sjávarútvegsmál. Og Alþýðuflokkurinn verður af- vopnaður í næstu kosningum. Hugmyndir þeirra alþýðuflokks- manna munu hafa verið þær að skapa sér sérstöðu með tillögum um auðlindaskatt sem gæti að þeirra mati leyst af hólmi tekju- skatt einstaklinga. Hver vill ekki losna við að greiða skatta? En þá muna jafnaðarmennimir ekki eft- ir því að í sköttum af tekjum felst tekjujöfnun. Ef alvara fylgir samfylkingar- viðræöum A-flokkanna hlýtur Al- þýðuflokkurinn að draga til baka sínar tillögur á meðan 9 manna nefndin leitar leiða sem munu þá væntanlega verða teknar upp sem stefna í samfylkingarflokki Mar- grétar og Sighvats. Við bíðum spennt eftir næsta út- spili A-flokkanna. En eftir situr hópur alþýðubandalagsmanna í sjávarbyggðum sem hafa beðið eftir stefnu flokksins, sem nú hefur skilað auðu. Það em stór pólitísk tíðindi. Heilmikil tíðindi En til þess að gæta sanngimi þá er tillaga Alþýðubandalagsins allrar athygli verð. í henni kem- ur fram mjög svo málefnaleg af- staða sem Steingrímur J. Sigfús- son hefur einkum mælt fyrir. Hún getur falið í sér lausn á því vandasama máli að skilgreina að- gang aö auðlindum sjávar, orku- lindum og auðlindum hálendis, þar sem er ósnortin náttúra. Það er vissulega kominn tími til þess að ræða og ná sátt um það hér hvemig við skilgreinum að- gang og nýtingu. Og hvaða verð skal greiða fyrir afnotin. En eftir stendur að Alþýðubandalagið hef- ur lagt á hilluna að skilgreina stefnu sína í sjávarútvegsmálum. Það eru heilmikil tíðindi. Sturla Böðvarsson Skoðanir annarra Hugbúnaður - atvinnugrein „íslenzkur hugbúnaðariðnaður hefur verið um- talsverður vaxtarbroddur í íslenzku atvinnulífi und- anfarin ár ... Stjómvöld þurfa að skapa íslenzkri hugbúnaðargerð eins góð starfsskilyrði og sams kon- ar iðnaður nýtur erlendis. írar hafa t.d. staðið vel við bakiö á hugbúnaðargerð og þaðan koma nú 2/3 allra tölva, sem seldar era í Evrópu, og 40% fjárfest- inga Bandaríkjamanna í þessari atvinnugrein hafna þar. Hugbúnaðariðnaðurinn er orðinn atvinnugrein, sem ástæöa er til að taka eftir og hlúa að.“ Úr forystugreinum Mbl. 3. mars. Hermálinu er lokið „Sameiningarmál vinstri manna hafa verið i patt- stöðu lengi, klókir skákmenn leika hvem biðleikinn öðram snjallari - og árin líða ... Hermálinu er lokiö. Því miður. Og viö töpuðum - við herstöðvaandstæð- ingar. Eða kannski að niðurstaðan af hermálinu hafi verið eins og Matthildingar ortu: Ef herinn fer, þá fer herinn. Þetta hætti að skipta máli. Því miður: þcmnig fór það og við getum ekki lengur búið við flokkakerfi sem endurspeglar hin miklu átök um veru þessa hers og þá svíðandi tilfinningu um skert sjálfstæði sem sú vera skapar manni sem íslend- ingi.“ Guðmimdur Andri Thorsson í Degi 3. mars. Hækkuð veiðiskylda „Það er kvótakerfið en ekki kvótabraskið sem ger- ir suma að sægreifum og aðra aö leiguliðum. Sjó- menn vilja veiðiskyldu en hvað ætli veiðiskylda hjálpi sjómönnum hér? Því skyldu sjómenn verða minni leiguliðar ef þeir þurfa ekki bara að leigja kvótana til að fá að veiða fiskinn heldur þurfa líka að leigja þau skip er mega veiða kvótana? Hækkuð veiðiskylda breytir ekkert kvótaverðinu og kemur litlu til leiðar öðra en verðhrani kvótalausra skipa. Meiri eignatilfærslu til sægreifanna." Einar Júllusson í Mbl. 3. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.