Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Qupperneq 20
32
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998
Fréttir
Samtök iðnaðarins:
Vilja leyfa yfirtöku Myllunnar
- telja aö afnema beri 18. grein samkeppnislaga.
Samtök iðnaðarins hafa kynnt
greinargerð sína vegna úrskurðar
samkeppnisráðs um yfirtöku
Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölu-
bakaríi. Þar kemur fram hörð
gagnrýni á úrskurð Samkeppnis-
ráðs og er það álit Samtaka iðnað-
arins að breyta eigi niðurstöðu
> ráðsins. Auk þess er lagt til að 18.
grein samkeppnislaga verði af-
numin til að koma í veg fyrir að
„mistök" af þessu tagi endurtaki
sig.
í greinargerðinni kemur fram
að Samtök iðnaðarins telja að ís-
lensk samkeppnisyfirvöld geti
ekki vísað til evrópskra hlið-
stæðna við lögin og að niðurstaða
samkeppnisráðs gangi þvert á það
sem tíðkast í nágrannalöndunum.
Forsvarsmenn SI bentu einnig á
að það væri ekki nýtt sjónarmið
heldur hafi það komið fram í um-
sögn VSÍ og fyrirrennara SI,
Landssambands iðnaðarmanna og
Félags íslenskra iðnrekenda, um
frumvarp til samkeppnislaga árið
1992. Strax þá hafi verið lagt til að
18. greinin yrði felld niður.
Samtök iðnaðarins telja að úr-
skurðurinn muni hafa mikil áhrif
og fordæmi í öllum iðnaði.
Ákvörðun samkeppnisráðs fjalli
um stöðu íslenskra framleiðenda
gagnvart smásöluverslun. Sam-
keppnisráð gefi sér það fyrir fram
að á brauðmarkaði ríki óumbreyt-
anlegt ástand og enginn muni
reyna að bregðast við breyttum
markaði. Markaðurinn sé hins
vegar virkur og það komi vel í ljós
í því að Bónus og Hagkaup séu að
íhuga að setja upp eigin brauð-
gerð.
Að mati SI þá ættu samkeppnis-
yfirvöld ekki að skipta sér af
stærð fyrirtækja og ekki gera fyr-
ir fram ráð fyrir því að stórt fyrir-
tæki komi til með að misnota að-
stöðu sína. Þess væri krafist að is-
lensk iðnfyrirtæki hösluðu sér
völl á erlendum mörkuðum en
smæð fyrirtækjanna kæmi sér illa
á þeim vettvangi. Fyrirtæki þurfi
einnig að hugsa um afkomu sína
og það fái engan veginn staðist að
samkeppnisráð geti neytt eigend-
ur fyrirtækja til að reka fyrirtæki
með tapi. -sm
Örn Jóhannsson,
varaformaður Samtaka iönaöarins,
kynnti greinargerð samtakanna um
ákvörðun samkeppnisráðs í máli
Myllunnar og Samsölubakarís. í
greinargerð Sl kemur fram hörð
gagnrýni á niðurstöðuna og 18.
grein samkeppnislaga.
DV-mynd E.ÓI.
Eiríkur Jónsson, formaður Kl', Elna Katrín Jónsdóttir, formaður HÍK, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra und-
irrita samkomulag vegna tölvunáms kennara við Guðmund Gunnarsson, formann Rafiðnaðarsamband íslands, og
Jón Árna Rúnarsson, skólastjóra Rafiðnaðarskólans og Viðskipta- og tölvuskólans.
36 kennarar í tölvunám
Kennarafélag Islands, Hið íslenska
kennarafélag og menntamálaráðu-
neytið hafa undirritað samning við
Rafiðnaðarskóla íslands og Við-
skipta- og tölvuskólann um tilrauna-
kennslu i tölvufræðum fyrir 36 kenn-
ara. Að sögn Jóns Árna Rúnarsson-
ar, skólastjóra Rafiðnaðarskólans og
Viðskipta- og tölvuskólans, er þetta í
fyrsta skipti sem slíkt samkomulag
er gert án þess að kveðið sé á um það
í kjarasamningum.
Kennararnir munu taka stöðupróf
og fara í faggreiningu áður en tölvu-
námið hefst. Námskeiðið tekur til
160 kennslustunda fyrir hvern kenn-
ara. Jón Árni segir það einnig með
ólíkindum hversu skamman tíma
það tók að ná samkomulagi milli
þessara aðila þvi fyrsti fundurinn
þar sem þessi hugmynd var viðruð
var haldinn 12. janúar síðastliðinn
og er þetta vafalaust einsdæmi í kerf-
inu. -Sól.
Hundasýning Hundaræktarfélags íslands:
Þýskur fjárhundur
valinn bestur
Frá sýningunni um síöustu helgi. DV-mynd S
Alþjóðleg
hundasýnng
Hundaræktarfé-
lagsins fór fram
í Kópavogi um
siðustu helgi.
Besti hundur
sýningarinnar
var valinn Gild-
ewangens Ara-
mis, þýskur
flárhundur.
Ræktandi er
Hilde Wang-
berg en eigend-
ur eru Hjördís
Ágústsdóttir og
Eiríkur Guð-
mundsson.
Annar besti
hundur sýning-
arinnar var valinn Ardbraccan
Famous Grouse, írskur setter.
Ræktandi er Trudy Walsh og eig-
andi Jóna Th. Viðarsdóttir. Þriðji
besti hundurinn var valinn Bonus
Pater, enskur bulldog. Ræktandi er
Inga Lís Hauksdóttir og eigandi Sig-
urður Helgi Guðjónsson.
Besti hvolpur sýningóirinnar var
valinn Tandra-Mirra, írskur setter.
Ræktandi er Tryggvi Þór Jóhanns-
son og eigandi er Guðrún Hreið-
arsdóttir. Besti afkvæmahópur var
valinn Gildiwangens Joop, þýskur
fjárhundur sem sýndur var með 5
afkvæmum. Eigendur eru Hjördís
Ágústsdóttir og Eiríkur Guð-
mundsson, þeir sömu og áttu besta
hundinn.
280 hundar tóku þátt í sýning-
unni. Dómarar á sýningunni voru
þau Birgitha Runmarker frá Svíþjóð
og Tore Edmund frá Noregi. Hús-
fyllir var báða dagana og mikil
stemning meðal áhorfenda. -RR
Flugleiðir í Leifsstöð:
Stækkun vegna þrengsla
DV, Suðurnesjum:
Flugleiðir hafa opnað betri stofu,
> Saga Business Class Lounge, í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur-
flugvelli. Nýja stofan tekur um 80
manns i sæti og er 200 m2 eða helm-
ingi stærri en sú sem fyrir var. Hún
er á því svæði sem veitingasala
Flugleiða fyrir almenna flugfarþega
var.
„Það var orðið þröngt á vegna
mikillar fjölgunar farþega á Saga
Class hjá félaginu. Með tilkomu
nýju setustofunnar gefst tækifæri til
að bjóða gestum aukna þjónustu.
Farþegar sem einungis ferðast með
handfarangur geta innritað sig við
móttökuborð í stofunni. Þar eru af-
mörkuð svæði með síma, faxtæki og
tölvutengjum fyrir þá sem vilja nýta
tímann til vinnu. Þægileg sæti eru
fýrir þá sem vilja slappa af fyrir
flugferð. Á sjálfsafgreiðsluborði er
boðið upp á léttar veitingar og fjöl-
breytt drykkjarföng," sagði Hólm-
friður Árnadóttir, forstöðumaður
Saga Class Business hjá Flugleið-
um.
Sérsvæði er fyrir reykingamenn
en stærsti hluti stofunnar er reyk-
laus. Einnig er snyrting og sturtuað-
staða. Innréttingar teiknaði Björg-
vin Sveinbjörnsson arkitekt í sam-
starfi við Teiknistofu Garðars Hall-
dórssonar. -ÆMK
Saga Class Business stofa Flugleiöa. Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða,
er fjóröi frá hægri. DV-mynd Ægir Már