Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998 39 Sviðsljós Alexandra prinsessa: Cher miður sín vegna kisulóru Árið hefur ekki byrjað vel fyr- ir söng- og leikkonuna Cher. Fyrst varð hún fyrir því áfalli að fyrrum eiginmaður hennar og söngfélagi, Sonny Bono, lést í hörmulegu skíðaslysi. Nú er leikkonan aftur í öngum sínum þar sem einn af þremur köttum hennar hvarf sporlaust á dögun- um. Cher leitaði og leitaði um allt hverfið en fann ekki kisu. Rígheldur ekki x hana Pamelu Tryllitrommarinn Tommy Lee veit hvað honum er fyrir bestu. Hann er laus úr gæsluvarðhaldi og ætlar ekki að koma í veg fyrir að eiginkonan, hin sílíkonvædda Pamela Anderson, geti skilið við hann fyrir fullt og fast. Eins og menn rekur eflaust minni til kærði Pamela Tommy fyrir mis- þyrmingar á sér og barninu fyrir stuttu. Fyrir vikið sat hann inni í þrjá daga. Tommy lýsti því yfir þegar hann losnaði úr grjótinu gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu að sér þætti þetta allt mjög miður, velferð og hamingja tveggja sona hans og Pamelu væru honum efst í huga. „Ég er mjög hændur að Dylan og Brandon og þar er ákaflega erfitt að fá ekki að hitta þá,“ sagði Tommy í yfirlýsingu sem fiölmiðlafulltrúi hans kynnti blaðamönnum. Dómari setti mjög ströng skilyrði fyrir því að Tommy fengi að fara frjáls ferða sinna. Hann má alls ekki heimsækja konu sína og syni og ekki einu sinni hringja í þau. Stallone mikill listunnandi Sylvester Stallone er ekki all- ur þar sem hann er séöur. Frakkar gáfu honum orðu fyrir mörgum árum á grundvelli þess að þar færi viðkvæmur og list- hneigður maður. Nú hefur kom- ið á daginn að slagsmálaleikar- inn á mikið og gott safn lista- verka eftir snillinga á borð við Leroy Neiman, Francis Bacon og Diego Rivera. Sharon Stone geislaði bókstaflega af hamingju þegar hún og eiginmaðurinn, ritstjórinn Phil Bronstein, komu til frumsýningar kvikmyndarinnar Mannsins með járngri'muna í Ziegfeld-leikhúsinu í New York. Sharon og Phil gengu í það heilaga í febrúar og ekki annað að sjá en þeim líki vel hjónalífið. Monthy Python gengið saman á ný Monthy Python-félagarnir ætla að koma saman á ný eftir 10 ára þögn. Ráðgert er að John Cleese, Michael Palin, Eric Idle, Terry Jones og Terry Gilliam skemmti í þessum mánuði í Aspen í Colorado í Banda- ríkjunum ásamt nokkrum banda- riskum skemmtikröftum. Nær þrjátíu ár eru liðin síðan bresku grínistarnir komu fyrst fram í sjónvarpi í Bretlandi. Öllum hefur þeim vegnað vel eftir að leiðir skildu. Johh Cleese hefur gert vinsælar kvikmyndir, Michael Palin stjórnar vinsælum ferðaþætti í breska sjónvarþinu, Terry Giiliam hefur stjómað niyndum eins og Brazil og Fisher King og Eric Idle hefur starfað sem haridritahöfúndur í Hollywood. Alexöndru prinsessu langaði til að búa í íbúð eða húsi með Jóakim sín- um langt frá hirðlífinu í Amalienborg. Dönsk tímarit segja að þetta hafi kom- ið fram í réttarhöldum yfir lífverði Al- exöndru og Jóakims á dögunum. Líf- vörðurinn var leiddur fyrir rétt vegna ásakana um að hafa stolið frá prinsin- um og prinsessunni. Það voru mikil viðbrigði fyrir Al- exöndru að koma frá venjulegu borg- aralegu lífi i Hongkong og verða skyndilega prinsessa í Danmörku og búa í höll, þó svo að hún hafi verið undirbúin. Allir tóku henni reyndar opnum örmum en stirðir hirðsiðir reyndust henni erfíðir. Þegar Alexandra og Jóakim fóru að huga að íbúðarkaupum í Kaupmanna- höfn langaði hana gjarnan til að búa svolítið fyrir utan bæinn og hún varð yfir sig hrifin af Hellerup. Þar búa einnig margir vinir Alexöndru og Jóakims. Og þaðan er ekki nema 10 mínútna akstur til Amalienborgar. En Alexandra fékk ekki ósk sína uppfyllta. 1 stað þess að geta búið ná- lægt vinum sínum þarf hún að búa í 160 fermetra íbúð sem er fyrir ofan bílskúrana bak við höll Kristjáns VIII. Þar búa prinsinn og prinsessan ókeypis og þannig geta þau reyndar sparað fyrir húsi í Hellerup. Jóakim átti íbúð í höllinni en hún þótti ekki nógu stór fyrir þau tvö. Bróðir Jóakims, Friðrik krónprins, býr einnig í höll Kristjáns. Starfs- menn krónsprinsins eru með skrif- stofu rétt hjá íbúð Alexöndru og Jóakims auk annarra starfsmanna dönsku hirðarinnar. Það verður líklega einhver bið á því að Alexandra geti notið einverunnar með Jóakim í Hellerup. Tommy Lee sættir sig við staðreyndir lífsins: Alexandra prinsessa, eiginkona Jóakims prins af Danmörku. Símamynd Reuter Aukablað um vörubíla og vinnuvélar fylgir DV 11. mars. Meðal efnis: Kynning á vörubílum og vinnuvélum * Nýjungar á markaðinum * Ýmis þjónusta sem í boði er fyrir stórvirkar vinnuvélar og vörubíla. Umsjón efnis: Þórhallur Jósepsson, símar: 553 8321, 899 0006 fax: 568 8585. Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson, sími: 550 5731 fax: 550 5727. Auglýsendur athugið að síðasti dagur til móttöku auglýsinga er fimmtudagurinn 5. mars. Fékk ekki að búa þar sem hún vildi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.