Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1998, Síða 32
44
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1998 DV
L '
onn
Ummæli
i
Sameining
vinstri manna
„Menn veröa aö minnast
þess að samein-
ing vinstri
manna gegn um
áratugina hefur
verið vöröuð
flestu öðru en
einingu."
Guðmundur
Árni Stefáns-
son, í DV.
Kæri félagi
„Ég trúi því enn og treysti
að það sé hægt að segja sig úr
Alþýðubandalaginu, að
minnsta kosti þangað til ég
fæ næst póst þar sem ég er
ávarpaður Kæri félagi.“
Guðmundur Andri Thors-
son rithöfundur, í Degi.
Náum ekki saman
„Það er borin von að LÍÚ
sætti sig við eitt-
hvað í verð-
myndunarmál-
unum sem mun
virka og við
sættum okkur
við.“
Helgi Laxdal,
formaður Vél-
stjórafélags íslands, i DV.
Líður eins og
Sinfóníuhljómsveit
„Það tók mig tuttugu ár að
nema tvær línur úr „Er ég
kem heim í Búðardal..." Nú,
þökk sé klassík FM, get ég
raulað heilt tónverk með flók-
inni hljóðfæraskipan og eng-
ar tvær línur eins. Sex mín-
útna langt. Mér líður eins og
Sinfóníuhljómsveit.“
Auður Haralds sem hlustaði
á sama tónverkið spilað
nokkrum sinnum í röð, í
DV.
Leiðtogadýrkunin
„Þegar leiðtogadýrkun
Hrannars Björns
Amarssonar
kemst á al-
mennilegt
kosningaflug
gætihannbætt f
um betur og
ávarpað mis-
litan söfnuð
R-listans að hætti Hjálp-
> ræðishersins: Kæra vinir í
Ingibjörgu."
Magnús Óskarsson lög-
fræðingur, í Morgunblaðinu.
Skuldastaðan
„Meö ólíkindum er að
meirihlutinn í borgarstjóm
skuli leggjast svo lágt að níð-
ast á þeim sem minnst mega
sín til að geta falsað skulda-
stöðu borgarsjóðs."
Árni Sigfússon borgarfull-
trúi, í DV.
imm o
MfiLJM
ERUKEIKO;
MMNVIP
KðNI
STÖRW.
&& L0K5 HEÍL'
HRKBISM&L
HEILBRMS
MBL KEIKÖSt
BPSTflLF-yj
5ÖGÐÖ A
Bjarni Haukur Þórsson leikstjóri:
Sýningin á eftir
vekja sterk viðbrögð
„Munurinn á Trainspotting-kvik-
myndinni og svo leikritinu er að
leikritið fylgir betur bókinni, sem
bæði verkin eru unnin upp úr, og
svo eru persónumar mun nær í
leikritinu og orka sterkar á áhorf-
andann. Með þessu er ég
alls ekki að gera lítið úr
myndinni, hún var stór-
kostleg og hafði mikil áhrif.
Það gerir leikritið einnig en er að-
eins öðruvísi," segir Bjarni Haukur
Þórsson, leikstjóri Trainspotting
sem frumsýnt er í Loftkastalanum i
kvöld. Bjami er ekki bara leikstjóri
verksins heldur er hann upphafs-
maður þess að setja það á svið hér á
landi, fyrstu Norðurlanda, og er
framkvæmdastjóri verksins.
„Ég á von á því að leikritið veki
sterk viðbrögð hjá áhorfendum
enda lýsir verkið lifi persónanna,
sem eru háðar eiturlyfjum, á skýran
og opinskáan en um leið kómískan
hátt svo þetta er ekki bara drama
heldur stendur maður sjálfan sig að
því að brosa i gegnum tárin. Leikar-
amir hafa verið frábærir allan æf-
ingatímann og eiga eftir að vega
þungt í sýningunni. Það koma auð-
vitað margir til að sjá sum atriði í
leikritinu sem voru í myndinni en
þau era færri heldur en mætti halda
fyrir fram.“
Bjami Haukur er ungur leikstjóri
sem vakti athygli með frumraun
sinni hér heima, Master
Class, í íslensku óper-
unni. Hlaut sú sýning mjög góðar
viðtökur áhorfenda, sem og gagn-
rýnenda. Áður hafði Bjarni starfað í
New York: „Ég var við nám í New
York og lék dálítið með náminu
og eftir að útskrift lauk.
Fyrir þremur árum
kom ég svo með
gestaleik frá Amer-
íku í Loftkastalann
sem við sýndum
þrisvar sinnum og
fengum góðar við-
tökur. Eftir að ég
kom heim hef ég
verið að þreifa
mig áfram í
leikhúsun-
um og eft-
ir Mast-
er Class
fór ég
fljót-
lega að
undir-
búa
Train-
spott-
ing. Nú
er ég
með ann-
að verk í
undirbúningi sem ég ætla að setja
upp á þessu ári, mjög líklega í sam-
starfi við aðra.“
Bjami sagði að þegar leiklistinni
sleppti væru íþróttir það sem
inn hefði mestan áhuga
á: „Ég hef alltaf haft
mikinn áhuga á íþrótt-
um, fylgist vel með
enska boltanum og
stunda líkamsrækt
og grip í spaða og
spila skvass eða
tennis þegar tími
gefst tiL“
HK
Bjarni Haukur Þórsson.
Maður dagsins
Draumur allra fjallgöngu-
manna er að klífa hæsta fjall
heims, Everest.
Fjallgöngur
^ Ekki er hægt að rekja
samfellda sögu fjallgangna
sem íþróttar lengra aftur en
til 1854. Einstök dæmi um
fjallgöngur era til frá 13.
öld. Hæsta fjall heims, Ever-
est í Himalajafiöllunum,
var fyrst klifið 29. maí 1953,
en þá komust Edmund
Percival Hillary og Tenzing
Norgay á tindinn, nákvæm-
lega kl. 11.30 að morgni.
Alltaf er farið á Everest í
leiðöngram. Undantekning-
ar eru þó til og árið 1980 fór
Reinhold Messner einn sins
liðs á toppinn. Sá sami
Messner og félagi hans, Pet-
er Habeler, urðu fyrstir til
Blessuð veröld
að klífa Everest án súrefiiis-
tækja 8. maí 1978. Reinhold
Messner á enn eitt afrek
sem enginn hefur leikið eft-
ir honum. Þegar hann kleif
Kangchenjunga árið 1982
haföi hann einn manna klif-
ið öll þau fiórtán Qöll heims
sem eru hærri en 8000 metr-
ar án þess að nota súrefnis-
grímu.
Myndgátan
Rennir matnum niður
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi
Gunnar Kvaran leikur verk eftir
Brahms í Norræna húsinu.
Selló og píanó
Háskólatónleikar eru á hverjum
miðvikudegi í Norræna húsinu og er
ekki bragðið út af vananum í dag.
Gunnar Kvaran, selló, og Kristinn
Örn Kristinsson, píanó, flytja Sónötu
í F-dúr fyrir selló og píanó op. 99 eft-
ir Johannes Brahms kl. 12.30.
Tónleikar
T'ónlist fyrir alla
Tónleikaröðin Tónlist fyrir alla
heldur áfram á Vesturlandi og eru
tónleikar í kvöld kl. 20.30 I Stykkis-
hólmskirkju og annað kvöld í Búðar-
kletti í Borgamesi á sama tíma. Um
er að ræða tónleikaröð með
vísnatónlist sem flutt er öllum
grunnskólanemendum á Vesturlandi
næstu daga. Flytjendur eru söngkon-
an Anna Pálína Ámadóttir ásamt
Gunnari Gunnarssyni píanóleikara,
Gunnari Hrafnssyni, sem leikur á
kontrabassa, og Pétri Grétarssyni
slagverksleikara.
Lóuþrælar
í Borgarneskirkju
Karlakórinn Lóuþrælar og söng-
hópurinn Sandlóumar úr Vestur-
Húnavatnssýslu halda söngskemmtun ,
í Borgameskirkju á miðvikudags-
kvöld kl. 20.30. þetta er þriðja söngferð
Lóuþrælanna og Sandlóanna í vetur. i
___________Bridge_______________
Meðal 16 para sem boðið var á síðasta
boðsmót Macallan-tvlmenningsins í Bret-
landi voru tvö kvennapör. Pörin voru
bresku konumar Nicola Smith - Pat
Davies og þýsku konurnar Sabine Auken
- Daniela von Arnim. Kvennapörin náðu
aldeilis frábæmm árangri og urðu í öðru
og þriðja sæti. Sigurvegarar voru hins |
vegar Norðmennirnir Tor Helness og
Geir Helgemo. Helgemo - Helness og
Smith - Davies mættust í tólftu umferð
mótsins og þá höfðu Norðmennimir bet-
ur. Nicola hefði getað unnið þessi 3
grönd í viðureign þeirra en hitti ekki á
vinningsléiðina. Sagnir gengu þannig,
vestur gjafari og enginn á hættu:
é 652 i
V G
* D532 |
* KG952
* DG97
2
* 10764
* 10643
* K83
* 10876543
* ÁK
* 7
Vestur Norður Austur Suður
Davies Helness Smith Helgemo
pass pass 2 grönd pass t
3 * dobl 3 ♦ pass
3 * pass 3 grönd p/h (
Þrjú lauf var „Puppet-Stayman"; ^
spuming um 4 eða 5 spil í hálitum hjá
opnara. Þrir tíglar lofuðu fiórlit í hálit
og þrjú hjörtu sýndu fiórlit í spaða. Hel-
gemo spilaði út hjarta í upphafi sem
Smith átti á kóng. Hún spilaði tígli sem
Helgemo átti á ásinn og hann ákvað að
halda áfram hjartasókninni. Nicola fékk
ódýran slag á hjartaníuna og spilaði
tígli. Helgemo ákvað nú að spila einspili (
sínu i laufi, enda hafði Helness doblað /
spurnarsögn vesturs. Nía norðurs kost-
aði drottningu hjá sagnhafa og nú \
blöstu við vandamál. Ef hún spilaði tígli
myndi norður spila laufkóng og ef norð-
ur ætti spaðakónginn myndi það nægja
vöminni til að hnekkja spilinu. Hins
vegar gæti sagnhafi unnið spilið með
spaðakóng hjá norðri með því að spila
spaða á drottningu. (Nicola taldi að Hel-
gemo hefði yfirkallað á 3 hjörtum ef
hann hefði átt K í spaða, ÁK í tígli og 7
hjörtu). Hún spilaði þvi spaða að drottn-
ingu í blindum sem hélt slag, svinaði
síðan spaðatíu og fór einn niður. (
ísak Örn Sigurðsson