Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Page 3
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1998
Kevin Costner leikstýrir og leiktn-
aðalhlutverkið í The Postman og er
hún mynd númer tvö sem hann
leikstýrir. Mönnum er í fersku
minni Dances with Wolves, sem
hann leikstýrði og fékk óskarsverð-
laun fýrir sem besti leikstjóri. í
Dönsunum var hann á söguslóðum í
villta vestrinu, í The Postman er
það framtíðin. Árið er 2013. Jörðin
er í sárum eftir
heimsstyijöld
sem hefur eytt
öllu nema mann-
kyninu. Öll
tækni er horfin
og hið vana-
bundna líf sem
við þekkjum svo
vel úr nútíman-
um er ekki leng-
ur til.
Þeir sem lifðu
af helforina er
skipt í smáþjóðfé-
lög sem eiga í erf-
iðleikum með að
halda sambandi
og af minnsta til-
efni brýst út
ófriöur þeirra á
milli. Þetta
ástand hefur leitt
af sér her af ill-
mennum sem
ráða því sem þeir
vilja ráða í krafti
styrks síns og ill-
mennsku. Hafa
þeir komið á
ástandi þar sem
þeir ráða og aðrir eru þrælar. Inn í
þessa veröld kemur Pósturinn með
von fyrir þá kúguðu. Hans boð til
fólksins er von um
betra líf og brátt verð-
ur hann tákn fólksins
og sá sem það treystir
á í baráttunni gegn því
illa. Almenningur kýs
hann sem foringja
gegn vilja hans og
hann verður að gera
það upp við sig hvort
Kevin Costner leikur titilhlutverkið,
Póstinn sem ber góð tíðindi.
Olivia Brown leikur stúlkuna sem Pósturinn hrífst af.
hann á að vera það sem fólk heldur
að hann sé eða láta sig hverfa.
Auk Kevins Costners sem leikur
Póstinn eru f stórum hlutverkum
Will Patton, Olivia Williams, Larenz
Tate, James Russo og söngvarinn
góðkunni Tom Petty.
The Postman er gerð eftir skáld-
sögu sem kom út árið 1985. Fram-
leiðandinn Steve Tisch keypti þá
kvikmyndaréttinn á bókinni og var
í mörg ár með hana í sinni vörslu
áður en hann ákvað að fá Kevin
Costner til liðs við sig. Fyrst var
það ætlun Tisch að fá Costner ein-
göngu til að leika í myndinni, en eft-
ir sigurför Dances With Wolves var
upplagt að fá Costner til að leik-
stýra einnig. Tisch er ekki óvanur
að bfða með bækur sem hann hefur
keypt réttinn á. Það tók hann níu ár
frá því hann keypti réttinn á
Forrest Gump að koma henni á
koppinn.
The Postman er löng kvikmynd,
hátt í þrír klukkutímar, og hafa við-
tökur verið misjafnar. Myndin var
óhemjudýr, kostaði vel yfir eitt
hundrað milljónir dollara og þykir
víst að hún muni ekki ná kostnaðin-
um til baka en aðsókn í Bandaríkj-
unum var dræm. -HK
Svartur húmor frá Norðmönnum
Háskólabíó hefur í dag sýningar
á norsku kvikmyndinni Budbrin-
geren, sem eins og segir í kynn-
ingu er svört kómedía um ást, pen-
inga sem enginn vill, dósaspagettí,
karaoke, óviljandi góðverk og
ánægjuna af að vera í dauðadái.
Aðalpersónan er Roy, mislukkað-
ur póstberi sem er rekinn áfram af
forvitni og einstaklega fúndvís á
að vera á röngum stað á röngum
tíma. Hann ber enga virðingu fyr-
ir einkalífi annarra eða því sem
aðrir eiga og hefrn- ekki samúð
með neinum, hann stelur póstin-
um þegar það hentar honum,
móögar þá fáu vini sem hann á,
býr í sóðalegri einstaklingsíbúð og
fer í taugamar á nágranna sínum.
Dag einn kemur hann að póst-
boxi þar sem lyklar eru fyrir.
Hann kemst að því að það er ung
stúlka sem á lyklana. Af sinni
vanalegu illgimi fer hann upp f
íbúðina. Um leið og hann stígur
inn fýrir þröskuldinn verður
breyting á lífi hans. Og eftir því
sem hann skoðar íbúðina og það
sem er innandyra, því meira flæk-
ist hann inn í atburðarás sem er
mun hættulegri en að opna ann-
arra manna póst.
Leikstjóri Budbringeren er Pál
Sletaune og hann segir um mynd
sína: „Roy er einn af þessum
mönnum sem em ósýnilegir, er
óheppinn í lífinu sem stafar mest
Robert Skjærstad leikur hinn lánlausa póstbera Roy.
af hans eigin sökum. Hann er í
raun náungi sem þú tekur ekki eft-
ir fýrr en hann sest við hliðina á
þér í strætó og þótt hann æli f
fangið á þér á meðan hann reynir
að stela veskinu þínu þá er eitt-
hvað við hann sem þér líkar. Um
persónumar í heild í myndinni má
segja að þær séu
sjálfum sér verstar
og húmorinn snýst
um það óvenjulega
í hinu daglega lífi.“
í hlutverki Roys
er Robert Skjær-
stad, ungur leikari
sem er að leika í
sinni fýrstu kvik-
mynd en hefur
leikið f mörgum
leikritum í Noregi.
í öðm aðalhlut-
verkinu er
Andrine Sæther,
ung leikkona sem
útskrifaðist úr leik-
listarskóla í Noregi
1995, þá þrítug að
aldri. Budbrin-
geren er einnig
hennar fýrsta kvik-
mynd.
Léikstjórinn Pál
Sletaune byrjaði að
vinna fýrir sér sem
ljósmyndari eftir
að hann lauk námi
frá háskólanum í
Ósló. Budbrin-
geren er hans
fýrsta kvikmynd í
fullri lengd en hann hefur gert
þrjár stuttmyndir sem vakið hafa
athygli og verið verðlaunaðar á
kvikmyndahátíðum. -HK
Jfírikmyndir,,
Tomorrow Mover Dies
★★★★
Bond þarf hér aö fást við athyglissjúkan fjöl-
miðlamógúl með hjálp kínverskrar súperplu.
Brosnan er snillingur í því að halda hárfínu
jafnvægi milli sjálfsháðs og alvöru og þaö er
að stórum hluta honum að þakka hve
Tomorrow gengur vel upp, bæði sem grln og
hágæðahasar. Myndin er ómissandi
skemmtun í skammdeginu og Brosnan er
hér með yfirlýstur besti Bondinn. -úd
L.A. Confidental ★★★★
Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar-
ins eru sögusviðið í ðvenju innihaldsríkri og
spennandi sakamálamynd sem enginn ætti
að missa af. Spilltar löggur, ósvífnir
æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar
vændiskonur eru á hverju strái. -HK
Titanic ★★★*
Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af
miklum fítonskrafti tókst James Cameron
að koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem
gerð hefur veriö. Fullkomnunarárátta
Camerons skilar sér í eðlilegri sviðsetningu
sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leon-
ardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg í hlutverkum elskendanna. -HK
Alien: Resurrection ★★★<
Myndin er langt i frá gallalaus en að mínu
mati nær hún að hefja sig upp yfir gallana.
Handritshöfundurinn Joss Whedon gerir
góða hluti en það er fyrst og fremst hinn
myndræni samruni Borgar týndu barnanna
og Alien sem gerir þessa mynd að sannri
ánægju. Eins og alltaf er það Sigourney
Weaver sjálf, drottning geimveranna, sem
stendur upp úr. -úd
Barbara ★★★*
Vel upp byggð og vel leikin mynd i alla staði,
sérstaklega vakti þaö ánægju hversu allar
aukapersðnur og smáatvik voru vel og fmv
lega útfærð. Myndatakan er áferðarfalleg
og aldrei of uppskrúfuö í landslagsyfirliti og
dramatískum veðurlýsingum en nýtti jafn-
framt vel náttúrufegurö eyjanna. -úd
Welcome to Sarajevo
★ ★★
Áhrifamikil og vel gerð kvlkmynd um frétta-
menn að störfum I rústum Sarajevo. Heim-
ildarmyndum og sviðsettum myndum er
ákaflega vel blandað saman og mynda
sterk myndskeið. Mynd sem vekur upp
margar spurningar um eðli mannsins í striði
og kemur við kaunin á stjórnmálamönnum
sem eru mislagðar hendur I að leysa vanda-
mál sem þessi. -HK
Taxi ★★★
Nokkur ár eru frá því kvikmynd eftir Carlos
Saura hefur rekiö á fjörur okkar og Taxi veld-
ur fjölmörgum aðdáendum hans engum
vonbrigöum. Tilfinningaþrungin kvikmynd
þar sem fram fer eins konar uppgjör við fas-
ismann og þjóðerniskenndin er sýnd í sinni
verstu mynd. Aðalpersónurnar eru tvö ung-
menni sem sjá lifiö í öðru Ijósi en foreldrarn-
ir. -HK
Lína lanqsokkur ★★★
Lína langsokkur er löngu oröin klassísk og
það vill stundum gleymast að hún er ekki
erfð með genunum heldur lesin á bókum.
Lína er hinn stjðrnlausi óskadraumur allra
barna, foáls, óháð og gersamlega sjálf-
stæð, því hún bæöl getur allt og leyfir sér
allt. Þarna tókst vel til hvað varöaði teikn-
ingar og útfærslur og það er óhætt að
mæla með þessum Linu-pakka fyn'r börn á
öllum aldri. -úd
The Jackal ★★★
Endurgerðir á klassískum myndum hljóta
oft litla náö i augum kvikmyndagagnrýnenda
og er Sjakalinn þar engin undantekning. En
þótt myndina skorti þá yfirveguðu byggingu
og persónusköpun sem einkenndi fyrir-
rennarann er hún afbragðs skemmtun.
Sjakalinn kemur ekki alltaf á óvart en sem
spennumynd gengur hún upp. Bygglng
hennar er góð og leikurinn til fyrirmyndar. Ég
mæli með henni.-GE
Þú veist hvað þú gerðir ...
★★★
Handritshöfundurtnn Kevin Williamson er
hér aftur búlnn að hrista þessa fínu ung-
lingahrollvekju út úr erminni og er hér meö
mynd sem er bæði sjálfsmeðvituð og alvöru
spennandi hrollvekja, smart og vel gerð, Og
það flaug popp. Það hlýtur að vera þriggja
stjörnu virði. -úd
Stikkfrí ★★★
Gott handrit oggóða bamaleikara þarf til aö
gera góða barnamynd og þetta er að finna í
kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess
gerir góölátlegt grin að þeim aöstæðum
sem börn fráskilinna foreldra lenda í.
Skemmtileg og Ijúf fyrir alla fjölskylduna.-HK
Með fullri reisn ★★★
Eftir aö hafa hneykslast upp i háls (og verða
léttskelkaðir líka) á hinum iturvöxnu fatafell-
um The Chippendales uppgötva þeir félagar
Gaz (Robert Carlyle) og Dave (Mark Addy) að
það að fækka fötum uppi á sviði er hið arð-
bærasta athæfi. Þaö er varla hægt að hugsa
sér betri ávisun upp á skemmtun en svona
sögu og svo sannarlega skilaði myndin því
gríni sem hún lofaöi, meö fullri reisn. -úd
Flubber ★★★
Flubber býr yfir einfaldleika sem því miöur
er allt of sjaldséöur í kvikmyndum síðustu
ára. Hún er barnamynd fyrir börn og ég get
engan veginn séð þaö sem galla. Besti
mælikvarðinn á slíkar myndir er salur fullur
af ánægðum börnum. Og krakkamir voru I
stuði. -ge
Seven Years in Tibet ★★★
Ber með sér aö hvert einasta atriði er þraut-
hugsað og raunsæið látið ráða ferðinnl,
kannski um of, Myndin verður af þeim sök-
um aldrei þetta mikla og spennandi drama
sem efnið gefur tilefni til þótt einstaka atriöl
rísi hátt. Útlit myndarinnar er óaðfinnanlegt,
kvikmyndataka stórfengleg og leikur mjög
góður en neistann vantar. -HK