Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Blaðsíða 3
JL*"V MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998 25 kotasælunni vel saman í hrærivél. Bætið svo sýrða rjómanum út í og því næst er þeytta rjómanum blandað varlega saman við. Endið á skinkunni og paprikunni. Sprautið þessu með grófum sprautustút í skeljar (fást m.a. í Hagkaupi) og skreytið með stein- selju og rauðri papriku. Þetta má útbúa daginn áður og setja í brauðkassa (fást i Kassagerðinni). Geymið i kæli. Blinis með dillkremi og reyktum laxi 1 dl volg mjólk 15 g pressuger 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. sykur 1/2 msk. olía 75 g hveiti 1 egg Leysið gerið upp í volgri mjólk- inni. Bætið saltinu, sykrinum, ol- íunni og hveitinu saman við. Að- skiljið eggjarauðuna frá hvítunni og blandið henni saman við deigið. Breiðið diskaþurrku yfir deigskál- ina og látið hefast í u.þ.b. 30 mín. Stífþeytið hvituna og hrærið henni að lokum varlega saman við deigið. Bakið litla klatta úr deig- inu á pönnukökupönnu, notið u.þ.b. 1 msk. af deigi í hvern klatta. Berið fram heitt eða volgt með dillkremi og reyktum laxi. Dillkrem: 21/2 dl sýrður rjómi (36%) 1 búnt ferskt dill, saxað salt og pipar eftir smekk 250 g reyktur lax Þeytið sýrða rjómann, bætið dillinu út í og bragðbætið með salti og pipar. Smyrjið dillkrem- inu á klattana og leggið laxasneið- ar ofan á. Klattana er hægt að út- búa með góðum fyrirvara, frysta og hita i ofni rétt áður en þeir eru bornir fram. Kjötbollur á blaðlauk og eplum Kjötfaollur 300 g nautahakk 300 g svínahakk 2 egg 2-3 dl rjómi 1 lítill, saxaður laukur 1 pressað hvítlauksrif 1 tsk. oregano salt og pipar eftir smekk 2 msk. ólifuolia 50 g smjör Búið til fars úr hakki, eggjum, rjóma, lauk, hvítlauk og kryddi. Mótið litlar bollur og steikið í blöndu af olíu og smjöri i djúpri pönnu. Þetta má útbúa tímanlega og frysta en passið að fullsteikja bollurnar ekki ef ætlunin er að frysta þær. ATH.! í staðinn fyrir kjötbollumar má nota litla ham- borgara. Blaðlaukur og epli: 4 meðalstórir blaðlaukar 4 msk. ólífuolía 1 msk. timian 2 dl kjúklingasoð 4 rauð epli salt og pipar Skerið blaðlaukana í 1 sm þykk- ar sneiðar, á ská, og ristið létt á pönnu í olíu og timiam Hellið soð- inu því næst saman við, skerið eplin í þimna báta (ekki skræla) og bætið út í. Látið sjóða í 3-5 mín. og bragðbætið með salti og pipar. Setjið blaðlaukana og eplin á fat eða í eldfast mót og kjötbollurnar saman við. Berið fram heitt með t.d. hrísgrjómnn og brauði. Ostabrauðréttur með spínati 2 smjördeigsbotnar Fylling: 400 g kotasæla 80 g parmesanostur, rifmn 100 g spínat, smátt saxað 80 g rifinn ostur (17%) 1/4 tsk. múskat 1/4 tsk. hvítlauksduft 2 msk. söxuð steinselja salt og pipar Setjið allt hráefnið í hrærivélar- skál og blandið því vel saman. Látiö það siðan á smjördeigsbotninn og bakið við 180 gráður í u.þ.b. 10-15 mín. Steinar reiddi fram þrjá girniiega brauðrétti á augabragöi. Hér heldur hann á grænmetisréttinum. DV-mynd Hilmar Þór Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerðina - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. ?)slensám/ ^eta/ mecL tómötanv ay óltjutn/ Himneskur í salatið, sem meðlæti eða snarl. Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. ^Rjómaosim/ c^amem(mt/ Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. A kexið, brauðið, í sósur og ídýfur. ^XAMtm/kastali/ Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. c£1úmS'Cl/jija/ Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og flskrétti. Bragðast mjög vel djúpsteikt. •AVCTM.H a ÍÍnim.nTiímwmÚ' c)flascaapone/ Góður einn og sér og tilvalinn í matargerðina. ^ala/^Ljtja/ Sígildur veisluostur, fer vel á ostabakka. Alltaf góður með brauði og kexi. 7 ^rPant/ Salut/ Bestur með ávöxtum, brauði og kexi. c6)iááaostm/ Tilvalinn til matargerðar súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og flskrétti. Góður einn og sér. ‘fHexíááostm/ Kryddar hverja veislu. ÍSLENSKIR SjK Ostar, v ^ElNASfy ^MvítlauksÁúe/ Kærkominn á ostabakkann, með kexi, brauði og ávöxtum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.