Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Blaðsíða 7
]D"V MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998
Sparitertur á veisluborðið
Hér eru uppskriftir aö tveimur
sparitertum sem upplagt er að bæta á
fermingarhlaðborðið eða nota sem eft-
irrétt um páskana. Þær koma frá
Ernu Hreinsdóttur í Reykjavík. Ema
býr til sínar sultur sjálf en auðvitað er
hægt að stytta sér leið og kaupa þær
tilbúnar. Einnig er hægt að nota fros-
ið rommfromage frá Kjörís í stað
vanillukremsins ef fólk er að flýta sér.
Gamaldags sveskjuterta
Tveir svampbotnan
4 egg (frekar stór)
200 g sykur
130 g hveiti
1/4 tsk. lyftiduft
Þeytið saman egg og sykur þar til
létt og Ijóst og blandið þvi næst hveiti
og lyftidufti saman við. Hellið deiginu
í tvö tertuform og bakið við meðal-
hita.
Sveskjusulta:
400 g steinlausar sveskjur
75-100 g sykur
3-4 dl vatn
Sjóðið sveskjurnar í vatninu við
lágan hita í tæpa klst. Látið leka af
þeim í sigti. Hakkið því næst sveskj-
umar eða maukið, látið í pott með
sykrinum og hitið vel í gegn við væg-
an hita (þær mega ekki sjóða því þá
gæti sultan orðið seig). Bætið soðinu
sem eftir er út í ef sultan verður of
þykk.
Vanillukrem:
1 egg
1 eggjarauða
1 msk. sykur
salt á hnífsoddi
1 msk. maisenamjöl
2-3 dl rjómabland
1 msk. vanilla
Setjið allt nema vanilluna í pott á
heita plötu og þeytið þar til þykkn-
ar. Bætið að lokum vanillunni út í.
Aðferð:
Kljúfið botnana lárétt. Skiptið
kreminu í tvennt og smyrjið þvi inn-
an í sundurskomu botnana og leggið
þá saman aftur. Leggið botnana (2
botnar og báðir með vanillukremi á
milli) síðan saman með þykku lagi af
sveskjusultu á milli. Sprautið hálfum
lítra af þeyttum rjóma á kökuna og
skreytið með sveskjuþitum eða sultu.
Einnig má bera rjómann fram sér og
þá má sigta flórsykur yfir kökuna til
skreytingar.
Aprikósukaka með
marsipani
U.þ.b. 300 g marsipan
Rommfromage frá Kjörís
(frosinn)
1 svampbotn:
sama uppskrift og að
sveskjukökubotninum.
1 möndlubotn:
100 g smjör
100 g hveiti
2 msk. sykur
1 eggjarauða
16 saxaðar möndlur
Hrærið saman rauðuna, sykurinn
og smjörið. Bætið hveitinu út i og
smyrjið þessu í tertuform (ekki upp
með hliðunum). Bakið við meðal-
hita þar til Ijósbrúnt.
Apríkósusulta:
500 g apríkósur, þurrkaðar
75 g sykur
4 dl vatn
Notið sömu aðferð og við sveskju-
sultuna nema apríkósumar eru
þvegnar og lagðar í bleyti í 2-3 klst.
‘Épatur og kðkur w
** *
Smjörkrem (á hliðamar):
100 g mjúkt smjör
200-250 g flórsykur
2-3 msk. sterkt kafii
vanilla
Þeytið allt saman.
Aðferð:
Kljúfið svampbotninn lárétt. Leggið
möndlubotninn á fat og smyrjið
aprikósusultunni ofan á hann, á hálf-
an svampbotninn, síðan gott lag af
rommfromage, þá helminginn af
marispaninu (útflöttu) og loks hinn
helming svampbotnsins. Smyrjið efsta
svampbotninn með sultu og látið hinn
helming marsipansins ofan á. Spraut-
ið smjörkreminu á hliðar kökunnar
eða smyrjið því á og hraunið. (Best er
að fletja marsipanið út í stórum, glær-
um plastpoka. Leggið það á kökuna
með keflinu og klippið til á kökunni.
Krydd og bökunarvörur
-
!■ r
■ r i
- frá Bistro Carpe Diem
Skrælið eplin og skerið í bita.
Skerið vínberin í tvennt, stein-
Allt fy rir
fermingarveisluna
— ostar, ostakökur,
ostabökur,
ostapinnar og
me ðlætí
OSTA OG
SMJÖRSALAN SE
VEISLUÞJOMUSTAN
BITRUHALSI 2 • SIMI: 569 1652
Láttu það
eftk þ
Sœlkeravörurnar
frá hteilsuhúsinu
Skoðaðu girnilegar og heilsusamlegar
_h
uppskriftir á heinxasíðu okkar:
www. heilsa.is
eilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
Hvemig væri að prófa hunangs-
gljáða kjúklingabringu á rosti-kart-
öflu og sykurgljáðum perlulauk? Þetta
getið þið útbúið sjálf með aðstoð Jóns
Amars Guðbrandssonar, yfirmat-
reiðslumanns á Bistro Carpe Diem,
sem hér kennir ykkur handbragðið.
Uppskriftin miðast við fjóra.
Hunangsgljáð
kjúklingabringa
4 kjúklingabringur, u.þ.b. 200 g hver
6 bökunarkartöflur
200 g frosinn perlulaukur
50 g sykur
6 dl kjúklingasoð (vatn og kraftur)
salt og pipar
3 tsk. smjör
6 tsk. hunang
2 msk. portvín
maizenamjöl/kartöflumjöl
Brúnið kjúklinginn á pönnu og
kryddið með salti. Smyijið húðina síð-
an með hunangi og bakið við 180 gráð-
ur í 15 mín. Afhýðið kartöflumar og
skerið i þunnar skífur sem svo em
skomar í þunna strimla. Saltið kart-
öflustrimlana örlítið og kreistið allan
vökva úr þeim. Steikið þá á teflon-
pönnu, eða pönnu sem ekki festist við,
og brúnið þá á þáðrnn hliðum. (Það
fer u.þ.þ. 1 1/2 kartafla í hverja rosti
kartöflu, ein rosti á marrn).
Útbúið kjúklingasoðið og bragð-
bætið þar til hæfilega bragðmikið.
Þykkið örlítið með maizenamjöli og
bætið síðan 2 tsk. af hunangi út í
ásamt smjörinu (3 tsk.) og portvín-
inu (2 msk.). Saltið og piprið. Setjið
perlulauk og sykur í pott ásamt 1/2
dl af vatni og smjörklípu. Látið
krauma í 10-12 mín. þar til laukur-
inn fer að brúnast í sykrinum.
Setjið rosti kartöflu á diskinn og
gljáðan laukinn þar ofan á. Setjið
kjúklinginn þvi næst ofan á laukinn
og hellið sósunni yfir. Þetta er gott
með Waldorf-salati og t.d. Char-
donnay Canepa sem er frekar þurrt
vín.
Waldorf-salat
3 græn epli i
1 b. græn vínber '
1 b. valhnetukjamar
1 b. sýrður rjómi
1/2 b. þeyttur ijómi
2 tsk. sítrónusafi
Jón Arnar á Bistro Carpe Diem gefur
uppskrift aö hunangsgljáðum
kjúklingabringum.
DV-mynd ÞÖK
hreinsið þau og skolið valhnetum-
ar. Blandið rjómanum og sýrða
rjómanum gætilega saman og bætið
síðan eplum, vínberjum og hnetum
saman við ásamt sítrónusafa.
Veisl up j ónustan