Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998 34 ^aturjtgkökur Páskarnir hjá Snorra Má í Dagsljási: Afslöppun og útivíst „Það er nú varla hægt að segja að við séum íhaldssöm hvað pásk- ana varðar, nema þá helst í seinni tíð eftir að við fórum að vinna meira en góðu hófi gegnir. Þá höf- um við notað þessa daga fyrst og fremst til þess að slappa af og pústa aðeins," sagði Snorri Már Skúlason, einn umsjónarmanna Dagsljóss. Snorri sagðist stundum hafa dvalið í sumarbústað yflr páskana en það stæði ekki til um þessa páska. „Við erum mikið skíðafólk svo að þegar veður og aðstæður leyfa höfum við reynt að fara eitt- hvað á skíði. Nú erum við að reyna að kynna þetta fyrir sex ára dóttur okkar því skíðaiðkun er upplagt fjölskyldusport ef allir eru með. Ætli við reynum ekki að komast eitthvað á skíði um þessa páska á milli þess sem við liggjum með tærnar upp i loft og slöppum af. Oft er mesta hvíldin fólgin í úti- veru.“ Fjölskyldumeðlimirnir fá vita- skuld páskaegg á páskadag en Snorri segist allajafna vera voða- lega lítill nammikarl. „Ætli páska- dagur sé ekki eini dagur ársins þar sem ég borða sælgæti fyrir há- degi, yflrleitt bara get ég það ekki, en þá opnast allar gáttir.“ Allra siðustu ár hefur lamba- læri oftast verið á borðum hjá Snorra á páskadag og sú hefð hef- ur skapast að bjóða vinum í mat á fostudaginn langa. „Á þeim degi er yfirleitt lítið hægt að gera og þvi upplagt að hitta fólk og brjóta upp deyfðina og aðgerðaleysið. Þá höf- um við oft fengið úrvals nauta- og lambakjöt I Gallerý Kjöt sem sér- staklega er ætlað í fondue og er al- gjört lostæti, enda stendur máltíð- in og fellur með þvi að kjötið sé svo meyrt að það bráðni nánast upp í manni. Fondue er ekta sel- skapsmatur þar sem fólk situr í 2-3 tíma yfir pottinum og boröar," Hér fyrir neðan birtum við upp- skriftina en Snorri lét líka fylgja uppskrift að sósum til að dýfa kjöt- inu og grænmetinu í og að eftir- rétti. r Urvals fondue 250-300 g á mann af sérvöldu nauta- og lambakjöti (keypt niður- skorið og fituhreinsað í Gallerý Kjöt). Notið sólblóma- eða maisolíu til að steikja kjötið upp úr. Hitið olí- una í potti á eldavél áður en hún fer undir eldinn. Hver steikir kjötið að eigin smekk. Meðlæti til að steikja í olíunni: Sveppir skornir til helminga, laukur og perlulaukur. Annað meðlæti: Bakaðar kartöflur, agúrkusalat (saxaður hvitlaukur, rifnar agúrkur og sýrður rjómi), tómatar, ólífur, púrrulaukur, steinselja, og rauðvín. Hvítlaukssósa: 100 g sýrður rjómi 2-3 söxuð hvítlauksrif söxuð steinselja Bearnaise-sósa: 200 g sýrður rjómi 2 tsk. beamaise-essens 3 eggjarauður söxuð steinselja Sinnepssósa: 100 g sýrður rjómi 50 g franskt sinnep 50 g rifsberjasulta Súkkulaðifondue (eftirréttur) 250 g rjómaostur 50 g suðusúkkulaði 1/2 bolli mjólk 2/3 bolli sykur 1 msk. koníak Hitið mjólk og ost í potti við væg- an hita þar til osturinn er bráðnað- ur. Hrærið stöðugt í. Setjið sykur og súkkulaði út í. Hrærið þar til þetta hefur blandast vel saman. Bætið koníaki i og hellið í fonduepott. Eftirfarandi góðgæti er skorið í hæfilega stóra bita og sett í skálar, tilbúið fyrir súkkulaðibaðið: jarðar- ber, vinber, bananar, kiwi, ananas og makkarónukökur. Snorri Már í Dagsljósi ætlar að slappa af um páskana og e.t.v. skella sér á skíði með fjölskyld- unni. Með honum á myndinni er Hugrún, 6 ára dóttir hans. DV-mynd Sparímáltíð úr nautakjöti - frá Gallerý Kjöt Karl í Gallerý Kjöt gefur m.a. uppskrift að heilsteiktum nautahryggvöðva með hunangsbættri sinnepsósu. Karl B. Örvarsson matreiðsiumað- ur í Gallerý Kjöt á Grensásveginum kemur hér með tillögu að þrírétta máltíð með nautakjöt sem aðalrétt. í forrétt eru sniglar en í eftirrétt mælir hann eindregið með franskri kampa- vinstertu sem fæst í versluninni og er að hans sögn afar ljúffeng með kaffi. Uppskriftirnar miðast við fjóra. Verði ykkur að góðu! Sniglar í brauðkollum (forréttur) 2 pakkar brauðkollur (fást í Gall- erý Kjöt) 1 dós sniglar (fást i Gallerý Kjöt) 200 g smjör 2 marðir hvítlauksgeirar 1 steinseljubúnt, flnt saxað 1 tsk. provencial krydd Girnilegt, ekki satt? DV-mynd E.ÓI. Setjið einn snigil í hverja brauð- kollu og reiknið með 4-5 á mann. Blandið öllu hinu saman og smyrjið því yfir sniglana. Bakið við 180 gráður í u.þ.b. 8 mín. Heilsteiktur nautahrygg- vöðvi með hunangs- bættri sinnepssósu 1-1,2 kg nautafillet með fitu salt og pipar Skerið rendur i fituna og sinina undir fitunni án þess að skera í kjötið sjálft. Brúnið vöðvann á pönnu við snarpan hita á öllum hliðum. Kryddið. Setjið i 80 gráða C heitan ofn á blæstri í 60-70 mín. Notið kjöthitamæli og þegar kjam- inn hefur náð 58 gráðum C er vöðvinn tilbúinn. Takið steikina út úr ofninum og hvílið undir stykki í 15 mín. Þannig nær safinn í kjötinu að setjast áður en það er skorið. Hunangsbætt sinnepssósa: 50 g smjörlíki 50 g hveiti 6 dl nautasoð (eða vatn og kraftur) 1 dl rjómi 11/2 tsk. sætt sinnep 11/2 tsk. Dijon-sinnep 3 dropar Tabasco-sósa 11/2 tsk. hunang salt Búið til smjörbollu úr hveiti og smjörlíki. Hellið soðinu hægt í pott- inn og þeytið á milli svo ekki myndist kekkir. Látið suðuna koma hægt upp og hrærið í öðru hvoru. Bætið svo rjómanum i og látið krauma i nokkr- ar mín. til viðbótar. Bætið þá sinnep- inu, hunanginu og Tabasco- sósunni út í. Setjið lok á pottinn og látið standa í 1 klst. Bragðbætið þá sósuna með salti og pipar og litið með sósulit. Gott að bera fram með bökuðum kart- öflum og pönnusteiktu grænmeti, s.s. DV-mynd E.ÓI. spergilkáli, blómkáli og sveppum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.