Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1998
26 matur og kökur
Heimatilbúið fermingarhlaðborð:
- segir Bergþóra Ólafsdóttir sem hár gefur uppskriftir
„Þetta borð er mjög einfalt og þægi-
legt og ekki mjög dýrt. Það er hægt að
undirbúa það með góðum fyrirvara
sem kemur sér vel þegar veislan er
heima. Á fermingardaginn gerði ég
ekkert annað en að hita pottréttinn og
bera á borð,“ sagði Bergþóra Ólafs-
dóttir sem haldið hefur tvær ferming-
arveislur í heimahúsi.
í bæði skiptin bauð hún upp á þri-
réttaðan kaldan forrétt og heitan pott-
rétt í aðalrétt. Að eigin sögn fannst
henni þörf á því að koma með eitt-
hvað ferskt og létt á móti pottrétt-
inum. Forrétturinn samanstóð af fisk-
rétti með dressingu, tvenns konar síld
með rúgbrauði og kjúklingapaté. Með
pottréttinum var hún með hrísgrjón,
hrásalat og heitt brauð. Hún var
reyndar líka með ostabakka og bar
fram marsipantertu og ístertu með
kaffinu örlítið seinna um kvöldið.
„Skipulagningin er aðalatriðið, þ.e.
að gera innkaupin tímanlega, útbúa
réttina í réttri röð og hafa t.d. helst
ekki nema einn rétt sem þarf að fara í
ofn. Hlaupréttinn og pottréttinn er
hægt að útbúa daginn áður og geyma
í kæli en paté má útbúa tveimur dög-
um áður. Með paté má bera fram rist-
að brauð ef fólk vill eða létt grænmeti,
t.d. niðursaxaðar gúrkur."
Hún gefur hér þrjár uppskriftir en
eina þeirra, hrísgrjónasalat með sjáv-
arréttum, þarf að búa til samdægurs.
Bergþóra var með 40 manna veislu og
lét duga einfalda uppskrift að
kjúklingapatéinu (2 form) en tvöfald-
aði hrísgrjónasalatið og þrefaldaði
hlaupréttinn.
Bergþóra, sem haldiö hefur tvær fermingarveislur í heimahúsi, gefur hér góö ráö og uppskriftir.
DV-mynd E.ÓI.
Hrísgrjónasalat með
sjávarréttum
(þarf að útbúa samdægurs)
2 dl hrísgrjón
400 g rækjur
400 g hörpuskel
3 tómatar
2 grænar paprikur
safi úr 2 sítrónum
Sjóðið grjónin og kælið. Snögg-
sjóðið hörpuskelina og kælið. Saxið
tómata og papriku smátt og blandið
öllu saman í skál. Setjið sítrónusafa
út í og kælið. Gott er að hafa létta
sósu með (sjá uppskrift úr rækju-
hlaupi) og nota þá steinselju.
Rækjur og rauðspretta
í hlaupi
(má útbúa daginn áður)
10-12 lítil rauðsprettuflök
u.þ.b. 400 g hreinsaðar rækjur
2 harðsoðin egg
1/2 knippi dill
1 bréf ljóst soðhlaup frá Toro (má
bragðbæta með sítrónu eða
hvítvíni)
Hreinsið fiskinn, sjóðið og kælið.
Raðið fallega í form (1 stk.) fiski,
Halldór
Sigurös-
son,
konditor og bak-
ari, gefur uppskriftir
og ráöleggingar varö-
andi bakstur á kransa-
kökudeigi. Hann heldur
á sprautupoka með til-
búnu kransakökudeigi
í. DV-mynd
Hilmar Pór
Bragðgott og skemmtilegt á páskaborðið:
Kransakökuegg
með páskaunga
Halldór Kr. Sigurðsson, bakari
og konditor, gefur hér einfaldar
uppskriftir að kransakökupáska-
eggi og kransaköku. Páskaeggið er
sérstaklega einfalt því deigið fæst
tilbúið frá Odense i næstu verslun í
sérstökum sprautupoka.
Halldór er lærður bakari og fór
síðán til Danmerkur að nema köku-
list á einu frægasta konditori í Dan-
mörku, Kransakökuhúsinu sem sér-
hæfir sig í kransakökum. Hann út-
skrifaðist þaðan í október sl. og
starfar nú lijá Myllunni. Hann hefur
m.a. haldið námskeið í konfektgerð
og ýmsu því sem lýtur að kökugerð.
Kransa-
kökupáskaegg
2 pokar tilbúið kransa-
kökudeig (frá Odense)
100 g dökkir súkkulaðidrop-
ar (frá Odense)
flórsykur og eggjahvitur í
glassúr
sykurbráð ef vill
Teiknið 4 hringi
á
blað, tvo ávala fyrir eggið og tvo
kringlótta fyrir standinn. Innanmál
ávölu hringjanna er u.þ.b. 10 sm á
breiddina og 15 sm á hæðina og ut-
anmál þeirra u.þ.b. 15 sm á breidd-
ina og 20 á hæðina. Innanmál
kringlóttu hringjanna er u.þ.b. 8 sm
og utanmál þeirra 12 sm.
Leggið smjörpappír yfir blaðiö með
áteiknuðu hringjunum, sprautið
massanum eftir þeim. Setjið á bökun-
arplötu og bakið við u.þ.b. 200 gráður
í u.þ.b. 8 mín. Látið hringina kólna og
sprautið síðan á þá með glassúr til
skreytingar (upplagt að búa til lítið
kramarhús úr smjörpappír og nota
sem sprautu).
Bræðið súkkulaðið í
vatnsbaði og notið til að
festa hringina saman.
Skreytið eggið síðan með
páskaunga og t.d. Mackintosh-
molum (má líka festa þá með
sykurbráð).
Kransakaka
(20 manna)
800 g Bage
marsipan (frá
Odense)
Laugavegi 36, Torginu Hverafold og Langarima, Rvík. PöntunarsÉni 551-3524
\
rækjum, eggjum og dilli. Útbúið
hlaupið samkvæmt leiðbeiningum á
pakkanum og hellið varlega í form-
ið. Kælið. Dýfið forminu snöggvast í
heitt vatn og hvolfið innihaldinu
síðan á fat. Skreytið með salatblöð-
um, dilli og sítrónubátum. Gott að
bera fram með léttri sósu úr u.þ.b.
50 g af majonesi, 2 dl af sýrðum
rjóma, safa úr 1 sitrónu og fint söx-
uðum kryddjurtum (steinselju eða
dilli).
Kjúklingapaté
(má útbúa 2 dögum áður)
1 kjúklingur
2 msk. smjör
2 msk. hveiti
4 dl mjólk
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 tsk. Eðal kjúklingakrydd frá
Pottagöldrum
4 egg
fersk steinselja
Sjóðið kjúklinginn. Takið allt
kjötið af honum á meðan það er
heitt og setjið í mixara. Gerið jafn-
ing úr smjöri, hveiti og mjólk og
setjið kryddið og steinseljuna út í.
Kælið jafninginn örlítið og hrærið
eggin svo út í með handþeytara.
Blandið kjötinu saman við og setj-
ið allt í tvö form. Setjið álpappír
yfir formið og bakið í ofnskúfiú
með vatni í u.þ.b. 40-50 min. við
190 gráða hita. Takið álpappírinn
af síðustu 15 mín. Stingið prjóni í
formið til þess að athuga hvort
þetta er bakað. Bakið það lengur ef
roði er í safanum. Hvolfiö þessu á
fat og skreytið með salatblöðum og
sultuðum litlum gúrkum.
Svona er rúllan gerð þríhyrnd.
DV-myndir Hilmar
400 g sykur
1-2 eggjahvítur (eftir stærð eggj-
anna)
flórsykur og eggjahvitur í glassúr
Hrærið marsipani og sykri vel sam-
an og bætið eggjahvítu síðan út í.
(Massinn á að vera dálítið stífur.)
Skiptið massanum síðan niður í sex
stykki (200 g hvert) og rúllið hverju
þeirra út í 50 sm lengju (notið hend-
urnar). Pressið síðan ofan á lengjuna
með hendinni svo að rúllan verði
u.þ.b. þríhyrnd á borðinu (sjá mynd)
en við það lengist hún um 3-4 sm
(verður 53-54 sm).
Fyrsti hringurinn á að vera u.þ.b. 8
sm á lengd og hinir alltaf 11/2 sm
lengri en sá síðasti (fyrst 8 sm, svo
91/2, svo 11 o.s.frv.) þar til 16 hringj-
um er náð. Lengjurnar eru síðan
formaðar í hring og þeim raðað á bök-
unarplötu. Notið aðra bökunarplötu
til þess að þrýsta örlítið niður á alla
hringina svo auðveldara sé að raða
þeim saman. Bakið við u.þ.b. 200 gráð-
ur í u.þ.b. 8 mín. Kælið hringina (ekki
verra að frysta þá ef þið hafið tima en
þá tekur það 1 til 11/2 klst. að þíða þá
aftur) og sprautið á þá með glassúr til
skreytingar. Notið einnig glassúr til
að festa hringina saman. Skreytið
með Mackintoshi og festið það með
heitum sykri (sykurbráð).