Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1998, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998 AjV
Hfratur og kökur
- tilvaldir á veisluborðið
Hér eru tvær uppskriftir aö forrétt-
um frá Katharínu Sýbillu Snorradótt-
ur, matreiðslunema á Fjörukránni.
Hún segir þá bæði fljótlega og góða en
önnur uppskriftin er að nautatungu
með piparrótarsósu og kryddsoðnum
eplum en hin að reyktum laxi með
rjómaosti og spergli.
Reyktur lax með
rjómaosti og spergli
u.þ.b. 1/2 flak af reyktum laxi
200 g rjómaostur
2 tsk. Dijon-sinnep
1 tsk. estragonlauf
1 spergill
Skerið laxaflakið í þunnar sneiðar
og raðið sneiðunum í feming á filmu-
plast. Hrærið ijómaosti, srnnepi og
estragonlaufi vel saman þar til ostur-
inn er orðinn mjúkur. Smyrjið osta-
blöndunni frekar þunnt ofan á laxinn,
setjið spergil í miðjuna og látið
filmuna hjálpa til við að rúlla upp lax-
inum. Rúllið frekar þétt. Vefjið því
næst filmunni utan um rúlluna og
frystið. (Gott að gera þetta daginn
áður.) Látið standa í u.þ.b. 15 mín.
áður en laxinn er skorinn í sneiðar,
eða hvernig sem vill. Berið fram með
hvítlaukssósu og skreytiö með fersku
salati og smátt skorinni papriku.
Nautatungan Iftur girnilega út.
Hvítlaukssósa:
200 g sýrður ijómi
2-3 hvítlauksrif
1 msk. hunang
Blandið þessu saman og bragð-
bætið með aromati eða salti og pip-
ar.
Nautatunga með
piparrótarsósu oa
kryddsoðnum epium
1 kg nautatunga, soöin í u.þ.b. 1
klst. og kæld. Skorin í þunnar sneið-
ar þegar bera á fram. Borin fram
með piparrótarsósu og kryddsoðn-
um eplum og skreytt með rifsberja-
hlaupi og fersku salati sem í er
smátt brytjaður gráðostur.
Piparrótarsósa:
200 g sýrður ijómi
2-3 tsk. piparrót
Bragðbætið með sítrónusafa og
sykri.
Kryddsoðin epli:
1/2 1 vatn
11/2 b. sykur
1/2 sítróna
1/2 appelsína
1 kanilstöng
3 negulnaglar
Setjið allt i pott og sjóðið þar til
sykurinn er uppleystur. Skrælið
eplin og skerið í tvennt. Takið
kjamann úr. Sjóðið í kryddleginum
í 2 mín. og látið kólna í leginum.
(Gott að gera daginn áður.)
Katharína í Fjörukránni kemur hér
með tillögur að tveimur forréttum. Hér
heldur hún á reykta laxinum.
Eftirréttir í boði Perlunnar:
Súkkulaðimousse og hindberjafrauð
Ríkharður Gústavsson, matreiðslu-
maður í Perlunni, gefur okkur hér
uppskriftir að tveimur eftirréttum.
Annars vegar að súkkulaðimousse á
brúnum svampbotni sem best er að
útbúa með dags fyrirvara og hins veg-
ar að hindbeijafrauði. Það er um að
gera að prófa þetta næst þegar ykkur
vantar tilbreytingu.
Súkkulaðimousse
á brúnum svampbotni
1 brúnn svampbotn
Grand Mamier
Kljúfið botninn í tvennt (þ.e. þynn-
baði og leggið
matarlímið í
bleyti. Pískið
einni og einni
eggjarauðu út í
súkkulaði-
blönduna þegar
súkkulaðið er
bráðnað. Bræð-
ið matarlímið
og bætið því út
1 blönduna.
Blandið loks
stífþeyttum
hvítunum var-
lega saman við.
Hellið mouss-
Súkkulaöimousse á brúnum svampbotni er best að útbúa inni yfir köku-
með dags fyrirvara. botninn og fryst-
ið i u.þ.b. sólar-
***
ið hann) og bleytið í honum með
Grand Mamier. (Ef þið viljið búa til 2
kökur þá bleytið í báðum helming-
um). Heftið karton eða álpappír utan
um botninn eða notið hringlaga
springform til að halda við moussina
á meðan hún harðnar í frysti.
Súkkulaðimousse:
(dugar á tvo botna)
400 g súklculaði
200 g smjör
10 eggjarauður
10 eggjahvítur
4 matarlímsblöð
Bræðið súkkulaði og smjör í vatns-
hring. Takið út u.þ.b. 1
klst. áður en borið er fram
og skreytið með sigtuðum
flórsykri, kakói og fersk-
um jarðarberjum. Gott er
að bera vanillukrem
og/eða vanilluís fram með
þessu.
Vanillukrem:
11/2 dl rjómi
11/2 dl mjólk
4 eggjarauður
100 g sykur
1/2 tsk. vanilludropar
Hrærið þetta yfir vatns-
baði þar til þykknar.
Hindberjafrauð
3 egg
1/41 ijómi
3 matarlímsblöð
150 g sykur
250 g fersk eða frosin
hindber
Þeytið saman egg og
sykur þar til ljóst og létt.
Þeytið ijómann sér. Legg- Ríkharöur heldur hér á hindberjafrauði sem hann
ið matarlímið í bleyti og
bræðið það síðan og blandið saman
við eggjahræruna. Maukið frosnu ber-
in í matvinnsluvél og blandið þebn
saman við blönduna ásamt ijóman-
um. Setjið frauðið svo í form og fryst-
ið. Berið fram með súkkulaðisósu og
þeyttum rjóma og skreytið með fersk-
um hindberjum.
Súkkulaðisósa:
1 peli rjómi
gefur uppskrift að sem eftirrétti.
80 g suðusúkkulaði/rjóma-
1 súkkulaði
Látið suðuna koma úpp á ijóman-
um. Brytjið súkkulaðið út í og takið
pottrnn af hitanum. Hrærið þar til
sósan er slétt.