Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1998, Page 10
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 *ZL 32 tónlist ísland t f i ♦ » » i* I * § | i I 1(1) Pottþétt 11 Ýmsir flytjcndur 2(4) All Saints All Saints 3(3) Titanic Úr kvikmynd 4(5) Left of the Middle Natalie Imbruglia 5(2) Pilgrim Eric Clapton 6(6) Madonna Ray of Light 7(7) Urban Hymns The Verve 8 (Al) Fat Of The Land The Prodigy 9(8) Drumsanddecksandrockandroll Propellerheads 10(1) Let’s Talk About Love Celine Dion 11(9) Moon Safari Air 12(10) Aquarium Aqua 13(12) Yield Pearl Jam 14 (- ) The Pillage Cappadonna 15(13) Together Alone Anouk 16(14) OK Computer Radiohead 17 (17) Simply the Best Tina Turner 18(16) BestOf Eros Ramazotti 19 (Al) Rússibanar Rússibanar 20 ( - ) Velvet Rope JanetJackson London -lög- § 1. ( 1 ) It's Like that Run DMC Vs Jason Nevins | 2. ( 2 ) My Heart will go on Celine Dion f 3. ( - ) La Primavera Sashl | 4. (_ ) All I Want Is You 911 t 5. (- ) I Get Lonely Janet Jackson | 6. ( 3 ) Let Me Entertain You Robbie Williams | 7. ( 4 ) Stop Spice Girls t 8. ( 9 ) Truely Madly Deeply Savage Garden f 9. ( 5 ) No No No Destiny's Child | 10. ( 7 ) Here's Where The Story Ends Tin Tin Out & Shelley Nelson New York -lög- t 1. (-) AIIMyLife K-Ci & Jojo | 2. ( 5 ) Frozen Madonna I 3. ( 2 ) Nice and Slow Usher f 4. ( 4 ) My Heart Will Go On Celine Dion | 5. ( 3 ) No, No, No Destiny's Child f 6. ( 7 ) Let's Ride Montell Jordan f 7. ( 6 ) Truely Madly Deeply Savage Garden | 8. (1 ) Gettin' Jiggy Wit it Will Smith ( 9. ( 8 ) Gone Tíll November Wyclef Jean t 10. (- ) Too Close Next Bretland t 1. ( -) The Best Of James f Z ( 2 ) Titanic Úr kvikmynd f 3. ( 1 ) Let's Talk About Love Celine Dion f 4. ( 4 ) Life Thru a Lens Robbie Williams | 5. ( 3 ) Ray of Light Madonna t 6. (-) InMyLife George Martin/Ýmsir 1 7. ( 6 ) Urban Hymns The Verve t 8. ( -) Fresco M People | 9. ( 7 ) Left of the Middle Natalio Imbruglia f 10. ( -) Kylie Minoguo Kylie Minogue Bandaríkin — plötur og diskar— f 1. (1 ) Titanic Úr kvikmynd f Z ( 2 ) Let's Talk About Love Celine Dion t 3. (- ) Life Or Death C-Murder f 4. (- ) Van Halen 3 Van Halen | 5. ( 2 ) Ray of Light Madonna 4 6. ( 5 ) Savage Gardon Savage Garden | 7. ( 4 ) Pilgrim Eric Clapton f 8. ( 8 ) Backstreet Boys Backstreet Boys | 9. ( 6 ) Love Always K-ci & Jojo tlO. (-) The Player's Club I.......Úr kvikmynd Hvað er „Big Beat“? tilað stíft við Fátt hefur veriö jafn vinsælt síð- ustu mánuði meðal ungra Eng- lendinga og „Big Beat“-tónlistin svokallaða. Sérstaklega nýtist þessi tónlist þegar á að djamma og dansa, enda takturinn stór og mik- U1 og botninn breiður eins og nafn- ið bendir til. Tónlistin fer heldur ekki í manngreinarálit; bæði dans- fíklar og rokkarar sameinast um að hafa gaman að big bítinu enda má segja að i tónlistinni blandist saman danstaktur og rokk svo úr verði einstaklega kraftmikil dans- gólfastuðmúsik. Hljómsveitimar Chemical Brot- hers og Propellerheads em báðar tengdar stefnunni, en það sem kemur frá hljómplötufyrirtækinu Skint er big bít í sinni hreinrækt- uðustu mynd, eða eins hreinrækt- aðri og stefnan verður á annað borð því hún er í eðli sínu blend- ingur. Big bítið hefur tekið við af britpoppinu sem “það heitasta" í Englandi. Fram að þessu hafa for- sprakkar rafdanstónlistarinnar starfað neðanjarðar og ekki talið mikilvægt að hafa andlit út á við en með big bítinu eru „stjömurn- ar“ komnar aftur, leiðtogarnir spila á tónleikum og tala óhikað um sukkævintýri sín við press- una. Og krakkarnir fíla dæmið. Reifararnir geta enn tekið dópið sitt og dansað eins og brjálæðing- ar og rokkararnir geta lesið um svall stjamanna og fyrir þeim er tónlistin ekki of framúrstefnuleg eða „of svört“ til að hægt sé að fíla hana. Damian og Norman Fyrstu sprotar big bitsins spruttu í litlum klúbbi í London, Heavenly Social, þar sem plötu- snúðar með Tom og Ed úr Chem- ical Brothers í farabroddi tóku að blanda óvæntar stuðblöndur. Skint-plötufyrirtækið hóf starf- semi 1995 í strand- og stúdenta- bænum Brighton. Bærinn varð nokkurs konar höfuðborg big bíts- ins og þar er hinn frægi klúbbur Big Beat Boutique. Plötusnúður- inn Damian Harris sér um stjórn- ina hjá Skint og býr einnig til tón- list undir nafninu Midfíeld Gen- eral. „Þegar ég er plötusnúður spila ég allt,“ segir hann. „Big bít-1 plötusnúður verður að vera hálf- gerður glymskratti frekar en að búa til jafnt taktfast flæði eins og tíðkaðist í gömlu reifunum. Ég vann í plötubúð til margra ára og þar sá maður að svona 25 prósent af hverri tónlistarstefnu er góð. Ég spila bara góðu partana. Það eina sem er sameiginlegt með tónlist- inni er að hún verður að hafa feit- an takt og vera „dýnamísk“.“ Plötusnúðurinn og hljóðstjórn- andinn Norman Cook er ókrýndur konungur big bítsins. Á miðjum síðasta áratugi var hann bassa- leikari í gítarpoppsveitinni The Housemartins en snéri sér svo að danstónlist, fyrst með Beats International. Hann hefur starfað undir ýmsum nöfnum; Freak- power, Pizzaman, Mighty Dub Katz, en Fatboy Slim virðist vera það nafn sem hann ætlar að halda sig við. Hann kann að kreista fram það besta þegar hann tekur að sér að mixa lög; „því minni tími sem fer í að mixa, því betra,“ segir hann. „Ég reyni alltaf að fanga augnablikið og geri mín mix aldrei of flókin.“ Norman hefur átt tvö vinsæl mix á síðustu mánuðum, Cornershop-lagið „Brimful of Asha“ og „Renegade Master" með Wildchild. Einfalt stuð er boðorð Normans; „Ég geri tónlist fyrir kvenfólk," segir hann. „Strákamir eru alltaf að pæla í sándi og ein- hverjum smáatriðum en stelpur vilja bara gott lag. Þar til nýlega bjó ég með þremur konum. Ef þær komu ekki þegar ég var að vinna í stúdíóinu og spurðu: „Hvað er þetta?“ þá henti ég laginu. Þetta er munurinn á poppi og neðanjarðar- tónlist." „Nýi strákurinn" Mikið sukk fylgir tónlistinni og oft eru plötusnúðamir miklu fyllri og dópaðri en áheyrendurnir. ..Þetta er gamla rokk og rólið - þú vilt að stjömurnar séu stórfeng- legri og miklu verr farnar en þú sjálfur," segir Norman. Big bítið er í fullu samræmi við menningar- fyrirbærið „nýi strákurinn" (New Lad), sem persónugervist í hörð- um verkamannastrákum eins og Gallagher- bræðrum og er í æp- andi andstöðu við „mjúka mann- inn“, sem fjölmiðlar bjuggu til á síðasta áratugi. „Nýi strákurinn“ er auðvitað eins mikil uppfinning fíölmiðla en það er sem sagt opin- berlega svalt að hafa áhuga á fót- bolta og klámi, djamma stíft um allar helgar og vera dálítið svín. Lo-Fidelity Allstars - bjartasta von Skint fyrir þetta ár - er hljóm- sveit sem smellpassar í „nýja stráks“- ímyndina; fimm ungir slarksamir fótboltaáhugamenn og söngvarinn ber sig nákvæmlega eins á sviði og Liam Gallagher. Þeir látast vera hljómsveit þegar þeir koma fram þótt megnið af tónlist- inni sé á bandi en áhorfendum er sama og taka þeim eins og hverju öðru rokkbandi og slamma stíft við tónlistina. Komnar eru tvær smá- skífur með sveitinni en fyrsta breiðskífan er væntanleg seinna i þessum mánuði og ætti að verða at- hyglisverð miðað við smáskífumar. Peningalykt Skint byrjaði sem sjálfstætt fyr- irtæki en stórfyrirtækin runnu auðvitað á peningalyktina og Sony gerði risasamning við fyrirtækið. Þetta hefur þó lítil áhrif á framtíð tónlistarinnar því Skint og tónlist- armennirnir halda sínu listræna frelsi. Fyrsta útgáfan eftir að samningurinn var í höfn er safn- platan „Brassic Beats Vol. 3“. Það er verulega góð kynning á big bit- inu; fyrir utan þá Skint-listamenn sem nefndir hafa verið í þessari grein eru á plötunni íslandsvinim- ir Bentley Rhythm Ace, Cut La Roc, Hardknox og margir fleiri. Útbreiðsla big bítsins ætti að margfaldast þegar kynningardeild Sony fer á skrið því þótt tónlistin sé vinsæl í Bretlandi og Evrópu eru Ameríkanar t.d. ekki komnir á bragðið enn. Svo er bara að sjá hvert big bítið þróast, hvort það staðni eins og hver önnur gömul æla á dansgólfi eða þróist í nýjár víddir. Sjáumst á dansgólfmu! - glh Damian Harris: Glaður eftir góðan samning við Sony. Lo-Fidelity Allstars: Passa við ímyndina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.