Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1998, Side 4
FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 DV ■mn helgina ★ ★ Tunglið: í kvöld veröa haldnir rokktónleikar í Tunglinu þar sem nokkrar af okkar helstu rokksveitum munu leika frá klukkan 22 til 3. Hljómsveitimar sem fram munu koma eru Quarashi, Botnleðja, Maus, Stolía, Vínyll og Spitsign. Sveitimar þekkja flestir sem eitthvað hafa fylgst með íslenska tónlistarvorinu sem nú er í algleymingi. Botnleðja hefur Risa-rokktónleikar verið vinsælasta hljómsveit landsins þar til fyrir jól að hún fékk harða samkeppni frá öðrum ungsveitum, eins og t.d. Quar- ashi og Maus. Síðastnefnda sveitin var síð- an valin besta hljómsveit síðasta árs á ís- lensku tónlistarverðlaunahátíðinni fyrir stuttu. Tónleikamir eru haldnir á spennandi tíma þar sem hljómsveitirnar hafa ekki látið mikið í sér heyra undanfarið. Flestar standa þær i hljóðversvinnu ýmiss konar eða hafa verið að undirbúa tónleikaferðir og því ættu þær að koma geysilega ferskar til leiks að nýju. Sem dæmi má nefna að Botnleðja er nýkomin úr tónleikaferð um Evrópu og er nú að undirbúa tónleikafór um Ameríku. Kirkjuhvoll: Gítartónleikar Sjöttu og síðustu tón- leikarnir í styrktartón- leikaröð kennara við Tónlistarskóla Garða- bæjar verða haldnir í Kirkjuhvoli við Vidalínskirkju á sunnudaginn, kl. 16. Umsjón tónleikanna er i höndum Pét- urs Jónassonar gítarleikara og honum til aðstoðar verður Hrafnhildur Hagalín. Á efnis- skránni em einleiks- og sam- leiksverk fyrir gítar eftir John Dowland, Francisco Tárrega, Erik Satje og Mauro Guilani. í vetur hafa kennarar Tón- listarskóla Garðabæjar staðið fyrir tónleikum til að lýsa á táknrænan hátt yfir stuðningi við byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann. Kennararnir og gestir þeirra gefa vinnu sína við tónleikana og rennur að- gangseyririnn óskertur í sjóð sem nýttur verður til tækja- kaupa fyrir skólann. Pétur Jónasson gítarleikari mun leika til styrktar tækjakaupasjóði Tónlistarskóla Garöabæjar á sunnudag. Vortónleikar Stefnis Heiðar og félagar rokksveitinni Botnleöju munu ábyggilega veröa á útopnuöu f kvöld, enda vel æföir eftir tónleikaferö um Evrópu. DV-mynd Hari Karlakórinn Stefnir heldur fyrstu vortónleika sína á þessu ári í Hafn- arborg í Hafnarfirði á sunnudaginn kl. 20.30. Þá gefst velunnurum kórs- ins og öðrum áhugamönnum um söng tækifæri til að at- huga hvernig kórinn kemur undan vetri. Á sl. sumri fór kór- inn í söngferð til Aust- urríkis, Ungverjalands og Tékkóslóvakíu og flutti þá m.a. messu eftir Franz Liszt. Að þessu sinni em smærri verk á dagskrá en söngskráin er blönduð og fjölbreytt. Auk hefðbundinna karlakórslaga eftir innlenda og er- lenda höfunda má nefna íslensk og erlend lög af léttara tagi, nýjar út- setningar á þekktum lögum auk laga sem ekki munu hafa verið flutt hérlendis áður. Sum þessara laga era við erlenda texta en kórmenn reyna þó að stiila því í hóf með því að þýða erlenda texta eftir fóngum. Einsöngvarar em að þessu sinni allir úr röðum kórmanna, alls sjö. Stjómandi kórs- ins er Lárus Sveinsson og undirleik- ari Sigurður Marteinsson. Tónleik- arnir verða endurteknir í Varmár- skóla í Mosfellsbæ á þriðjudag. Listasafn íslands: Fimm verk Karólínu Á simnudagskvöldið, kl. 20, verða haldnir tónleikar í Listasafni ís- lands. Þar verða flutt fimm tónverk eftir Karólínu Eiríksdóttur. Þrjú verkanna hafa verið flutt áður en tvö verða fmmflutt. „Ég valdi þessi verk saman af því að þau hafa öll verið samin fyrir viðkomandi listamenn," sagði Kar- ólina í samtali við DV. En em ein- hver sérkenni á nýju verkunum? „Annað verkið er Flautuspil sem ég samdi fyrir Martial Nardeau og ég er ekki frá því að það sé nokkuð öðruvfsi en það sem ég hef gert áður. Hitt er svo við ljóðaflokkinn Heimkynni við sjó fyrir sópran og píanó sem er saminn við níu ljóð úr samnefndri ljóðabók Hannesar Pét- urssonar. Það er alltaf sérstakt að semja lag við ljóð því þá er það ljóð- ið sem ræður ferðinni og gefur hug- myndir. Maður er aö túlka ljóðið,“ segir Karólína. Það em Ingibjörg Guðjónsdóttir og Tinna Þorsteins- dóttir sem flytja ljóðaflokkinn. Hin verkin era öll samin á þess- um áratug. Þau eru Spil, sem Guð- rún S. Birgisdóttir og Martial Nar- deau leika, Hvaðan kemur lognið? sem er gítareinleikur, fluttur af Ein- ari Kristjáni Einarssyni, og Skýin sem Gunnar Kvaran sellóleikari flytur. Pimm verk eftir Karólínu Eiríksdóttir veröa flutt á sunnudagskvöldiö, þar af tvö frumflutt. DV-mynd GVA Frumsýningargestir eru sjálfsagt vanir ööru en aö setjast upp í strætó f upphafi sýningar en þeir virtust láta sér þaö vel lynda. DV-mynd S Leikhús í strætó Fyrir skömmu var framsýnt leikritið Nóttin skömmu fyrir skógana eftir Bernard-Marie Koltés. Þetta er samvinnuverkefni Nætur og dags, Loftkastalans og Allrahanda. Leikritiö er sýnt í talsvert óvanalegu leikhúsi því það fer fram í strætisvagni sem keyrir vítt og breitt um Reykja- víkurborg. í þessu umhverfi nær leikarinn mun meira sambandi við áhorfendur en í venjulegu leikhúsi og þar af leiðandi verða áhorfendumir hluti sjálfrar leik- sýningarinnar. Þetta er einleikur og fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk er- lends utangarðsmanns sem tekur yfir strætisvagn og messar yfir nærstöddum um aum kjör sín. Ólafúr Darri er í útskriftarár- gangi Leiklistarskóla íslands þetta árið og ættu margir að kannast við hann úr kvikmynd Óskars Jónassonar, Perlum og svínum, þar sem hann lék eitt að- alhlutverkið. Hann hefur að auki tekið þátt í fjölda leiksýninga. Leikstjóri er Stephen Hutton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.