Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
Fréttir
16 ára verkamaður í Garði lenti í öflugri fiskvinnsluvél:
Sá inn í bein og kjöt
- segir Jón Ásgeir Harðarson - öryggisbúnaður vélarinnar í ólagi
DV, Reykjanesbæ:
„Mér brá rosalega mikið. Þetta var
hræðileg sjón. Það blæddi mikið og
ég sá inn í bein og kjöt,“ sagði Jón
Ásgeir Harðarson, 16 ára verkamað-
ur í Garði, sem fór með hægri hönd-
ina í fésvél, fiskhausingavél sem
klýfur fiskhausa í tvennt, 27. apríl sl.
Fósturfaðir Jóns Ásgeirs, Krist-
inn Sveinn Sigurðsson, þekkir vel
til vélarinnar sem um ræðir. Hann
segir hársbreidd hafa munað að enn
verr færi þegar slysið varð.
„Þetta var spurning um sekúndu-
brot - ef hann hefði farið undir
keðjudrifið hefði hann misst hönd-
ina. Vélin greip fyrst í hanskann,
togaði síðan áfram og í gallann og
dró hönd hans inn í vélina. Vélar-
blaðið tók fyrst liðinn á vísiflngri og
fór síðan á kaf inn í miðliðinn á
löngutöng og upp eftir handarbak-
inu. Svo náði hnífurinn honum aft-
ur og þá fór hann inn í efsta liðinn
á vísifmgri og djúpt inn í mitt hand-
arbak og risti allt þar í sundur. Það
sást í gegnum höndina á honum. Ef
hann hefði skekkt höndina eitthvað
til vinstri meðan á þessu stóð hefði
hann farið undir keðjudrifið. Það er
í raun ótrúlegt að það skyldi ekki
gerast. Jón var kominn með alla
höndina inn í vélina og alveg að öxl
þegar hann náði að sveifla vinstri
hendinni yflr hægri hliðina og á
ótrúlegan hátt tókst honum að
teygja sig í rofann og slökkva á vél-
inni,“ segir Kristinn
Hann segir öryggisbúnað vélar-
innar hafa verið í ólagi og því hafi
slysið orðið.
„Það er öryggisslá á vélinni og
hún var ekki í sambandi. Rofinn
Jón Ásgeir Harðarson verkamaður stórslasaðist þegar hann fór með hönd-
ina í fiskvinnsluvél sem ekki var með öryggisbúnað í lagi. Hér er hann ásamt
unnustu sinni, Sigurborgu Hlöðversdóttur DV-mynd Ægir Már
vélina, eins og Jón, rekur maður sig
í slána og það drepst strax sjálfkrafa
á vélinni. Ef sláin hefði verið í lagi
hefði vélin stöðvast í tæka tíð og
þetta ekki gerst," segir hann.
Jón Ásgeir segir að atvikið hafi
átt sér stað þar sem hann var að
teygja sig inn í vélina þegar einn
hausinn festist. Hann hafi siðan ætl-
að að ýta honum betin- inn í vélina
en runnið til. Hann segir að eftir að
hann hafi náð að slökkva á vélinni
hafi félagi hans hjálpað honum að
losna úr henni.
Móðir hans, Sóley Kristinsdóttir,
sagði það hafa verið hrikalega sjón
þegar hún sá hönd sonar sins. „Ég
sá ekki fyrir mér hvernig hægt væri
að púsla þessu saman, miðað við
hvernig sárið leit út og beinin. Ég
gat ekki ímyndað mér að þetta yrði
heil hönd aftur.“
„Læknar búast við því að hann
fái að minnsta kosti staurfmgur á
vísifingri og kannski á löngutöng
einnig þar sem liðurinn fór illa.
Tíminn einn verður að leiða í ljós
hvemig þetta fer og það er bara að
vona það besta um að hann nái
bata, en hann nær sér aldrei full-
komlega. Hann er með spelkur og
vísifingur og löngutöng eru víraðir
saman,“ sagði Kristinn Sveinn.
Jón Ásgeir gaf skýrslu um atvik-
ið í gær hjá lögreglunni í Keflavík.
Vinnueftirlitið hefur skoðað um-
rædda vél og gefið skýrslu. Eigend-
ur fyrirtækisins hafa nú komið ör-
yggisslánni í lag. Jón Ásgeir, sem
verður 17 ára í júlí, stefnir á að fara
í skóla í haust og ætlaði að læra bif-
vélavirkjun en vegna slyssins verð-
var bilaður en hann sló alltaf út raf- bara úr sambandi. Öryggissláin er ur hann líklega að velja annað fag.
magninu þannig að þeir tóku hann fyrir gatinu og þegar maður fer í -ÆMK
Tveir Tálknfirðingar dæmdir til að greiða Mengunarvarnasjóði fyrir brot sín:
3,5 milljóna sekt
fýrir að sökkva Þrym
- hroki og virðingarleysi gagnvart náttúrunni og landslögum, segir dómurinn
„Hann skirrðist einskis við að
hrinda verkinu í framkvæmd og
sýndi með framferði sínu næstu
daga eftir að skipið sökk hroka og
virðingarleysi gagnvart náttúru is-
lands, yfirvöldum og landslögum.
Bendir greind háttsemi ákærða ein-
dregið til þess að hann hafi litið á
þetta sem sitt einkamál sem engum
öðrum hafi komið við.“
Þetta segu m.a. í niðurstöðu fjöl-
skipaðs Héraðsdóms Vestfjarða í gær
í máli tveggja Tálknfirðinga sem
stóðu að því að draga vélskipið Þrym
út á Tálknafjörð í nóvember sl. Afleið-
ingarnar urðu þær að Þrymur, 200
brúttólesta skip, sökk. Mennimir
voru dæmdir til að greiða samtals 3,5
milljónir króna til Mengunarvarna-
sjóðs. Álit dómsins var að háttsemi
mannanna benti eindregið til þess að
þetta hefði átt að fara leynt.
í dóminum er það rakið að þaö
hefði kostað eigandann, Bjarna
Andrésson, á þriðju milljón króna
að láta farga skipinu í Garðabæ.
Auk þess átti hann yfir höfði sér
málsókn fyrir að fjarlægja Þrym
sem hafði staðið ónotaður í átta ár í
fjörunni á Tálknafirði.
í skjóli myrkurs
Dómurinn benti á 8 atriði til
stuðnings því að verknaðurinn
hefði átt að fara leynt: Engin vitni
fundust að flotun skipsins. Bjarni
og Tryggvi Ársælsson, sá sem að-
stoðaði hann við að draga Þrym á
flot á farþegafleyinu Lindu, til-
kynntu yfirvöldum ekki um fyrir-
hugaðan drátt. Þrymur var dreginn
ljóslaus á brott í myrkri. Bjarni
neitaði ítrekað fyrir lögreglu að
upplýsa um afdrif skipsins áður en
kafarar voru sendir af stað með
varðskipi til að finna flakið. Engar
merkingar voru settar þar sem skip-
ið sökk. Ekki vora gerðar ráðstafan-
ir til að taka við Þrym á meintum
áætlunarstað í landi. Skýring
Bjama um að koma skipinu þar í
geymslu þótti ótrúverðug. Engin
grein var gerð fyrir þvi hvemig
Bjami ætlaði síðan að farga skip-
inu, enda hefði bráðabirgðageymsla
þess annars staðar verið skýlaust
brot á lögum um náttúruvernd.
„Verður atvikið ekki rakið til
slyss eöa óhappatilviljunar heldur
til gáleysis ákærðu beggja, sem telja
verður vítavert," segir í dóminum.
Greiði sakborningarnir ekki sektir
sínar - Bjarni 3 milljónir og Tryggvi
500 þúsund krónur - innan 4ra vikna
er Bjama gert að sæta varðhaldi í 6
mánuði en Tryggva 2 mánuði.
Dómsformaður var Jónas Jó-
hannsson, héraösdómari Vestfjarða.
Meðdómendur vora Finnur Torfi
Hjörleifsson, héraðsdómari á
Reykjanesi, og Agnar Erlingsson
skipaverkfræðingur. -Ótt
www.visir.is:
Eridurbættur kosningavefur
Gestir Netmiöilsins Vísis eiga
frá og með deginum í dag kost á að
fylgjst með aðdraganda sveitar-
stjómarkosninganna á endurbætt-
um kosningavef. Kosningavefur-
inn hefur reyndar verið opinn á
Netinu frá því i haust þar sem Vís-
ir tók frumkvæðið í umfjöllun um
kosningabaráttuna strax í október.
Á þessum tíma hefur orðið til mjög
myndarlegt safn frétta og greina er
varöa prófkjörin og kosningabar-
áttuna í sveitarfélögum landsins.
Á kosningavef Vísis má lesa lesa
nýjustu fréttir af framgangi kosn-
ingabaráttunnar. Einnig gefst les-
endum kost á aö skoða eldri fréttir
og greinar og leita í gagnabanka
þar sem er að finna þúsundir frétta
er varöa sveitarstjómarmál. Á Vísi
verða einnig úttektir um kosninga-
baráttuna í einstökum sveitarfélög-
um og framboðslistar kynntir. Þá
era ótaldar óstaðfestar fréttir úr
kosningabaráttunni sem notið hafa
vinsælda á kosningavefnum.
Lesendur Vísis geta skoðað fylgi
framboðslistanna samkvæmt skoð-
anakönnunum DV og rifjað upp úr-
slitin í sveitarstjórnarkosningun-
um 1994. Þá fá lesendur Vísis tæki-
færi til að taka þátt í atkvæða-
greiöslu, gefa framboðslistunum
atkvæði sitt, og viðra skoðanir sín-
ar um stefnumál framboðslistanna
í stærstu sveitarfélögum landsins.
Netmiðillinn Vísir er samstarfs-
verkefni DV, Dags, Viðskiptablaðs-
ins og fleiri aðila og er unninn í
samstarfi við vefstofu Skimu. Til að
komast inn á kosningavefinn þarf
að slá inn slóðina www.visir.is og
smella síðan í Kosningar 98. -hlh
Kosningavefur Vísis er á slóð-
inni www.visir.is
Stuttar fréttir i>v
Óviðunandi
Kristján Ragnarsson, formað-
ur LÍÚ, segir
óviðunandi að
Alþingi sé að
skella á lögum
og breyta regl-
um um síld-
veiðar rétt
áður en veið-
ar hefjast.
Nýjar reglugerðir þingsins eigi
eftir að skaða allt þjóðfélagið
verulega.
Tilboðsmarkaðurinn
Verðbréfaþing íslands hættir
frá og með 1. júní að veita reglu-
bundnar upplýsingar um viðskipti
á Opna tilboðsmarkaðinum.
Fíkniefni í skólum
Fíkniefnasalar eru famir að
beina spjótum sínum að ung-
lingum í elstu bekkjum grann-
skóla á íslandi samkvæmt frétt-
um Stöðvar 2. Þeir nota til þess
tengiliði í hópi nemenda.
U'tið úrval
Einn framboðslisti stendur
kjósendum í Hrísey til boða en
þeir voru þrír í síðustu kosning-
um. Á Breiðdalsvík og I Skorra-
dalshreppi er einnig aðeins einn
listi í framboöi. RÚV sagði frá.
Slegist um bókstafi
Félag óháðra borgara í Hafnar-
firði telur sig eiga rétt á hstabók-
stafnum H i komandi bæjarstjóm-
arkosningum. í bréfi til yfirkjör-
stjómar Hafnarfjarðar segja tals-
menn félagsins að þar sem Félag
óháðra borgara hafi haft bókstaf-
inn H á árunum 1966 til 1986 eigi
það rétt á að halda honum.
Komugjöld i innheimtu
Komugjöld á sjúkrahús og
sjúkrastofn-
anir eru
komin í lög-
fræðiinn-
heimtu. Lög-
fræðings-
reikningur
með komu-
gjaldi upp á
600 krónur og
lögfræðikostnaði á áttunda þús-
und krónur til viðbótar var
sýndur á Alþingi í gær. HeO-
brigðisráðherra fúllyrti að slík-
ur reikningur væri einsdæmi.
50 miðar á Sinfóníuna
Sinfóníuhljómsveit íslands
býður lesendum netmiðUsins Vís-
is að taka þátt í léttri getraun og
vinna tvo miða á næstu tónleika
hljómsveitarinnar sem fram fara
fimmtudagskvöldið 7. maí. 25
heppnir lesendur munu hver
vinna tvo miða á tónleikana.
15 á miðunum
15 síldveiðiskip era komin á
miðin, en sUdarvertíð hófst á
miðnætti. í morgun voru litlar
fréttir af afla þeirra.
Helmingur sáttur
Helmingur landsmanna telur
að þaö myndi engu breyta um
netnotkun sína þótt símagjöld
lækkuðu. Þeir sem mest nota
Netið eru harðastir á því að
gjaldskráin eigi að lækka. Bylgj-
an sagöi frá.
Hálendistöku mótmælt
Fjölmennur fundur samtaka
útivistarfólks
í gærkvöld
skorar á
þingmenn að
fresta „há-
lendisfrum-
varpi" félags-
málaráð-
herra. Yfir 20
þúsund
manns eru að baki fuUtrúaráð-
inu sem boðaði tU fundarins.
Bylgjan sagði frá.
Ólga innan R-listans
Ólga er innan flokkanna sem
standa að R-listanum vegna þeirr-
ar ákvörðunar að kenna listann
ekki lengur við flokkana heldur
Reykjavíkurlistann sjálfan. Nú má
líta svo á að R-listinn sé orðinn
flokkur en ekki lengur kosninga-
bandalag fjögurra flokka. -SÁ