Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Page 4
Fréttir Dræm viöbrögö viö skothríð Sverris: Samsæri þagnarinnar Viðbrögð þeirra sem Sverrir Her- mannsson hefur skotið fostum skotnm að undanfama daga í greinum í Morg- unblaðinu eru furðu daufleg, svo dauf- leg að nokkra furðu vekur. Davíð Odds- son forsætisráðherra lýsti því yfir við Bylgjuna í gær að hann hefði ekkert um úrsögn Sverris úr Sjálfstæðis- flokknum að segja opinberlega og að hann myndi svara opnu bréfi Sverris til sín með lokuðu bréfi. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðsins, viil engu svara efnislega um ásakanir Sverris á hendur honum öðru en því að þær séu rangar. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra vill held- ur engu svara um ásakanir Sverris á hendur honum. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vill ekkert segja um ásakanir Sverris um að hann sé jafnvel heilinn á bak við það sem Sverr- ir segir vera aðfór að sér, æru stnni og starfi. Það eina sem Kjartan vill láta eft- ir sér hafa er að það sé eftirsjá að Sverri úr Sjálfstæðisflokknum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson pró- fessor er sá eini, sem Sverrir hefur þru- mað yfir, sem eitthvað hefúr borið það við að svara ásök- unum sem á hann eru bomar. Þær _______________________jg sakir era þó harla lítilvægar og raun- ar ekki aðrar en þær að hann sé refshali og Chicago-speking- ur. Það er því ekki að ófyrirsynju að tala um samsæri þagnarinnar, menn hafi ákveðið að þegja Sverri í hel og láta sem þar fari óður maður fram sem sjáist ekki fyrir sakir reiði. Slíkum manni sé ekki ástæða til aö svara. En er Sverrir bara óður eða era óvenjulega haröorð og á köflum grófyrt skrif hans aðferö til að vekja kirfilega athygli á málum? Lítum aðeins á helstu Stefán ásakanir sem Sverrir hefur látið falla í grein- um sínum í Morgunblað- inu að und- anfomu: Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra Sverrir sakar Finn um að hafa stjómað bak við tjöldin vinnu Sig- urðar Þórð- arsonar rík- isendurskoð- anda við út- tekt á risnu- og laxveiðimálum bankans. Finnur hafi mælt fyrir um hvemig athugunin skyldi vinnast með það fyrir augum að fá fram fyrirfram gefha niðurstöðu sem kæmi Sverri sem allra verst. „Finnur á allan heiður af aðferðinni," segir Sverr- ir í grein sinni í Morg- unblaðinu 1. maí. _______________ í 1. maí-greininni rekur Sverrir Her- mannsson feril Finns Ingólfssonar í stjóm- málalífinu út frá sín- um sjónarhóli og með - sinni aðferð. Hann segir Finn hafa verið fjármálalegan ráðgjafa Þórðar Ingva Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra fjármögnunarfyrirtækis- ins Lindar, sem fór kirfilega á hausinn og Landsbankinn tapaöi á áttunda hundrað milljónum króna á. Lands- bankinn eignaðist Lind við uppgjör Sambandsins. Halldór Guðbjamason bankastjóri var stjómarformaöur Lind- ar þegar fyrirtækið varð gjaldþrota árið 1984. sson Sverrir Hermannsson. Bardaginn er rétt að byrja segja menn sem kunnugir eru Sverri. Sverrir lofar því að ekki séu öll kurl til grafar komin í Lindarmálinu og seg- ir að skuldadægur fyrirtækisins færist óðfluga nær. Hann hafi ekki sagt sitt síðasta orð þar. Loks sakar Sverrir Finn um að hafa rekist í því að gjaldþrota framsóknar- manni, sem samkvæmt heimildum DV er byggingameistari, var seld lóð í eigu Landsbankans á 30 milljónir. Sverrir kveðst hafa rift þessum kaupum, látið fara ffarn úboð og selt lóðina á 70 millj- ónir. Þessi lóð er viö Sæbraut, skammt frá byggingu íslandsbanka á Kirkjus- andi, og er kaupandi lóðarinnar úr út- boðinu, Ármannsfell hf., að byggja fjöl- býlishús á henni um þessar mundir. Sverrir heitir því að segja betur síðar frá því máli. Helgi S. Guðmundsson Helga S. Guðmundsson, núverandi formann bankaráðs Landsbankans, sakar Sverrir um að hafa reynt að færa allar tryggingar Landsbankans yfir til VÍS þar sem Helgi er tryggingasölu- stjóri. Þar hafi Helgi verið að hygla vinnuveitanda sinum og sjálfum sér, því hann hefði fengið sölulaun fyrir viðvikið. Þessu vísar Helgi á bug í samtali við DV. Hann sé ekki á prósentum hjá VÍS og hann hafi ekki reynt að reka slíkt er- indi. Að öðra leyti vildi hann ekkert um ásakanir Sverris á hendur sér segja. Á hausinn með Samskip í Morgimblaðsgrein 23. apríl heldur Sverrir því fram að stjómarformaður og forstjóri Eimskips, þeir Indriði Páls- son og Hörður Sigurgestsson, hafi sótt það fast viö sig og Kjartan Gunnarsson, þáverandi bankaráðsformann, aö þeir gerðu Samskip gjaldþrota. Þar með hefði Eimskip orðið eitt á sjóflutninga- markaði á íslandi. Flestir fjölmiðlar landsins hafa spurt þá Eimskipsmenn um málið en þeir svarað því einu til að þetta sé ekki svaravert. Æpandi þögn Þögn þeirra manna sem Sverrir sak- ar um bolabrögö, undirferli og jafhvel lögbrot er orðin æpandi. Menn sem þekkja Sverri vel ftdlyrtu við blaða- menn DV í gær að hann væri hvergi búinn að tæma þá brunna sem hann hefur ausið af að undanfómu. Hann hafi frá upphafi gert sér grein fyrir að málsmetandi menn myndu reyna að þegja sig í hel og þess vegna hafi hann tekið það til bragðs að draga hvergi úr stóryrðum og fúkyrðum, ekki bara af því honum væri það svo mjög lagið, heldur ekki síður til þess aö kalla fram hörð viðbrögð, gjaman meiðyrðamál. Ef það gerðist væri Sverrir þar með bú- inn að skapa sér opinberan vettvang, eða bardagavöll, þar sem hann gæti lagt ffam nauðsynleg og tiltæk gögn sem hann sannarlega hafi undir höndum. Og þau gögn muni velgja mörgum illa und- ir uggum. Bardaginn sé rétt að byrja. Ekki tókst, þrátt fyrir itrekaðar til- raunir, að ná samtali við Sverri Her- mannsson í gær. Til fyrirheitna iandsins Það styttist mjög í borgarstjómarkosning- amar f Reykjavík. Þess vegna kanna fjölmiðl- amir ótt og títt fylgi framboðslista í höfuð- borginni, hinu forna vígi Sjálfstæðisflokksins. Meginniðurstaðan, við athugun á hinum ýmsu könnunum, er sú að R-listinn bætir við sig manni nánast í hverri könnun. Árni getur því hrósaö happi að nú eru innan við þrjá vik- ur til kosninga. Mönnum er það í fersku minni að staðan var ekki björguleg hjá Sjálfstæðisflokknum þegar leið að síðustu borgarstjómarkosning- um. Markús Öm hætti sem útvarpsstjóri til þess að verða borgarstjóri eftir að Davíð gerð- ist landsfaðir. Aðrir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins komu sér ekki saman um arftakann. Vilhálmur, Ámi og Katrín Fjeld- sted vildu öll en fengu ekki. Vandinn var bara sá að Markús Öm trekkti ekki þegar nær dró kosningum. Vinstra liðið hafði tekið sig sam- an í andlitinu og brætt saman lista sem Ingi- björg Sólrún leiddi úr 8. sætinu. Það voru því góð ráð dýr. Helsta djásn flokksins var að tapast, sjálf höfuðborgin. Borgin sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði stjóm- aö nær alla tíð ef frá er skilið vandræðatímabilið þegar Sigurjón forseti Pétursson flutti inn Ikaras- ana og fyrirhugaði að byggja á sprungunum við Rauðavatn. Því varð að grípa til örþrifaráða. Markús Öm gafst upp á endasprettinum og var móður þá er hann afhenti Árna Sigfússyni keflið. Ámi sat því sem borgarstjóri síðustu daga kjörtímabilsins. Þaö má hann eiga að hann dró veralega á frúna i 8. sæt- inu þótt ekki dygði til. Hann mátti því gera sér að góðu að afhenda þeirri sömu frú lyklana aö ný- byggðu ráðhúsi Davíðs. Það er ekki fyrirséð að sú ráðríka ffú ætli sér að skila ráðhúslyklunum að þessu sinni. Það veit Ámi þótt hann reyni að bera sig karlmannlega. Hann gat nýtt sér ýmis rök áður þegar illa gekk í skoðanakönnunum. Þá hafði R-listinn annaðhvort fengiö athygli vegna nýlegs próf- kjörs eða Sverrir Hermannsson skemmt fyrir Sjálfstæðisflokknum. Nú verður því vart kennt um lengur enda er Sverrir genginn úr flokkn- um. Hvað er þá til ráða? Það er væntanlega orð- ið of seint að skipta um borgarstjóraefni. Þau liggja heldur ekki á lausu. Það er trúlega fúll- reynt með Markús Öm enda er hann orðinn út- varpsstjóri á ný. Ef allt fer sem horfir situr Ámi enn eftir með sárt ennið og Ingibjörg Sólrún mun ráða borginni allt þar til hún skefiir sér i landsmála- slaginn við Davíð. Hvað geta gegnir íhalds- menn í borginni við sundin gert í þeirri stöðu? Bræðingur Ingibjargar er kominn til að vera. Þeirra leið er sú sem svo margir hafa gripið til á kjörtímabilinu. Þeir flytja til Kópavogs. Þar er fyrir traustur hægri meirihluti og litlar lík- ur á breytingu á næstunni. Þangað streymir söfnuðurinn enda fólksfjölgun með ólíkindum. Þeir sem eitt snm sáu rautt þegar þeir heyrðu Kópavog nefndan safnast nú saman í fyrirheitna landinu hjá þeim fóstbræðram Sigurði Geirdal og Gunnari Birgissyni. í því húsi era margar vistar- verar. Kannski Ámi fari líka? Dagfari DV Verkstjórar gefa fé Verkstjórasamband ís- lands hefur í tilefhi af 60 ára afmæli sínu gefið sex milljón- ir króna til eflingar heúsu- gæslu og forvamamála. Með- al þeirra sem njóta era Bamaspítalasjóður Hringsins og Landspítali. Landar í Sviss Dr. Jóhannes Sigfússon var nýlega kjörinn forseti íslend- ingafélagsins í Sviss í stað dr. Hauks Kristinssonar. Aðrir í stjóm eru Bima Hjaltadóttir, Helga Kemp, Anna B. Michelsen, Boris A. Specker, Dirk Strohmann og Bjarki Zóponíasson. Um 200 manns eru í félaginu og þriðj- ungur íslendingar. Landssöfnun Landssamtök hjartasjúkl- inga era að hefja landssöfti- un. Átaksfundur verður í Perlunni í dag og í gær tók forseti íslands viö fyrsta merki söfnunarinnar úr hendi tveggja ára hjartasjúk- lings á Bessastöðum. Toyotaumboðið efst Toyotaumboðið, P. Samú- elsson kemur best út í könn- un sem Félagsvísindastofhun gerði fyrir Verslunarmanna- félag Reykjavíkur á því hvemig starfsfólk metur vinnustað sinn. Strengur varð í öðra sæti og Daniel Ólafsson ehf. í þriðja. Flug- leiðir eru í þriðja neðsta sæt- inu, Samsölubakarí er í næstneðsta og Flugfélag ís- lands í því neðsta. Könnunin náði til 126 fyrirtækja. Ragnar til Eurocard Ragnar Önundarson, ffarn- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, hefur verið ráð- inn fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf„ sem m.a. gefúr út Eurocard- greiðslukortin. Fráfarandi framkvæmdastjóri er Gunnar Bæringsson. 30 þúsund i sjónum Síldveiðiskipin neyðast til þess að skilja eftir um 30 þús- und tonn í sjónum af 200 þús- und tonna heildarkvóta árs- ins. Bylgjan segir þetta vegna ráðleysis stjómvalda. Meiri sektir Útlit er fyrir að tekjur rík- issjóðs af innheimtu lögreglu- sekta hækki um minnst 100 milljónir króna á árinu mið- að við árið í fyrra, ef marka má fyrstu þrjá mánuði ársins. RÚV sagði frá. Kærunefnd tölvumála Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra sagöi á Alþingi að kannað verði hvort ástæða sé til að koma á fót sérstakri kæru- nefnd sem úrskurðar um ágreining vegna niðurstaðna Tölvuneftidar. RÚV sagði frá. Aukin veröbréfaútgáfa Útgáfa verðbréfa hefur auk- ist gífurlega hjá viðskipta- bönkunum fyrstu þijá mánuði ársins, eða um 51% miðað við sama tima í fýrra. Gefin hafa verið út verðbréf fyrir 38,16 milljónir króna á þessu ári. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Evran hefur áhrif Viöskiptavefur Vísis segir að tilkoma Evrópugjaldmið- ilsins evru muni hafa áhrif hér á landi til að auka vaxta- mun og draga úr viðskipta- kostnaði í utanríkisviöskipt- um. Fækkun gjaldmiðla í Evrópu mmii þýða erfiðari samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja við erlend innan evrusvæðisins. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.