Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 5 Fréttir Fyrirspum Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns um Æsuslysið: Saumað að samgönguráðherra „Viðbrögð stjómvalda í kjölfar Æsuslyssins mörkuðust mjög af mik- iili vantrú á því að unnt væri að kafa niður að skipinu og jafhvel ná því upp af hafsbotni. Engu að síður komu upp- lýsingar frá fagmönnum, m.a. reynd- um köfurum, um að þetta væri gerlegt og jafhvel hægur vandi,“ sagði Krist- inn H. Gunnarsson, þingmaður á Al- þingi, í gær. Þá bar Kristinn fram fyr- irspumir til samgönguráðherra vegna Æsuslyssins. Kristinn spurði ráðherra um heild- arkostnað við köfun niður að Æsu, hvaða íslenskir aðilar hefðu boðist til að taka að sér verkið og hvers vegna þeim hefði verið hafnað og af hverju verkið hefði ekki verið boðið út. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði að kostnaður Siglingastofhunar væri um 13,7 mifljónir, Kristinn yrði að spyrja dómsmálaráðherra um kostnað vegna varðskips og lögreglu og Siglingstofnun hefði ekki borist til- boð frá íslenskum aðilum. Hann sagði ennfremur að ástæða hefði verið talin til að kafa eins fljótt og mögulegt hefði verið. Af þeim sökum hefði verið geng- ið til samninga við bresku kafarana. Ofullnægjandi svör „Svör ráðherra eru ófullnægjandi þar sem ekki barst svar við spuming- unni um heildar- kostnað köfunar- innar. Það er slæ- lega að verki stað- ið þar sem ráð- herra hefur haft margar vikur til að afla gagna en hef- ur enn ekki fengið svör dómsmálaráð- herra við spumingum um þann kostn- að sem laut að því ráðuneyti. Ég átel stjómvöld fyrir að hafa ekki látið kafa niður að flakinu og taka það upp af hafsbotni. 22 mánuðir em síðan skipið fórst og málið er enn í rannsókn hjá Rannsóknamefnd sjóslysa. Var m.a. lögð áhersla á að ná upp plógi skipsins og tókst það 16. maí sl. Fram kom að þar væri mikilvægu markmiði náð til að rannsaka ástæður slyssins. Nú er liðið eitt ár síðan og enn ekki komin niðurstaða," sagði Kristinn. Hann spurði ráðherra ennfremur hvenær væri að vænta niðurstöðu rannsóknamefnda sjóslysa og af hverju í tvígang hefði verið skipt um formann nefhdarinnar í þeirra rannsókn. Kristinn sagði það gefa augaleið að mannaskipti í nefndinni á rann- sóknarstigi væm ekki til að greiða fyr- ir störfum hennar. Ráðherra sagðist gera sér vonir um að svar nefndarinnar mundi liggja fyr- ir um miðjan júní. Ástæðuna fyrir síð- ari formannaskiptunum sagði hann vera þá að hann hefði talið rétt að for- maður nefiidarinnar viki sæti vegna skyldleika við sig. Hann sagðist ekki telja að formannaskipti hefðu tafið rannsókn málsins. Ekki góð stjórnsýsla Kristinn svaraði ummælum ráð- herra þannig að það væri ekki góð stjómsýsla að skipa mann formann í nefndinni sem kynni að vera vanhæf- ui að einhverju leyti. „Ráðherra hefur sagt að umræddur formaður nefhdarinnar hafi verið van- hæfur og því átti ekki að skipa hann í upphafi. Við getum dregið þann lær- dóm af þessu máli að augljóst sé að skýringar á slysinu fáist ekki nema skipið náist upp og það sé hægt. Það er fjárhagslega og vel hægt. Stjómvöld eiga að sjáifsögðu að gera það,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson. Kristján Pálsson alþingismaður sagðist furða sig á því að ekki hefði verið gengið strax í að ná skipinu upp til að rannsaka orsakir slyssins. „í mínum huga væri eðlilegt að samgönguráðherra beitti sér fyrir breytingum á siglingalögum og trygg- ingum skipa þannig að ákveðinn kafli þar gerði ráð fyrir að trygging næði einnig yfir að ná skipum af hafsbotni undir eðlilegum kringumstæðum," sagði Kristján. -RR rti m Framleiðum brettakanta, sólskyggni og boddýhluti á flestar gerðir jeppa, einnig boddýhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir. ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 CED Halldór Blöndal samgönguráð- herra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.