Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
Neytendur
Verðkönnun á garðsláttuvélum:
Fjölbreytt úrval
Nú er sumarið komið og því fylgir
alls kyns útivera hjá stórum sem smá-
um. Á meðan börnin leika sér úti í
góða veðrinu ræktar fullorðna fólkið
garðinn sinn og þá er nauðsynlegt að
eiga góða sláttuvél.
Neytendasíða DV fór á stúfana og
kannaði verð á sláttuvélum hjá sex
fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrirtækin sem voru könnuð eru:
Hvellur á Smiðjuvegi 4c í Kópavogi,
Ellingsen á Grandagarði 2, Þór hf. í
Ármúla 11, Húsasmiðjan Skútuvogi
16, G.Á. Pétursson hf. Faxafeni 14 og
BYKO.
Skýrt skal tekið fram að hér er ekki
um gæðakönnun að ræða því vélarnar
eru mjög ólíkar og því er rétt að
kanna hverja vél fyrir sig áður en
nokkuð er keypt.
Handafl, rafmagn eða bens-
ín
Eins og gefur að skilja eru sláttu-
vélar knúnar handafli yfirleitt
ódýrastar í könnuninni. Þar á eftir
koma yfirleitt rafmagnssláttuvélarn-
ar, síðan bensínsláttuvélar og fyrir þá
sem vilja eiga sem náðugasta daga
koma síðan bensínknúnar sláttuvélar
sem setið er á, eins konar sláttubílar.
Ódýrasta sláttuvélin í könnuninni
var þýsk Gardena-handaflssláttuvél á
7.513 krónur. Sú vél er 40 sentímetrar
vél. Allar vélarnar frá Gardena sem
Húsasmiðjan selur eru mjög léttar,
hraðskreiðar og með tannhjóli sem
tvöfaldar afl manns.
Næst í verðröðinni kom handafls-
sláttuvél frá Hvelli sem heitir Sun-
line. Sú vél hefur safnkassa og kostar
9.900 krónur.
Þar á eftir koma tvær Gardena-
handaflsvélar frá Húsasmiðjunni. Þær
kosta 10.421 krónu og 13.585 krónur.
Sú ódýrari er 45 sentímetra breið og
sú dýrari 60 sentímetra breið.
Gott úrval hjá Hvelli
Mesta úrvalið i könnuninni var að
finna hjá versluninni Hvelli í Kópa-
vogi. Þar á bæ fékkst m.a. Sunline-
handaflsvél með safnkassa á 14.900
krónur.
Næst í verðröðinni kemur ódýrasta
bensínsláttuvélin. Hún heitir MTD,
fæst hjá G.Á. Péturssyni og kostar
16.000 krónur. Sú vél er 3,5 hestöfl,
með Briggs-Straton mótor og nokkr-
um hæðarstillingum.
Aðalfundur
Aðalfundur SameinaSa lífeyrissjóSsins
verður haldinn mánudaginn
18. maí 1998 kl. 16.00.
að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
1998
Dagskrá:
D Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum sjóðsins.
0|Kynning á nýju lífeyriskerfi.
Bjlillögur til breytinga á reglugerS sjóðsins.
Ojönnur mál löglega upp borin.
| Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið sent fundarboð
og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir
11. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu
og málfrelsi. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér
þennan rétt eru beðnir að tilkynna bað skrifstofu sjóðsins
eigi síðar en 15. maí n.k. og munu peir joá fá fundargögn
við setningu fundarins.
I Tillögur til breytinga á reglugerð liggja frammi
á skrifstofu sjóðsins frá 22. apríl 1998 og geta þeir
sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér joær fyrir
fundinn, fengið (oær á skrifstofu sjóðsins eða sendar í pósti.
Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á veraldarvefnum.
Slóð sjóðsins er www.lifeyrir.rl.is. Frá og með 27. apríl
munu reikningar sjóðsins liggja frammi á skrifstofu hans fyrir
joá sjóðfélaga, sem vilja kynna sér joá.
Reykjavík, 22. apríl 1998
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins.
Suðurlandsbraut 30
108 Reykjavík
Sími 510 5000
Fax 510 5010
Grænt númer 800 Ó865
Heimasíða:
lifeyrir.rl.is
Netfang:
mottaka@lifeyrir.rl.is
imeinaði
lífeyrissjóÖurinn
Græddur er geymdur lifeyrir
Rafmagnssláttuvélar Sláttubílar
50.000 kr.
45.000
40.000
35.000
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
49.900
24.990
18.800 19.900
Alko Alko Alko
Alko
Hvellur Hvellur Hvellur Hvellur
500.000 kr.
450.000
400.000
350.000
300.000
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
0
475.000
315.000
199943 220.000 1 «
8 |
3 2 Á ^ 4 s
Hvelll r Hvellur 1
Ham
íláftuvélar
18.000 kr.
16.000
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Ö
% i 9.900 }
10.421
7.513
Gardena I
Sunline Gardena
Húsa-
smiðjan
Húsa-
án
80.000 kr.
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
16.633
Mr 14.900
13.585
Gardena Sunline Gardena
Hvellur Húsa-
smiöjan
sláttuvélar
77500
71000
69.000
59.900 60.000
35.895
38.000
í A:'
39^00 4U0° 4L8!7
24990
0
16.000
Q
t—
5
Q t
_______ G.Á.P.Hvell-Byko G.Á.P. Hvell-Elling-Hvell- Hvell-Hvell-
> ur ur sen ur ur ur
z ; S. S 5 13_
Þór G.Á.P. Hvell-Hvell- Þór
ur ur
Næst í verðröðinni kemur Gar-
dena- handaflsvél frá Húsasmiðj-
unni á 16.633 krónur. Sú vél er 80
sentímetra breið.
Hvellur býður einnig nokkrar
gerðir af rafmagnsvélum. Þær
heita Alko og eru þýskar.
Ódýrasta Alko-vélin kostar 18.800
krónur, sú næst ódýrasta 19.900
krónur, þar á eftir kemur vél á
24.990 krónur og að síðust vél á
49.900 krónur. Allar Alko vélarnar
hafa safnkassa til að hirða upp
grasið en verðmunurinn felst m.a.
í sláttubreiddinni sem er frá 32
sentímetrum upp i 46 sentímetra.
Bandarískar vélar
Hvellur býður bandarískar bensín-
sláttuvélar sem heita Murray.
Ódýrasta Murray-vélin kostar 24.990
krónur. Sú vél er 3,5 hestöfl og hefur
Briggs-Straton mótor, hækkunarbún-
að og poka.
Næst í verðröðinni kemur vél frá
BYKO sem kostar 35.895 krónur. Sú
vél er amerísk, með drifi og Briggs-
Straton mótor.
Þar á eftir kemur síðan MTD-vél frá
G.Á. Péturssyni á 38.000 krónur. Sú
vél er 4 hestöfl, með poka, Briggs-
Straton mótor og hæðarstillingum.
Næst kemur síðan bandarísk
Murray-vél frá Hvelli á 39.900 krónur.
Sú vél er 3,75 hestöfl, með poka, drifi,
afturblæstri, hækkunarbúnaði og
Briggs-Straton mótor.
Bæði Ellingsen og Hveliur selja
flögurra hestafla Murray vélar. Hjá
Ellingsen kostar vélin 41.600 krónur
en hjá Hvelli kostar hún 41.887 krón-
ur. Sú vél er með Briggs-Straton mót-
or, hækkunarbúnaði og poka.
Mismikið hestafl
Næst í verðröðinni kemur Hvellur
með fimm hestafla Murray- vél á 51000
krónur. Sú vél hefur Briggs-Straton
mótor, hækkunarbúnað og drif.
Þar á eftir kemur verslunin Þór hf.
með bandaríska Lawnboy-vél á 59.900
krónur. Lawnboy-vélarnar eru svo-
kallaðar tvigengisvélar þar sem olíu
og þensíni er blandað saman. Þá er
hægt að slá í miklum halla.
Lawnboy-vélin er úr áli, með 60
lítra grassafnara og hæðarstiflingum.
Þór hf. selur einnig Lawnboy-vélar
með drifl á 77.500 krónur.
G.Á. Pétursson býður fjögurra hest-
afla MTD-vélar með drifi og poka á
60.000 krónur og Hvellur býður fimm
hestafla Murray-vél með poka, hækk-
unarbúnaði og Briggs-Straton mótor á
68.000 krónur.
Lestin hjá hefðbundnum bensínvél-
um rekur síðan fimm og hálfs hestafla
Murray-vél frá Hvelli sem kostar
73.000 krónur. Sú vél er með drifi,
poka, rafstarti, hækkunarbúnaði og
Briggs-Straton mótor.
Sláttubílar
Fyrir þá sem vilja eiga virkilega
náðuga daga í garðinum býður Hvell-
ur fjórar gerðir af sláttuvélum með
sæti, þ.e. nokkurs konar sláttubílum.
Ódýrasti sláttubíllinn kostar
199.843 krónur. Hann er 10 hestöfl og
fimm gíra. Þar á eftir kemur 12,5 hest-
afla bíll á 220.000 krónur. Hann er
einnig fimm gíra. Þrettán hestafla bill
með sex gírum og poka kostar síðan
335.000 krónur og átján hestafla sjálf-
skiptur sex gíra sláttubill kostar
475.000 krónur.
Það er því ljóst að úrvalið af sláttu-
vélum er nóg og þvi ættu flestir að
geta fundið eitthvað sem hæfir þeirra
fjárhag fyrir sumarið.
-glm
Sönglar af ánægju
Heyrst hefur að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir söngli títt
lagið Ó borg, mín borg, svo
ánægð er hún um þessar mund-
ir. Hún lætur
ekki þar við sitja
því nú hefur hún
látið hljóðrita
söng sinn á
geisladisk. Ekki
er vitað til þess
að borgarstjór-
inn sé fagur-
óma kona en
hins vegar eru
tæknimenn í hljóðverum famir
að geta mixað ótrúlegustu hluti.
Prýðilegan söng geta þeir gert
úr hvers kyns hljóðum. Þrátt
fyrir þessi undur tækninnar er
ekki vitað hvernig tókst til með
þessa nýjustu söngstjörnu ...
Kynlegur kvistur
Ragnar Bjamason heldur
úti ágætum viðtalsþætti á Aðal-
stöðinni. Sl. sunnudag ræddi
hann við Ólaf Hannibalsson,
blaðamann og
fyrrum bónda í
Selárdal. Ólafur
sagði þar frá
kynnum sínum
af Gísla á Upp-
sölum sem
þjóöþekktur
varð í rneðför-
um Ómars
Ragnarssonar,
fréttamanns á Sjónvarpinu. Það
var þó ekki Ómar sem varð
fyrstur til að kynna einbúann til
sögunnar heldur sagði Ólafur að
Árni Johnsen hefði fyrstur fjöl-
miölamanna náð til Gísla. Þegar
Gísli sagði Ólafi nágranna sín-
um frá heimsókn Vestmannaey-
ingsins knáa lét hann fylgja að
gesturinn hefði verið „kynlegur
kvistur"...
Tíkarsynirnir
Sverrir Hermannsson, laxa-
bóndi af Hrútafjarðará og fyrr-
um bankastjóri, hefur að undan-
fórnu farið mikinn í Mogganum.
Blaðið, sem virk-
ar orðið sem
einkamálgagn
bankastjórans
fallna, hefur
m.a. birt at-
hugasemda-
laust að nafn-
greindir fjöl-
miðlamenn
séu „tíkarsynir".
Stefán Jón Hafstein, ritstjóri
Dags, og Birgir Guðmundsson,
aðstoðarritstjóri sama blaðs,
hafa hlotið þessa einkunn
bankastjórans. Nú munu ein-
hverjir þeirra sem Sverrir hegg-
ur til vera að skoða alvarlega að
stefna hinum allt um faðmandi
Mogga fyrir að útbreiða róg ...
Gegn sægreifum
í herferð Sverris Hermanns-
sonar í Mogganum gegn útvöld-
um einstaklingum og afsögn
hans úr Sjálfstæðisflokknum
hefur hann jafn-
framt lýst yfir að
hann muni berj-
ast gegn kvóta-
kerfinu og sæ-
greifum þessa
lands. Eitt öfl-
ugasta útgerð-
arfyrirtæki á
landinu heitir
Ögurvík eftir ættaróð-
ali Sverris og á tvo frystitogara.
Það er Gísli Jón Hermanns-
son, bróðir Sverris, sem stýrir
fyrirtækinu og á það ásamt öör-
um ættmennum bankastjórans
fallna. Það gengur eflaust eitt-
hvað á í fjölskylduboðum á
næstunni þegar sægreifarnir og
böðull þeirra koma saman að
einu borði...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is