Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 í verðlaun eru 100 FUJIFILM Quicksnap einnota myndavélar, 10 Borrowers bakpokar, 30 Borrowers bolir og 100 bíómiðar sem gilda fyrir tvo. 1 .-10. verðlaun Kolbrún J. Ólafsdóttir Bakpoki, bolur, myndavél Fanney Vigfúsdóttir og 2 bíómiðar Ernir Magnússon Steinlaug Högnadóttir Inga Ósk og Jón Þór Ragnhildur og Hans Siguröur Helgi Magnússon Jóhannesarbörn Aníta Rut Erlendsdóttir Fjóla Dóra Sæmundsdóttir Guðbjörg Björgvinsdóttir Tinna Dröfn Þórarinsdóttir Hólmfríður G. Magnúsdóttir Friðrik Örn Eyjólfsson Hinrik Wöhler RósmundurJóhannsson Fanney Ósk Hjördís Pétursdóttir og Bylgja Björk Birkir Örn Jónsson Jón Ingi Þórðarson Tryggvi og Arnar Auður Ákadóttir Guðnasynir Elsa I. Egilsdóttir Don A. White 11.-30. verðlaun Berglind, Ingibjörg Boiur, myndavél og Skúli og 2 bíómiðar Hafþór Magnús Kristinsson Hákon Freyr Jónsson Ástgeir R. Sigmarsson Helena Svava Hjaltadóttir Ágúst Ingvar Magnússon Tanja G. Jóhannsdóttir Halldóra Hafsteinsdóttir Örn Ingi Arnarsson Þorsteinn Björn Einarsson Sveinn Ingi Ástvaldsson Tómas Rizzo Dagný Hermannsdóttir og Ólafur Jón Ástríður Jónsdóttir Bjarni Freyr Björgvinsson Valdís Guðrún Erla Sigurðardóttir Ingibjörg S. Hjartardóttir Sóley Bjarnadóttir Sigurvin Ellert Jensson Arnar Þór Egilsson Eva og Júlía Elfarsdætur Karen Ösp Birgisdóttir Tanja Georgsdóttir Siguröur Kári Kristinsson Kjartan Orri Sóley Óskarsdóttir Bjarki Dagur Layfey Inga Stefánsdóttir Kristín Björg Þórsteinsdóttir Bjarki Þór Gunnarsson Kristinn Sævar Magnússon Daníel Örn Einarsson Jóhannes A. Logason íris Hildur Birgisdóttir Jónas Freyr Haraldur Lúðvík Haraldsson Arnar Hólm Bjarnason Harpa Guðjónsdóttir Hjördís Anna Jónsdóttir Sveinn Hólmar Guðmundsson 31 .-100. verðlaun Vignir Jóhannesson Myndavél og 2 bíómiöar Andri Þór Ólafsson Berglind Guðmundsdóttir Sindri Snær Kolbeinsson Helena Margrét Guðni Már og Benedikt R. Friðriksdóttir Karen Eva Sæmundsdóttir Brynjar Jónsson Guðmundur G. Birgisson Helga Dís Jakobsdóttir Valdís María Einarsdóttir Lilja Rut Traustadóttir Friðrik Gunnarsson íris Björk Björnsdóttir Halldór Hólm Kristinsson Daníel Brynjar Sigurðsson Kristrún Einarsdóttir Björgvin Páll Rúnarsson Ragnar Magnússon Friðjón Pálsson Arnar Þór Halldórsson Snævar Dagur Pétursson Guðrún Þóra og Ágúst Þór Gunnar Þórir Þjóðólfsson Ása Magnea Vigfúsdóttir Erlendur og Björg Anna María Lárusdóttir Vigfúsarbörn Laufey Steinsdóttir Elvar Freyr Pálsson Birgir Þór Þorbjörnsson Ingvar Haukur Sandra Kristinsdóttir Guðmundsson Einar Freyr Þorleifsson Gunnar Hannesson Fjóla Hrund Björnsdóttir Elías Jóhann Jónsson DVog Háskólabíó óska vinningshöfum til hamingju og þakka fyrir þátttökuna. Vinningar verða sendir til vinningshafa. r.~. * ;...^ HÁSKOLABIÓ Utlönd Tvöfalt morð í páfagarði Nýr yfirmaður svissneska lífvarð- arins í Vatikaninu, AIois Estermann, var skotinn til bana í gærkvöld ásamt eiginkonu sinni. Alois Estermann var myrtur aðeins 10 klukkustundum eftir að Jóhannes Páll páfl skipaði hann í embætti yfirmanns litla hers- ins í páfagarði. Að sögn talsmanns páfagarðs bendir allt til að undirfor- inginn Cedric Tomay hafi myrt Estermann og konu hans, Gladys Meza Romero, í stundarbrjálæði og síðan svipt sig lífí. Byssa Tomays fannst undir líkama hans. Það var Estermann sem kastaði sér yfir páfa á Péturstorginu I Róm fyrir 17 árum til að vernda hann fyrir frek- ari árásum aðeins nokkrum sekúnd- um eftir að tyrkneskur tilræðismaður hafði skotið á páfann. Lík þremenninganna fundust í íbúð í páfagarði. Nágranni hafði heyrt læti frá íbúðinni og gert við- vart. Estermann, sem vanalega var í gráum jakkafotum þegar hann var við störf, bjó til hægri við Péturstorg- ið. Flestir íbúa páfagarðs eru kard- ínálar, biskupar, prestar og nunnur. Einnig búa þar aðrir starfsmenn páfa- garðs og fjölskyldur þeirra. Flestir þeirra em yfirmenn í svissneska líf- verðinum. í lífverðinum, sem stofnað- ur var árið 1506, em aðeins róm- versk-kaþólskir Svisslendingar. Þeir mega ekki vera undir 180 sentímetrar á hæð. Þess er einnig krafist nú á dögum að þeir séu vel menntaðir. í hemum eru 100 menn. Erfitt er að fá hæfa menn til starfans þar sem laun- in em ekki nema um 200 þúsund ís- lenskar krónur á mánuði. Svissneski lífvörðurinn klæðist lit- ríkum fatnaði viö ýmsa viðhafn- eirsiði. Ferðamönnum þykir gaman að taka myndir af hermönnunum þar sem þeir marsera eða standa vörð við hlið páfagarðs með hjálma á höfði og sverð í hendi. Hermaöur í svissneska lífverðinum lokar hliöi aö páfagaröi eftir aö yfirmaöur lífvaröanna og eiginkona hans voru skotin til bana í gærkvöld. Undirforingi er talinn hafa skotiö hjónin og síöan svipt sjálfan sig lífi. Símamynd Reuter Þungar horfur í Lundúnaviðræðum: Þrýst á Netanyahu í morgunverðinum Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, bauð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, enn einu sinni til morg- unverðar í morgun til að reyna að þoka friðarmál- um fyrir botni Miðjarð- arhafsins áleiðis. Mjög er nú þrýst á Netanyahu að skila Palestinumönnum meiru af herteknu landi á Vesturbakkanum. Til stóð að Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hitti Netanyahu að máli í þriðja sinn á einum sólarhring síðar í morgun. Hún hafði leyft honum að sofa á til- lögu bandariskra stjómvalda um að ísraelar afhentu palestínsku heima- stjóminni þrettán prósent Vestur- bakkans til viðbótar. ísraelar hafa hins vegar verið mjög tregir í taumi. Albright mun einnig eiga annan fund með Yasser Arafat, forseta Palestínumanna. Hann segist þegar hafa fallist á tillögu Bandaríkja- stjómar og var hreint ekkert ánægður með að þurfa að dvelja eina nótt enn í Lundúnum. David Bar-Illan, tals- maður Netanyahus, sagði viö upphaf morgunverð- arfundarins í morgun að miðað hefði áleiðis í við- ræðunum í gær þar sem Albright ræddi við leið- togana hvom í sínu lagi. Talsmaðurinn spáði því að viðræðurnar fæm ekki út um þúfur. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að mikið lægi á og að mikil hætta væri á ofbeldisverkum ef ekki tækist að koma friðarviðræðum aftur af stað. Viðræður ísraela og Palest- inumanna hafa legið niðri í fjórtán mánuði. Reuter Benjamin Netanyahu. Dönsku verka- lýðsfélögin boða til mót- mælaaðgerða Verkalýðsfélögin i Danmörku hafa boðað til mótmælaaðgerða í Kaupmannahöfn og átta öðmm borgum og bæjum í dag, níunda dag verkfallsins, til að krefjast fleiri orlofsdaga. Samningaviðræður milli verkalýösfélaganna og atvinnu- rekenda í nótt fóru út um þúfur. Að sögn samningamanna er enn breitt bil á milli aðila. Deilendur vom þó sammála um að hafna tilmælum Pouls Nyrups Rasmussens forsætisráð- herra í gær um að leita eftir að- stoð ríkissáttasemjara við að leysa deiluna. Samningafundur hefúr verið boðaður aftur í dag. Aðalkrafa verkalýðsfélaganna er um aukið orlof sem atvinnu- rekendur segja að muni leiða til aukins kostnaðar og erfiðari stöðu danskra fyrirtækja. Talið er að Danir verði af um sjö millj- örðum íslenskra króna í útflutn- ingstekjur á dag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.