Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Page 11
DV ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
Djassað í Amsterdam
í borg eins og Amsterdam er úr
miklu að moða, jafnvej í stuttri
heimsókn, og tónlistaráhugamenn
geta flestir fundið þar eitthvað við
sitt hæfi. Það sama virðist gilda
um ýmsar listgreinar aðrar, að
ekki sé minnst á þær lystir sem
ritaðar eru með ypsiloni. En mað-
ur á mínum aldri leitar ekki eftir
hasskögglum fremur en heyböggl-
um og afþakkar pent e-pillur sem
boðnar eru til sölu á götuhomi.
Og aðeins fyrir forvitni sakir er
kíkt inn á hasskaffihús og siija þá
þar ekki síðhærðir menn í muss-
um og stara í tómið og maður
gæti haldið að ártalið væri 1972 ef
andlit gestanna væm ekki svona
ellileg.
Á ferð með eiginkonu er gengið
hröðum skrefum gegnum Rauða
hverfið og hvergi staldrað við, rétt
til að geta sagst hafa komið þar.
En tilvera túristans í Amsterdam
er ekki eingöngu fólgin í því að rölta um gamla
bæinn með grænu bókina hans Jónasar rit-
stjóra DV í hendinni (Ævintýralega Amster-
dam, Fjölvi 1992). Að vísu var Nýja kirkja skoð-
uð að innan ásamt Van Gogh-safninu, Stedelijk
Museum, Kattasafninu (Catcabinet) og fleiri
byggingum og ótal margar aðrar utan frá,
einnig voru bragðlaukamir kitlaðir með óvenju-
legum mat, brjálæðislegum tertum, konfekti og
góðu kaffi. Og svo var farið á tónleika.
Fyrir mann í helgarferð í stórborg sem búinn
er að gleyma hvemig er að vera nátthrafn var
aldeilis ágætt að geta komist á tónleika í sér-
stökum hljómleikasal en þurfa ekki að sitja
fram í rauða býtið á reykmettaðri búllu. Slík
em svo oft örlög þeirra sem ekki sækjast eftir
klassískri tónlist. Hijómsveitin Rumbatá er gerð
út frá Amsterdam en hana skipa tónlistarmenn
frá Kólumbíu (hljómsveitarstjórinn Jaime
Rodrigues), Panama, Puerto Rico, Argentínu,
Bandaríkjunum og Hollandi. Þessi tíu manna
hljómsveit flytur salsa- tónlist eins og hún getur
best orðið. Söngur, píanó, bassi, trompet, bás-
úna, saxófónn, kongatrommur, bongótrommur,
timbales, maracas og
fleiri ásláttarhljóð-
færi sjá um íjörið
sem er mikið. Söngv-
arinn, Miguel
Montenegro, og aðal-
bakraddarinn og
maracasspilarinn
stóðu tveir fremstir á
sviðinu og sungu og
dönsuðu. Sá síðar-
nefndi leiddi montu-
no-söngiim sem fellst
í síendurtekningu
stutts viðlags um
miðbik lags og/eða
undir lok þess. Ef
ekki er sungið er
sami háttur hafður á
með hljóðfæraspili.
Sérstaklega var gam-
an að þeim félögum í sam(h)æfðum
danssporum svo að minnti á gamla
bandaríska soulsöngvara nema þess-
ir voru öllu hressilegri.
Sólóum var skipt nokkuð bróður-
lega á milli manna. Flest voru þau
stutt nema hjá píanóleikaranum
unga, Mark Bishop, sem sýndi að
hann hefur ekki bara hlustað mikið
á einn snjallasta salsa-píanista ver-
aldar, Chucho Valdés úr kúbönsku
hijómsveitinni Irakere, heldur líka
lært heilmikið af honum. Og svo
bætt við frá sjálfum sér. Básúnuleik-
arinn, David Rotchild, átti lika frá-
bært sóló og fór auk þess á kostum í
kynningu hljómsveitarmanna. Þetta
var allt ekta salsa með mátulega
miklum djassblæ, aðallega frá blás-
aradeildinni. Djassinn var bara not-
aður sem krydd en að öðru leyti inn-
limaður í cha-cha-cha, merengue,
ýmsar gerðir af rúmbu og guð má
vita hvað.
Tónleikar þessir voru haldnir í hátiðasal
Tropen Museum sem er geysistór bygging til-
einkuð rannsóknum og sýningum á alls konar
efni sem tengist Þriðja heiminum. Þarna var
allt í gullslegnum marmara og útskomum viði.
Þetta var einstaklega ánægjuleg upplifun, bæði
tónleikarnir og húsnæðið.
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
Kvöldið eftir var þrátt fyrir allt steðjað á ofur-
litla djassbúllu sem heitir Alto í aðalskemmt-
anahverfinu við Leidsepleis. Þar lék kvartett
bandaríska trommuleikarans Steve Altenberg
ásamt ástralska píanóleikaranum Walter Lampe
og tveimur mönnum í fremstu röð hollenskra
djassleikara í dag: altósaxófónleikaranum
Jasper Blom og kontrabassaleikaranum Sven
Schuster. Þeir fluttu eðalgræna standarða með
bop- bragði listavel. Á eftir þurfti eins og venju-
lega að biða eftir sporvagni. - Það sem maður
minnist helst frá Ámsterdam eru sporvagnar,
gömul hús og' síki og mann dreymir þetta fyrstu
dagana eftir að komið er heim. Þessi borg orkar
sterkt á mann.
Þeir sem áhuga hafa á geisladisk með Rumbatá
skulu panta: RUMBATÁ - ENCUENTROS (CHR
70032) - Challenge Records, PO Box 540, 6800
AM Arnheim, Holland.
Steve Altenberg, Jasper Blom, Sven Schuster og Walter Lampe fluttu eðal-
græna standaröa.
Leyfið börnunum
að fara til þeirra
Undanfarin ár hafa áhrif sjón-
varps á böm verið rannsökuð.
Fundin hafa verið mörkin milli
neyslu og ofneyslu og amerískum
bömum á kafi í neyslu verið lýst.
Námsárangur þeirra er slæmur,
almannatengslin í núlli, augnstarf-
semin ekki í lagi, hreyfigeta skert
og veruleikaskyn þeirra alvarlega
brenglað. Allt vegna vágests nú-
tímans, sjónvarpsins.
Það var ekkert sjónvarp þegar
ég var lítiL Við höfðmn annan vá-
gest. Það tók bara enginn eftir
honum, sökum útbreidds áhuga-
leysis á líðan bama. Vágesturinn
ógnaði námsárangri, augnstarf-
semi var einhæf og almanna-
tengslin vora 0,5, því um leið og ég
lærði að lesa tók ég bók fram yfir
að sitja á gangstéttinni og telja
bíla með jafhingjum mínum.
Mamma hefði skrifað undir aö
hreyfigetan væri skert, við hreyfð-
umst ekki þegar hún kallaði, held-
ur héldum áfram að lesa. Veru- pau ^afa fe
leikaskynið má mæla á því að eft-
ir töluvert magn ævintýra að við-
bættum dönsku blöðunum með
myndum af prinsessum af holdi og blóði, var ég
reiðubúin að afneita lúðaiegum lágstéttarfor-
eldrum minum.
Á undan bókixmi var bamavinnan. Hvaða
mynd hafa börn af stóra veruleikanum sem
hnýta teppi allan daginn? Er hreyfigeta þeirra
skert af að krjúpa í fjórtán stundir? Hvemig era
almannatengsl þeirra við vefstólinn?
Bandaríska spumingin var mögulega röng.
liö sína eigin rás.
Hún átti ekki að vera hvort það hefði slæm
áhrif á böm að horfa á sjónvarp í sjö til tólf
stundir á dag heldur hvort það væri vont fyrir
böm að vera ekki sinnt af fullorðnum daglangt,
njóta hvorki leiðbeiningar né ritskoðunar, né
heldur að einhver eða eitthvað í umhverfinu
vekti áhuga þeirra á fleira en fjórtán stunda ein-
hæfu atferli.
Til skamms tíma bauðst íslenskum bömum
ekki sólarhringsdagskrá til að
skemma sig á en þau gátu gomsað i
sig talsverðu ofbeldi af skerminum.
Seint og um síðir datt okkur í hug
að það gæti haft áhrif á þau. Allt,
sem böm neyta, hefur áhrif.
Fjölmiðlar
Auður Haralds
Foreldrar geta ekki hangið niðr-
um hálsmálið á börnunum allan sól-
arhringinn. Þeir geta ekki flett með
þeim hverri bók eða fylgst með öllu
sjónvarpsefhi. Spumir berast að
þeir standi heldur ekki yfir Vefstól-
unum í austurlöndum. Er það ekki
síáhyggjufullum og samviskubitn-
um foreldram siðferðilegur styrkur
að við höfum eignast barnarás þar
sem efnið er fyrirfram ritskoðað? Út-
sendingartíminn er innan þeirra
marka sem börn þola án þess að
skerðast eða firrast. Að visu gæti
stöku móðir orðið að fóma Leiðar-
ljósi. Settist hún með bömunum,
fengi hún í staðinn vitsmunalegt efni.
Góö mælistika á efni ætlað bömum er hvort
fullorðnir hafa ánægju af því. Ef þeim misbýður
innihaldsleysi þess eða hugmyndasneyð, þá er
það líka vanvirðing við böm eldri en tveggja
ára. Með Bamarásinni erum við hætt að mis-
bjóða greind fólks og þá hætt að meitla burtu
skynsemina.
Lásu alla nóttina
Ungi maðurinn á myndinni heit-
ir Jón Ingi Jónsson og þegar mynd-
/ in var tekin var hann að lesa úr fs-
: landsklukkunni. Hann var einn úr
hópi 35 nemenda í 9. bekk í Borg-
amesi sem lásu úr verkum Hall-
dórs Laxness í heilan sólarhring til
* aö afla fjár vegna fyrirhugaðrar
| Danmerkurferðar hópsins að ári.
Var áheitum safnað meðal íbúa
I bæjarins og í fyrirtækjum meöan á
lestrinum stóð. Umsjón með uppá-
) komunni höfðu kennaramir Anna
| Guðmundsdóttir og Ása Björk Stef-
;; ánsdóttir.
Lesturinn hófst kl. 13 laugardag-
I inn 4. apríl á bókasafni Grannskóla
J Borgarness um leiö og sýning frá
þemaviku skólans um umhverfis-
mál var opnuð. Lesnir vora valdir
kaflar úr íslandsklukkunni, Heims-
ljósi, Brekkukotsannál, Kristni-
j haldi undir Jökli, Atómstööinni og
Sjálfstæðu fólki auk nokkurra ijóða
úr Kvæðakveri. Kl. 19 um kvöldið
hófst svo lestur Sölku Völku og
j áttu nemendur aðeins nokkra kafla
ólesna þegar lestri lauk á sunnu-
dag. Gestir voru fiölmargir langt
fram á kvöld en eðlilega dró úr að-
Ísókn eftir að komið var fram yfir
venjulegan háttatíma. Anna Guö-
mundsdóttir sagði að bæjarbúar
hefðu verið ánægðir með lesturinn
í; og nemendur hefðu fengið bæði
hrós og þakkir fyrir framtakið.
Fjárhagslegur ávinningur varð
nokkur en meira er um vert að
áhugi unglinganna á verkum
Nóbelsskáldsins glæddist til muna.
Mann hef ég séð
1. maí var frumsýnd í Þýskalandi
óperan Mann hef ég séð eftir Kar-
ólínu Eiriksdóttur. Hún var samin
; 1988 að beiðni Vadstena óperunnar
í Svíþjóð og frumflutt þar sama ár.
Hér heima var hún sýnd á Hunda-
dögum 1989 og i London í mars
1996. Nú er það Theater Vor-
pommem sem setur verkið upp í
: leikhúsinu í Greifswald. Sara Erl-
ingsdotter leikstýrir en stjórnandi
Fílharmoníusveitarinnar í Vor-
i; pommern er Per Borin.
Óperan Mann hef ég séð hefur
I hvarvetna hlotið
framúrskarandi
dóma og vakið
mikla athygli. Efn-
ið er sígilt - ástin
og dauðinn. í óper-
unni segir frá
dauðvona manni
og konu hans og
tilfinningunum
j sem bærast með þeim síðustu daga
5 þeirra saman. Óperatextann samdi
;j Marie- Louise Ramnefalk upp úr
sínu eigin ljóði.
Janet Turner á íslandi
j Janet Turner er einn virtasti lýs-
| ingarhönnuður Evrópu og hefúr
| áunnið sér heimsfrægð fyrir hönn-
un sína á lýsingarbúnaði og lýsing-
arkerfum. Hún starfar nú sjálfstætt
I og heldur fyrirlestra og kynningar
um víða veröld. Hún heldur sinn
fyrsta fyrirlestur á íslandi um eig-
| inleika og aöferðir lýsingarhönn-
| unar á morgun, 6. maí, kl. 17-19 í
samkomusal Akóges, Sóltúni 3.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir