Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
þjóðargersemar
íslendingar eru sammála um að þjóðfánann eigi að með-
höndla með varfæmi og virðingu. Suma hluti eigum við
nefnilega að vernda og virða öðrum fremur. Það á ekki síst
við um hina merku arfleifð okkar, þjóðbúningana. Þeir em
dýrmætur fjársjóður sem við getum verið stolt afhvar sem
við komum. Þess vegna er mikilvægt að þekkingin á
búningunum glatist ekki og að þeir séu ekki notaðir
með afbrigðilegum hætti. Undir leiðsögn Elsu E.
Guðjónsson fer Tilveran hér ofan í saumana á
fjórum aðaígerðum íslenskra þjóðbúninga
kvenna.
Upphlutur
Peysuföt
Peysufót draga nafii
sitt af einkennis-
flík búningsins,
svartri og nærskorinni
langerma peysu.
Aðalhlutar peysufata
eru þessir:
- Peysan er úr svörtu
klæði með svörtu flaueli
á börmum og framan á
ermum. Á peysunni neð-
anverðri að aftan er
mjótt, smá- og þéttfellt
stykki, stakkur (stokk-
ur, stigl) og peysan er
stundum nefnd stakk-
peysa (stokkapeysa,
stigl(i)peysa) eftir því.
Peysan er krækt að fram-
an, nema hvað hún er
höfð lítiö eitt opin yfir
brjóstið og sér þar í hvítt
sterkjað peysubrjóst
skreytt hvítri blúndu eða
útsaumi. Við hálsmál
peysunnar er silkislifsi
sem hnýtt er i slaufu að
framan og skreytt með
nælu (slifsisnælu). Undir
ermamar fi’amanverðar
er venjulega þrædd mjó
hvít eða svört blúnda, oft
orkeruð.
- Pilsið er með sömu gerð og
upphlutspils, úr svörtu klæði og
skósítt.
- Svuntan er einnig með sömu
gerð og upphlutssvunta, nema
hvað strengurinn er hnepptur að
aftan með svuntuhnappi úr silfri
eða gulli, eða kræktur með
svuntupörum úr silfri. (Ekki eru
notaðir smíðaðir svuntuhnappar
Peysuföt samanstanda af peysu, pilsi,
svuntu, skotthúfu og fleiru smálegu sem er
nauðsynlegt með búningnum.
DV-mynd E.ÓI.
eða svuntupör ef haft er stokka-
belti við peysufotin eins og nokk-
uð hefur tíðkast á síðustu áratug-
um; en bent skal á að engin hefð
er fyrir að hafa belti við peysufót.)
- Skotthúfan við peysufot er
sömu gerðar og við upphlut.
- Sokkar og skór. Svartir
ógagnsæir sokkar og svartir lát-
lausir skór eru hafðir við peysu-
fotin eins og við upphlut.
Slegin sjöl
Sjöl, slegin sjöl, voru notuð sem
yfirhafnir við bæði upphlut og
peysufot. Þau voru úr mis-
munandi þykkum ullarefnum; var
greint á milli sumar- og vetrarsjala.
Sjöl voru með ýmsu móti, köflótt,
röndótt eða útofin meö samlitum rós-
um og með ýmsum litum, einkum
grá, brún eða svört. Viðhafnarsjöl
voru alsvört kasmírsjöl með svörtu
silkikögri eða frönsk sjöl (Paisley-
sjöl) símunstruð eða með munstur-
bekkjum utan með og svörtum
grunni í miðju.
Búningurinn upphlutur dregur
nafn sitt af ermalausa reimaða
bolnum sem er aðaleinkenni
hans. Hann er nú algengastur ís-
lenskra þjóðbúninga þrátt fyrir að
hafa ekki náð verulegri útbreiðslu
fyrr en á þriðja áratug tuttugustu ald-
ar. Þess misskilnings gætir æði oft í
seinni tíð að Sigurður málari Guð-
mundsson (1833-1874) hafi hannað
búninginn og er þá gjarnan sagt að
það hafi verið um 1850. Sigurður hafði
þó ekki afskipti af íslenskum búninga-
málum fyrr en með grein í Nýjum fé-
lagsritum árið 1857. Þar lét hann í ljós
áhyggjur sínar af því að upphluturinn
væri að hverfa og „í stað hans kominn
ljótr leggíngalaus bolr, mylnulaus og
eyðilegr".
Aðalhlutar upphluts eru þessir:
- Upphluturinn (bolurinn) er úr
svörtu klæði. Framan á honum eru
svartir flauelsborðar með hvítri eða
gylltri baldýringu eða þá borða-
skrauti, smíðuðu úr silfri. Átta millur
eru á borðunum, fjórar á hvorum
barmi ásamt reim (festi) og nál
(millunál, reimanál), alit úr siifri.
Reimin er fest í efstu millu og reimað
í kross niður og upp. Einnig má festa
reimina í neðstu millu og er þá reim-
uð einfold reiming upp. Á baki eru
tvær leggingar og aðrar tvær á axla-
saumum, allar úr svörtum flauels-
böndum og vírkniplingum. Svartar
bryddingar eru um hálsmál og hand-
vegi.
- Skyrtan (upphlutsskyrtan) er
helst hvít eða ljósleit, ógagnsæ með
löngum ermum, rykktum eða felldum
undir hnepptri líningu, oft með erma-
hnöppum úr silfri. Hálsmál geta ver-
ið með ýmsu móti, með eða án kraga,
en ekki óþarflega flegin. Brjóstnál úr
silfri er á skyrtunni framanverðri.
- Pilsið, sem er krækt eða hneppt
upp á upphlutinn, er úr svörtu klæði
eins og hann, skósítt, fellt undir
streng frá vinstri til hægri, þéttfellt að
aftan, minna fellt á mjöðmum en slétt
að framan. Pilsið er með 30 cm breiðu
skófóðri.
- Svuntan er með ýmsum litum,
gjaman dúksvunta, þ.e. úr handofinni
og lipurri ullareinskeftu, langrönd-
óttri eða köflóttri, eða úr látlausu silki
eða silkilíki. Hún er felld undir streng
frá vinstri til hægri og strengurinn er
hnepptur með tölu að aftan hægra
megin. Hæfilegt er að um 15-20 cm bil
sé frá svuntufaldi niður á pilsbrún.
- Belti fylgir upphlutnum. Algeng-
ast er að það sé úr svörtu flaueli með
pörum (beltispörum) og ásaumuðum
doppum úr silfri. Einnig tíðkast svört
baldýruð belti með silfurpörum og
stokkabelti úr silfri. Athugið að
sprotabelti eru aldrei höfð viö upp-
hhit.
- Skotthúfan er svört, ýmist prjón-
uð úr smágerðu ullarbandi eða saum-
uð úr flaueli. Hún er með um 25-35 cm
löngum skúf úr svörtu silki. Á mótum
húfuskottsins og skúfsins er skúf-
hólkur úr silfri eða gulli. Húfan er
næld við háriö með svörtum títu-
prjónum með samlitum glerhnúð.
Húfuprjóna úr siifri má hafa aftan á
húfunni.
- Sokkar og skór. Svartir, ógagn-
sæir sokkar og látlausir svartir skór
eru hafðir við upphlutinn.
- Kvensilfur, þ.e. millur, reim og
nál, smíðaðir upphlutsborðar, erma-
hnappar, brjóstnál, beltispör og dopp-
ur, skúfhólkur og húfuprjónar, er ým-
ist haft allt hvítt eða allt gyllt, og sama
máli gegnir um baldýraða borða og
vírkniplinga. Skúfhólkur er stundum
úr gulli.
- Athugið að upphlutur, pils, belti,
húfa og skúfur, svo og sokkar og skór,
eru svört.
Upphlutur er algengastur íslenskra þjóðbúninga. DV-mynd E.ÓI.