Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 15 Skautbúningur Skautbúningur er mesti viö- hafnarbúningur íslenskra kvenna. Hann dregur nafn sitt af höfuðbúnaðinum sem við hann er borinn, skautinu, skautafaldinum sem þó oftast er nefndur faldur. ,*r % y ft Þessi mynd er sennilega tekin um 1870 og er ein örfárra Ijósmynda sem um er vitaö af faldbúningi en hann var um þaö bil aflagöur þegar Ijósmyndun hófst almennt á íslandi. Faldbúningur sem þessi tíökaöist áöur en skautbúningur Sigurðar málara ruddi sér til rúms. Konan á Ijósmyndinni er óþekkt en myndin er f eigu Þjóöminjasafns íslands og er óskráö. Upphaf skautbúningsins má rekja til ársins 1857 þegar út kom löng gagnrýnin ritgerð um ís- lenska kvenbúninga eftir Sigurð Guðmundsson málara (1833-1874). Setti hann þar fram tillögur um breytingar á eldri hátiðabúningi kvenna, faldbúningnum eins og hann var venjulega nefndur. Féllu breytingartillögur þessar í góðan jarðveg; lét Sigurður enda ekki sitja við orðin tóm heldrn- hjálpaði konum um myndir, snið og munstur og sagði fyrir um hvemig búningurinn ætti að vera í öllum smáatriðmn. Fyrsti skaut- búningurinn var kominn í notk- im í Reykjavík þegar árið 1859 og hefur haldist síðan svo til óbreytt- in. Aðalhlutar skautbúnings eru þessir: - Faldur, skaut, skautafald- ur. Faldiu-inn sjálfur, sem einnig er nefndur faldhúfa, er króklaga og fremur lágur. Hann er saum- aður úr hvítu lérefti en tilsniðin lengja úr pappa eða eirþynnu (faldpappi, faldeir) höfð innan í homun. Þá er hann troðinn út með úll eða öðru viðeigandi tróði og fóðraður utan með hvítu smá- lérefti eða atlasksilki (satíni). Yfir faldiniun er blæja, faldblæja, úr hvítu netefni, stundum með hvít- um ídregnum saumi og/eða brydd samlitri blúndu, en utan um hann neðanverðan er gyllt koffur úr silfri, hlekkjað saman úr stokkum með mismunandi skrautverki, eða gyllt spöng, oft- ast nær slétt, úr silfri eða látúni. Faldhnútur, breitt, hvítt hnýti (slaufa) úr silki- borða er undir blæjunni að aft- an til þess að hylja samskeyt- in á blæjunni og koffrinu eða spönginni. - Treyjan, skauttreyjan, sem nær niður að mitti, er úr svörtu klæði, aðskorin með löngum, þröngiun erm- um. Hún er kragalaus en baldýringin á flauelslögðum treyjubörmunum, oftast gyllt en þó stundum hvít, geng- ur aftur um hálsinn. Samsvarandi baldýring er á flauelinu framan á ermunum, en mjó pífa úr hvítri blúndu eða netefni er þrædd undir þær framanverðar og um hálsmálið. Tvær leggingar úr svört- um flauelsböndum með mjóum vírkniplingum eða vírstímum utan með eru á baki og tvær á axlasaumum, líkt og á upphlutum. Að framan er treyjan krækt, en þó höfð lítið eitt opin yfir brjóstið eins og stakkpeysan, og sér þar í hvítt, sterkjað brjóst, út- saumað eða lagt blúndu. - Samfellan - en svo nefnist niðurhlutur (pils) skautbúnings - er úr svörtu klæði, skósíð, felld undir streng allt í kring og krækt upp á treyjuna. Að neðan er samfellan skreytt mislit- um útsaumi, oftast nær ull- ar- eða silki- skatteringu, en stundum list- saumi, blómst- ursaumi eða steypilykkju; þá kemur einnig fyrir að á samfellum sé hafður flauels- skurður brydd- ur stímum eða hún lögð ásaumuðum stímum eingöngu. Upp- drættir á skauttreyjum og sam- fellum eru oftast bekkir með ís- lenskum blómum eða öðrum jurt- um sem Sigurður málari teiknaði gagngert í þessu augnamiði. - Stokkabelti, gjaman sprota- belti, úr samanhlekkjuðum, gyllt- run silfúrstokkum er um mittið, ýmist með steyptu verki, víra- virki eða jafnvel loftverki, og brjóstnál með líkri gerð við háls- inn. Enn fremur eru stundum hafðir ermahnappar úr gylltu silfri með hliðstæðu verki á skauttreyjunni. Þeir eru oftast tólf, sex á hvorri ermi, tvíhvolfa og með hangandi laufum. Þess skal getið að þó svo að skreyting á skauttreyju og kvensilfur allt sem skaut- búningi fylgir sé að jafnaði gyllt, er það stöku sinn- u m Upphaf skautbúningsins má rekja til ársins 1857. Hann dregur nafn sitt af höfuöbúnaðinum sem viö hann er borinn. DV-mynd E.ÓI. haft hvítt, þ.e. silfúrlitt, eða þá gyllt og silfurlitt saman. - Skór og sokkar. Svartir ógagnsæir sokkar og svartir lát- lausir skór eru hafðir við skaut- búninginn. Arið 1870 átti Sigurður Guð- mundsson einnig frum- kvæði að því að tekinn var upp nýr, léttari og liprari faldbún- ingur, svonefndur kyrtill, „hér um bil alveg sá fomi kyrtill að laginu til“ að þvi er Sigurður skrifaði Jóni Sigurðssyni forseta 7. apríl það ár. Hugsaði Sigurður sér kyrtilinn fyrst og fremst sem dansbúning en taldi að hann mætti einnig nota sem brúðarbúning og fermingarbúning. Aðalhlutar kyrtils eru þessir: - Faldur. Hann er að öllu leyti eins og faldur skautbúnings. - Kyrtillinn er úr þunnu og lipru ullarefni, smálérefti, silki eða flaueli. Ýmist er hann heill upp og ofan og þá sniöið úr hliðum hans eða hann er í tvennu lagi, treyja og skósítt pils, og gengur þá treyjan ofan í pilsið sem er rykkt undir streng. Hálsmálið er nokkuð flegið og sniðið þvert fyrir að framan og aftan. Ermamar ná á miðjan fram- handlegg og víkka fram. Hvít blúnda eða pífa er þrædd undir hálsmálið og framanverðar ermarnar. Útsaum- ur eða skrautleggingar eru í kring- um hálsmálið, framarlega á ermum og neðan á pilsinu. Gerði Sigurður málari sérstaka útsaumsuppdrætti á kyrtla en einnig hefúr verið saumað eftir uppdráttum þeim sem hann gerði á skautbúninga. Kyrtillinn er hafður með ýmsum litum; helst vildi Sigurður að hann væri hvítur en snemma varð algengt að hafa hann svartan og dökkbláan. Vitað er að kyrtlar hafa verið dökkgrænir og jafnvel brúnir. - Stokkabelti eða sprotabelti er haft við kyrtilinn og brjóstnál við Kyrtill var fyrst og fremst hugsaö- ur sem dansbúningur en einnig þótti hann henta sem brúöar- og fermingarbúningur. Nokkuö er um aö konur gifti sig í kyrtli enn þann dag í dag. DV-mynd E.ÓI. hálsmálið að framan. Er kvensilfur þetta með sama móti og notað er við skautbúning. - Skór og sokkar. Viö hvíta kyrtla eru hafðir hvítir sokkar og skór en við dökka kyrtla á fótabún- aðurinn að vera svartur. u u u Sigurðm- Guðmunds- son átti einnig hug- myndina að sér- stakri yfirhöfn við skaut- búninginn og kyrtilinn. Var það svonefndur mött- ull. Möttullinn er fóðruð skikkja (slá) úr svörtu klæði, stundum þó úr flaueli eða vænu silki. Sídd möttuls hefur verið nokkuð breytileg; mun síddin á þessari öld að jafnaði hafa verið á miðja kálfa eða rétt niður fyrir þá, en möttull sá sem Sig- urður hannaði var heldur styttri. Oftast er möttull- inn bryddur hvítu eða svörtu loðskinni, en Sig- urður gerði einnig ráð fyr- ir útsaumi með fram brúmrni hans og teiknaði sérstök munstur í því augnamiði. í fyrstu virðist möttullinn yfirleitt hafa verið tekinn saman yflr brjóstið með böndum en síðar var farið að krækja Möttullinn er hugsaöur sem yfirhöfn viö skaut- hann saman með sérstök- búning og kyrtil en er einnig noöaöur viö hina um möttulspörum úr þjóöbúningana. gylltu silfri. DV-mynd E.ÓI Heiinildarmaður Tilverunnar í þessum efnum er Elsa E. Guðjóns- son, M.A. Hún er fyrrverandi deildarstjóri textíl- og búningadeildar Þjóðminjasafns íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.