Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Page 16
16
tilveran
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
/góðviðrinu í síðustu viku brá Til-
veran sér í hesthúsabyggðir í Reykjavík. Við hesthús-
in í Víðidal og Faxabóli voru ungir og efnilegir
hestamenn að viðra hesta sína í veðurblíðunni. Til-
veran tók nokkra þeirra tali.
Bára Jónsdóttir, 15 ára:
Tekur hestinn með
í sumarvinnuna
hesta
dellu
IVíðidal var Bára Jónsdóttir, 15 ára, að viðra sig
og hestinn sinn á sólríkum degi í síðustu viku.
Hestamennskan er lif og yndi Báru og hún
sagði blaðamanni að síðustu tvö árin hefði hún verið
með hesta í Víðidal. „Ég er sú eina í fjölskyldunni
sem er í hestamennsku. Amma mín var reyndar
hestakona en hún er því miður hætt. Ég hef því verið
meira og minna ein í þessu en ég á orðið góða félaga
í hesthúsinu. Það er meira að segja oftast búið að
moka undan mínum hestum þegar ég kem á staðinn,"
segir Bára.
Lærir líka frönsku
Hestar eru að sögn Báru stóra áhugamálið
hennar en frönskunám kemur þar á eftir. „Ég er
að klára 9. bekkinn en auk þess hef ég verið í
aukatímum í frönsku þannig að það er ekki mikill
tími afgangs. Hún vildi geta eytt miklum meiri
tíma í hestamennskuna og viöurkennir að
stundum sitji heimanámið á hakanum.
„Ég kem hingað næstum daglega en ekkert
endilega til þess að fara í reiðtúr. Það er bara svo
gott að koma hingað upp eftir,“ segir Bára.
Háð útiverunni
Bára segist vera orðin háð útiverunni og henni
finnst mest gaman að ríða út í Heiðmörkinni eða við
Rauðavatn.
„Það hljómar kannski undarlega en ég vel oft að
fara í hesthúsið ffekar en að fara með vinum minum
niður í bæ. Magni er nefnilega ekki nema hálftaminn
og ég hef sjálf verið að temja hann. Tamningin er
einhver alskemmtilegasti þáttur hestamennskunnar
að mínu mati og rosalega gaman þegar maður nær
góðum árangri i þeim efnum,“ segir hún.
Þegar Bára er spurð um fyrirætlanir sinar í
sumar þegar skóla lýkur segist hún vonast til að
komast í sveit.
„Það væri auðvitað gott að geta einbeitt sér að
hestamennskunni einni saman en ég ætla að vinna
mér inn peninga og hef sótt um vinnu á sveitabæ.
Mér líður hvergi betur en í sveitinni enda hef ég
verið öll sumur frá því ég man eftir mér í sveit á
sumrin. Þar sem Magni er aðeins hálftaminn væri
frábært ef ég gæti tekið hann með mér en um það
á ég eftir að spyija verðandi vinnuveitendur
mína. Ef svo fer þá verður sumarið
stórkostlegt,“ segir hin
unga og kappsfulla
hestakona að lokum.
-aþ
Bára á hestinum Magna sem hún
temur í tómstundum sínum.
DV-mynd S.
Feðgar í hestamennsku:
Góð fjölskylduíþrótt
Ragnar Eyþórsson læröi aö sitja hest fyrir löngu þótt hann sé aöeins fjög-
urra ára gamall. Þaö er faöir hans, Eyþór Ragnarsson, sem heldur í taum-
inn.
Hann var ekki hár í loftinu
knapinn sem næstur varð
á vegi blaðamanns. Þegar
betur var að gáð kom í ljós að snáð-
inn var aðeins fjögurra ára og sagð-
ist heita Ragnar Eyþórsson.
Með Ragnari var faðir hans, Ey-
þór Ragnarsson, sem sagðist jafnan
teyma undir drengnum þegar þeir
væru utan girðingar. „Hesta-
mennskan er afar góð fjölskyldu-
íþrótt, ég hef komið með Ragnar
hingað frá því hann var tveggja ára
og við höfum átt margar notalegar
stundir hér. Ég er sannfærður um
að það er ómetanlegt fyrir krakka
að læra að umgangast dýr frá unga
aldri,“ segir Eyþór.
En hvernig skyldi knapanum
unga líka hestamennskan? „Mér
fmnst gaman á hestbaki, sérstak-
lega þegar hesturinn labbar hægt.
Ég get orðið hræddur þegar ég fer
niður brekku," segir hinn ungi og
efnilegi knapi og er greinilega orð-
inn óþolinmóður og vill halda ferð-
inni áfram. -aþ
Með