Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 17 Fríða Hálfdánardóttir: Þær eru í sama hesthúsi og með tímanum hafa þær orðið hinar ágætustu vinkonur þrátt fyrir að vera á ólíkum aldri og koma hver úr sinni áttinni. Þetta er þær Ragnheiður Ásta Sig- urðardóttir, Ingibjörg Svavarsdótt- ir og Dóra Elísabet Sigurjónsdóttir sem voru að hvíla hesta sína þegar blaðamann og ljósmyndara bar að. „Það er ekkert kynslóðabil í hesta- mennskunni, þar sameinast allir í áhuganum um útreiðar og hesta,“ segir Dóra sem er fjögurra barna móðir og aldursforseti i hópnum. Dóra var komin á fertugsaldur þegar hún keypti fyrsta hestinn. „Mig hafði alla tið dreymt um að eignast hest en ég hafði ætíð frestað þvi. Svo er það bara eitt- hvert skeið í lífi manns þegar mað- ur lætur slíka drauma rætast. Ég gerði það að minnsta kosti og hef aldrei séð eftir því.“ I góðum félagsskap Þær segjast æ oftar ríða út sam- an, enda farnar að þekkjast dável. „Það er kostur við hestamennsk- una hversu félagsskapurinn er góður og mikið af skemmtilegu fólki sem stundar þetta,“ segir Ingibjörg sem fyrir fáeinum árum ákvað að hella sér út í hesta- mennsku og á nú fimm hross. Hún er í framhaldsskóla og segist ekki hafa tíma fyrir fleiri áhuga- mál, enda sé hestastússið hennar Dóra Elísabet Sigurjónsdóttir og Gjafar, Ingibjörg Svavarsdóttir og Sleipnir, Ragnheiöur Ásta Siguröardóttir og Hjalti. lif og yndi. „Það toppar ekkert til- finninguna að vera á góðum hesti með skemmtilegu fólki í óbyggð- um. Mér finnst allt tilvinnandi að komast í slíkar ferðir," segir Ingi- björg. Ómögulegt að vera í fýlu Ragnheiður Ásta er þeirra yngst, aðeins 16 ára, en hefur þó engu minni áhuga á hestum. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á hestum og á kannski ekki langt að sækja það því báðir foreldrar hennar eru dýra- læknar. Aðspurð hvað henni finnist eftir- sóknarvert í hestamennskunni seg- ir hún: „Það er svo ótal margt og í raun erfitt að skilgreina það. Það er auðvitað frábært að eiga góðan hest en eitt af því besta við hesta- mennskuna er að hún léttir lundina hjá fólki. Það er ekki nokkur leið að vera í fylu á hestbaki,“ segir Ragn- heiður Ásta og vinkonur hennar eru henni greinilega sammála. -aþ Ragnheiður Ásta, Ingibjörg og Dóra Elísabet: Ekkert kynslóðabil í hestamennskunni Ætlar að verða góður knapi FDEKK CjCJ~Í& og verðsamanburð IFaxabóIi var Fríða Hálfdánardóttir, 16 ára, að kemba hesti sínum og sagðist ætla í langan og góðan reiðtúr að því loknu. Friða sagðist ætið hafa haft mikinn áhuga á dýrum og á endanum tókst henni að fá foreldra og systur í hestamennskuna. „Ég var átta ára þegar ég fór fyrst á bak og eiginlega hef ég verið á baki síðan," segir Fríða og brosir við. Það er greinilegt að þrátt fyrir vmgan aldur er Fríða þaulvön og sinnir verkum sínum af mikilli kostgæfni. „Ég reyni að koma daglega en stimdum er það mikið að gera í skólanum að ég þarf að sleppa úr degi. Það er nú sem betur fer ekki svo oft. Fríða er sjálfstæð i hestamennskunni og segist oft og iðulega koma ein í hesthúsið enda finnst henni best að ríða út einsömul. „Mér finnst svo gott að geta ráðið ferð- inni alveg sjálf og þá get ég betur einbeitt mér að hestinum. Ég á mér draum um að verða góður knapi í framtíðinni. Hjá góð- um knapa gengur nefnilega allt vel,“ segir Fríða. Hestana ofar skólanum Þegar blaðamaður hitti Fríðu hafði hún lokið við samræmdu prófin dagipn áður Það er stór áfangi í lífi unglings en Friða segir blaðamanni að hún hafi farið í sérstakan hátiðarreiðtúr til að fagna prófúnum. „Mér gekk ágætlega í prófunum en ég hef ávallt sett hestana ofar skólanum. Það gengur kannski ekki þegar ég fer í framhaldsskóla. Hér er svo gott og skemmtilegt fólk að það er ekki hægt að hugsa sér betri stað,“ segir Fríða Hálfdánardóttir að lokum. Hestakerrur eru ekki algeng sjón hér á landi en Eggert Jóhannsson feldskeri lætur það ekki á sig fá. Nýlega bauö hann fjölskyldunni í lautarferð í Heiömörk og aö sjálfsögöu var farkosturinn hestakerra. Fríöa Hálfdánardóttir kembir Biesa sínum viö hesthús í Faxabóli. BFGoodrích All-Terrain T/A Verð stgr. 225/75R-16 11.679,- 30x9,5-15 12.191,- 245/75R-16 13.392,- 31x/10,50-15 13.627,- 33x/12,50-15 14.984,- 35x/12,50-15 17.834,- SUÐURSTR0ND4 S: 5614110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.