Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Síða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 23 Iþróttir Bland í poka Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið leik- staði og leiktíma fyrir leikina í und- anúrslitum deildabikarkeppni karla í knattspymu. FH og Valur leika á Ásvöllum klukk- an 18.30 í kvöld og KR og ÍA mætast á Tungubakkavelli klukkan 19 á fimmtudaginn. Úrslitaleikurinn fer svo fram þann 12. maí. Inter og Lazio mætast í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í París ann- að kvöld. Inter, sem tvívegis hefur unnið UEFÁ-bikarinn, er taliö sigurstrang- legra liðið. Inter vann bikarinn 1991 og 1994. Lazio hefur hins vegar aldrei unnið Evróputitil. Liðið er samt sem áður í mikilli sókn og til alls liklegt í leikn- um í París. Áhangendur beggja liða hafa verið að streyma til Parísar en búist er við nokkrum tugmn þúsunda áhorfenda yfir landamærin. Josep Luis Nunes, foresti Barcelona, segir miklar breytingar í vændum varðandi liðið fyrir næsta tímabil. Hann sagói að samningur við nokkra leikmenn yrði ekki endumýj- aður. Óvíst er hvort Louis van Gaal verður áfram þjálfari liðsins en hann hefur stýrt því til sigurs í deild og bikar á þessu tímabili. Gengiö hefur verið frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Philip Cocu frá PSV í Hollandi. Þetta er að- eins byijunin og fleiri stórkaup líta dagsins ljós á næstu vikum. Fernando Correa skoraði 50.000 deildarmarkið á Spáni um helgina. Correa, sem leikur með Racing Sant- ander, gerði jöfnunarmarkið gegn Espanyol. Radomir Antic hættir störfum sem þjálfari spænska 1. deildar liðsins At- letico Madrid eftir tímabilið og segir Jesus Gil, forseti félagsins, að Arrico Sacchi, fyrrum þjálfari ítalska lands- liðsins og ACMilan, taki við starfi hans. Einar Steinarsson, SFK, varð Is- landsmeistari í þriþraut í 50 riffil- skotfimi sem fram fór á dögunum. Einar hlaut samtals 1096 stig. Carl J. Eiríksson, UMFB, varð annar með 1026 stig og í þriöja sæti var Arnfinn- ur Jónsson, SFK, meö 1025 stig. Einar er mikið efni í þessari iþrótt enda aðeins 19 ára gamaU. Gamail refm' í íþróttinni segir að Einar hafi alla buröi til aö ná mjög langt í greininni. Nýr heimsmeistari í snóker var krýndur í gær. Þá sigraði Skotinn John Higgins írann Ken Doherty í úr- slitum um titilinn, 18-12. Higgins er aðeins 23 ára gamall og tók viö heimsmeistaratitlinum af John Hendry. Landslió Jamaíka og Sádi-Arabíu skildu jöfn í markalausum vináttu- landsleik í knattspyrnu í gær. Bæði lið búa sig undir HM í Frakklandi. Leikiö var i Cannes í Frakklandi en þar dvelja Sádi-Arabar í æfingabúð- um. Þeir taka einmitt á móti Islend- ingum f vináttuleik í Cannes í næstu viku. Dennis Bergkamp sagði í viötali i gær að hann væri ekki bjartsýnn að geta leikiö með Arsenal úrslitaleik- inn gegn Newcastle í bikarkeppninni. Hollendingurinn er meiddur á hásin og lék ekki með Arsenal gegn Ever- ton um helgina. Hann hlaut meiðslin i leik gegn Derby í síðustu viku. Þaö er Arsenal í mun að Bergkamp nái sér fyrir úrslitaleikinn 16. maí og eins fyrir hollenska landsliðið sem keppir á HM í Frakklandi i sumar. Brann og Rosenborg gerðu 0-0 jafn- tefli í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spymu í gærkvöld. Rosenborg tapaði þama fyrstu stigum sínum en liðið vann fyrstu fjóra leiki sína í deild- inni. Ágúst Gylfason lék með Brann en Ámi Gautur Arason var varamark- vörður hjá Rosenborg. -JKS/GH/SK/VS G0LFVERSLUN LEIKFANGAVERSLUN GOLFARANS Nethyl 2, Reykjavik • Simi: S77-2S25 DV DV Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Arsenal: I dýrlingatölu Frakkinn Arsene Wenger, knattspymustjóri hjá Arsenal, er kominn í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum liðsins um allan heim eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í ensku úr- valsdeildinni í knattspymu í fyrradag. Wenger, sem kom til Ars- enal í septembermánuði 1996, braut blað í 109 ára sögu ensku knattspymunnar með því að verða fýrsti útlending- urinn til að leiða lið til sigurs í deildinni. Farinn aö efast um aö viö næöum ööru sætinu „Fyrir tveimur mánuðum síðan hélt ég að við gætum þetta ekki. Við vorum þá 11 stigum á eftir Manchester United og ég var farinn að ef- ast um að við gætum náð 2. sætinu og hvað þá því 1. sem mig óraði ekki fyrir á þessum tímapunkti að gæti gerst. Þetta er einn besti dagur í lífi mínu,“ sagði hinn 48 ára gamli Frakki þegar titillinn á Highbury var í höfn. Leikmannakaupin gengu upp Margir vom efins þegar Wenger var ráðinn í stöðu knattspymustjóra hjá Arsenal um að honum tækist að rétta gengi liðsins við. Mikil aga- vandamál voru klúbbnum og hvert hneykslismálið af öðm hjá leikmönnum félagsins kom upp á yfirborðið. En Wenger tók til hendinni. Hann hjálpaði mönnum sem áttu í erflðleikum utan vallar og leikmannakaupin sem hann gerði gengu svo sannarlega upp. Hann keypti Frakkana Emmanuel Petit og Nicolas Anelka, hollensku rakettuna Marc Overmars, Líberíum- anninn Christopher Wreh og hinn unga austurríska mark- vörð Alex Manninger fyrir þetta tímabil. Allir þessir leikmenn hafa leikið stórt hlutverk hjá Arsenal á tímabilinu og Wen- ger hefur náð því besta út úr hverjum einasta leikmanni. Hollendingarnir Bergkamp og Overmars hafa leikið frábær- lega, miðjumennirnir Petit, Parlour og Vieira skipa einu bestu miðjuna í Evrópu og hinn ungi Anelka hefur sýnt og sannað að hann er framtíð- arleikmaður. Adams mikilvægasti hlekkurinn Leiðtogi liðsins og mikilvæg- asti hlekkurinn í ógnarsterkri keðju Arsenal-liðsins verður að teljast fyrirliðinn Tony Adams. Án hans er ekki víst að Arsenal stæði í þeim sporum sem það er nú. Það kom glögglega í ljós hve mikilvægur Adams er fyrir Arsene Wenger hefur snúið Arsenal á rétta braut á ný. liðið því þegar hann var meiddur tapaði liðið þremur af fjórum leikjum sínum í deild- inni. „Ég man ekkert sérstaklega eftir titlinum sem við unnum 1989 og 1991 en ég á aldrei eftir að gleyma þessum. Wenger hef- ur breytt miklu héma frá því hann tók við liðinu. Hann fékk menn til að bera meiri ábyrgð í liðinu og hjálpaði mönnum sem áttu í erfiðleikum," segir Ad- ams, sem sjálfur var langt leiddur í klóm Bakkusar og i desembermánuði var hann al- varlega að hugsa um að hætta vegna þrálátra bakmeiðsla. Úrslitin réðust á Old Trafford Arsene Wenger er þeirrar skoðunar eins og margir að úr- slitin í deildinni hafi ráðist laugardaginn 14. mars þegar Arsenal sótti Manchester United heim á Old Trafford og sigraði, 0-1. „Með þessum sigri urðu kaflaskipti og þá fyrst trúði ég að við gætum farið alla leið. En við þurftum að hafa fyrir hlut- unum og ef við hefðum ekki unnið 10 leiki í röð eins og við höfum nú gert er ekki víst að meistaratitilinn væri okkar,“ segir Wenger. „Ég hef verið undir mikilli pressu og ef við heföum ekki náð að vinna í ár hefði fólk ör- ugglega kennt því um aö ég væri útlendingur.“ Tapaði síðast 13. desember Arsenal tapaði síðast leik þann 13. desember þegar liðið lá fyrir Blackburn en síðan hefur liðið unnið 15 leiki i deildinni og gert 3 jafntefli. Arsenal hefur unnið 10 leiki í röð, skorað 23 mörk í þeim leikjum og fengið aðeins á sig 2 og það þarf því þarf enginn að efast um að Arsenal á enska meistaratitilinn svo sannarlega skilið. Arsene Wenger hefur búið til öflugt lið sem spilar skemmtilega og árangursríka knattspymu og hann hefur tek- ið stefnuna á að fara langt með liðið í meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fyrsti titillinn af mörgum Dennis Hill stjórnarformað- ur Arsenal er í sjöunda himni eins og gefur að skilja og hann segir að Arsene Wenger eigi stærstan þátt í velgengni liðs- ins. „Wenger á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Eins og mér er innanbrjóst núna segi ég að Wenger getur verið hjá okkur eins lengi og hann vill og ég er viss um að þetta er fyrsti titilinn af mörg- um sem hann á eftir að færa fé- laginu," segir Hill. -GH Marc Overmars er einn hinna snjöllu leikmanna af meginlandinu sem Arsene Wenger flutti yfir Erm- arsundiö og hafa fært Arsenal enska meistaratitilinn. Mynd Reuter Peter Schmeichel, fyrirliði Man.Utd: Lærum af mistökunum Peter Schmeichel, markvörður og fyrirliði Manchester United, segir að leikmenn United verði að læra af mis- tökunum sem þeir gerðu á tímabilinu sem leiddu til þess að Arsenal hampaði Englandsmeistaratitlinum og kom þannig í veg fyrir að Manchester United yrði meistari þriðja árið í röð. „Við verðum samt að líta á jákvæöu hliðamar og nýta okk- ur mistökin sem við gerðum á næsta tímabili. Við höfum alls ekki leikið vel á undanfömum vikum og það er mikill munur á okkar leik frá því fyrr á tímabilinu. Eftir að spila mjög vel framan af mótinu hefur liðið dottið mikið niður og þaö em ýmsar ástæður fyrir því. Við getum ekki þrætt fýrir þaö að Arsenal er vel að titlinum komið. Lið Arsenal hefur unnið 10 leiki í röð í úrvalsdeildinni sem er hreint frábær árangur og undirstrikar enn frekar hversu liðið er sterkt," segir Peter Schmeichel. -GH Netfang Draumaliðs DV Netfang Draumaliðs DV sem kynnt var í blaðinu í gær virk- aði ekki sem skyldi til að byrja með. Það á að vera komið í lag núna en þeir sem sendu draumaliðið sitt í tölvupósti í gær þurfa að endurtaka það. Netfangið er draumur@ff.is og gæta þarf þess að senda allar upplýsingar sem beðið er um á þátt- tökuseðlinum sem birtist í blaðinu í gær. LEK-golfmót í Grindavík: Steinar sló best Fyrsta LEK-golfmót ársins var haldiö á Húsa- tóftavelli við Grindavík um síðustu helgi. Steinar Skarphéðinsson, GSS, sigraði i karla- flokki 55 ára og eldri á 79 höggum. Guðmundur Jónsson, GR, varð í öðra sæti á 80 höggum og í 3.-5. sæti urðu þeir Sverrir Einarsson, NK, Gísli Sigurðsson, GK, og Sveinbjörn Björnsson, GK, allir á 81 höggi. Með forgjöf sigraði Steinar Skarphéðinsson, GSS, á 67 höggum. Guðmundur Jónsson, GR, varð annar á 67 höggum og í þriðja sæti varð Sverrir Einarsson, NK, á 68 höggum. í A-flokki kvenna 50 ára og eldri með forgjöf sigraði Sigrún Ragnarsdóttir, GKG, á 75 högg- um. Gerða Halldórsdóttir, GS, varð önnur á 78 höggum og Kristjana Eiðsdóttir þriðja á 81 högg- um. í B-flokki sigraði Þyri Þorvaldsdóttir, GA, á 77 höggum. Lucinda Grimsdóttir, GKG, var önnur á 77 höggum og Bylgja Guömundsdóttir, GG, þriðja á 78 höggum. Besta skor á konunum átti Sigrún Ragnarsdóttir, GKG, alls 90 högg. ______________________________-JKS Úrslitakeppnin í NBA: Seattle skellti LA í fyrsta leik Seattle SuperSonics og Los Angeles Lakers mættust í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum á vesturströndinni í nótt. Leikið var í Seattle og urðu lokatölur leiksins, 106-92, fyrir Seattle sem hafði lengst af framkvæðið í leiknum. Seattle byrjaði af mkilum krafti og var vamarleikurinn liðsins sterkur. í hálfleik var staðan, 62-50, fyrir Seattle. Liðsmenn Lakers tóku sig saman í andlitinu í byrjun þriðja leikhluta og minnkuðu bilið jafnt og þétt. Þegar flaut- að var til loka þriðja leikhluta var Lakers búið að ná forystunni, 68-69. Seattle náði á nýjan leik yfirhöndinni og sigraði að lokum sannfærandi fyrsta leikinn. Það lið sem fyrr vinnur fjórar viðureignir kemst áfram í keppninni. Annar leikurinn verður aðfaranótt fimmtudagsins. Gary Payton skoraði 25 stig fyrir Seatttle en Hersey Hawkins skoraði 20 og Detlef Schrempf 19 stig. Shaquille O’Neal skoraði 27 stig fyrir Lakers, Nick Van Exel og Fox skoraðu 14 stig hvor. Jordan tók til sinna ráöa Chicago Bulls og Charlotte Homets hófu rimmu sína í undanúrslitum aust- urdeildar í fyrrinótt. Chicago hafði bet- ur, 83-70, en sá sigur var ekki átakalaus því Charlotte barðist vel og hékk lengi vel í Chicago. Það var ekki fyrr en Mich- ael Jordan tók til sinna ráða að Chicago sigldi fram úr og tryggði sér að lokum öraggan sigur. Michael Jordan skoraði 35 stig fyrir Chicago og tók 11 fráköst. Scottie Pippen skoraði 25 stig og Dennis Rodman hirti 14 fráköst. Glen Rice veir stigahæstur hjá Charlotte með 25 stig. -JKS íþróttir Bland í poka Forráöamenn sænska skiðasam- bandsins voru byrjaðir að ræða við norska skíðasambandið um samstarf þegar Islendingar settu sig i samband við þá og óskuðu eítir samstarfi. Þaö tók Sviana ekki nema tvo daga að koma með ákveðið og jákvætt svar. Þeir töldu það mun betri kost fyrir sig að æfa með íslendingum en Norðmönnum. Samningur SKÍ og FILA hefur vak- ið mikla athygli erlendis enda ekki á hverjum degi sem ítalimir hjá FILA gera samning við erlendan aðila. Kristinn Björnsson sagöi á blaða- mannafundi í gær að hann væri þess fullviss að ítalinn Alberto Tomba myndi taka fram skíðin á ný og keppa í heimsbikamum næsta vetur Haukur Bjarnason, nýráðinn þjálf- ari Kristins, er mjög vel menntaður og hefur að baki nám i þekktum skíðamenntaskóla í Noregi. Þar hefur hann meðal annars lokið D-áfanga. Ekki er hœgt fyrir þjálfara að sækja um að fá að taka umræddan áfanga. Þeim sem reyna við þetta æðsta stig er boðin þátttaka. Kristinn Björnsson sleit hásin fyrir þremur árum og hafa þau meiðsli háð honum þar til nú. Kristinn sagðist í gær vera heill heilsu og geta tekist á við strangar þrekæfmgar sem fram undan væm. Spœnski kylfingurinn Severiano Ballesteros er einnig laus við langvarandi meiðsli, i baki. Ballester- os hefur byrjað keppni á evrópsku mótaröðinni betur en mörg undanfar- in ár. -SK Ryan Giggs Ryan Giggs skoraði 50. mark sitt fyrir Man. Utd á ferlinum er United sigraði Leeds á Old Trafford í gær, 3-0. Giggs skoraði með skalla eftir 6 mínútur og Dennis Irwin bætti öðra marki við úr vítaspymu á 32. mínútu eftir brott á Teddy Sheringham. David Beckham skoraði þriðja mark United á 60. mínútu og þremur mínútum síðar var Gunnari Halle, Leeds, vikið af leikvelli. Arsenal er nú með 78 stig og tvo leiki eftir og United 74 stig og einn leik eftir. -SK Einn „heimamaður" 50. markið hjá Kristinn Björnsson og SKI sööla um: Snúa sér að Svíum - Haukur Bjarnason þjálfar Kristin sem mun æfa með Martin Hanson Skíðasamband Islands er hætt samstarfi við finnska skíðasambandið og hefur gert samstarfs- samning við sænska skíðasambandið hvað varðar þjálfun heimsbik- arliða þjóðanna í svigi næsta vetur. Þjálfarar í scimstcirfinu verða Haukur Bjarna- son, sem mun þjálfa Kristin Björnsson og Joakim Wallner, sem mun þjálfa Martin Han- son, sem er í 19. sæti á heimslistanum í svigi. Aðeins Kristinn og Han- son verða undir hand- leiðslu þessara snjöllu þjálfara. „Mér list mjög vel á þetta samstarf við Sví- ana og ég er mjög ánægð- ur með að það mál skuli komið í höfn. Það var mín ósk að fá Hauk Bjarnason sem þjálfara. Hann er mjög snjall þjálf- ari,“ sagði Kristinn Björnsson, skíðakappi í gær og bætti við: „Það er mun meira ör- yggi að æfa með Svíun- um. Um er að ræða betri aðstöðu allan tímann og allar æfingar eiga að geta gengið betur.“ Skíðascunband íslands hefur ekki und- an neinu að kvarta hvað varðar samstarf- ið við Finna undanfar- in ár. Hins veg- ar kom fram á blaða- manna- fundi með sam- bands- mönnum í gær að ýmsir kostir fylgja sam- starfinu við Svía. Þar má nefna fleiri aðstoðar- menn á æfingum og tryggari aðstoð, styttri vegalengd frá íslandi og samskipti á sviði tungu- mála. Svíarnir ánægöir Ulf Emilsson, aðal- þjálfari sænska karla- Kristinn Björnsson er í 16. sæti á spánnýjum lista yfir bestu svigmenn heims. Hann er því ekki sem stend- ur í fyrsta ráshóp. landsliðsins er mjög ánægður með samstarfs- samninginn við Skíða- samband Islands: „Sem að- alþjálfari sænska karla- landsliðs- ins lít ég á það sem styrk fyrir okkur að fá svona góðan skíða- mann (Kristin Bjömsson) til að æfa með. Þetta kemur til með að auka gæðin á æfingum hjá báðum liðum og ger- ir okkar möguleika á góðum árangri mun betri.“ Kristinn í 16. sæti Á nýjum afrekalista al- þjóða skíðasambandsins, frá 1. maí, er Kristinn Bjömsson í 16. sæti í svigi. Arnór Gunnarsson er í 182. sæti og Haukur Amórsson í 259. sæti. „Mér líst vel á næsta keppnistímabil og er staðráðinn i að standa mig vel. Markmiðið hjá mér er að komast i fyrsta ráshóp og tryggja mig í sessi þar. Einnig að komast í gegnum fleiri mót. Það verður ekkert mál eftir þennan samn- ing við Svíana," sagði Kristinn Björnsson í gær. Risasamningur Gengið hefur verið frá samningi til eins árs á milli Skíðasambands ís- lands og ítalska íþrótta- vörufyrirtækisins FILA. Að sögn forsvarsmanna Skiðasambandsins er samningurinn metinn á rúmar fjórar milljónir króna. Um er að ræða tímamótasamning hjá sambandinu og ljóst að hann er sambandinu mjög mikilvægur. Þess má geta að FILA hefur aldrei áður gert samning við aðila utan Ítalíu í skíðaíþróttinni. -SK - í landsliðshópnum fyrir leikinn við Sádi-Arabíu í næstu viku Aðeins einn leikmaður frá íslensku félagi er í sext- án manna landsliðshópi í knattspyrnu sem Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær. ísland mæt- ir Sádi-Arabíu í Cannes í Frakklandi miðvikudaginn 13. maí og Einar Þór Daní- elsson úr KR fer einn utan til þess leiks en hinir 15 koma frá öðram löndum. Guðni Bergsson er í landsliðshópnum á ný en hann hefur ekki spilað síðan hann gaf ekki kost á sér í leikinn í Rúm- eníu síðasta haust. Hann var valinn fyrir mótið á Kýpur í vetur en átti þá ekki heim- angengt. Auðun Helgason, sem hefur leikið vel með Viking Stavanger í norsku úrvalsdeild- inni í vor, er í lands- liðshópnum í fyrsta skipti. Annar nýliði er Árni Gautur Árason, mark- vörður frá Rosenborg, en hann hef- ur verið í hópnum áður. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Birkir Kristinsson, Norrköping .... 49 Ámi Gautur Arason, Rosenborg ... 0 Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Bolton...........77 Sigurður Jónsson, Dundee Utd .... 56 Þórður Guðjónsson, Genk..........21 Helgi Sigurðsson, Stabæk ........20 Lárus Orri Sigurðsson, Stoke ....19 Ríkharður Daðason, Viking Stav. . . 15 Einar Þór Daníelsson, KR.........12 Hermann Hreiðarsson, Cr.Palace ... 11 Brynjar B. Gunnarsson, Válerenga . 10 Sverrir Sverrisson, Malmö..........6 Tryggvi Guömundsson, Tromsö .... 6 Helgi Kolviðsson, Lustenau.........5 Óskar H. Þorvaldsson, Strömsgodset 2 Auðun Helgason, Viking Stavanger . 0 ísland og Sádi-Arabía mættust í Riyadh í desember á síöasta ári. Þá varð markalaust jafntefli sem kom nokkuð á óvart þ'ú mikil forfóll voru í íslenska liðinu og Sádi- Arabar eru Asíumeistarar og hafa sýnt sig og sannað í alþjóðlegri knattspymu á undanfornum áram. -VS Auðun Helgason er valinn í fyrsta skipti. Pétur var óheppinn DV, Sviþjóð: Pétur Marteinsson var nálægt því að skora í tvígang er lið hans Hammarby tapaði á heimavelli fyrir Frölunda, 0-1, í sænsku úrvalsdeild- inni í knattspymu í gærkvöld. Pétur Björn Jónsson hóf einnig leikinn fyrir Hammarby en var skipt út af á 56. mínútu fýrir bakvörð. Nafni hans Marteinsson var þá færður fram á völlinn og hafði nær skorað í tvígang. Örgryte sigraði Malmö FF á heimavelli sínum, 2-0. Sverrir Sverrisson var slakur í liði Malmö eins og allir leikmenn liðsins. Loks tapaöi Helsingborg á heimavelli sínum fýrir Gautaborg, 0-1. Hilmar Bjömsson og Jakob Jónharðsson vora ekki í leikmannahópnum hjá Helsingborg. -EH/-SK Reynum að finna lausn Ekki hafa enn tekist samningar milli RÚV eða Stöðvar 2 við þýska fyr- irtækið UFA vegna sýningarréttar frá íslensku knattspymunni í sumar. Báðar stöðvamar sendu inn ný tilboð í síðustu viku og enn virðist vera mikil gjá á milli þess verðs sem stöðvarnar bjóða og þess sem þýska fyr- irtækið vill fá, „Við eram að reyna af öllum okkar mætti að reyna að finna lausn á þessu máli íslenskum fótbolta til heilla. Það er ekki sérstaklega fyrir at- beina KSÍ sem það gerist. Við erum í samningaviðræðum við þýska fýr- irtækið þessa vikuna en það er ljóst að enn ber töluvert á milli. Ég vona aö einhver tíðindi verði í þessu máli fyrir lok vikunnar enda getum við ekki beðið lengur,“ sagði Ingólfur Hannesson, deildarstjóri íþróttadeild- ar RÚV, við DV í gær. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.