Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1998
25
Fréttir
Uppstokkun I Vesturbyggðarpólitíkinni:
Múrar gömlu flokk-
anna halda ekki lengur
Frá Bíldudal. DV-mynd HÞG
Sjálfstæðisflokkurinn í Vestur-
byggð er með eina hreinræktaða
flokksframboðið í sveitarfélaginu
vegna kosninganna 23. maí. Tvö
önnur framboð eru, Samstaða og
Vesturbyggðarlistinn, sem bæði
bjóða fram fólk vítt og breitt úr póli-
tíkinni.
Eins og á norðanverðum Vest-
íjörðum hefur orðið nær algjör upp-
stokkun á fólki sem nú býður fram
krafta sína til að starfa að fram-
gangi sveitarstjómarmála í Vestur-
byggð. Þeir sem mest voru í sviðs-
ljósinu eru hættir, eins og Gísli
Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri og
oddviti sjálfstæðismanna. Hann hef-
ur nú yfirgefíð sviðið. Er farinn til
Reykjavíkur.
í hans sæti í forystu er kominn
Jón B.G.Jónsson, yfirlæknir á
sjúkrahúsinu. Litlar spurnir hafa
farið af pólitík hans til þessa en
hann er vel metinn læknir. Trúlega
eiga hann og listamenn hans ærinn
starfa fyrir höndum því bæöi mót-
framboðin biðla mjög til fólks sem
til þessa hafa þótt tryggir kjósendur
D-listans.
Samstööufólk
Reyndar má segja að oddviti
Samstöðu, Haukur Már Sigurðar-
son, hafi líkt og læknirinn lítt
blandað sér í pólitíska
umræðu. Alla vega ekki
þá sem farið hefur fram
í fjölmiðlum landsins
Vesturbyggðarbúum til
hrellingar síðustu árin.
Þeir hafa því nokkuð
hreinan skjöld gagnvart
kjósendum sínum.
Haukur Már hefur öðl-
ast mikla þekkingu á
innviðum stjómsýsl-
unnar undanfarin ár
sem fyrram bæjarritari.
Haukur er aðalmaður-
inn í Samstöðuframboð-
inu og hefur tekist að
afla sér trausts í öllum
flokkum, líka Sjálfstæð-
isflokki. Þangað hefur
hann sótt menn sem gefa
listanum óneitanlega meiri pólitíska
breidd. Því er talið mjög líklegt að
Samstöðu takist að sópa til sín vem-
legu fylgi.
Vesturbyggöarlistinn
Um efsta mann Vesturbyggðar-
listans, Guðbrand Stíg Ágústsson,
skólastjóra á Patreksfirði, má nær
segja sömu sögu. Hann er óskrifað
blað í bæjarpólitíkinni og kemur
þar inn með hreinan skjöld. Þó hafa
óformlegar hugmyndir hans um
uppstokkun í skólamálunum valdið
miklum titringi, sérstaklega í sveit-
unum. Þó hann muni jafnvel ekki
halda þeim skoðunum á lofti verður
hann án efa fyrir fastri skothríð
frambjóðenda hinna listanna vegna
málsins. Stígur hefur það hins veg-
ar með sér að hann hefur verið
mjög drifandi í skólastarfinu. Upp-
finningasamur varðandi ráðningar-
mál kennara svo eftir hefur verið
tekið á landsvísu. Miðað við sam-
setningu listans sækir hann at-
kvæði bæði til hægri og vinstri.
Þeir sem til þekkja telja nær ömggt
að hann nái í það minnsta einum
manni inn í bæjarstjórn. Hins vegar
er talið að fylgi Vesturbyggöarlist-
ans verði að langmestu leyti bundið
við kjósendur á Patreksfirði þar
sem flestir frambjóðendur listans
eru búsettir.
Víst er að ibúar Vesturbyggðar
vilja gleyma vandræðagangi í stjórn-
sýslu sveitarfélagsins frá því það var
sameinað. Klögumál, illdeilur og
kostulegt rifrildi út af félagsheimil-
inu hefur farið illa i fólk - leitt til al-
gjörrar uppstokkunar í pólitikinni
líkt og gerðist í ísaflarðarbæ.
Niðurstaðan virðist þegar upp er
staðið vera nákvæmlega sú sama í
Vesturbyggð og ísafjarðarbæ. Fólk
vill sjá breytta hugsun í pólitíkinni.
Mikill fjöldi kjósenda vill flokkspóli-
tíkina með öllu út og baktjaldamakk
burt úr sveitarstjómarmálunum.
Sennilega eru þessi viöbrögð al-
mennings mjög skiljanleg á Vest-
fjörðum með tilliti tÚ þeirrar varn-
arbaráttu sem hér fer fram. Menn
hafa horft á hefðbundna pólitíska
baráttu í sinni ljótustu mynd und-
anfarin ár sem ekki hefur gert ann-
að en að rífa niður í stað þess að
þjappa fólki saman. Því hefur ekki
verið um annað að ræða en að
hreinsa út og skipa á framboðslista
nýju fólki sem þarf ekki að vera í
stöðugri varnarstöðu gagnvart því
sem liðið er og getur því leyft sér að
horfa fram á veginn. í Vesturbyggð
er líkt og í ísafjarðarbæ nær ómögu-
legt að draga fólk í pólitíska dilka í
kosningunum eins og fyrr á ámm.
Múrar gömlu flokkanna halda ein-
faldlega ekki lengur og því getur allt
oltið á málflutningi frambjóöenda
dagana fram að kosningum.
-Hörður Kr.
Fylgist með
kosningabarattunni!
Allt um sveitarstjórnarkosningarnar I vor
• daglegar fréttir
af framgangi mála
• eldri fréttir
• kynning á öllum
framboðum
% úitektir
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR