Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 27 r- Spurt í Borgarbyggð Hver veröa úrslit kosning- anna í Borgarbyggð? Karl Rúnar Þórsson safnvöröur: „Borgarbyggðarlistinn verður sig- urvegciri kosninganna. Það verður bylting í sveitarfélaginu." Hanna Proppé afgreiðslukona: „Ég segi bara þrisvar sinnum þrír eru níu. Ég spái því að allir listarn- ir verði jafnir og fái þrjá menn. Þetta verða hnífjafnar kosningar. Ég set það út á nýja listann að það er of óreynt fólk í efstu sætunum." Gunnar Sigurðsson ellilífeyris- þegi: „Ég held að Framsókn geti unnið í sveitunum en annars finnst mér ómögulegt að spá um úrslitin." Guðrún Þórðardóttir verslunar- maður: „Ég spái því og vona að sjálfstæðismenn vinni. Þeir gætu náð meirihluta ef allt gengur upp.“ Guðjón Karl Þórisson verslunar- maður: „Framsókn verður sigur- vegari í þessum kosningum." Heba Magnúsdóttir bóndi: „Ég spái því að þetta verði mjög jafnar kosningar. Ég held að þetta skiptist jafnt á milii flokkanna þannig að hver fær þrjá menn.“ Sveitarstjórnarkosmngar 1998 Sveitarstjórnarkosningar í Borgarbyggð: Ber á milli í skipulagsmálum Þrír listar bjóða sig fram til sveit- arstjórnarkosninganna í Borg- arbyggð. Sjálfstæðisflokkim og Framsókn- arflokkur eru í framboði ásamt nýj- rnn lista sem nefnist Borgarbyggð- arlistinn. Þar sameina krafta sína einstaklingar m.a. úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Kvennalista og óflokksbundið fólk vfða að úr sveit- arfélaginu. Málefni listanna þriggja eru í heildina á svipuðum nótum. Þrír listar bjóöa sig fram í Borgarbyggö: sjálfstæöismenn, framsóknarmenn og nýi Borgarbyggöarlistinn. DV-mynd Brynjar Gauti Áhersluatriði ber þó auðvit- að í milli og þá helst í skipu- lagsmálum. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag mynduðu meirihluta í síðustu kosn- ingum en samstarf þeirra sprakk 1996. Sjálfstæðis- menn komu þá inn í meiri- hlutasamstarf með Fram- sóknarflokknum. Miklar breytingar hafa orðið á sveitarfé- lögum í Mýrasýslu á síðustu fjórum árum. Sameining- armál hafa verið í fullum gangi í Borgarbyggð á undanfórnu kjör- timabili. Borgar- nes sameinaðist þremur hreppum 1994. Nú hafa þrír hreppar til viðbótar, Borg- arhreppur, Álftaneshrepp- ur og Þverárhlíðarhrepp- ur, sameinast Borgar- byggð. Miklar framkvæmdir hafa verið í íþróttamannvirkj- um í sveitarfélaginu, m.a. í tengsl- um við landsmótið sem haldið var í Borgamesi í fyrra. Þá hafa orku- málin verið leyst. Eignar- og skipu- lagsbreytingar urðu á hitaveitunni og rafveitan var seld til RARIK. Óli Jón Gunnarsson hefur verið bæjarstjóri síðan 1987. Athygli vek- ur að Óli Jón leiðir nú lista sjálf- stæðismanna en áður hefur hann ávallt verið utan við framboðslista. Framboð bæjarstjórans þykir mjög umdeilt í Borgarbyggð. -RR BORGARNES - úrslit kosninga '94 A: 17,2% D: 28,5% B: 41,8% G: 12,4% D k Peningastaða Borgarbyggðar góð Óli Jón Gunnars- son, bæjarstjóri og oddviti D-lista. „Við leggjum áherslu á einsetn- ingu gmnnskólans. Það er stefnt að því að byggja fjölnota sal við grunn- skólann. Við stefnum auk þess að því að laga aðstöðu í Varmalandi í sambandi við sundlaugamannvirki. Þá verður áframhaldandi vinna við lausn á umhverfismálum. Þá á ég við sorpeyðingu og annað slíkt. Stefnan er líka að markaðssetja Borgarbyggð betur. Það hefur verið mikil vinna við sam- einingarmálin og við viljum ná fram frekari sameiningu í Borgarfjarðar- héraði," segir Óli Jón Gunn- arsson, bæjar- stjóri og oddviti sjálfstæðis- manna í Borgarbyggð. Óli Jón hefur nú ákveðið að leiða lista sjálfstæðis- manna en hann hefur ekki verið á framboðslista áður. „Það voru samstarfserfiðleikar á fyrri hluta þessa kjörtímabils sem ollu ákvörðun minni. Ég tel heppi- legra að vera fyrirliði í pólitísku afli. Þegar var skorað á mig að fara fram tók ég þá ákvörðun," segir Óli Jón, aðspurður. Óli Jón segir að peningastaða sveitarfélagsins sé góð. „Við höfum verið með miklar framkvæmdir á íþróttamannvirkjum og við höfum náð því án þess að setja sveitarfélag- ið i óhóflegar skuldir. Við verðum að gæta þess að halda vel á spilun- um í þeim efnum. Þar verður skyn- semin að ráða fram yfir gylliboð. Við höfum leyst vel úr orkumálum. Búiö er að leysa það mál með eign- ar- og skipulagsbreytingum á hita- veitunni og sölu rafveitunnar til RARIK,“ segir Óli Jón. Halda áfram uppbyggingu „Helstu áherslumál B-listans eru að halda áfram uppbyggingu í sveit- arfélaginu. Við höfum byggt upp geysimikið íþróttasvæði hér og sinnt orkumálum mjög vel. Á næstu fjórum árum geri ég ráð fyrir að einsetningu grunnskólans beri hæst. Þar þarf að taka skólahúsnæð- ið til endurskoðunar með tilliti til einsetningar, tónlistarfræðslu, mötuneytisaðstöðu fyrir nemendur og skólaskjóls," segir Guðmundur Guðmarsson, oddviti framsóknar- manna. „Skólamálin verða án efa fjárfrek- ust á næsta kjörtímabili. Af öðrum málum sem við leggjum áherslu á má nefna skipu- lagsmál, sem við höfum unn- ið að allt yfir- standandi kjör- timabil. Sam- hliða því viljum við skoða veitu- mál. Við viljum athuga mögu- leika á hitaveitu annars staðar í sveitarfélaginu. Ljóst er að hol- ræsamál þarf að vinna áfram. Það hefur verið unnið á hverju ári í þessu stóra verkefni okkar sem er að koma holræsakerfmu í gott horf. Annað mál sem hefur verið mikið rætt og töluvert unnið í eru sorp- mál. Þar erum við með ákveðnar hugmyndir um að hér verði komið upp flokkun á sorpi. Allur lífrænn úrgangur verði tekinn frá og notað- ur í jarðvegsgerð. Urðun á sorpi verði lágmörkuð eftir því sem kost- ur er. Með því eigum við að fá hag- kvæma lausn sem á að vera framtíð- arlausn. Við viljum fá í lið með okk- ur öll önnur sveitarfélög í Borg- arfirði. Atvinnumálin skipa stóran sess og uppbygging hefur verið mjög mikil hjá mörgum fyrirtækj- um. Við leggjum áherslu á að fyrir- tæki sem bjóða upp á heilsársstörf eflist og við munum beita okkur fyr- ir því sem kostur er. Þá er ferða- mannaiðnaður að verða mikilvæg- ari og honum verður að sinna vel,“ segir Guðmundur. Áhersla á atvinnumálin „Við teljum að það sé full þörf á nýju afli hér í Borgarbyggð. Við ger- um okkur miklar vonir um að fá fjóra menn inn. Ef allt gengur upp teljum við raunhæfa möguleika á að ná fimmta manni og hreinum meiri- hluta. Við teljum það æskilegustu niðurstöðuna fyrir sveitarfélagið. Við leggjum mjög mikla áherslu á atvinnuumálin og að átak verði gert í þeim. Við höfnum þeirri leið sem farin hefur verið síðustu kjörtíma- bil, þ.e. bein þátttaka sveitarfélags- ins í atvinnulífinu. Það hafa verið lagðar um 150 milljónir í atvinnulíf- iö á síðustu 8 árum. Það er matsat- riði hve stór hluti af þeim pening- um hefur tapast. Við teljum að það Guömundur Guö- marsson, oddviti B-lista. hefði verið hægt að framkvæma hluti á ákveðnari og betri hátt, m.a. með því að nota atvinnuþróunar- sjóð. Það þarf að gera átak í kynn- ingarmálum sveitarfélgsins al- mennt,“ segir Kristmar J. Ólafsson, fjórði maður á L-lista Borgarbyggð- arlistans. „Skipulagsmál eru stór þáttur hér og við teljum að þau þarfnist mun betri skoðunar. Við viljum að fólk fái meira um það að segja hvernig framtíð- in líti út hér, m.a. með ákvörðun um hvar vegurinn verður lagður. Við teljum að rétt sé að kjósa um það mál. Skólamál eru mjög stór þáttur í hverju sveitarfélagi og sérstaklega nú þegar einsetja þarf skólana. Það þarf að taka á húsnæðismálum grunnskólans og tónlistarskólans og bæta aðstöðu fyrir þau böm sem koma úr sveitunum. Holræsismál þarf að leysa í áfóngum og skoða þarf nýjar lausnir. Við stefnum einnig að enn stærri sameiningu," segir Kristmar. -RR Kristmar J. Ólafs- son, fjóröi maöur á L-lista. Framboðslistar í Borgarbyggð D-listi B-listi L-listi 1. Óli Jón Gunnarsson bæjar 1. Guðmundur Guðmarsson saftt- 1. Kristín Þ. Halldórsdóttir mark- stjóri. vörður. aðsfulltrúi. 2. Guðrún Fjeldsted bóndi. 2. Kolfinna Jóhannesdóttir bóndi. 2. Guðrún Jónsdóttir fram- 3. Andrés Konráðsson fram- 3. Guðmundur Eiríksson bygg- kvæmdastjóri. kvæmdastjóri. ingatæknifræðingur. 3. Guðbrandur Brynjólfsson 4. Helga Halldórsdóttir skrifstofu- 4. Finnbogi Leifsson bóndi. bóndi. maður. 5. Eygló Lind Egilsdóttir stuðn- 4. Kristmar J. Ólafsson rekstrar- 5. Bjami Helgason garðyrkju- ingsfuUtrúi. fræðingur. bóndi. 6. Sigríður Skúladóttir starfs- 5. Runólfur Ágústsson lögffæð- 6. Guðjón Gíslason bóndi. stúlka. ingur. 7. Magnús Guðjónsson rafverk- 7. Þóröur Þorsteinsson húsa- 6. Anna Ingadóttir kennari. taki. smíðameistari. 7. Öm Einarsson bóndi. 8. Vilhjálmur Diðriksson bóndi. 8. Edda Hauksdóttir húsfreyja. 8. Ómar Örn Ragnarsson vél- 9. Jónína Amardóttir tónmennta- 9. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson virki. kennari. bóndi. 9. Kristín Valgarðsdóttir fulltrúi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.