Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1998, Side 36
> o
□
K O
txi
5 o
■3
S LO
<
s
■s. O
hLT3
■>
s o
FRÉTTAS KOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
.550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1998
Hrossasóttin:
hverfur á fjór-
, um vikum
- segir dýralæknir
„Við framkvæmdum rannsóknir
fyrir nokkrum vikum. Þá voru sex
hestar fluttir af sýktu svæði yfir á
ósýkta bæi og sex
ósýktir hestar
fluttir yfir á sýkta
svæðið. Við vorum
að athuga hvort
það væri hestur-
inn eða umhverfið
sem bæri smitið.
Niðurstöðurnar
voru þær að hest-
arnir sem voru
veikir fyrir tveim-
ur vikum smituðu út frá sér en þeir
, m sem voru veikir fyrir þremur og
fjórum vikum gerðu það ekki. Hins
vegar veiktust allir hestamir sem
voru fluttir í sýkta umhverfið," seg-
ir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
hrossasjúkdóma.
„Nú fyrir helgi gerðum við nýj-
ustu tilraunina. Við létum flytja
Qóra ósýkta hesta yfir á svæði þar
sem veikin hafði verið en gengið
yfir. Annað parið fór í hesthús þar
sem veikin gekk yfir fyrir 5 vikum
og hitt parið fór í hesthús þar sem
veikin gekk yfir fyrir sex vikum.
" **- Þessar upplýsingar eru nauðsynleg-
ar fyrir okkar framtíðar útflutn-
ing,“ segir Sigríður. -RR
Hálendisfrumvarp:
Úlfaldi úr
mýflugu
- segir félagsmálaráöherra
„Ég hef ekki trú á að mótmæli úti-
vistarsamtakanna
breyti einhverju
um afgreiðslu
frumvarpsins á Al-
þingi. Niðurstaða
x fundarins á Hótel
Borg í gær sýnist
mér vera að menn
eru að gera úlfalda
úr mýflugu og eru
með óþarfa áhyggj-
ur út af skipulagsmálum. Það er
ákveðið að þetta frumvarp verður af-
greitt á þessu þingi. Síðan verður
skipulags- og byggingarlögum breytt
á haustþingi þannig að girt er fyrir
að ósamræmi geti orðið milli aðal-
skipulags einstakra sveitarfélaga og
svæðisskipulags hálendisins,“ sagði
Páll Pétursson félagsmálaráðherra í
morgun. Fjölmörg útivistarsamtök
héldu fund á Hótel Borg í gærkvöld
til að mótmæla frumvarpi sem leggur
• ♦ til skiptingu hálendisins milli 42
sveitarstjóma. -phh
Páll Pétursson.
félagsmálará&herra.
Kristján Jóhannsson var á æfingu í Tblisi í Georgíu þannig að ekki náði Halldór Blöndal samgönguráðherra sam-
bandi við hann þangað í fyrsta farsímasímtalinu á vegum Tals hf. sem var formlega opnaö í morgun. Dagtaxti fyrir
GSM-símtal hjá Tali hf. er á bilinu 18,50 kr. til 21 króna á mínútu. Kvöld- og helgartaxtinn verður 11,50 kr. til 14 krón-
ur á mínútu. Dreifingin nær til höfuðborgarsvæöisins, Akraness, Reykjanesbæjar, Selfoss og Hverageröis.
DV-mynd S
Leedsari fékk guUpottinn:
Varð 6 millj-
ónum ríkari
- úr kassa sem nefndur er Davíð
DV, Akranesi:
Leikur Man. Utd og Leeds í ensku
knattspyrnunni hófst kl. 16 i gær -
frídagur á Englandi - og var Ölver í
Glæsibæ með leikinn í beinni út-
sendingu. Smá truflun varð í út-
sendingu og skrapp þá einn aðdá-
andi Leeds í gullnámuna og hafði
heldur betur heppnina með sér með-
an lið hans var að tapa.
Nældi hann sér í gullpottinn að
upphæð 6.059.905 krónur og það var
einmitt kassi nefndur í höfuðið á
Davíð forsætisráðherra sem gaf
þessa upphæð. Leedsarinn vildi
ekki gefa upp nafn en hann eignað-
ist i lok apríl sitt fimmta barn svo
peningarnir koma sér vel.
Þetta er sjöundi gullpotturinn
sem fellur í Ölveri. Heildarupphæð-
in í gulli þar er nú orðin 47.703.780
krónur og meðaltal pottanna er
6.814.825 krónur. -DVÓ
Leigjanda hjá Félagsmálastofnun ber að greiða helmingi meira:
Félagsbústaðir
hóta útburði
Sonja Guðrúnardóttir, sem hefúr
leigt íbúð hjá Reykjavíkurborg í gegn-
um Félagsmálastofnun, neitar að gera
nýjan leigusamning um íbúðina sem
hún býr í við Félagsbústaði hf. Reykja-
víkurborg hefur stofnað fyrirtækið Fé-
lagsbústaði sem hefur yfirtekið leigu-
húsnæði borgarinnar og hefur leigu-
tökum verið gert að gera nýja leigu-
samninga við hinn nýja eiganda íbúð-
anna. Flestallir hafa gengið frá nýjum
samningum við Félagsbústaði en Sonja
hefur ekki ljáð máls á því.
Við breytinguna hækkar húsaleigan
um helming og Sonja, sem er öryrki
vegna gigtarsjúkdóms, segir í samtali
við DV að sér detti ekki í hug að gera
leigusamning við hinn nýja aðila upp á
slíka hækkun. Hún hafi leigt íbúðina á
sínum tíma af Félagsmálastofnun og
kveðst tilbúin að endurnýja leigusamn-
inginn við þá stofnun.
Hún borgar nú 24 þúsund krónur í
húsaleigu á mánuði og kveðst ekki
hafa efni á að greiða helmingi hærri
leigu til Félagsbústaða, eða 48 þúsund
krónur. Einu tekjur hennar eru ör-
orkubætur, 49 þúsund krónur á mán-
uði, og enda þótt hún fái húsaleigubæt-
ur upp í hluta af mismuninum þá sé
um óyfirstíganlega kjaraskerðingu fyr-
ir hana að ræða.
Lokafrestur
Viðbrögð stjómenda Félagsbústaða
við neitun Sonju við því að gera leigu-
samning hafa orðið þau að hóta því að
láta bera hana út úr íbúðinni. Var
henni gefinn lokafrestur til að rýma
íbúðina i síðasta lagi 30. apríl, ella yrði
hún borin út með fógetavaldi. í gær-
kvöld hafði þó ekki enn verið gripið til
neinna aðgerða.
Sigurður Helgi Guðjónsson, hæsta-
réttarlögmaður og formaður Húseig-
endafélagsins, sagði að húseigendur
hefðu samkvæmt húsaleigulögunum
rétt til að selja húsnæði sem er í leigu
og framselja með því réttindi og skyld-
ur gagnvart leigjendum til nýs eig-
anda. Almennt hefðu leigjendur ekkert
um það að segja. Á hinn bóginn megi
leigutaki ekki framselja leigusamning
sinn eða framleigja húsnæði án sam-
þykkis leigusala.
Sigurður sagði það ekki mögulegt að
hækka húsaleigu samkvæmt leigu-
samningi sem i gildi er. Til þess yrði
að segja samningnum upp og gera nýj-
an á nýjum grunni. „Inn í þetta mál
kemur einnig félagslegi þáthu'inn og
spumingin um hvort yfirtaka Félags-
bústaða á félagslegu leiguhúsnæði
Reykjavíkurborgar fari á einhvern
hátt í bága við lög og reglur,“ sagði
Sigurður Helgi.
Sigurður Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Félagsbústaða ehf., staðfesti í
morgun við DV að einn leigjandi fé-
lagslegs húsnæðis borgarinnar, Sonja
Guðrúnardóttir, hefði neitað að gera
nýjan leigusamning um íbúð sína við
Veðrið á morgun:
Hvasst
ogkalt
Á morgun verður norðaustan-
átt um allt land, allhvasst eða
hvasst á Vestfjörðum, stinnings-
kaldi á Norðurlandi, en yfirleitt
kaldi annars staðar. Éljagangur
um norðanvert landið, en þurrt
og víðast léttskýjað syðra. Hiti
verður á bilinu 0 til 7 stig, hlýjast
á Suðausturlandi.
Veðrið í dag er á bls. 37
Félagsbústaði. Þessum leigjanda hefði
verið gert Ijóst að án leigusamnings
gæti enginn búið í húsnæði Félagsbú-
staða.
Sonju hefði verið gefinn frestur til
30. aprfl að ganga frá samningi. Að öðr-
um kosti yrði gripið til aðgerða. Að-
spurður hvaða aðgerðir það væru
sagði Sigurður að reynt yrði að forðast
útburðaraðgerðir í lengstu lög. „Við
viljum fyrst skýra málið út, því það
kann að vera að þessi kona haldi að
leiga hennar hækki um helming. Við
ætlum að skýra út fyrir bæði henni og
öðrum leigutökum að eingöngu þeir
sem eru í of stórum íbúðum miðað við
íjölskyldustærð og eru með of háar
tekjur hækki í leigu vegna skertra
húsaleigubóta. Ef hún þverskallast við
að gera leigusamning og telur Félags-
bústaði ólöglegt fyrirtæki höfum við
ekki aðrar leiðir en að visa henni á
dyr,“ sagði Sigurður Friðriksson. -SÁ
SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES
SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT
PAR SEM PU RÆÐUR FERÐINNI
SIMI 581 1010
SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA