Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 39, Knattspyrnan 1998 Guöjón Þóröarson: Gæti orðið spennandi „Mér sýnist svona í upphafi móts töluverð óvissa um hvernig hutimir komi tO með að ganga. Samt sem áður koma þrjú lið upp í hugann sem mað- ur sér berjast um íslands- meistara- titilinn og þar á ég viö ÍBV, KR og ÍA. Við verðum að hafa í huga að miklar breytingar hafa átt sér stað í mörgum liðum og ekki hvað síst hjá Skagamönnum. Auðvitað geta fleiri liö blandað sér í slaginn um titilinn með góðum og vönduðum vinnu- brögðum. Keflvíkingar komu mjög á óvart í fyrra en döluðu síðan. Spumingin er hvort þeir hafa lært það sem til þarf. Mað- ur veit ekki alveg hvað býr í hin- um liðunum því þar er mikið af ungum og óreyndum strákum. Þeir gætu hiklaust látið gott af sér leiða,“ sagði Guðjón Þórðar- son, landsliðsþjálfari í knatt- spymu. Mótið gæti að mínu mati orðið mjög spennandi. Ég held það verði mikiö um óvænta hluti og við munum sjá hasar og fjör áöur en lýkur. Aðstæöur, sem mönnum hafa staðið til boða í vor, hafa ekki verið góðar. Styrkur liðanna verður ekki marktækur fyrr en leikimir em komnir inn á alvöravelli. Ég hef fulla ástæðu til að trúa því að mótið verði skemmtilegt. Það verður athyglisvert hvemig þróimin kemur til með að verða. Óvissan er töluverð en umfram allt sé ég að fram undan er skemmtilegt fótboltasumar," sagði Guðjón. Valtýr Björn Valtýsson: ÍBVog ÍA líkleg „Það setrn- svip sinn á mótið 1 sumar að nýir og yngri menn eru teknir við af mönnum sem fariö hafa í at- vinnu- mennsku erlendis. Meðalald urinn hjá Valsmönn- mn er 21 ár en samt sem áður keppti liðið til úrslita á tvenniun vígstöðvum í vor. Þó svo aö holskefla hafl átt sér stað í útflutningi á leikmönn- um þá verða eftir sem áður krýndir meistarar. Þitt gamla fé- lagseðli veröur alltaf til staðar þó einhverjir hafi horfið á braut. Ég er ekki svo viss um að þessi breyting komi niður á gæðum knattspyrnunnar í sumar. Yngri leikmennimir eiga vonandi eftir að setja skemmtilegan svip á deildina í sumar,“ sagði Valtýr. Eyjamenn og Skaginn era afar líklegir í sumar. Valsmenn era að gera fina hluti en hafa verður í huga að þeir eru með ungt lið. Keflvíkingar ætla sér eflaust í toppbaráttuna en Leiftur er svo- lítiö spumingarmerki í mínum huga. Ekki megrnn við gleyma KR-ingum en þeir hafa komið sterkir frá vorleikjunum. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari. Ásgeir Sigurvinsson ræðir við DV um deildina og íslenska knattspymu: Yngri leikmönnum gefast tækifærin . - boltinn byrjar að rúlla í Landssímadeildinni 18. maí Ásgeir Sigurvinsson þarf víst varla að kynna fyrir íslenskum knattspymuáhugamönnum. Ásgeir var um árabil okkar fremsti knatt- spymumaður, fór ungur utan í at- vinnumenskuna og lék erlendis hátt í tvo áratugi við góðan orðstír. Ás- geir er fluttur heim og hefur fylgst með undirbúningi íslenskra knatt- spymumanna en keppnin í Lands- símadeildinni hefst 18. maí. Ásgeir er tæknilegur ráðgjafi hjá KSÍ og má telja víst að reynsla hans nýtist íslenskri knattspymu í framtiðinni. DV fékk Ásgeir til að ræða um komandi mót í sumar og annað tengt íslenskri knattspymu. Mikilvægt aö umgjöröin sé í lagi „Ég er mjög bjartsýnn á skemmti- legt sumar í fótboltanum. Menn era að reyna að koma þessu þannig fyr- ir að bæði umfjöllun og allt í kring- um þetta veröi þannig uppsett aö fólk fari að fá verulegan áhuga á boltanum. Það er mikilvægt að ramminn sé góður í kringum allt ferlið hjá félögunum. Þegar það er í lagi er aðeins eftir að sjá hvemig liðið sjálft spjarar sig. Við erum búnir að missa marga knattspyrnumenn úr landi en um leið gefast tækifæri fyrir yngri menn og aðra að komast inn og sýna hvað í þeim býr. Það verður spennandi og fróölegt að sjá hvort það skilar sér eitthvað," sagði Ás- geir Sigurvinsson. - Heldur þú að knattspyman liði fyrir það hve margir menm eru famir úr landi? „Að sjálfsögðu er mjög sárt að sjá á eftir okkar bestu mönnum. Það fóra einir 15-20 leikmenn utan eftir að mótinu lauk á sl. tímabili sem auðvitað er stór biti að kyngja. Það er hins vegar gott til þess að vita að efhiviðurinn er nægur hér á landi og ungir menn fá fyrr tækifæri en ella og kannski koma ffam nýjar stjömur fýrir þær gömlu.“ - Það er ný staða fyrir þig að fylgjast með knattspymunni frá byrjun hér á landi. Hvemig finnst þér málum vera háttað? „Já, þú segir nokkuð. Það er mjög skrýtið fyrir mig eftir veruna í Þýskalandi að vera kominn inn í bolta sem liggur niðri sex mánuði á ári. Þetta gerir það að verkum að fótboltinn fer í gang án þess að fara í gang fyrir alvöra. Það tekur lang- an tíma fyrir knattspymuáhuga- menn að byrja aftur að fylgjast með íslenska boltanum. Þetta virkar þannig á mann að það þyrfti að gera átak tU að fá fólkið tU að vera kom- ið í startholumar þegar fyrsti leik- urinn fer fram.“ Laugardalsvöllurinn ætti aö vera tilbúinn í byrjun Það eru ýmsir hlutir alveg nýir fyrir mér eins og gefur að skUja. Mér finnst að aðaUeikvangurinn, LaugardalsvöUurinn í þessu dæmi, ætti að vera tUbúinn þegar fyrsti al- vöruleikurinn fer fram og á ég þar við leikinn í Meistarakeppninni. Auðvitað á vöUurinn að vera búinn græjum tU að mæta þessu verkefni með upphitun og þess háttar. Leik- ur í meistarakeppninni er stór hátíð fyrir knattspymuna enda opnun á sjálfu tímabUinu." - Hverju spáir þú um gang i 1 Tryggvi Guömundsson úr ÍBV, besti og markahæsti leikmaöur íslandsmótsins 1997, f baráttu víö Gest Gylfason, Keflvíking, f fyrra. ÍBV og Keflavík unnu stóru titlana á sföasta tímabili. mála í Landssímadeildinni í sum- ar? „Þetta verða 3-4 lið sem berjast um sigurinn. Þar á ég við Eyja- menn, Skagann og KR-ingar koma tU með að blanda sér í þá baráttu. Valsmenn hafa enn fremur verið að leika vel að undanfómu. Stundum er ekkert að marka þessa vorleiki sem fara að mestu fram á gervigras- vöUum og veörið getrn- oft leikið menn grátt. Ég er viss um að eitt lið kemur á óvart og sogast jafnvel inn í baráttuna um titUinn. Mótið verð- ur í jafnari kantinum í ár. Liðin era jafnari en oft áður og það sem ég hef séð fram að þessu er að ekkert áber- andi lið er á ferðinni. Þetta yrði hið besta má fyrir deUdina ef hún verð- ur jöfii, bæöi í efri og neðri hluta. Þetta myndi skapa meiri áhuga og fólk fara meira á vöUinn. Ég get í dag ekki bent á lið og sagt að þetta er besta liöið með öflugasta mann- skapinn og það verður meistari. Málið er ekki bara svona einfalt. - Hvaða segir þú um þá aðstöðu sem íslenskum knattspymu- mönnum er boðið upp á í dag? „Aðstæðurnar sem þeir búa við era bara hræðUegar. Ástandið verð- ur aldrei gott fyrr en búið verður að skapa þá aðstöðu að hægt verði að stunda fótbolta allt árið um kring. Áður en sú aðstaða verður komin verður aldrei hægt að tala um neina aðstöðu í fótbolta á íslandi. DeUdar- keppnin er keyrð á allt of stuttum tíma. Enginn tími gefst tU að gera úttekt á leikmönnum og gefa þeim tíma og kost á betri þjálfun. Það er nánast eingöngu verið að spUa leiki, en á sama tíma á sér stað ekki mikU þjálfun. Það er eins og ég segi að mál þessi verða ekki komin í al mennUegan farveg fyrr en yfirbyggð knattspymuhús rísa hér á landi. Þá fyrst geta menn farið yfir tæknUeg atriði allan veturinn. Þangað tU verður aldrei hægt að ná almenni- legum árangri í fótbolta." Knattspyrnuhús forsenda alls „í minum huga er ekki nein spuming að innan 1-2 ára verða Ásgeir Sigurvinsson er bjartsýnn á skemmtilegt mót í sumar. Hann seg- ir liöin jöfn og af þeim sökum gæti mótiö oröiö spennandi. komin upp hús. Mér myndi finnast annað mjög skrýtið í stöðunni enda löngu tímabært. Það er ekki nóg að tala um þetta heldur verður að fara gera eitthvað í hlutunum. Það er búið aö láta gera útreikninga á þessu og er aUs ekki dýr fram- kvæmd. Þetta myndi standa undir rekstrarkostnaði og gera okkur að betri fótboltamönnum en við erum í dag. Þetta er spuming hverjir verða fyrstir og ég trúi ekki öðra en Reykjavíkurborg ríði á vaðið í þess- um efnum.“ - Hvað hefur komið þér mest á óvart í íslenska boltanum síðan að þú komst hein eftir langa veru erlendis? „Undirbúningstímabilið er 6-7 mánuöir og það í sjálfu sér gengur ekki alveg upp. Menn era vegna að- stæðna aö vinna miklu meira í lík- amlega þættinum á kostnað tækn- innar og þar liggur vandinn. Við ís- lendingar höfum alltaf átt fullt af efnilegum leikmönnum og þeir sem hafa farið í alvörubolta erlendis hafa staðið sig vel. Það er grandvallaratriði fyrir okkur að byija á granninn hér heima og halda mönnum við efnið allan ársins hring. í framtíðinni • verða menn að eiga kost á því að komast í gegnum góða undirstööu þjálfún allt árið. Þá fyrst getum við farið að tala um betri aðhliða knatt- spyrnumenn," sagði Ásgeir Sigur- vinsson í spjallinu við DV. ■4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.