Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Side 2
20 IdVikmyndir ** *-------- KVIKMYHDA Háskólabíó/Bíóhöllin - Áreksturinn: *** Dómsdagur Fyrsta vlsinn aö því að Titanic hafi áhrif á gerð stórra hamfaramynda er að finna í Deep Impact þar sem lögð er meiri áhersla á mannlegu hliðina en fyrirfram mátti búast við þegar haft er í huga viðfangs- efnið. Ekki minnkar það áhrifln að tónlistin í Deep Impact er eftir James Homer, þann hinn sama og samdi tónlistina í Titanic. Deep Impact er vel gerð og áhrifamikil kvikmynd þar sem fjallað er um einhverja mestu hættu sem vofir yfir okkur, að halastjama tæki stefnu á jörðina og þær óhugnanlegu afleiðingar sem yrðu ef til árekstr- ar kæmi. Sá sem fyrstur tekur eftir því að eitthvað nýtt er á himinhvolfinu er ungur drengur sem er að rannsaka himingeiminn ásamt skólafélögum sínum. Eftir klisjukennt atriði í framhaldi af þessu, sem ekki lofar góðu um myndina, erum við stödd ári siðar á fréttastofu sjónvarps þar sem ung sjónvarpskona er að rannsaka framhjáhald ráðherra. Vegna mis- skilnings halda stjómendur landsins að hún hafi komist að sannleikan- um um halastjömuna sem stefnir á jörðina. Það þarf sjálfan forsetann til að sannfæra fréttakonuna um að það sé best fyrir þjóðina og hana sjálfa að halda þessari frétt leyndri í tvo sólarhringa. Forsetinn gerir síð- an heiminum kunn þessi válegu tíðindi daginn áður en björgunarleið- angur á stærsta geimskipi sem smíðað hefúr verið fer út í himinhvolf- ið. Er skipið hlaðiö kjarnorkusprengjum sem eiga að sprengja hala- stjömuna í smátt. Deep Impact er mikið sjónarspil, halastjaman er ógnvekjandi óvinur og atriðin í lokin eru raunvemleg, atriði sem fá mann til að hugsa um hve lítið þarf í raun til að þessi litli hnöttur sem við búum á verði gjör- eyðingu að bráð. Sagan er áhugaverð og handritið er vel skrifað. Að visu er erfitt að trúa því að hægt hafi verið að halda leyndu í heilt ár að hala- stjama stefndi á jörðina. Að þessu frátöldu er mikið vit í hvemig bmgð- ist er við hættunni. Það er helst að of mikið sé gert úr tilfinningasam- böndum, meðal ananrs sambandi sjónvarpsfréttakonunnar við foreldra sina. Eru einstaka atriði dragbítur á framvinduna í sögunni. Samt er það svo að þegar á heildina er litið er Deep Impact mikil og góð skemmt- un sem um leið setur að áhorfandanum léttan hroll. Greinilegt er að leikstjórinn, Mimi Leder, er kominn til að vera og Draumasmiðjumenn hafa þar veðjað á réttan hest. Leikstjóri: Mimi Leder. Handrit: Michael Tolkin og Bruce Joel Rubin. Kvikmyndataka: Dietrich Lohmann. Tónlist: James Homer. Aðalhlut- verk: Robert Duvall, Morgan Freeman, Téa Leoni, Elijah Wood, Vanessa Redgrave og Maximillian Schell. Hilmar Karlsson Sam-bíóin - Mousehunt: Af mönnum og músum Draumaverk- smiðja Spielbergs virðist samkvæmt þessari indælu litlu mynd vera snærisverksmiðja, þar sem fléttast saman hinir ólík- ustu þræðir. Músaveiðamyndin segir frá hinum vitgrönnu bræðr- um Smuntz sem erfa snærisverk- smiðju og niður- nítt hús (með mús) eftir foður sinn. Húsið telja þeir verðlaust svo að matreiðslumeistarinn Emie (Nathan Lane) vill selja verksmiðjuna, en pabbastrákurinn Lars (Lee Evans) ekki; en þeim er báðum vandi á höndum þar sem hvorugur á neins staðar höfði að að halla, nema í hús- hjallinum auðvitað. Og þar hitta þeir frú mús. Fyrstu músaveiðamar leiða þá á vit þeirrar uppgötvunar að húsið er eftir frægan arkitekt og því mjög verðmætt. En músin þykir rýra verðgildið og fara nú í hönd hinar miklu músaveiðar. Leikstjórinn Gore Verbinski hefur greinilega orðiö fyrir nokkram áhrifum af franska teyminu Jean-Pierre Jeunet og Marc Caro, enda eru það áhrifavaldar sem eiga vel við í þessum hálf-fantastíska heimi músa og manna. Likt og í Borrowers kynnumst viö smækkuðum heimi mús- arinnar milli þilja og undir gólffjölum, og líkt og í Borrowers er allt um- hverfi manna merkt sama ævintýra- andrúmslofti og músaveröldin. Sjálf músin er aðalhetja myndarinnar þar sem hún klífur og stekkur og sveiflar sér af mikilli fimi og hugrekki um húsið, sigrast bæði á ban- vænum ketti (Catzilla) og hátæknibúnum meindýraeyði (Christopher Walken) og hvomsar í sig kíló af osti án þess að svo mikið sem gildna um miðbikið. Leikaraliðið gefur henni lítið eftir og fyllir vel upp í hol- ur með skrautlegum karakteram. Það sem helst háir músaveiðunum er óþarfa lengd og einnig keyrðu ólætin um þverbak á stundum, en það var ekki annað að sjá að böm jafnt sem fullorðnir skemmtu sér konung- lega; vonandi að Kringlubíó hafi bráðum opið hús fyrir mýs. Leikstjóri: Gore Verbinski. Handrit: Adam Rifkin. Kvikmyndataka: Phedon Papamichael. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalhlutverk: Nathan Lane, Lee Evans, Christopher Walken, mýs og tölvumýs. Úlfhildur Dagsdóttir FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 Meira öskur Wes Craven, sem leikstýrir Scream 2 og leikstýrði hinni geysi- vinsælu Scream, hefur sjálfsagt fundið á sér að sú kvikmynd ætti eftir að verða vinsæl því hann lét alla aðalleikarana, sem lifðu af óhugnaðinn, skrifa undir samning þess efnis að þau myndi leika í framhaldsmynd ef hún yrði gerð. Scream 2 hefúr nú litið dagsins ljós og þótt hún hafi ekki náð því að verða jafnvinsæl og Scream þá náði hún mikilli aðsókn og nú er aldrei að vita nema þriðja myndina verði gerð. Alla vega eru framleiðendur í Hollywood ekki vanir að yfirgefa kálfinn sem mjólkar mest. Það er ekki bara að Wes Craven fékk sömu leikara í aðalhlutverkin heldur hefur hann fengið til liðs við sig alla þá sömu sem stóöu að gerð fyrri myndarinnar. Eins og Scream er Scream 2 spennumynd þar sem blandað er saman hrolli og húmor. Kvikmyndataka hófst í júní síðast- liðnum, sex mánuðum eftir að Scre- am var frumsýnd. Wes Craven er vanur að fást við framhaldsmyndir, hann kom nálægt gerð allra Álm- strætismyndanna þótt hann leik- stýrði aðeins tveimur. Til að leggja áherslu á gildi framhaldsmynda lætur hann eina persónuna í Scream 2 koma á stað umræðum segist hafa verið búinn að búa til fimm síðna söguþráð af framhalds- mynd áður en tökum lauk á Scream. I öllum helstu hlutverk- um í Scream 2 era ungir leikarar, má þar nefna Neve Campbeíl, David Arquette, Courtney Cox, Jamie Kenn- edy, Liev Schreiber, Jada Pinkett og Laurie Metcalfe. Wes Craven er í dag konungur hryllingsmynd- anna. Hann á að baki tuttugu og fimm ára starf i kvikmynda- bransanmn. Það var þó ekki fyrr en 1984, þegar hann sendi frá sér Night- mare on Elm Street, að hann varð þekkt- ur. Craven hafði síðan yfirumsjón með fimm framhaldsmyndum og leikstýrði lokamyndinni í Álmstrætismyndaflokknum, Wes Craven’s New Nightmare. Sú kvik- mynd vakti mikla athygli fyrir frumleik en þar gerði Craven sjálf- an sig að emni per- sónunni í myndinni. Aðrar kvik- myndir, i sem Æ Wes Æ Cortney Cox bregöur sér aftur i hlutverk fréttakonunnar Gale Weathers sem hefur þegar myndin hefst skrifaö bók um atburöina í Scream og er aö sjálfsögöu mætt á staöinn þegar atburðirnir fara aö endurtaka sig. um það hvort framhaldsmyndir séu eins góðar og frummyndin og sá tel- ur ekki svo vera, önnur persóna i myndinni heldur því fram að fram- haldsmyndimar Godfather II og Ali- ens séu betri. Sjálfsagt er handrits- höfundurinn Kevin Williamson, sem í dag er heitastur í þessari stétt í Hollywood, jafh framhaldsmynda- þenkjandi og Wes Craven því hann Craven hefur leik- stýrt, eru Vampire in Brooklyn, The Serpent and the Rainbow, The Hills Have Eyes, Swamp Thing, The People under the Stairs og Deadly Friend. -HK KMMWA Regnboginn/Laugarásbíó/ Bíóhöllin - Scream 2: Og við öskrum aftur Þó Scream 2 nái ekki þeirri snilld sem þeir félagar Craven og Williams- son sýndu með 1, þá held ég að ég geti ekki annað en kallað þetta þriggja stjömu hrollvekjuskemmtun. „Ein- hver hefúr tekið ást sína á framhöld- um of langt,“ og Craven er fullkom- lega meðvitaður um hættu þá sem felst i rað-myndum af þessu tagi, jafn- framt því að hafa sýnt fram á, með New Nightmare, að það er hægt að komast yfir slíka komplexa. Scream 2 byrjar með tvöfaldri áherslu á framhaldsstöð- una. Byrjunaratriðið gerist í bíósal, þar sem við sjáum annars vegar endurskapaða fyrstu senu fyrri myndarinn- ar og hins vegar tvöfalt morð líkt og þar. Blaðakonan Gail Weathers hefúr skrifað bók um fyrri morðin og nú hefur sú bók verið kvikmynduð; og fólk er strax byijað að tala um framhaldið. Næsta sena finnur hrollvekjunördinn Randy í kvikmyndakúrsi að rífast um gæði framhalda. Skýrara getur það varla orðið. Sidney er flutt og komin í háskóla, þar sem hún hefur eignast nýja vini og nýjan kærasta án þess þó að missa af vonlausri ást Randys. Og síðan endurtekur morðsagan sig, líktalningin hækkar, Gail flytur fréttir og Randy og Dewey ræða framhaldafor- múluna í von inn að uppgötva morð- ingjann. Eftir magnaða byrjun fór Scream 2 of hægt af stað og fyrri hlutinn var of upptekinn af alls konar tilvísanab- röndurum og senum, þar sem „póst- módemísk" staða myndarinnar er frekar staðfest, auk þess sem ætlrmin virtist vera að staðsetja Scream 2 inn- an kvikmyndahefðarinnar almennt, en ekki bara hrollvekjunnar. Ólikt fyrri myndinni sem náði svo fúllkomlega að sýna bæði slíka sjáifmeðvitund og að virka sem „alvöra" hrollvekja, þá virtist Scream 2 dálítið óviss um stöðu sína fyrst í stað. En síðan tók hún kipp, og brunaði af stað og hélt uppi þessari líka finu spennu, án þess að slaka á drepfyndmnn hroll-vísununum og skildi við áhorfandann ánægjulega hrylltan. Ég tími ekki að tína til vísanimar, þær gætu skemmt, því líkt og í þeirri fyrri þá era slíka vísanir ekki bara spuming um fyndni, heldur vefa Williamsson og Cra- ven fyrirrennara sína í hrolli markvisst inn í eigið plott. Leikstjóri: Wes Craven. Handrit: Kevin Williamsson. Kvik- myndataka: Peter Deming. Tónlist: Marco Beltrami. Aöalhlut- verk: Neve Campbell, Courteney Cox, David Arquette, Liev Schreiber og Jada Pinkett. Úlfhildur Dagsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.