Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Qupperneq 12
46 tyndbönd * tr- *v \ Hr Hér segir frá Paz, sem hættir í skóla og fer að keyra leigubíl foður síns. Hún kynnist strák og verður ástfangin en á erfitt með að sætta sig við föður sinn og starfsfélaga hans sem hafa mjög fasískar skoðanir. Þeirra á meðal er einmitt móðir Dani, kærasta hennar, og svo virðist sem hann sé að dragast inn í þennan félagsskap. Hún kemst síðan að því að þessir leigubílsstjórar stunda eins konar „hreinsun“„ á næturnar og losa heiðvirða Spánverja við ýmiss konar ósóma. Fyrir barðinu á þeim verða helst hommar, eiturlyfjaneytendur og fólk af öðrum kynstofni. Leigubílstjóramir og Paz berjast um hollustu Dani og að lokum kemur til uppgjörs því að Paz veit of mikið. Hrátt raunsæi gerir dramatíkina í myndinni mjög sterka. Persónusköpun er mjög vönduð og við fáum að kynnast fasistunum sem manneskjum, ekki aðeins voðaverkum þeirra. Hún minnir nokkuð á enn betri mynd um svipað efni, ástralska mynd að nafni Romper Stomper. Leikararnir eru misgóðir en Ingrid Rubio ber myndina auðveldlega uppi í aðalhlutverkinu. Undir lokin tekur Taxi á sig form spennumyndar og endirinn er leiðinlega fyrirsjáanlegur og melódramatiskur. Með því að halda raunsæinu allt til enda hefði mynd- in getað krækt í hálfa stjömu í viðbót hjá mér. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Carlos Saura. Aðalhlutverk: Ingrid Rubio, Carlos Fuentes, Agata Lys og Angel Oe Andres Lopez. Spænsk, 1997. Lengd: 112 mín. Bönnuð innan 16 ára. The Winter Guest: Ekki fýrír óþolinmóða Myndin gerist á einum köldum vetrardegi í frið- sælu skosku sjávarþorpi. Emma Thompson leikur ekkju sem syrgir látinn eiginmann sinn og hugleiðir búferlaflutninga. Hún eyðir deginum með móður sinni sem getur ekki hugsað sér að dóttir sín flytji frá sér. Á meðan er sonur hennar að dúlla sér með nýlega aðfluttri stelpu. Við fáum einnig að fylgjast með tveimur strákum sem eru að skrópa í skólanum og tveimur öldruðum konum sem sækja jarðarfarir sér til dægrastyttingar. Þessi fjögur pör velta fyrir sér líflnu og tilverunni og ekki síst dauðanum. Per- sónumar virka þroskaðri en eðlilegt má teljast og pælingar þeirra svo- lítið hástemmdar og tilgerðarlegar. Það er samt allt í lagi því að tempó- ið i myndinni gefur áhorfendanum nægan tíma til að mynda sér eigin skoðanir. Myndin líður afar rólega áfram í gegnum þessa fallegu og ljóð- rænu vetrarveröld. Fyrst og fremst er þetta þægileg mynd og afslapp- andi en óþolinmóðir áhorfendur verða væntanlega búnir að slökkva á henni eftir hálftíma. The Winter Guest. Útgefandi Myndform. Leikstjóri Alan Rickman. Aðal- hlutverk: Phyllida Law og Emma Thompson. Bresk, 1997. Lengd 110 mín. Öllum leyfð. -PJ Barbara: Færeyjablús Barbara er lausgyrt færeysk kona sem gengið hef- ur í gegnum tvö hjónabönd með prestum sóknarinn- ar og er því tvöföld prestsekkja. Sagan hefst á því þegar þriðji presturinn kemur frá Danmörku en hann heillast strax af henni þrátt fyrir viðveu’anir eyjaskeggja. Hjónabandið gengur vel rnn skeið og Barbara er manni sínum trú þangað til spjátrungs- sonur dómarans kemur heim eftir háskólanám í Kaupmannahöfn. Þeg- ar prestm-inn veðurteppist á afskekktri eyju stenst Barbara ekki freist- inguna og stingur af til Þórshafnar til að verma ból spjátrungsins. Ann- eke von der Lippe stendur sig mjög vel í aðalhlutverkinu og aðrir leik- arar standa einnig fyrir sínu, en þá eru líka kostir myndarinnar upp taldir. Fallegt landslagið nýtur sín ekki nógu vel í hugmyndasnauðri kvikmyndatöku en stærstu gallamir liggja í ógeðfelldri persónusköpun og afkáralegri melódramatík í söguþræðinum. Eftir það sem ég hafði heyrt um þessa mynd kom hún mér mjög á óvart og er að mínu mati ljót mynd. Heimskur lúði og skeytingarlaus sjálfselskupúki stefna hvert öðru í ógæfu og mér á að finnast það voða rómó? Sorrý, Stína. Útgefandi Háskólabíó. Leikstjóri Nils Malmros. Aðalhlutverk: Anneke von der Lippe og Lars Simonsen. Dönsk, 1997. Lengd 140 mín. Öllum leyfð. -PJ Killing Time: Flagð undir fögru skinni ** Ung og falleg ítölsk kona, sem starfar sem leigu- morðingi, á að ráða enskan glæpaforingja af dögum. Sá er ekki á staðnum þegar hún kemur í heimsókn svo hún plaffar niður alla hans starfskrafta og held- ur heim á hótel. Sá sem réð hana vill ekki borga upp- sett verð og hefur því fengið nokkra smáglæpamenn til að drepa hana að verki loknu. Persónur myndar- innar samanstanda af ca 20 körlum og einni konu. Söguþráðurinn er ekkert sérstaklega vandaður, en þjónar sínum tilgangi - að koma því þannig fyrir að eina konan í myndinni káli öllum körlunum (á mjög glæsilegan og þokkafullan hátt auðvitað). Það skemmtilegasta við þessa mynd er eiginlega að velta fyrir sér hvaða duldu hvatir ráði þarna ferð. Myndræn kvikmyndataka og grípandi tónlist hjálpast að við að skapa letilega kynþokkafullt andrúmsloft. Áhersla er á stemmninguna á kostn- að persónusköpunar, sem er í lágmarki. Þetta er mynd sem hefði getað orðið mjög athyglisverð, en veikburða söguþráður, slöpp persónusköpun og lélegir leikarar draga hana niður í meðalmennskuna. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Bharat Nalluri. Aðalhlutverk: Craig Fairbrass og Kendra Torgan. Bresk, 1996. Lengd 93 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ FÖSTUDAGUR 22. MAf 1998 T>V Myndbandalisti vikunnar sæti; J FYRRI; VIKA i j VÍKÚR \ Á LISTAj j TITILL J ÚTGEF. J ’j j TEG. 1 i 1 i s ; Face/Off J Sam-myndbönd Spenna 2 í J 2 í j 4 ! ) Peacemaker, The j j CIC- Myndbönd j j Spenna 3 i 9 i 2 1 L j Event Horizon ClC-myndbönd Spenna j 4 ,í ... j 3 > j j 5 J j My Best Friends Wedding j j > Skrfan > J J Gaman 5 i 4 i 4 i G.l. Jane i Myndfoim j Spenna 6 í •» 9 1 1 : 2 i • ‘■>''5 'ur. r Life Less Ordinary j j Skífan i 1 Gaman l 7 i J 6 ) 6 ) Nothing To Lose J J J’ Sam-Myndbönd Gaman 8 | j ÉttM) 7 i , .T' MVj 3 I J Excess Baggage J J Skrfan J J ' ' -j í ' Gaman 9 i Ný J 1 i Mortal Combat: Annihilation J Myndform J Spenna 10 i j . i wmm J 5 j j Shooting Rsh j J Stjömubíó J ) J Gaman 11 i ný i 1 i Blackjack j Bergvík j Spenna 12 J j 9 » i j 9 J j Full Monty, The J j Skffan > J t Gaman 13 i 13 1 6 i Money Talks J i j Myndform j Gaman 14 ! 1 u j j 3 1 0 ) Fire Down Below i J WamerMyndir Spenna 15 ' 1 Ný i J 1 ! Chasing Amy J J Skrfan > Gaman i,! wmm 12 ) i 8 i SSsffiwlili AirForceOne J J J Sam-Myndbönd j j Spenna 17 i 14 J 3 1 J j Sling Blade Skrfan J Spenna 18 í j 19 i :Ui j 8 > j Beverly Hills Ninja J ’ J: J Skrfan J j j Gaman 19 i 15 J 7 i Volcano Skrfan j Spenna j 20 ; O ! j u !: Conspiracy Theory J J J WameMyndir •' Spenna L.A. Confidental, sem stekkur beint inn í efsta sæti mynd- bandalistans, er einhver rómaðasta kvikmynd síöasta árs og eru flestir á því að þess veröi ekki langt að bíða að hún veröi talin meðal klassískra sakamálamynda. Oft hefur það heyrst og verið skrifað að L.A. Confidental sé besta saka- málamynd frá því Roman Polanski sendi frá sér Chinatown fyrir um það bil 25 árum. Óhætt er að mæla með L.A. Con- fidental fyrir alla þá sem hafa gaman af vönduöum og vel gerðum kvikmyndum, auk þess sem hún veitir spennufíkl- um örugglega alla þá innspýtingu sem þeir þurfa á aö halda. Á myndinni er Kevin Spacey í hlutverki sínu, en auk hans fara með stór hlutverk í myndinni Russell Crowe og Kim Basinger sem fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn. -HK L.A. Confidental Kevin Spacey og Russell Crowe. Hrottalegt morð er tramið inni á litlum veitingastað og í ljós kemur aö einn hiima myrtu er lögreglumað- ur. Hvað hann var að gera þarna er félaga hans í lögreglunni, Bud White, hulin ráðgáta, enda bendir allt til þess að hann hafi verið flæktur i eitthvert glæpsamlegt athæfi. Bud ákveður því að heQa rannsókn á mál- inu upp á eigin spýtur og kemst fljótlega að því að þar með er hann búinn að stinga sér út í lífshættulegt hyldýpi svika og morða þar sem enginn er óhultur. i.iuunrr niuntAAt mCÍMMR ... trsfesr HSMj&ys; The Peace- maker George Clooney og Nicole Kidman Þegar rússnesk lest, sem flytur kjamaodda, ferst við afar grunsam- legar aðstæður er kjameðlisfræðingurinn dr. Julia Kelly (Kidm- an) fyrst alira að átta sig á þvi að „slysið“ var sett á svið til að hylma yfir djöfúllegar ráöa- geröir hryðjuverka- manna. Sérsveitarmað- urinn Thomas Devonc (Clooney) er settur í málið en harðneskjuleg- ar aðferðir hans i bar- áttunni við glæpamenn og hryðjuverkasamtök samrýmast engan veg- inn aðferðum og skoð- unum Juliu sem vill frekar semja en skjóta. Þau verða þó að leggja ágreining sinn til hliðar þvi fram undan er gifur- legt kapphlaup við tím- ann og niðurtalningu sprengjunnar. Face/Off John Travolta og Nlcolas Cage. Sean Archer (Tra- volta) stjórnar úrvals- sveit manna sem berst við hættulegustu glæpamenn í heimi. Einn þeirra er Castor Troy (Cage). t mörg ár hefur Sean reynt að handsama Castor en án árangurs. Nú er komið að því að hand- sama Castor og mann- skæðum bardaga lýk- ur með því að Castor slasast lífshættulega. t ljós kemur að Castor hafði áður komið fyrir öflugri sprengju sem var ætlað að valda miklum mannskaða. Eina leiðin til að fá upplýsingar um hvar sprengjan er niður- komin er að fá bróður Castors til aö upplýsa um það. Og til að fá hann til aö tala er brugðið á það ráð að græða andlit Castors á Sean. E VErtT HDRIZDn f Event Horizon Sam Neill og Laurence Fishburne. Árið er 2047. Nokkrum árum áður hafði eitt fullkomnasta geimskip sögunnar, könnunarskipið Event Horizon, horfið spor- laust úti 1 geimnum. Skyndilega höfðu öll samskipti rofnað en rétt áður tókst að hljóðrita afar ein- kennileg skilaboð sem virtust koma frá skip- inu. Nú hefur geim- ferðastofnun Banda- rikjanna á ný numið hljóðmerki sem geta ekki verið frá öðru geimskipi en Event Horizon. Ákveðið er að senda björgunarleið- angtu til þess staðar sem hljóðmerkin eiga upptök sín á. Þvi sem hópurinn finnur verð- ur ekki með orðum lýst. My Best Fri- end s Wedding Julia Roberts og Dermont Mulroney. Fyrir níu árum gerðu þau Julianne og Michael með sér samning. Þau ákváðu að hætta að vera elskendur en vera þess í stað „bara vinir". En samningur Julianne og Michaels innihélt svolit- ið meira. Þau hétu því nefhilega að ef þau yrðu ekki gengin út þegar þau næðu 28 ára aldri myndu þau giftast hvort öðru. Og nú eru þau al- veg að verða 28 ára. En nú er skyndilega komin upp ný staða. Michael hefur nefhilega ákveðið að bera upp bónorð. Vandamálið er bara það að hann bað annarrar konu (Cameron Diaz). Þegar hún sér fram á að missa Michael til ann- arrar konu áttar hún sig á því að hann er í raun maðurinn sem hún hef- ur alltaf ætlað að eiga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.