Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 JLlV hús og garðar Garöastál • Bárustál • Garðapanill GÆDAMOLD f GARÐINN Grjóthreinsuð mold, blönduð áburði, skeljakalki og sandi. Þú sækir eða viðsendum. Afgreiðslaágömlu sorphaugunum í Gufunesi. GÆÐAMOLD MOLDARBLANDAN - GÆÐAMOLD HF. Pöntunarsími 567-4988 Bárustál, sigilt form á þök og veggi, hefur sannað yfirburði sína við íslenskar aðstæður. Garöastál, 4 gerðir á þök og veggi. Garöapanil, glæsileg vegg- og loftaklæðning. Allar gerðir til í lituöu og A-L-C Alúsink. Til notkunar jafnt úti sem inni. Möguleikar eru á ýmsum frágangsaðferðum, með tilliti til útlits og hagkvæmni. ÓKEYPIS KOSTNAÐARÁÆTLANIR GARÐASTÁL Stórási 4-210 Garöabæ - Sími 565 2000 - Fax 565 2570 garðinn Blákom Plöntur á leiðum - ráðleggingar garðyrkjustjóra Stór trá flutt milli staða Það er vandaverk að flytja stór tré milli staða og misjafnt eftir tegundum hvort það er yfirhöfuð hægt. Tré eru ekki flutt á einum degi, heldur þarf að huga að trjá- flutningum að hausti ef flytja á þau fyrir næsta sumar. Að haustinu þarf að rótstinga trén en það er fólgið í því að skera með beittri og langri skóflu allar rætur af trénu, sem ná út fyrir vissan hring umhverfis stofn trésins. Eftir að tréð hefur verið rót- stungið myndar það nýjar rætur nær stofninum, sem kemur því að notum eftir flutninginn. Þá á að grafa rás umhverfis tréð að hausti utan við rótskurðinn og fylla hana með laufi, lyngi eða öðru léttu efni og biða þess að frost nái hæfilega djúpt í jörð. Þá má lyfta rótarkekkinum heilum upp án þess að rætur haggist. Þá þarf einnig að vera til hola frá sumrinu áður fyrir kökkinn, þar sem tréð á að vaxa í framtíðinni. Raunar hafa menn ekki alltaf skilning á að þetta þurfi að gera og verður þá kylfa að ráða kasti hvernig tekst til með flutninginn. Ef trén eru ekki mjög hávaxin getur flutningurinn tekist vel en þá verður myndarlegur rótar- haus að fylgja, og þá ríður á að ekki líði langur tími frá upptöku til gróðursetningar. Annars er best að hafa samband við garð- yrkjumann áður en menn ætla að flytja stór tré milli staða og fá upplýsingar hjá honum hvaða tegundir sé hægt að flytja og hvenær sé heppilegasti tíminn til þess. (Heimild: Ræktaðu garðinn þinn, Hákon Bjarnason.) Öll lendum við í því einhvern tíma á ævinni að missa ástvin. Flestir vilja búa sínum nánustu fall- egt og líflegt skjól í kirkjugörðum og vanda sig því við allan aðbúnað, svo sem gróður á leiðunum. Margir eru þá að koma nálægt gróðri i fyrsta skipti og vita ef til vill ekki hvemig þeir eiga að snúa sér. Hvaða plöntur eru harðgerar, þola það að vera ekki vökvaðar mjög oft o.s.frv. Einnig leikur fólki forvitni á að vita hvaða þjónustu Kirkjugarðar Reykjavíkur veita í þeim tiifellum þegar fjöl- skyldan flytur á brott og getur ekki heimsótt íeiði ástvina sinna nema tvisvar á ári eða því um líkt. Við höfðum samband við Karl Guð- jónsson, sem er garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis, og spurðum hann fyrst að því hvort hann ráðlegði fólki eitthvað sérstakt varðandi plöntur á leiði. Karl segir að fólk setji gjarnan sumarblóm á leiði. Þau hjá kirkju- görðunum hafi notað stjúpur og fjól- ur mikið undanfarin ár. Þó segir Karl að hin síðari ár hafi stjúpur og fjólur staðið illa sem sennilega stafi af því að sveppur sé í jarðveginum. Því hefur Karl ráðlagt fólki að hvíla jarðveginn í tvö til þrjú ár og gróð- ursetja ekki stjúpur og fjólur heldur aðrar tegundir þann tíma. Karl segir enn fremur að fólk velji oft fjölærar plöntur til þess að setja á leiði en þá sé meginreglan að Marglitur gróður er ævinlega til prýöi velja plöntur sem ekki skjóta rótum sínum í allar áttir. Einnig er bann- að að setja tré á leiði því það vildi brenna við að rætumar yrðu svo umfangsmiklar að erfitt væri um vik að taka graflr í næsta nágrenni. Karl segir að það bann nái einnig til runna en sjálfum finnist honum það úrelt regla og hann mæli gjarnan með lágvöxnum runnum á leiði. Varðandi íjölæm blómin segir Karl að flölbreytnin sé mikil. Hinir ýmsu lyklar, bæði háir og lágir, séu til dæmis mjög vinsælir en megin- reglan sé sú að litadýrðin verði að vera töluverð. Vinsælust eru þó, að sögn Karls, sumarblómin sem fólk kemur jafnt með í pottum og plant- ar beint í jarðveginn á leiðinu. Aðspurður segir Karl að þjónust- an sem Kirkjugarðar Reykjavikur veiti sé sú að setja niður blóm fyrir fólk og jafnframt að hirða öll leiðin í garðinum, reyta illgresi og annað, jafnvel sé reynt að vökva líka í mik- illi þurrkatíð, en stundum sé ekki hægt að komast yfir allt þó að vilj- inn sé fyrir hendi. Þegar spurt er um verð á þeirri þjónustu að láta setja niður fyrir sig blóm á leiði svarar hann því til að tíu blóm á leiði kosti með vinnu 2.607 kr. og tuttugu blóm kosti 3.177 kr. Mjög algengt er að fólk taki tutt- ugu blóm. Hér er átt við sumar- blóm. Ef fólk vill planta fjölærum blómum eða runnum á leiði er sú þjónusta ekki fyrir hendi. Blákornið er áhrifaríkt við plöntun á litlum trjám og gott fyrir sumarblóm og skrautrunna. Fáðu upplýsingabœkling á nœsta sölustað. i i \ ABURÐARVERKSMIÐJAM HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.