Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
25
Safnhaugar:
gróðurmold
ári liðnu
Safnhaugar hafa mjög verið að
ryðja sér rúms hér á landi undan-
farin ár og margir garðeigendur eru
búnir að koma sér upp kössum til
þess að geyma lífrænan úrgang. Það
er ekki bara að safnhaugamir séu
umhverfisvænir heldur eru þeir til
aukinna þæginda fyrir garðeigend-
ur því þeir losna til dæmis við það
vandamál sem fylgir því að losa sig
við gras eftir slátt og annað sem til
fellur við umhirðu garða.
„Að safna lifrænum úrgangi á
einn stað er sem betur fer vaxandi
iðja hérlendis þótt við séum enn
talsvert á eftir nágrannaþjóðunum
hvað varðar flokkun á sorpi,“ segir
Bjöm Gunnlaugsson, garð-
yrkjukandídat við Garðyrkjuskóla
ríkisins og tæknilegur ráðgjafi hjá
Gróðurvörum.
Bjöm segir æ algengara að fólk
leiti ráða um safnhauga. En hvað
ráðleggur hann fólki sem vili byija
að safna lífrænum úrgangi?
„Það er nauðsynlegt að koma sér
upp góðum kassa og velja honum
hentugan stað í garðinum. Þá er
bara að byrja að henda grasi, trjá-
greinum, mold og lífrænum afgöng-
um úr eldhúsinu," segir Bjöm.
Grasið getur reyndar orðið
vandamál á miðju sumri þegar vöxt-
ur þess er sem hraðastur og Bjöm
bendir einnig á að trjágreinar séu
upplagðar í safiihauginn að því til-
skildu að þær séu kurlaðar áður.
„Kurlaðar greinar era mjög góðar
fyrir hauginn því hann verður léttari
og loftmeiri fyrir vikið. Aðrar jurta-
leifar úr garðinum eru gjaldgengar en
betra er að sleppa húsapunti og skrið-
sóley alveg,“ segir Björn.
Grænmetis- og ávaxtaafgangar úr
eldhúsinu eru vel til þess fallnir að
gera hauginn kraftmikinn og Bjöm
mælir gjama með því við fólk að það
komi sér upp tvöfoldu kerfi í eldhús-
inu þannig að lífræni afgangurinn
fari ávallt í sértunnu. Það er upp og
ofan hvort fólk hendir fisk- og kjötaf-
göngmn en að mati Bjöms hefur það
bæði kosti og galla. Kjötið á það til að
úldna og eins geta mýs og rottur farið
að heimsækja safnhauginn en hins
vegar er þetta að sjálfsögðu lífrænn
úrgangur.
Haugurinn sigtaður
Þeir sem ætla að koma sér upp
safnhaug ættu að velja vorið til þess
að byrja. Þá hafa menn sumarið til
Allur lífrænn úrgangur úr eldhúsi þess-
arar ungu konu ratar beina leið í safn-
hauginn. DV-mynd E. Ól.
þess að safiia og vorið eftir þegar
kassanum er lyft af ætti að vera kom-
ið nokkurt magn af góðri gróðurmold.
Þá er mælt með því að haugurinn sé
sigtaður en þannig er í raun auðveld-
ast að ná sem bestri mold. Það sem
verður eftir I sigtinu er síðan einfald-
lega sett aftur í kassann.
Margir halda að það sé mikil vinna
fólgin i að halda safnhaugnum við en
í raun er þetta aðallega fólgið í breytt-
um venjum. Það þarf hvort er að
henda þessum úrgangi með einum eða
öðrum hætti. Það er því ekki ýkja
mikil vinna að halda safnhaugnum
við en Bjöm segir þó mikilvægt að
reynt sé að hafa hann lagskiptan. Þá
er átt við að grasið sé sett í einu og
síðan til dæmis greinakurl ofan á og
þannig koll af kolli.
Til þess að efla niðurbrot er nauð-
synlegt að setja kalk um það bil viku-
lega í hauginn og eins þarf að vökva
hann annað slagið því niðurbrotið
gengur hraðar ef hann er rakur. Svo
er hægt að kaupa svokallaðan safn-
haugshvata sem inniheldur þurrkað-
ar örverur og þykja mjög góðar í
hauginn.
-aþ
19 sm
23 sm
27 sm
kr 349
kr 519
Mikið úrval, gott verð
Undur □q -V stnrmerkl... * \) *
■n mm
m#iri#irm#ir»mr ■ s ^wwr.m* s
FYRSTUR MEÐ FR ÉTTI RNAR
ðtóVÍ®
fíi\ð seuðan,-ncrat-
^ „iiste«esu0'
_eráVeVttV,_vieru^e
32tu
icva'\at*
tei
a
su
sétstj-r0
.dí
nlWi,ra:?lto'0as'ie,a -»v,.tó83,°'
■l5AAS700*
yoQ'
VCópa