Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Page 6
26
^úsoggarðar
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 JL>"V
eiturúðun?
Margir garðeigendur hafa velt því
fyrir sér hvort sú gegndarlausa úðun
eiturefna á tré og runna sem við-
gengst til dæmis hér á höfuðborgar-
svæðinu sé í lagi frá sjónarhóli um-
hverfisvemdarsinna. Spurningar
eins og hvað það þýði fyrir lífkeðjuna
ef skordýr era drepin á eitri, hvað
hendi þá fugla sem éta eitruð skordýr
og svo framvegis, hafa til dæmis ver-
ið algengar.
Blaðið ræddi við Þórð Halldórsson,
bónda á Akri í Biskupstungum, en
hann er formaður samtaka sem
nefna sig Verndun og ræktun (VOR)
og einskorða sig við lífræna ræktun.
Hann segist að visu þekkja annars
konar málefni betur þar sem hann
standi í svokallaðri ylræktun og
ræktun í gróðurhúsum en segist þó
hafa spjallað við fólk sem vill ekki
sjá eitur í görðum sínum. Þar nefnir
hann konu eina sem fékk eiturúðara
í heimsókn og lét hann setja sápu-
vatn í tankinn og úða allan garðinn
hátt og lágt. „Þetta hefur góð áhrif á
skordýr,“ segir Þórður „drepur smá-
dýrin og fælir í burtu þau sem era
stærri. í minni ræktun, ylrækt og
gróðurhúsaræktun, er auðvitað heil-
mikið af alls konar pöddum, sem er
landlægt. Þar era mikið notaðar svo-
kallaðar náttúralegar varnir, svo
sem pöddur sem éta aðrar pöddur og
útrýma þeim. Þegar það dugar ekki
nota ég sápuvatnið, enda lífrænum
ræktendum ekki leyfilegt að nota til-
búin eiturefni af neinu tæi. Lífrænar
vamir hafa þó ekki verið notaðar í
venjulegum görðum og maríuhænum
var til dæmis útrýmt í allri eiturgleð-
inni fyrir þó nokkuð mörgum árum.
Maríuhænur áttu mikinn þátt í því
að halda lúsunum niðri á lífrænan
hátt.“
Þegar Þórður er spurður að því
hvort það sé í lagi að setja sápuvatn
á viðkvæma runna svarar hann því
umsvifalaust játandi. „Styrkleikinn
getur verið alveg upp í þrjú prósent,
þ.e. þrír lítrar af sápu settir í hundr-
að lítra af vatni eða minna. Ekki er
Ny sending væntanleg
Glæsilegt úrval
Nýjar gerðir af gosbrunnum, úti og inni, styttum,
dælum og Ijósum, garðdvergum
fuglum o.fl. til garðskreytinga
jlIÉlPÉÉillÍIIiÍÉ
Vörufell hf.
v/Suðurlandsveg,
Hellu
Sími 487 5470
Þóröur Halldórsson, bóndi á Akri,
un.
#s»Sláttuvélin
Rafmagns- garðsláttuvél
með grassafnara.
Laus við mengun og hávaða.
Þrjár stærðir.
Verð frá kr. 19.900
SINDRI -
V E R S L U N
Borgartúni 3 7 - Sími 575 OOOO - Bréfasími 575 0010 - Veffang sindri.is
notar engin tilbúin eiturefni í sinni rækt-
DV-mynd Sesselja
nóg með að plönturnar þoli þetta
heldur kemur alveg yndisleg lykt í
garðinn, sannkölluð vorhreingern-
ingalykt! Eins og ég sagði áðan þá
notum við þetta í okkar lífrænu
ræktun með góðum árangri. Smá-
pöddur eru ekki lengur vandamál."
Þórður var því næst spurður hvers
vegna eiturúðarar segjast úða skað-
lausum efnum en setja þó upp miða
þar sem fólk er varað við því að vera
í námunda við úðaða runna. „Þetta
er nú svolítið blandað," segir Þórður.
„Nú eru þeir farnir að vera með
þessa svokölluðu vetrarúðun og úða
þá tjöruefni sem hylur lúsareggin og
kemur í veg fyrir að þau klekist út.
Það er skaðlaust efni. Svo er vita-
skuld búið að þróa efni sem brotna
hratt niður, leysast upp í frumefni og
verða skaðlaus fyrir umhverfið. En
þau era samt sem áður eitruð þegar
þeim er dælt í garðinn. Vistvæna
þróunin er orðin þannig að efnin era
betur úr garði gerð en samt sem áður
eru menn enn að nota eiturefni sem
eru klassísk. En kröfurnar eru
strangari, það er ekki hægt að nota
hvað sem er.“
Blaðamaður hafði spurnir af
manni sem ekki notar nokkurn skap-
aðan hlut á tré sín og runna heldur
leyfir bara ormum og pöddum að
hafa sitt fram og tekur því sem
Sumir leyfa einfaldlega ormum og
pöddum að hafa sinn gang. Hér
sjást maðkétin tré. DV-mynd bj
hverju öðru hundsbiti ef tré verða
ræfilsleg part úr sumri. Hann segir
að ekkert hafi drepist hjá sér enn og
gróðurinn hjarni við af sjálfsdáðun
seinnipart sumars.
Þá er ekki úr vegi að spyija:
„Erum við íslendingar svona við-
kvæmir fyrir útliti gróðurs? Þarf allt
að vera grænt og fullkomið alla sum-
armánuðina?“
Þórður segir við þessu að hann
hafl ekki kynnst svo mikilli eitur-
gleði þó að hann hafi víða farið er-
lendis. Ekki vantar samt trén þar og
heldur ekki skordýrin. Hann heldur
því fram að þetta sé áróður sem rek-
inn hafi verið fyrir eitrinu og að við
séum bara ginnkeyptari en aðrar
þjóðir. En þegar Þórður er spurður
hvort mögnlegt sé að hætta alfarið að
nota skordýraeitur og snúa sér að
grænsápunni segist hann ekki þora
að fullyrða hversu virkt sápuvatnið
sé ef miðað er við eitrið en þeir sem
hafl reynt það séu mjög ánægðir. „Og
þar fyrir utan er fólk jafnvel bara að
úða með vatni,“ segir Þórðru. „Lýs
og önnur óþrif berast í garða þar sem
gróður er veikur fyrir. Þar sem plönt-
ur eru hraustar og heilbrigðar er
jafnframt sterkari mótstaða gagnvart
svona ágangi. Lýsnar velja sér tré.
Þær fara ekki í allan garðinn heldru
velja það veikasta. Jafnvel væri hægt
að rekja það til vatnsskorts. Þegar
verður vatnsskortur myndast sætu-
efni í blöðunum sem aftur kallar á
pöddur. Því er gott að úða vatni yfir
garðinn þar sem það kemur í veg fyr-
ir sykurmyndun." Þórður segir að
þetta séu húsráð og hreinlega í fullu
gildi, þó að plöntusérfræðingarnir
hafl lýst frati á þau sem kerlingabæk-
ur og rekið frekar áróðru fyrir eitr-
inu. Hann segir enn fremur að hann
geri sér grein fyrir því að sterk bein
þurfl til þess að neita þegar manni er
boðin eiturúðun og að vera eini um-
hverfisvæni sérvitringurinn í göt-
unni sem ekki vill úða. „En það
verða umhverflsvemdarsinnar víst
að þola þar til eiturgleði landans
minnkar," segir Þóröur að lokum.
-þhs
Verðlaunagetraun
Taktu þátt í auðveldum leik, svaraðu laufléttri spurningu, sendu svarið til DV,
Þverholti 11,105 ReyKjavík
merkt, „Villigarðurinn” fyrir 16. júní.
í verðlaun er Villigarðurinn, Garðyrkjuhandbók letingjans
eftir Þorstein Úlfar Björnsson.
20 heppnir lesendur verða dregnir út og verða nöfn þeirra birt í DV þriðjudaginn 23. júní.
Á hvaða blaðsíðu í DV er umfjöllun um útiarin?
Nafn................................................
Heimilisfang........................................
Póstnúmer...........................................