Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Síða 7
I>V MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 27 * ÍÉís og garðar ■■*■*-* Skemmtileg nýjung: Hvað má gera við gamla leirpotta? Berta Björk Heiðarsdóttir blóma- skreytir vinnur hjá Blómagalleríi á Hagamelnum sem systumar Hans- ína og Jórunn Jóhannesdætur reka. Þær stöllur hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé hægt að gera eitthvað frumlegra en að skella blómum í plastker og setja þau út í garð. Þær komust að raun um að vel má skreyta betur og jafnvel nýta sér þá gamla leirpotta sem annars hefðu engin not fundist fyrir. „Þetta eru allt náttúrleg efni sem við notum,“ segir Berta. „Sem dæmi má nefna jarðleir, mosa, striga, hálm og því um líkt, svo að lítils háttar veðrun kemur ekki að sök. Við búum til eft- ir pöntunum og algengast er að setja sumarblóm í pottana sem við hengj- um upp, t.d. bergfléttur og tóbaks- horn. Hlutverki skreytingarinnar er heldur ekki lokið eftir tíma sumar- blómanna því hún getur lagað sig að árstíðum og verið augnayndi all- an ársins hring. Þannig er til dæm- is hægt að setja í hana útikerti og greinar um jólaleytið, páskaliljur um páskana o.s.frv. í raun eru möguleikarnir óteljandi," segir Berta. -þhs Möguleikarnir á því hvað hægt er að gera við blóm og gamla leirpotta eru óteljandi, að sögn Bertu blóma- skreytis. DV-mynd Hilmar Þór Það leynir sér ekki þegar planta hefur fengið MOLTU, lífræna jarðvegsbætinn frá SORPU. MOLTA er rík af helstu næringarefnum plantna, hefur góða loftunar- og vatnsheldniseiginleika og lífgar ófrjóan jarðveg við. Reynslan sýnir að MOLTA hentar vel í beð, við útplöntun, í trjárækt, •S í matjurtagarðinn og sáningu. I MOLTA fæst á endurvinnslustöðvum og í Gufunesi. •« í Gufunesi fæst hún einnig moldarblönduð f stærri förmum. * Þú stuðlar að endurvinnslu og náttúruvernd með því að skila garðaúrgangi í næstu endurvinnslustöð. Mundu að hafa trjágreinar aðgreindar frá öðrum garðaúrgangi. MOLTA - lifandi dæmi um kosti endurvinnslu Enn af mosa - og aðferðum til þess að uppræta hann RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, Sími 520 2200 í síðasta garðablaði DV var fjallað um mosann sem í mörgum görðum er hin mesta boðflenna ár eftir ár. Full þörf þykir á að gera það aftur og kveða fastar að orði með ráðlegging- um til handa hvekktum garðeigend- um. Mosi þrífst alveg ótrúlega vel við þessar röku en tiltölulega svölu að- stæður sem við búum við hér á ís- landi. Það er þvi mjög náttúrlegt að mosi komi í grasflatir en þetta fer í taugamar á mörgum því það virðist vera innbyggt í fólk að þar eigi mosi ekki að vera. í sjálfu sér er allt í lagi að mosi sé í grasflötum en hann þolir ekki mikið traðk. Þá tætist hann upp og grasflatirnar verða ljótar. Það er líka mikilvægt að gera upp við sig til hvers maður vill nota grasflötina og hvort mosinn sé endilega svo slæmur. Ef skoðun manna er sú snýst málið um að halda mosanum niðri. Við- halda þarf flöúmum vel og halda þeim loftrikum frá grunni. Athuga verður að jarðvegurinn undir sé loftrikur og einnig að lofta grasflatimar með ýms- um ráðum, t.d. með mosatætara. Þá er mosinn tættur upp og loftað svolítið ofan i jarðveginn. Mosatætarar eru þó ekki til á hveiju heimili, en hægt um vik að leigja slíkt t.d. hjá Húsasmiðj- unni og á fleiri stöðum. Hjá áhaida- leigu Húsasmiðjunnar fengust þær upplýsingar að það væri mikil eftir- spum eftir mosatæturum. Það færi þó minnkandi, því síðustu forvöð væra að uppræta mosann nú um stundir. Fyrir þá sem vilja huga að haustinu eða næsta vori þá kostar 840 kr. á sól- Mosinn kemur víst alltaf aftur - ár eftir ár. arhring að leigja þetta þarfaþing garð- eigenda. Annað vel þekkt ráð til þess að sporna við mosa er að bera kalk í jarðveginn eða jafnvel sand. Með sandburði er mosinn kæfður og að- staðan bætt fyrir grasið, í raun era gerðar betri aðstæður fyrir grasið heldur en mosann. Enn fremur er mikilvægt að slá grasflötina ekki of þétt. Ef það er gert er vaxtarbrumið sært af grasinu, en það er einmitt það seni mosinn þarf til þess að ná yfir- höndinni. Rétt áburðargjöf er líka mjög mikilvæg. Allt þetta er þó ráð- lagt að gera snemma vors áður en grasið fer að vaxa. Að lokum skal því komið á fram- færi við fólk að skilja ekki við grasfl- atirnar of snöggt slegnar fyrir vetur- inn. Best er að hafa þær frekar loðnar svo að mosinn byrji ekki að spretta strax og flötin kemur undan vetri. -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.