Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998
h'ús og garðar
'★ *
Garðskraut sjaldan verið fjölbreyttara:
W
Alfheimar og
ævintýralönd
Kúnum er hleypt út úr fjósunum
á vorin og þá dansa þær sinn fræga
vordans. íslenskir garðeigendur
hleypa sjálfum sér út í garð á vorin
og má líkja tiltekt þeirra við vor-
dans kúnna. Sumir láta sér nægja
að slá grasið, klippa limgerðið,
reyta arfa og gróðursetja sumar-
blóm. Aðrir vilja meira. Þeir kaupa
alls konar garðskraut til að lífga
upp á garðinn og sumarið.
Litríkir álfar eru eitt af því sem
við erum ekki vön að sjá í görðum á
íslandi. Sala á þeim hefur hins veg-
ar gengið vonum framar að undan-
fömu. „Álfamir eru til í seríum en
það er engin ástæða til að hafa alla
álfana eins,“ sagði Sigurvina í
Vörufelli á Hellu. „Við vitum að
rúmin, sem Mjallhvít reyndi að
leggjast í, voru ekki öll eins.“
Álfarnir eiga þess vegna að vera
misstórir og ólíkir. í Vörufelli bíða
álfar nýrra eigenda. Einn er mikið
letidýr og gerir ekki annað en sofa.
Annar heldur á veiðistöng og sá
þriðji situr og hugsar. Sá fjóröi er
hundlatur. Sigurvina sagðist hafa
séð álfa, sem ætlaðir væra í garða,
innan um blóm í stofugluggum. „Og
eins og allir vita era álfar í blóm-
um.“
Kristinn í Blómavali sagði að
álfatískusveiflan kæmi erlendis frá.
„Þetta er eitthvað sem fólk sér á
ferðalögum og í bíómyndum. Þetta
er kannski þörf fyrir einhverja
ævintýramennsku. Era þetta ekki
bara leifar af huldutrúnni?" Krist-
inn sagðist hafa komið í garð þar
sem varð ekki þverfótað fyrir álfum.
Litskrúðugu álfamir fá ekki að
vera einir í görðunum í sumar. í
Pessir álfar fást í Blómavali og setja þeir skemmtilegan svip á garðinn.
Vörufelli og Blómavali fást líka fugl-
ar, hundar og kettir og fleiri dýr úr
steini. Garðarnir era famir að líkj-
ast ævintýralöndum.
Hann er oft hvass á íslandi á
sumrin en fólk ætti ekki að vera
hrætt við að skilja álfana og dýrin
eftir ein úti í garði. Hægt er að fylla
áifana með sandi og
hinar stytturnar eru úr
steini og þess vegna
níðþungar.
Hjá Vörufelli fást
tjarnir allt upp í 3,5 m á
lengd. Svo má ekki
gleyma glæsilegum gos-
brunnunum úr steini
sem fást í verslunun-
um. Þeir era punktur-
inn yflr i-ið í görðun-
um.
-SJ
Það eru ekki bara lifandi hundar Það er líka hægt að hengja upp veggmyndir utan-
sem fá að vera úti í garði. húss. Þessar fást í Blómavali.
31
Útileiktæki ogj
feQasBSaQfliaEF
Vönduð útileiktæki frá Þýskalandi,
stoðir 45 mm, lökkuð stálrör.
Ein róla kr. 6.900, stgr. kr. 6.555.
Tvær rólur kr. 9.500, str. kr. 9.025.
Róla og vegaróla (mynd)
kr. 11.900, stgr. 11.305.
Ein stærsta
sportvöruverslun landsins
Busllaug, sterkur dúkur á stálgrind. j
Sæti, viðgerðarsett og botnloki.
Stórlaug, 122x244,
kr. 10.900, stgr. kr. 10.355.
Lítil 122x188,
kr. 5.400, stgr. kr. 5.130.
Símar: 553 5320
568 8860
Ármúla 40
Verslunin
AMRI
Þraðlaus
Telia Contur 22
heimilissími
9-980,-
stgr.
Ending rafhlöðu 8 klst. í notkun
og 48 klst. í bið.
CJJUŒSSEU
SÍMINN
Armúla 27, sími 5507800 • Kringlunni, sími 550 6690
Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000
Afg reiðslustaðir íslandspósts um land allt
Veljið varanlegt á húsið
US-Brick veggefni
•Aubvelt í uppsetningu
•20 litasamsetningar
•Frostþolsprófað og samþykkt af
Rannsóknastofnun
byggingariónaóarins
• Au&velt í vióhaldi
•50 ára alþjóóleg ábyrgð
Classic álþakefni
•Aubvelt ■ ásetningu -
•Allir fylgihlutir koma tilbúnir
• 10 litir
•20 ára flögnunarábyrgð á lit
•Seltu- og tæringarþolin álblanda
• 50 ára alþjóðleg ábyrgð
GYLFI K. SIGURÐSSON
v