Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1998, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 3. JUNI 1998
og garðar
W
* ★ X
35^..
Grisjun og
klipping tijáa
Sérhver planta leitast við að
fylla út í það rými sem kostur er á
og er trjágróður í látlausri sam-
keppni innbyrðis um rými, ljós og
næringu. Grisjun og klipping eru
því eins konar íhlutun sem er gerð
til þess að fremstu einstaklingarn-
ir njóti sín sem best.
Miðað er við að bæta vöxt og út-
lit eða breyta því, svo og að stuðla
að heilbrigði og aukinni og betri
blómgun. Klipping trjáa og runna
er því vandaverk sem krefst góðr-
ar þekkingar á þörfum og eðli við-
komandi plantna. Ef þekkingu er
ábótavant verður annaðhvort að
halda að sér höndum eða ráða fag-
mann til starfans.
Hér verður tæpt á nokkrum al-
mennum atriðum sem nauðsyn-
legt er að vita áður en ráðist er í
óþurftar. Oft hefur verið plantað
tveimur trjám þar sem eitt átti að
standa eða saman þrengt tegimd-
um með ólíkar þarfir. Þá verður
eitthvað að víkja. Sumu verður að
farga en annað má ef til vill flytja,
þó því aðeins að tréð sé á góðum
aldri og í þokkalegum vexti. Best
er að leita ráðgjafar um þessi at-
riði.
• Það getur þó orðið álitamál
hve mikið og hvernig ber að
klippa. Af mikilli klippingu verða
mörg sár og aukin smithætta.
Þess vegna er trjágróður helst
klipptur meðan plönturnar eru I
dvala. Betra er að klippa minna
og jafnara heldur en stórum og
sjaldan. Minnst þarf að klippa ef
rétt planta velst á réttan stað,
henni ætlað viðeigandi rými og
tekið mið af þörfum og vaxtarlagi.
Úr Handbók ræktunarmanns-
ins eftir Ásgeir Svanbergsson.
Nauðsynleg
áhugafólki
um garðrækt
• Jafnt fyrir
byrjendur sem vana
garðyrkjumenn.
• 550 blaðsíður í
stóru broti.
• 3.000 litmyndirog
skýringarteikningar.
FORLAGIÐ
Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Klipping trjáa og runna er vandaverk sem krefst góðrar þekkingar.
DV-mynd BG
trjáklippingar.
• Sum limgerði má klippa alveg
niður og endumýja þannig. Flesta
úr sér vaxna runna má yngja upp
í áfóngum með þessum hætti,
taka nokkuð af elstu greinunum
svo að fram komi nýir sprotar
sem fækkað er hæfilega.
• Berjarunnar og blómstrandi
runnar eru grisjaðir til þess að
ljós og loft komist að og kalsprot-
ar og skemmdar greinar fjarlægð-
ar. Ekki er víst að grisja þurfi
runna á hverju ári, það verður að
meta.
• Kal eða skemmdir má lagfæra
og tryggja leiðandi toppsprota.
Komi það fyrir, til dæmis vegna
sjúkdóma eða slysa, að svipta
þurfi tréð stórum greinum verður
að nema þær burt í viðráðanleg-
um bútum. Leitast á við að háfa
sár eins lítið og unnt er og skilja
engan stubb eftir. Skurðsár má
ekki vera lárétt.
• Ýmsar trjátegundir, svo sem
ösp og reynir, geta átt þaö til að
skjóta upp rótarskotum eða laufg-
ast mjög á dverggreinum eða frá
sofandi brumum á stofni. Þetta
verður einkum ef greinar skerð-
ast of mikið eða af næringar-
skorti. Sprota þessa ber að klippa
burtu þar eð þeir draga úr eðlileg-
um vexti trésins.
• Ekki er alltaf nægilegt að
klippa og stytta heldur getur þurft
að fjarlægja tré sem hafa nmnið
sitt skeið eða eru öðrum gróðri til
Þú hefur gluggann
Við höfum „tjöldin"
*