Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. JUNI 1998 21 Atvinnuvegasýning á ísafirði: Máttur Vestfjarða Um helgina fer fram Atvinnuvega- sýning Vestfjarða 1998 þar sem Vest- firðingar sýna mátt sinn og megin í atvinnulífmu. Sýningin er haldin i íþróttahúsinu á Torfnesi auk þess sem fyrirhugað er að nýta aðstóðu í húsnæði Framhaldsskóla Vestfjarða á Isafirði. Þátttaka fyrirtækja í sýningunni verður mjög góð en yflr áttatíu fyrir- tæki hafa verið skráð til þátttöku. Einnig má búast við mikilli þátttöku almennings því í fyrra komu um fhnm þúsund gestir sýningardagana tvo. Jafnvel má buast við enn fleiri gestum nú því hátíðin verður með talsvert stærra sniði nú en í fyrra. Vestfirðingar hafa talsvert fram að færa í atvinnumálum því þar er ær- inn auð að finna, bæði i náttúruauð- lindum og mannauði. Því er rétt að hvetja fólk til að koma til ísafjarðar og skoða hvað þar er á boðstólum. Undirbúningsnefnd Atvinnuvegasýningar Vestfjaröa hefur haft mikiö aö gera undanfarnar vikur. DV-mynd Höröur Norræna húsið: íslensk Ijóð á samísku A morgun kl. 16 verður flutt ljóðadagskrá í Norræna hús- inu. Tilefnið er að samiska ljóðskáldið Rauni-Magga Lukkari hefur að undanförnu þýtt mörg ljóða Einars Braga yfir á samísku. Ljóðasafnið heitir á samísku Vaikke jiehkki jávkkodivööii og kemur út hjá bókaútgáfunni Dawi Girji sem gefur út samískar bókmenntir. Ljóðin hafa birst í sjö ljóðabókum Ein- ars Braga og eru þau þýdd á samisku ýmist úr finnsku, sænsku eða norsku. Rauni-Magga Lukkari les úr Rauni-Magga Lukkari ætlar a& lesa þý&ingar sfnar á Ijó&um Einars Braga. þýðingum sínum og Einar Bragi les ljóð sín á íslensku. Einar Bragi hefur verið mikOvirkur við að þýða verk norrænna höfunda og má nefna leikrit Henriks Ibsens og Augusts Strindbergs. í bók- inni Hvisla að klettinum, sem gefin var út 1981 af Menning- arsjóði, eru þýðingar Einars Braga á ljóðum, jojki, þjóðsög- um og ævintýrum úr fórum Sama. í bókinni eru m.a. fimm af ljóðum Rauni-Magga Lukk- ari ásamt ljóðum annarra samískra ljóðskálda. Þorpið, ein mynda Gu&mundar. Á morgun klukkan 14 opnar Guð- mundur W. Vilhjálmsson sýningu sína á 29 vatnslitamyndum í Stöðla- koti. Að hans sögn situr Guðmundur milli tveggja linda. „Úr annarri sprettur fram tónlist, drottning list- anna, og hennar nýt ég án þess að hafast að. í hinni glitrar myndlist mannsins, og til hennar sækir þessi Stöðlakot Hinir kröfuhörðu vatnslitir sýning styrk sinn, en eflaust á tón- listin fáeina drætti. Myndir þær sem eru á sýningunni eru allar nema fjórar málaðar á síðustu sjö mánuð- um eftir hlé I mörg ár. Eru þær allar málaðar með hinum ljúfa en kröfu- harða miðli, vatnslitum." Sýning Guðmundar W. Vilhjálms- sonar í Stöðlakoti stendur til 28. júni og verður opin milli kl. 14 og 18. Birgir Andrésson sýnir verk sín í Galleríi 20 m2. DV-mynd Teitur Gallerí 20 m2: íslend- ingaspjall Á morgun klukkan 16 opnar Birg- ir Andrésson sýningu er hann nefn- ir „íslendingaspjall" í sýningarsaln- um Galleri 20 m2. Sýningin verður opin frá og með miðvikudegi til sunnudags frá kl. 15 til 18 út sýning- artímann. Birgir hefur sýnt verk sín víða um heim og er þetta fimmta sýning- in á þessu ári sem hann tekur þátt í. Aðrar sýningar á árinu hafa ver- ið eða verða í Sviþjóð, Þýskalandi, Póllandi og í London. Taktu DV með þér í fríið ¦| Áskriftarseðlar tryggja ** þér DV í Sölustaðir Shell auk eftirtalinna sölustaoa faka vib áskriftar-seolum DV Baula Stafholtstungum 311 Borgarnes Bitinn Reykholti 320 Borgames Grillskálinn 355 ðlafsvík Dalakjör Vesturbraut 370 Búðardal Sölutuminn Albína Aðalstræti 89 450 Patreksfjörður Tröllanaust Hafnarbraut 52 740 Neskaupstaður Sölusta&ir sem þjónusta áskrifendur í sumarbústöoum: Árborg, Gnúpverjahreppi Baula, Stafholtstungum,-Borgarfirði Bjarnabúð, Brautarhóli Bitinn, Reykholtsdal Brú, Hrútafirði Essó-skálinn í Hvalfirði Ferstikla, Hvalfirði Grenivfk Grímsey Hlíðarlaug, Uthlíð, Bisk. Hyman, Borgarnesi Hreðavatnsskáli Hrísey Laufíð, Hallormsstað Laugarás, Biskupstungum Minni-Borg, Grfmsnesi Reykjahlíð, Mvvatnssveit Shellskálinn, Stokkseyri Skaftárskáli, Klaustri Staðarskáli, Hrútafirði Sumarhótelið, Bifröst Söluskálar, Egilsstöðum Varmahlíð, Skagafírði Veitingaskálinn, Víðihlíð Verslunin Grund, Flúðum Verslunin Hásel, Laugarvatni Hringið og pantið DV I iríið í síma 550 5000 #i helgina SÝNINGAR Epal, Skeifunni 6. Anna María Sigur- jónsdóttir með ljósmyndasýningu til 30. júni. Opiö alla virka daga frá kl. 9-8 og Id. 10-14. Galleri 20m!, Vesturgðtu lOa. 13. júní kl. 16 opnar Birgir Andrésson sýningu er hann nefnir „íslendingaspjall". Sýningin er opin frá kl. 15-18 til sud. Gallerí Fold, Rauðarárstíg. Nu stendur yfir sýning Gunnellu, Guðrúnar Elínar Ólafsdóttur, á olíumyndum í hinu nýja sýningarrými Kringlunnar og Galleris Foldar á annarri hæð Kringlunnar. Sýn- ingin er opin á opnunartíma Kringlunnar og stendur til 22. juní. Galleri Gangur. Robert Derriendt sýnir olíumálverk út júni. Galleri Geysir, Hinu Húsinu. Miles Holden frá New York opnar sýningu ld. 6. júní milli 16 og 18. Sýningin stendur til 20. júní. Galleri Handverks & hönnunar við Amtmannsstíg. Laugardaginn 13. júní nk. opnar Sigrun Lára Shanko fyrstu einkasýningu sína á handmáluðum silki- slæðum. Opið þd.-fód. 11-17 og ld. 12-16. Sýningunni lýkur ld. 27. júni. Galleri Horniö, Hafnarstræti 15. Tolli með sýningu á nýjum olíumálverkum og vatnslitamyndum. Opið alla daga kl. 11-23.30 en sérinngangur þó aðeins kl. 14-18. Til 18. júní. Gallerí Ingólfsstræti 8.„Grænmetisleik- ur" Ingu Svðlu Þórsdðttur til 21. júní. Opið flm.-sun. 14-18. Galleri Listakot, Laugavegi 70. María Valsdóttir sýnir textilskúlptúra frá 13. til 28. júní. Gaílerí Lundur, Vannahlið. Laugardag- inn 13. júni kl. 14. opnar Sigurrðs Stefáns- dðttir sýningu á olíumálverkum og vatns- litamyndum. Sýningin stendur til fód. 3. júlí og er opin alla daga frá 10-18. Galleri Stöðlakot. Guðmundur W. Vil- hjálmsson með sýningu á vatnslitamynd- um 13.-28. júní. Opið frá kl. 14-18 alla daga. Gerðarsafn, Kópavogi. Andrrzej Mlezko sýnir skopmyndir. Frá 30. mai til 15. júní sýna- Vignir Jóhannsson, Albert Ka Hing Liu og Ólöf Oddgeirsdðttir. Opið 12-18 alla daga nema mánud. Gerðuberg, menningarmiöstöö. Ljós- myndasýning Carlotu Duarte: Odella - að lifa af, og ljósmyndasýning Maya-indíána, Sópaðu aldrei síðdegis, standa til 20. júní. Opið frá kl. 12-21 md.-fid. og 12-16 fðd.og ld. Hafnarborg. Sýning eftir ýmsa listamenn i tilefni af 90 ára afmæli Hafnarfjarðar og 15 ára afmæli Hafharborgar. Til 4. ágúst. Hafharhúsið. Sýningin „Konur" eftir Errð. Opið kl. 10-18 alla daga til 23. ágúst. Hallgrimskirkja, Reykjavik. Eiríkur Smith sýnir málverk Jómfruin, Lækjargötu 5.0rganon, ljðs- myndasýning Ingu Sólveigar, stendur út júní. Opið kl. 11-22. Kjarvalsstaðir. Sýning á úrvali verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin frá kl. 10-18 alla daga. Leiðsögn um sýninguna alla sd. kl. 16. Kormákur og Skjöldur, herrafataversl- un. Síöasta sýningarhelgi á portrettverk- um Ara Alexanders Ergils Magnússonar í Forsetastofu. Listahátíð i Reykjavik. Otisýning á veg- um Listahátíðar í Reykjavík sem Mynd- höggvarafélagið í Reykjavik stendur fyrir. Sýningin er 6 km löng og nær frá Sörla- skjðli í vestri og inn I Fossvogsbotn. Stendur til 7. október. Listasafn ASÍ við Freyjugötu. t Arin- stofu: Portrettmyndir af skáldum. í Ás- mundarsal: Mannamyndir eftir Ágúst Pet- ersen til 5. julí. Opiö alla daga nema mán. kl. 14-18. Listasafh íslands, Frikirkjuvegi 7. Sýn- ing á verkum eftir Max Ernst stendur til 28. júní. Opið frá kl. 11-17 alla daga nema mád. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laug- arnestanga 70, Rvik. Sýning á þrívlddar- verkum úr málmi eftir Örn Þorsteinsson til 1. júli. Opið alla daga nema mán. kl. 14-17. Listaskálinn í Hveragerði. Laugardag- inn 13. júní nk. kl. 15 opnar Bubbi (Guð- björn Gunnarsson) höggmyndalistamaður sýningu í garði skálans. Sýningin stendur til 16. sept. LoftkastaUnn. Sýning á verkum eftir Arnór Bieltvedt lisönálara. Norræna húsiö. „Skjáir veruleikans", sýning á verkum 10 evrópskra listmálara, stendur til 28. júni. Opið frá kl. 14-19 alla daga. Nýlistasamið. Laugardaginn 13. júni kl. 16 veröa opnaðar þrjár einkasýningar. Að þeim standa listamennirnir Einar Falur Ingólfsson, Erla Þórarinsdóttir og Harpa Ámadðttir. Á sama tíma er bókverkasýn- ing eftir svissneska listamanninn Dieter Roth. Opið frá kl. 14-18 alla daga nema mád. og lýkur 28. júní. Safn Ásgrims Jðnssonar, Bergstaða- strætí 74. Sumarsýning á verkum Ás- gríms. Opiö alla daga nema mánud. kl. 13.30-16. Stofnun Árna Magnússonar Handrita- sýningin „Þorlákstlðir" til 31. ágúst. Opið alla daga kl. 13-17. Akógessalurinn í Vestmannaeyjum. Ríkey Ingúnundardðttir heldur sýningu á verkum sínum. Listasafh Árnesinga á Selfossi. Inga Margrét Róbertsdóttir sjúkraþjálfari held- ur sýningu á ljðsmyndum, textum og textílum. Opiö 14-17 alla daga nema mád. til 28. júní. Ljósmyndakompan, Kaupvangsstræti, Akureyri. Ld. 13. júnl kl. 14. opnar Ijós- myndasýning eftir svissneska vísinda og listamanninn Andreas Ziist. Slunkariki á ísafirði. Laugardaginn 13. júní opna 4 listamenn sýningu á verkum synum. Sýningin ber yflrskriftina Vestur. Opið fid.-sud. frá kL 16-18. Sýningin stendur tll 28. júní. Sögusetrið á Hvolsvelli. Sýningin „Á Njáluslóð".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.