Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUÐAGUR 12. JÚNÍ 1998 ^Bnlist 251 A slðasta ári sprakk hljómsveitin Maus loks- ins út. Fyrstu plöturnar tvær fengu að vísu ágæt- is viðtökur en seldust heldur dræmt. Nú hefur þriðja platan, Lof mér að falla að þínu eyra, held- ur betur fallið að eyrum, selst vel og hijómsveitin vann titilinn hljómsveit ársins á síðustu Tónlist- arverðlaunum. Sex lög af plötunni hafa stokkið hátt á íslenska listann enda kalla meðlimir Maus plötuna í gríni „Best of - The Singles 1995-97“. Ég hitti þá fyrst baksviðs á Poppi í Reykjavik. „Nei, frægðin hefúr ekkert breytt okk- ur,“ fullyrðir Danni trommari, „nema hvað Eggert bassaleikari er kominn með GSM.“ Á safnplötunni Kvistir, sem væntanleg er i lok mánaðarins, eru tvö Maus-lög, Allt sem þú lest er lygi og ný útgáfa af Kristal- nótt. „Já, þetta er svona „Vest- mannaeyjar ’98 útgáfa", segja þeir. „Við voriun þetta hressir strákar í stúdióinu og prófuðum að lækka niður i öllu rafmagninu og það kom svona skemmtilega út.“ Nokkrum dögum síðar er Birgir Öm söngvari mættur i alvöruviðtal og talið berst að því hvað sé fram undan. „Okkur finnst að við höfum gert allt sem við getum gert hér,“ segir Birgir. „Það er auðvitað geð- veik klisja að segja það en okkur langar til að prófa hvað við getum gert erlendis. Við erum að bæta við hljómborðsleikara fyrir tónleika- prógrammið, Hrafn heitir hann, lærður saxófónleikari, en spilar á ein 500 hljóðfæri. Hann debúterar með okkur 17. júní. Svo ætlum við að leggjast í lagasmíðar og reyna með fram að spila upp í húsaleig- una.“ Vomð þið meðvitað að poppast upp með þriðju plötunni? „Nei, við höfum bara einu sinni ákveðið hvernig lag við ætluðum að semja fyrir fram. Þetta gerðist nú „Ótrúlega meðvitaðir" bara. Platan er miklu að- gengilegri en hinar tvær sem er kannski bara eitt- hvað sem kemur með ell- inni. Við erum greinilega komnir út í pælingar sem henta í útvarpsspilun og ef þú færð útvarpsspilun þá selurðu plötur. Við erum líka farnir að hlusta á öðru- vísi tónlist sjáifir." Eins og hvað? „Ja, mikið af danstónlist, elektrónískri tónlist, Beach Boys, Weezer - bara melódískari tónlist og það bitnar á okkar eigin tónlist. Við höfum líka alltaf haft í grunninum að hlusta á 80’s tónlist, byrjuðum að hlusta á Duran Duran þegar við vorum átta ára.“ Hvernig bregðast gömlu aðdáend- umir við nýju línunni? „Þeir sem hafa alltaf fílað okkur bregðast bara vel við. Það er aðallega eitthvert lið sem fílaði okkur hvort sem er aldrei sem segir að fyrst Hemmi Gunn sé farinn að spila okkur þá séum við ekkert svakalega svalir lengur. Þetta eru nú bara einhverjir 2-3 lúðar úti í bæ. Ég var nú svo sem með þessi „selI-out“ sjónarmið þegar ég var í 7. bekk, en svo vex maður upp úr þessu. Eins lengi og maður er að gera tónlist sem maður filar sjálfur getur maður ekki orðið „seil-out“. Kemur ný Mausplata fyrir jólin? „Nei, við erum ekki tilbúnir. Næsta plata kemur ekki út fyrr en um þarnæstu jól.“ Mr.T á Kaffibarnum." Hvernig er mórallinn í bandinu? „Við erum að verða ótrúlega sjálfs- öruggir og meðvitaðir um okkur. Mórallinn hefur aldrei verið betri og það gerir kleift að vinna góða hluti. Maus er farin að hlusta á Beach Boys, Weezer - melódískari tónlist sem bitnar á þeirra eigin tónlist. Eg held það sýni sig á tónleikum. Við erum ekkert stressaðir enda búnir að spila fyrir alla íslendinga að minnsta kosti einu sinni. Við erum náttúrlega búnir að vera vinir síðan í 12 ára bekk og getum rifist án þess að nokk- ur fari í fýlu, að minnsta kosti ekki langa fýlu.“ Hvað sérðu Maus vera til lengi áfram? Kynlíf og nammi með Marcy Playground Hljómsveitin Marcy Playground hefur verið að vekja eftirtekt síðustu misseri með vinsælt lag, Sex and Candy. Tríóið er hugarfóstur Johns Wozniaks sem spilar á gítar, syngur og semur öll lögin. Hann hafði verið í hljómsveitinni Zog Bog Bean með kærustunni sinni og gert plötu þegar hann var í menntaskóla í Olympia í Washingtonfylki. Þetta var á upprisuárum gruggsins í Seattle og komst John ekki hjá því að verða fyrir nokkrum áhrifum af bylgjunni. Eftir að hann flutti til New York kynntist hann trommaranum Dan Rieser og bassa- leikaranum Dylan Keefe og Marcy Playground varð til í kringum tónlist sem John hafði þegar samið. Tónlistin er létt en ágeng, að mestu órafmögnuð, ekta amerískt rokkpopp og afturbatagrugg í anda Presidents of the U.S.A. og Violent Femmes. Hljóm- sveitin hefur verið að fylgja velgengni Sex and Candy eftir með tónleikaferð um Bandaríkin, spilað t.d. með Everclear og Fastbali, en mikið af vel- gengninni kemur til af því hversu viljug sveitin er að hafa náin samskipti við aðdáendur sína í gegn- um internetið. Þeir eru viðfelldnir náungar, alveg lausir við þann hroka sem oft fylgir frægðinni. Um það hvernig nafn sveitarinnar kom til segir John; „Þegar fjölskyldan bjó í Minneapolis gekk ég í Marcyskólann, sem var svona opinn hippaskóli. Ég var feiminn og hékk inni í frímínútum því það voru hrekkjusvín sem biðu eftir mér úti og hefðu barið mig. Ég hlustaði á tónlist og lék mér við hamstrana. Frá skólastofunni sá ég yfir leiksvæðið og bjó til sögur um það sem ég sá. Þessi upplifun var niður- drepandi en lagði samt grunninn að því sem kom „Eins lengi og enginn kálar okk- ur. Ég sé mig ekki ekki vera í Maus og sé ekki neinn vera að fara úr Maus. Ég held að ef einn hætti liði manni eins og við yrðum að skipta um nafn. Það er rosalegur Skytt- urnar þrjár fílingur í gangi.“ Nýja lagið, „Állt sem þú lest er lygi“, hljómar eins og í því séu djúpar pælingar. Viltu tjá þig eitthvað um það að lokum? „Ég var í kúrs í Háskólanum í staðleysubókmenntum, og eftir að hafa lesið Brave New World, 1984 og We eftir Zamyatin var ákveðin hræðsla komin í mann. Ef ég segði þér t.d. að Mr. T hefði verið á Kaffi- barnum tryðir þú því ekki, en ef þú læsir það í DV myndir þú líklega trúa því. Þá fer maður að pæla í því að maður hefur enga tryggingu fyr- ir því að það sem maður les í sögu- bókum og fréttablöðum sé satt. Maður verður að lesa allt með vara, má ekki hleypa öllu inn á sig og taka því eins og það sé dagsatt. Hvaða tryggingu hefur fólk t.d. fyr- ir því að þetta viðtal sé ekki bara eintómur uppspuni?" -glh o Marcy Playground; Viðfelldnir og hrokalausir náungar. síðar. Hvernig ég sé heiminn má rekja til þessa tíma þegar ég var lítill og sat lamaður af ótta við óvinveitt umhverfið. Þannig séð er ég enn þá að líta niður á leikvöllinn í Marcy.“ Fyrsta breiðskífa Marcy Playground hefur gengið vel en það kemur í ljós hversu lengi velgengnin helst þegar næsta smá- skífa, Saint Joe on the School Bus, kemur út. Hug- myndir Johns um velgengni eru þó ekki stærri en að geta borgað húsaleiguna; „í alvöru, þá stefndi ég ekki að öðru en að selja kannski 10 þúsund plötur", segir hann. „Ég hafði þegar náð persónulegu tak- marki þegar ég spilaði fyrst með Dan og Dylan og hugsaði: Vá, djöfull erum við góðir. Nú stefni ég ekki að öðru en að halda áfram að semja góð lög.“ Stuð í Uthlíð Milljónamæringarnir mæta ásamt Bjarna Ara í Úthlíð, Biskupstungum, á laugardagskvöldið. SSSól og Quarashi SSSól spilar í Miðgarði í Skagafirði annað kvöld. Með þeim í för verða rappararnir í Quarashi. Buttercup Á Gauki á Stöng verður gleðin við völd um helgina með hljómsveitinni Butt- ercup. Sóldögg fyrir norðan Stuðbandið Sóldögg verð- ur fyrir norðan um helg- ina og spilar á Hlöðufelli á Húsavík í kvöld og á Dalvík annað kvöld. UZZ með Stjórninni Hljómsveitin UZZ mun koma fram í Leikhús- kjallaranum í kvöld ásamt Stjórninni. 8-villt Hljómsveitin 8-villt verð- ur á Inferno í kvöld, held- ur síðan á Vestfirðina annað kvöld og leikur í Sjailanum á ísafirði. Wunderbar í kvöld og annað kvöld spilar Pétur Örn á Wund- erbar ásamt óvæntum gesti. Kaffi Amster- dam í kvöld fagnar Sixties út- gáfu nýrrar plötu á Kaffi Amsterdam. Annað kvöld heldur fagnaðurinn áfram með sömu hljómsveit. Þotuliðið Danshljómsveitin Þotu- liðiö skemmtir í Munað- arnesi annað kvöld. Broadway í kvöld verður sýningin Rokkstjörnur Sslands á Broadway og mun Stuð- bandalagið skemmta að lok- inni sýningu. Annað kvöld verður svo ABBA-söng- skemmtunin á dagskrá. -» -# 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.